Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.02.2002, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 05.02.2002, Qupperneq 22
FRÉTTABLAÐIÐ ! FRÉTTIR AF FÓLKI Samfylking ákvað um helgina að hafa prófkjör um skipan þriggja efstu sæta listans á Reykjavíkurlistanum við kosn- ingarnar í vor. Ekki var ein- hugur um mál- ið. Mörður Árnason vildi hafa uppstill- ingu, Pétur Jónsson próf- kjör. Vilji Þét- urs varð ofan á. Formaður fram- kvæmdastjórnar, Stefán Jón Haf- stein, flutti tillögu um að eftir að prófkjörsúrslit liggi fyrir megi kjörnefnd breyta niðurstöðunum. Allt til að gera listann kosninga- vænni, sölulegri og það allt. Til- laga formannsins var felld. 22 v I FRÉTTIR AF FÓLKI 5El [nefaleikafrumvarp Gunnars I. Birgissonar var tekið til umræðu á Alþingi í gærdag enn einu sinni. Málið hefur sem kunnugt er verið lagt fyrir tvisvar sinnum áður án þess að ná fram að ganga, ... ■ Fá þingmanna-; frumvörp hafa þó vakið jafn mikla athygli og jafn mikla um- ræðu, innan þings jafnt sem utan. Halldór Blöndal sá því ástæðu til þess þegar hann tók frumvarpið á dagskrá að vara þingmenn við því að líklega þyrfti að efna til kvöldfundar ef komast ætti yfir að ræða þetta mál og önnur þau mál sem síðar væru á dagskrá. Umræöan varð enda fljótt fjör- leg. í framsögu fyrir meiri- hlutaáliti mcnntamálanefndar.. - taldi Sigríður Anna Þórðar- dóttir, formaður nefndarinnar, það málinu til tekna að sam- kvæmt skoðana- könnun nyti frumvarpið stuðnings 60% þjóðarinnar. Þetta vakti athygli Össurar Skarphéðinssonar sem spurði hvort þetta þýddi ekki að í framhaldinu myndi Sigríður Anna flytja frumvarp þar sem hún legði til að núverandi fisk- veiðistjórn- kerfi yrði bylt í sam- ræmi við skoðanákann- anir. Næsta skref yrði svo að mæla fyrir því að ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu enda hefðu allar skoðanakannanir síðustu ár sýnt stuðning almennings við að- ildarumsókn. Sigríður benti Öss- uri hins vegar á að hún hefði mælt með því að frumvarpið yrði samþykkt áður en skoðanakönn- unin hefði verið gerð. I FRÉTTIR AF FÓLKI Talandi um Pétur Jónsson. Margt bendir til að hann sæk- ist eftir frama í prófkjörinu - prófkjörinu sem hann mælti fyrir á fundinum um helgina. Pétur var borgarfulltrúi allt þar til fyr- ir fjórum árum að Hrannar B. Arn- arsson, nýkominn úr Alþýðubanda- lagi, og Helgi Pét- ursson, nýkominn úr Framsóknar- flokki, náðu fyrs- ta og öðru sæti Alþýðuflokksins á listanum 1988. Eldri kratar gátu aldrei sætt sig við þessi málalok og þeir hyggja á endurkomu Péturs. Ekki fer á milli mála að það verður erfitt verk fyrir Pétur að ná öðru af tveimur efstu sæt- um Samfylkingarinnar. Fyrir eru þrír borgarfull- trúar sem sækj- ast eftir endur- kjöri; Helgi Hjörvar, Steinunn Valdís Óskars- dóttir og Hrannar B. Arnarsson. Auk þess sækir varaborgarfulltrúinn Ingvar Sverrisson fast fram og ætlar sér frekari frama. Af þeim sem nú gegna störfum í borgarstjórn er það Hrannar sem virðist mest áfjáður í prófkjör. Hann vildi aldrei uppstillingu - átti von á að honum yrði ekki stillt um með handafli og þess vegna sé hans mesta von bundin því að ná ár- angri í prófkjöri. Það er víðar en í Reykjavík sem mikið gengur á hjá Sam- fylkingunni. í Kópavogi og á Ak- ureyri eykst spennan. Ekki ; vegna þess að bú- ist sé við stórsigri Samfylkingarinn- ar, heldur vegna þess að í þeim bæjarfélögum ótt- ast félagarnir að illa kunni að fara. Flosi Eiríksson og félagar í Kópavogi eiga langt í iand og sama er að segja um fé- laga þeirra fyrir norðan. Mest er bjartsýni Samfylking- arfólks í Hafnarfirði. Fram- boðslistinn, undir forystu Lúðvíks Geirssonar, þykir ágætur. Auk þess eiga báðir A- flokkarnir nokkuð góðar rætur í Hafnarfirði. Þá ________ hefur Samfylk- ingunni tekist ágætlega að halda í gamla kjarna í Hafnarfirði. Tak- mark Samfylkingarinnar í Hafn- arfirði mun vera að ná hreinum meirihluta. Spennandi verður að fylgjast með hvort það tekst. Aísafirði, sem vlðar, er gert ráð fyrir spennandi kosning- um. Nokkur óá- nægja er með framgang bæjar- mála. Það nær bæði til minni- hluta og meiri- hluta bæjar- stjórnar. Þess yegna er reiknað Doberman eins og bíll meðbeinni innspýtingu Hanna Arnórsdóttir dýralæknir áréttar að engin skyldi taka að sér hund eða önnur dýr án þess að vera í öruggu húsnæði. Hundar þurfa kærleika og öryggi rétt eins og börn. dýrahalp „Ég myndi ekki mæla með því að fólk taki að sér Rottweiler eða Doberman sem heimilishund nema þeir hafi kynnt sér eiginleika tegundanna mjög vel. Það er aðeins á færi þeirra sem eru mjög vanir að halda hunda af þessum tegund- um,“ segir Hanna Arnórsdóttir dýralæknir hjá Dýralæknastof- unni í Garðabæ. Hanna á sjálf afskaplega ljúfa Dobermantík sem hún flutti með sér heim frá Danmörku. „Það er vandasamt verk að halda aga á þessum hundum óg mjög auðvelt að missa tökih.á uppeldinu. Rott- veíler og Doberman henta ágæt- lega sem heimilishundar ef fólk hefur nægan tíma til að sinna þeim. Þeir þurfa ákveðið upp- eldi og mikinn kærleika. Einnig eru þeir góðir spor- og lögreglu- hundar því allir bera virðingu fyrir þeim. Þeir sem ráða við að eiga svona hunda verða að gera sér grein fyrir því að það eru mun meiri kröfur gerðar til þeirra og ábyrgð þeirra er mikil. Ég hef oft líkt Dobermannhund- inum við hraðskreiðan bíl með beinni innspýtingu. Það er auð- velt að missa stjórnina ef þú lærir ekki vel á hann í byrjun." Hanna segir að bæði Do- berman og Rottweiler séu af- skaplega hlýðnir og auðveldir þeim sem kunni til verka. „Þeir eru húsbóndahollir og bera ótak- markaða virðingu fyrir eiganda sínum og vel alinn hundur hlýð- ir í einu og öllu. Þeir þurfa mikla hreyfingu og mikil hætta er á að þeir verði pirraðir ef þeim er pkki sinnt sem skyldi. Að sama skápi þola þeir ilía einveru og eru mjög háðir eigendum sínum. Menn hafa komið heim að öllu í rúst ef þeir eru of lengi einir. Sú DIXIE ER BLÍÐ OC CÓÐ Hanna Amórsdóttir dýralæknir með Dobermantíkina sína. Hún segist aldrei hafa lent i vandræðum vegna hennar. hætta á að hundar verði tauga- veiklaðir við lélegan aðbúnað og sinnuleysi eigenda er auðvitað til staðar hjá öllum tegundum en skaðsemi þessara varðhunda- tegunda verður að sjálfsögðu meiri en annars." Hanna segir að því miður gerist það of oft að ungt fólk sem ekki er komið með öruggt húsnæði tekur að sér hunda og önnur dýr að illa ígrunduðu máli og lendi síðan á vergangi með þau. „Hundarnir eru þá jafnvel hýstir á hinum og þessum stöð- um s.s. í bílum eða á hundahótel- um. Þar er uppeldislegum þörf- um hundanna ekki sinnt og þeir geta einangrast félagslega. Það getur valdið því að eigendurnir ná ekki þeim tengslum og aga sem þarf og hundarnir verða óöruggir. Þetta á vissulega við allar tegundir hunda og það eru því miður dæmi um þetta hér- lendis." Hanna segir ennfremur að enginn skyldi treysta neinum hundi hundrað prósent þegar börn séu annars vegar. „Vel al- inn hundur sem býr við gott at- læti er besta trygginginn fyrir góðri hegðun og öryggi.“ ■ með að Frjálslyndi flokkurinn og klofningsframboð Sjálfstæðis- manna, undir stjórn Halldórs Jónssonar fyrrverandi bæjarful- trúa, komi til með að verða einna sterkustu öflin innan bæjar- stjórnar að loknum kosningum. Meira af Frjálslynda flokkn- um. Talað er um að flokkur- inn bjóði fram í fjórum sveitarfé- lögum; Reykjavík með Ólafi F. Magnússyiii, á ísafirði þar sem Ásthildur Cecil Þórðardóttir garðyrkjustjóri verði í framsæt- inu, á Stöðvarfirði en ekki er vit- að hvers vegna og í Sandgerði. Þar verði Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og fyrrverandi forseti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, í framsætinu. Grétar er ekki ókunnugur bæjarstjórnar- málum í sínu sveitarfélagi. Hann sat um árabil í bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn og gegndi meðal annars formennsku í hafnar- stjórn á miklu uppgangstíma hafnarinnar. „Það góða sem maður gerir er fljótt að gleymast." í spásímanum 9086116 er spákonan Sirrý og spáir í ástir og örlög framtíðar. Einnig tímapantanir fyrir einkatíma í sama síma. Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, spilaspá, draumaráðningar og huglækningar. Leitum lausna við vandamálum. Verð við frá kl.15-2 i síma 908-6040. Hanna Tarotlínan sími 908 5050 tarotlestur, miðlun, draumráðningar. Fínsvör um hjónabandið, ástina, heilsuna, fjármálin, símatími 18-24 C1 V1 Sálarrannsóknarfélag íslands stofnað 1918 Garðastræti 8, Reykjavík. Miðlarnirog huglæknarnir Birgitta Hreiðarsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Erna Jóhanns- dóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Krist- ín Karlsdóttir, Lára Halla Snæ- fells, María Sigurðardóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenz- son og Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Einig starfar Amy Engilberts dulspekingur hjá félaginu og býður upp á einkatíma. Friðbjörg Óskarsdóttir heldur utan um mannræktar-, þróun- ar- og bænahringi. Upplýsingar og bókanir eru í s. 551 8130 alla virka daga frá kl. 9.00 til 15.00 Einnig er hægt að senda fax, 561 8130, eða tölvupóst, srfi@isholf.id SRFÍ. Sálarrannsóknarfélag íslands stofnað 1918 Frá Sálarrannsóknarfélagi íslands: Eftir miðjan febrúar eru fyrirhuguð þrjú ný námskeið hjá félaginu: HUGLEIÐLUNÁMSKEIÐ þar sem kennd verður MYNDRÆN HUG- LEIÐSLA. ORKUUPPBYGGING eða hvernig við eigum að byggja upp orkuna okkar með hjálp orkustöðvanna. TILFINNINGAÚRVINNSLA hvernig getum við unnið okkur út úr erfiðri til- finningalegri reynslu ATH! vegna takmarkað fjölda er fólk beðið að bóka sig sem fyrst. Sálarrannsóknarfélag íslands Garðarstræti 8 101 Reyjavík s:551 -8130 Fax:561 -8130 netfang: srfi@simnet.is Iðnaður ^ Námskeið Námskeið í tré og trérennismíði hefjast í febrúar, lýkur fyrir páska Kennari Þórarinn Þórarinsson Upplýsingar í síma 894 3715 www. simnet. is/inni

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.