Fréttablaðið - 12.02.2002, Side 4
SVONA ERUM VIÐ
HLUTDEILD BANKANNA f HLUTA-
BRÉFAVELTU 2001
Kökuritið sýnir hlutdeild stærstu þingaðila í
hlutabréfaveltu á Verðbréfaþingi íslands
árið 2001. Heildarvelta ársins var um 140
milljarðar króna. I flokkinn „aðrir" falla
t.a.m. Verðbréfastofan, með 1,5% hlut-
deild, SPH, með l,2% og IVIP-Verðbréf,
með 1%.
% af hlutabréfaveltu 2001
Aðrir ^JLaupþing 40
(18 fyrirtæki) 7,2
Landsb-
Landsbréf 10,4
Búnaðarbankinn
11,4
(slandsbanki 31
Ármann náði öðru
sætinu:
Hlakkar til
kosninganna
prÓfkjör „Ég bara ánægður með
þessi úrslit. Enda get ég varla ver-
ið annað. Ég bað um annað sætið
og fékk það,“ sagði Ármann Kr.
Ólafsson, bæjarfulltrúi og aðstoð-
armaður sjávarútvegsráðherra,
um úrslit prófkjörs Sjálfstæðis-
flokksins í Kópa-
vogi fyrir bæjar-
stjórnarkosning-
arnar í vor. „Eg
hlakka til að
takast á við kosn-
ingarnar," bætti
hann við og vildi
lítið gefa út á
hvort góð kosn-
ing hans í annað
sætið væri til
marks um að
sjálfstæðismenn
í Kópavogi hafi
verið að velja sér
nýjan leiðtoga.
Ármann segir
baráttuna hafa
verið styttri nú
en áður þegar
hann kom inn
óþekktur en tölu-
vert hafi verið lagt í hana þó.
Gunnar I. Birgisson, oddviti
Sjálfstæðismanna í Kópavogi
taldi full snemmt að ræða hver
tæki við af honum. „Ég gef kost á
mér næstu fjögur árin og það er
mjög langur tími í pólitík. Áftur á
móti tel ég mjög sterkt að fá ung-
an mann þarna upp sem er fulltrúi
þess unga fólks sem er að flytja
inn í bæjarfélagið. Ármann er á
sama aldri og það fólk sem verið
hefur að streyma í bæinn,“ sagði
hann. ■
ÁRMANN KR.
ÓLAFSSON
Ármann, sem er
bæjarfulltrúi f
Kópavogi og að-
stoðarmaður sjáv-
arútvegsráðherra,
var að vonum
ánægður með
kosninguna í próf-
kjörinu en hann
færðist upp úr
fimmta sæti í ann-
að.
JVlálskotsnefncl LIN:
Otækt að miða
aðeins við út-
hlutunarreglur
lín Málskotsnefnd Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna hefur fellt úr
gildi úrskurð stjórnar lánasjóðs-
ins. Stjórnin hafði hafnað að veita
móður viðbótarlán vegna fram-
færslu barns.
Einstæða móðirin tók hluta
náms síns sem skiptinemi erlend-
is. Hún þurfti Jm' að flytja lög-
heimili sitt frá Islandi. Lögheimili
dóttur sinnar flutti hún hins vegar
á meðan yfir til föðursins til þess
að halda leikskólaplássi hér.
Móðirin var utan í 20 vikur.
Dóttir hennar var hjá henni helm-
ing tímans. Stjórn LÍN sagði út-
hlutunarreglur sjóðsins ekki
heimila að veita námsmanni lán
sem einstæðu foreldri nema barn-
ið væri skráð til heimilis hjá
námsmanninum.
Stúdentaráð benti á að á for-
sjárforeldrum hvíli m.a. sú laga-
skylda að tryggja börnum efna-
lega velferð og sjá þeim fyrir við-
unandi framfærslu.
Málskotsnefnd taldi ótækt að
miða eingöngu við úthlutunar-
reglur LÍN heldur yrði að líta til
þess að barnið bjó hjá móður sinni
í áðurnefndar 10 vikur. ■
FRÉTTABLAÐIÐ
12. febrúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR
Prófkjörskarp sjálfstæðismanna í Kópavogi:
T æpast farvegur fyrir óánægjuframboð
prófkjör Gunnar I. Birgisson,
oddviti sjálfstæðismanna í Kópa-
vogi, vonast til að Bragi Mikaels-
son, forseti bæjarstjórnar, kljúfi
sig ekki úr flokknum. Bragi mis-
sti 2. sætið á lista í prófkjöri um
helgina og féll niður í 6. sæti. í
samtali við blaðið segir hann
ólíklegt að hann taki 6. sætið og
íhugar alvarlega sérframboð.
(Sjá bls. 22.)
„Menn verða bara að hugsa
sinn gang og átta sig á hlutun-
um,“ sagði Gunnar og taldi tæp-
ast farveg fyrir óánægjuframboð
í Kópavogi. „Yfirleitt eru málin í
þokkalegu standi hjá okkur og
ekki mikið um óánægju. Þessi
meirihluti hefur starfað saman
sem einn hópur og verið mjög
samstíga. Enda er árangurihn
eftir því.“ Gunnar sagðist álls
ekki vilja sjá á eftir Braga. „Það
er vont fyrir alla og verst fyrir
hann, tel ég. Þó hann eigi mikið
fylgi, þá væri hann að fara á móti
sínum félögum og vinum. Ég held
að sérframboð og klofningur endi
venjulega í engu. Þótt náist inn
maður eru þeir kannski einangr-
aðir og hafa ekki áhrif. Við skul-
um vona að til þess komi ekki,“
sagði hann.
Gunnar vildi árétta að mis-
skilningur væri að hann hafi
ekki hlotið bindandi kosningu í
prófkjörinu. „Það þarf að fá 50
prósent í heild óháð sæti. Ég
KÓPAVOGUR
Allt útlit er fyrir klofning I röðum sjálfstæðismanna I Kópavogi. Bragi Mikaelsson, forseti
bæjarstjórnar, segist íhuga sérframboð alvarlega. Gunnar I. Birgisson vill ekki sjá á eftir
Braga.
fékk rúmlega 70% tæp 50% í prófkjörinu hafi fengist fram
sætið,“ sagði hann og taldi að í góður listi. ■
SALTKJÖT OG BAUNIR, TÚKALL
Sigurður verslunarstjóri í Nóatúni var að vonum ánægður með viðskiptin enda áhugi viðskiptavina við kjötborðið ósvikinn. Algengt er að
stórfjölskyldan sameinist á sprengidag og borði saltkjöt, baunir og hefðbundið meðlæti, rófur og kartöflur.
Odýr og vinsæl hefð
Saltkjöt á sprengidag er hefð sem verður æ vinsælli. Yngra fólk velur
magurt kjöt en eldra vill feitt. Fjölskyldan sameinast í saltkjötsáti. Þarf
ekki að vera svo óholl máltíð.
SPRENGIPAGUR Landinn sest við
saltkjötsát í stórum stíl í kvöld.
Bónus býst við því að selja á þrið-
ja tug tonna af saltkjöti. „Það fara
fimm tonn hér í dag og tvö tonn af
rófurn," sagði Björn Sævarsson,
deildarstjóri í kjötdeild Nóatúns í
Nóatúni í samtali við Fréttablaðið
í gær. Björn segir að eftir bakslag
í kjölfar umræðu um óhollustu
saltkjöts fyrir nokkrum árum þá
hafi siðurinn sótt í sig veðrið á
nýjan leik. Algengt virðist að
stjórfjölskyldan sameinist yfir
saltkjötsdiskunum segir Björn.
Að hans sögn fer það eftir aldri
kaupenda hvort að þeir kaupa
feitt kjöt eða ekki, eldra fólkið
kaupir feitara kjöt en það yngra.
Undir þetta tekur Guðmundur
Marteinsson, framkvæmdastjóri
Bónus. Hann segir langflesta hafa
keypt inn í sprengidagsmáltíðina
um helgina. Bónus hefur verið
með ýmis tilboð á saltkjöti og
baunum og tilheyrandi meðlæti
eins og kartöflum og rófum og
segir Guðmundur það greinilega
hafa laðað viðskiptavini að um
helgina.
Guðmundur tekur undir það
með Birni að sú hefð að borða
saltkjöt og baunir á sprengidag
verði æ vinsælli. „Þetta er sama
og með skötuna og þorramatinn,
þetta er mjög vinsælt trend
núna.“ Ólíkt þorramatnum t.d. er
saltkjöt og baunir hins vegar
mjög ódýr matur. Guðmundur og
Björn segja auðvelt að fá í máltíð-
ina fyrir fjóra á bilinu 1000 til
2000 krónur.
Þeir sem ekki vilja eða geta
eldað saltkjöt geta brugðið sér á
matsölustaði. Guðjón Harðarson,
matreiðslumeistari á Múlakaffi,
býst við að selja um 1000 skamm-
ta af saltkjöti í dag. Þá er bæði
talið, neysla á staðnum og það sem
pantað er út úr húsi. „Það er al-
gengt að yngra fólk kunni ekki að
búa til saltkjöt og baunir," segir
Guðjón.
Einfalt er að matreiða saltkjöt
og baunir og segir Hólmfríður
Þorgeirsdóttir, matvæla- og nær-
ingarfræðingur hjá Manneldis-
ráði íslands, í góðu lagi að borða
saltkjöt einu sinni á ári. „Saltkjöt
er vitaskuld feitur matur og saltið
er óæskilegt upp á blóðþrýsting-
inn, en ef neyslunni er stillt í hóf
þá er þetta í lagi,“ segir Hólmfríð-
ur. Hún bendir líka á að hægt sé
að snúa sprengidagsmáltíðinni
upp í hina mestu hollustumáltíð,
með því að setja lítið af saltkjöti
út í baunirnar og blanda rófum,
gulrótum og púrrulauk út í bauna-
súpuna, með því fáist holl og góð
súpa.
sigridur@frettabladid.is
LÁRUS H. BJARNASON
Ég vona að deildarforsetar Háskólans hafi
hlustað vel á okkar rök.
Lárus H. Bjarnason,
rektor M.H.:
Vona að þeir
hafi hlustað
inntökupróf „Ég vona að þeir hafi
hlustað vel á okkar rök þegar ég
lagði til að inntökuprófum í
læknadeild yrði frestað um eitt
ár,“ segir Lárus H. Bjarnason,
rektor Menntaskólans í Hamra-
hlíð. Á fundi sem rektor Háskóla
íslands boðaði til með félagi ís-
lenskra framhaldsskóla voru
rædd sjónarmið framhaldsskól-
anna vegna inntökuprófa í lækna-
deild í vor. Að sögn Lárusar var
formleg afgreiðsla inntökuprófs-
ins í háskólaráði í október síðast-
liðinn. „Ég er fylgjandi inntöku-
prófum, enda hefur læknadeildin
fært fyrir þeim ágætis rök.
Ákvörðunin kom þó mjög seint og
fyrirvarinn því of stuttur. Það
væri í anda góðrar stjórnsýslu að
hafa betri undirbúning og kynn-
ingu á prófunum," segir Lárus.
Hann sagðist tala fyrir hönd nær
allra skólastjórnenda. Enginn
þeirra væri á því að inntökuprófin
ættu að vera nú í vor. Háskólaráð
ákveður á fundi í dag, hvort efnt
verði til inntökuprófs í lækna-
deildina í vor, eða þeim frestað
þar til á næsta ári. ■
1 LEIÐRÉTTING I
Stefán Jóhann Stefánsson stefn-
ir á 3. sætið í prófkjöri Sam-
fylkingar vegna uppstillingar R-
listans. Rangt var því í blaðinu í
gær að Stefán Jóhann stefndi á 5.
sætið.
Erindi Verslunarráðs vegna Samkeppnisstofnunar:
Ráðherra fer ekki fram á rannsókn
samkeppnisstofnun Valgerður
Sverrisdóttir, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, telur ekki
ástæðu til að gera sérstaka at-
hugun á lögmæti leitar Sam-
keppnisstofnunar hjá olíufélög-
unum. Verslunarráð íslands fór í
síðustu viku fram á að gerð yrði
sjálfstæð könnun á framkvæmd
aðgerðanna. Ráðið vildi að ráð-
herra beitti sér fyrir því að öllum
þeim gögnum sem hald var lagt á
og afritum af þeim yrði skilað til
baka. Málið gegn olíufélögunum
yrði síðan hafið á nýjan leik af
ástæða þætti til.
í bréfi iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytisins til Verslunarráðs
segir að þolendum leitarinnar
séu tryggð réttarfarsleg úrræði í
ákvæðum laga um meðferð opin-
berra mála og almennra hegning-
arlaga. Þeir geti því leitað til lög-
regluyfirvalda ef
þeir telji að brotið
hafi verið gegn
sér. Ef um alvar-
leg brot sam-
keppnisyfirvalda
á málsmeðferðar-
reglum sé að
ræða, sé hægt að
kæra ákvörðun
Samkeppnisstofn-
unar til áfrýjun-
arnefndar sam-
keppnismála. Úr-
lausn áfrýjunar-
nefndarinnar sé
síðan hægt að
VALGERÐUR
SVERRISDÓTTIR
[ bréfi ráðherra
segir að þolendur
leitarinnar geti
kært hana til lög-
reglu ef þeir telji
að brotið hafi ver-
ið gegn sér.
bera undir dómstóla.
Að mati viðskiptaráðuneytis-
ins myndar ofangreint fullnægj-
andi ramma utan
um framkvæmd
aðgerðanna og
tryggir að fram-
kvæmd þeirra sé
með eðlilegum
hætti með tilliti
til réttaröryggis,
ef til þeirra kem-
vilhjálmur i>r í framtíðinni.
egilsson Raðuneytið telur
Framkvæmda- því ekki efni til
stjóri Verslunar- ráðstafana af
ráðs íslands sagði þess hálfu í mál-
að svar ráðuneyt- jnu
Ziðfóvírt , VÍlhjálmU/ Eg-
ílsson, fram-
kvæmdastjóri Verslunarráð fs-
lands, sagði að niðurstaða ráðu-
neytisins hefði í rauninni ekki
komið honum á óvart. Hann sagði
að engin ákvörðun hefði verið
tekin um það hvort eða hvernig
Verslunarráðið myndi beita sér í
þessu máli í framhaldinu. Vissu-
lega hefði ráðuneytið bent á
ákveðna leið, sem væri að kæra
leitina til lögreglu. Það yrði skoð-
að á næstu dögum ásamt fleiru.
Vilhjálmur sagði að Sam-
keppnisstofnun ætti þegar að
vera búin að senda frá sér
skýrslu um leitina. í henni ætti
að koma fram hverjir hefðu tekið
þátt í leitinni og því væri erfitt að
ákveða hvað yrði gert áður en
hún kæmi út. ■