Fréttablaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 12. febrúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR A HVERNIG TÍMUM LIFUM VIÐ? Hættulegir tímar Við lifum á hættulegum tímum vegna þess að í skjóli hugmyndafræði grasserar rang- læti. Þar að auki er hætta á að við séum að sigla inn í nýjar miðaldir með því að rækta ekki börnin og uppfræðslu þeirra betur. Elísabet Brekkan útvarpskona | IVIETðLUUSTI | Metsölulisti Eymundsson Cerdur út frá sölu 4. - 11. febrúar 2002 Anders Bæksted GOÐ OG HETJUR i ... Nigel Nelson SKOÐAÐU LÍKAMA ÞINN Ýmsir höfundar AF BESTU LYST I Álfheiður og Guðfinna SÁLFRÆÐI EINKALÍFSINS J.K. Rowling HARRY POTTER OG LEYNI... Guðmundur Andri Thorsson ÍSLANDSFÖRIN Sigríður Dúna Kristmundsdóttir BJÖRG O J.R.R. Tolkien HRINGADRÓTTINSSAGA__ O Astrid Lindgren RONJA RÆNINGJADÓTTIR 0 T. Kiyosaky & S. Leichter __RlKI pabbi, fátæki pabbi Metsölulistinn hjá Eymundsson: limi handbók- anna bækur Handbækurnar ejga greinilega vinsæidum að fagna meðal viöskiptavína Eymundson- ar. Éf matreiðslubókin, Af bestu lyst, er flokkuð sem handbók má segja að fjórar efstu bækurnar á listanum falli í þann flokk. Jóla- bækurnar virðast vera að þokast út af listanum og salan að jafnast á yngri og eldri bókum. Björg Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur er á listanum, hvort sem þakka má íslensku bókmenntaverðlaun- unum eða ekki. Höfundur íslands nær þó ekki inn á þennan lista en rétt er að taka fram að sú bók er í 10. sæti yfir mest seldu skáld- sögurnar. Harry Potter situr enn inni á listanum og einnig Hringa- dróttinssaga sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga. ■ Sýning á myndum Andy Warhol á Tate listasafninu: Þrjátíu og tvö afbrigði af CampbeUs súpudósum LONPON Tate, nútímalistasafnið í London (The Tate Modern gall- ery) opnaðist fyrir skömmu sýn- ingu á rúmlega tvö hundruð myndum eftir listmanninn Andy Warhol. Nicholas Serota, for- stjóri safnsins, spáir því að sýn- ingin verði gríðarlega vinsæl meðal almennings og fjöldi þeir- ra sem sæki sýninguna geti numið í kringum 170.000 manns. Þeim tilmælum hefur því verið komið á framfæri að fólk panti sér tíma á sýninguna í stað þess að láta tilviljun ráða. Það sem ber hæst á sýning- unni eru sjálfsmyndir Warhols sem hann teiknaði sem ungling- ur. Þær myndir hafa aldrei áður komið fyrir augu almennings í Bretlandi. Þrettán myndir af eft- irlýstum glæpamönnum verða á sýningunni. Það mun vera í fyrs- ta sinn síðan 1964 sem þær myndir eru samankomnar á einum stað. Auk fyrrgreindra verða á sýningunni þrjátíu og tvö afbrigði af Campbells súpu- dósum sem Warhol málaði árið 1962, málverk af Elvis Presley, Lizu Minnelli og Mick Jagger. ■ NICHOLAS SEROTA Telur myndir Warhols sópa til sín sýningargestum. EITT VERKA WARHOL Umæli listgagnrýnenda eru að Andy Wharol hafi með myndum sínum hjálpað almenningi til að skilgreina fræga fólkið á sjónrænan hátt. PRIÐJUPAGURIN N 12. FEBRUAR Raddböndin fyrirferð- arminnsta hljóðfærið Hulda Björk Garðarsdóttir syngur ásamt Olafi Kjartani Sigurðarsyni á hádegistónleikum í Islensku óperunni í dag. Hulda Björk verður fastráðin við Operuna frá næstu áramótum. ópera Islenska óperan stendur fyrir hádegistónleikum í febrúar og mars sem þar kynntir verða til sögunnar nýir fastráðnir söngvarar. Olafur Kjartan Sigurðarson, fyrsti fastráðni söngvari ís- lensku óperunnar, fær til liðs við sig fjóra valinkunna söngvara og jafnmarga píanóleikara á hádeg- istónleikum sem haldnir verða fjóra þriðjudaga í febrúar og mars. Söngvaranir eru: Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, sem verður ráðin að Óperunni frá næstu áramótum og þau Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran og Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór sem ganga til liðs við Óper- una í ágúst á þessu ári. Eins og áður hefur komið fram mun Davíð Ólafsson bassi einnig bæt- ast í hópinn í ágúst. Hulda Björk er söngvarinn sem ríður á vaðið. Flytur hún ásamt Ólafi Kjartani atriði og aríur úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart með yfirskriftinni „Brúðkaup á hálftíma". Þeim til aðstoðar er Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari. Tón- leikarnir hefjast klukkan 12.15 og standa yfir í fjörtíu mínútur. Hulda Björk er borinn og barnsfæddur Akureyringur. Hún segir tónlistina hafi ráðið ríkjum á bernskuheimili hennar og hafi þau systkinin verið hvött til dáða af foreldi'um sínum til að stunda tónlistarnám. „Frá sex BRÚÐKAUP Á HÁLFTÍMA Hulda Björk Garðarsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson flytja atriði og aríur úr Brúð- kaupi Fígarós í hádeginu. ára aldri skipaði tónlistarnám stóran sess í mínu lífi. Ég prófaði í gegnum tíðina hin ýmsu hljóð- færi og má segja að ég hafi end- að á því fyriferðarminnsta, radd- böndunum." Hulda Björk segir söngnámið hafa verið hefðbund- ið. Eftir að grunnámi lauk hafi leiðin legið í framhaldsnám til Þýskalands og Englands, þaðan sem hún lauk einsöngvaraprófi árið 1998. „Síðan þá hef ég unnið að ýmsu verkefnum bæði hér heima og erlendis." Eins og fyrr segir verður Hulda Björk fastráðin hjá ís- lensku óperunni áramótin 2003. Fram að þeim tíma segir hún ýmis vefkefni á döfinni. Hæst beri titilhlutverkið í óperunni Jenufa eftir Janaceck sem Norska óperan í Osló setur upp á komandi hausti. Segir hún þetta eitt stærsta tækifæri sitt hingað til og góð reynsla fyrir það sem koma skuli í íslensku óperunni. „Mín bíða mjög spennandi verk- efni, ekki síst í íslensku óper- unni og er ég full tilhlökkunar." kolbrun@frettabladid.is TÓNLIST____________________________ 12.15 Fyrstu hádegistónleikar islensku óperunnar verða haldnir í dag. Yfirskrift tónleikanna er „Brúð- kaup á hálftíma" en þá flytja þau Hulda Björk Garðarsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðsson atriði og aríur úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart og Steinunn Birna Ragn- arsdóttir leikur á píanó. Hulda Björk kemur til starfa við Óperuna í ársbyrjun 2003. Miðaverð er 600 krónur. 20.00 Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópransöngkona og Holger Groschopp píanóleikari halda söng og píanótónleika í TÍBRÁ tónleikaröð Salarins í Kópavogi í kvöld. Á efnisskránni eru annars vegar sönglög og aríur og hins vegar píanóstykki eftir Barber, Gershwin, Verdi, Donizetti og Liszt LEIKHÚS____________________________ 20.00 Nemendaleikhúsið sýnir í kvöld leikritið íslands þúsund tár eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Sýnt er i Smiðjunni við Sölvhólsgötu. SÝNINGAR___________________________ Lúkas Kárason sýnir trélistaverk, unnin úr rekaviði af Ströndum, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Yfirskrift sýningarinnar er Gengið á reka. Lúkas er ættaður af Ströndum og hefur haft atvinnu af sjó- sókn. Verkin á sýningunni eru unnin á síðustu 4 til 5 árum. Sýningunni lýkur 17.febrúar. Sýningin Breiðholtið frá hugmynd til veruleikastendur yfir f Listasafni Reykjavik - Hafnarhúsi. Þar eru sýndar teikningar og skissur þeirra sem skipu- lögðu Breiðholtshverfin þrjú ásamt Ijós- myndum af hverfinu óbyggðu og byg- gðu. Þá eru á sýningunni, í samtarfi við RÚV, ýmis konar myndefni sem tengist Breiðholtinu ásamt útvarpsupptökum með efni frá uppbyggingartíma hverfis- ins. Sýningin stendur til 5. maí. Handritasýning í Stofnun Árna Magn- ússonar, Arnagarði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14 -16 þriðju- daga til föstudaga. Sýningin Landafundir og ragnarök stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er samstarfsverkefni við Landa- fundanefnd og fjallar um landafundi og siglingar íslendinga á miðöldum með áherslu á fund Grænlands og Vínlands. MYNDLIST_______________________ Guðmundur Ingólfsson sýnir úrval Ijós- mynda úr fjórum syrpum sem hann hef- ur unnið að undanfarna tvo áratugi. Sýningin er í Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Opnunartími er 12-17 virka daga og 13-17 um helgar. Sýningin stendur til. 24. mars. Sýning á verkum eftir Gerlu stendur nú yfir í Þjóðarbókhlöðunni f sýningaröð- inni Fellingar. Fellingar hóf göngu sína í júní á síðasta ári og er sýning GERLU sú áttunda í röðinni. Fellingar er sam- starfsverkefni Kvennasögusafnsins, Landsbókasafns Islands - Háskólabóka- safns og þrettán starfandi myndlistar- kvenna. Opnunartíma Kvennasögu- safnsins er milli klukkan 9 og 16 alla virka daga. Vertu ekki of sein að panta fermingarmyndatökuna. Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð í myndatökunni stækk- aðar og fúllunnar. Innifalið í myndatökunni 12 stækkanir 13X18 cm 2 stækkanir 20x 25 cm og ein stækkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofa Mynd sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 3020 Sfmh 544 4B5B Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is 5NJDKEÐJUR Fyrir flestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða Hugleikur: Þjóðsagan Kolrassa komin í söngleikjabúning leiklist Áhugaleikfélagið Hugleik- ur hefur hafið æfingar á nýjum ís- lenskum söngleik, Kolrössu, sem byggir á þjóðsögunni um þær systur Ásu, Signýju og Helgu. Söngleikurinn er eftir dr. Þórunni Guðmundsdóttur söngkonu sem fer jafnframt með hlutverk hefnigjörnu álfkonunnar Unu. Söngleikurinn á sér traustar ræt- ur í íslenskri þjóðtrú, enda eru þursar, skessur og álfar meðal persónanna. Verkið er gamanleik- ur með spennuívafi þar sem fram fer barátta milli flónsku og speki, góðs og ills. Hugleikur ráðgerir að frumsýna Kolrössu þann 9. mars ÆFINGAR HAFNAR Á KOLRÖSSU Alls taka 17 leikarar þátt í sýningunni, þar af tíu í burðarhlutverkum. Þátttakendur hafa mjög ólíkan bakgrunn, meðal leikara eru lögfræðingar, tölvunarfræðingar, bréf- beri, matráðskona og nuddari. Margir leik- aranna hafa einnig menntað sig í tónlist. næstkomandi í Tjarnarbíói. Jón Stefán Kristjánsson leik- stýrir hópnum. Auk Þórunnar má nefna Ágústu Sigrúnu Ágústs- dóttur sópran sem fer með hlut- verk Ásu, Eyjólf Eyjólfsson tenór í hlutverki hundarins Spaks og Árnýju Ingvarsdóttur sópran sem fer með hlutverk yngstu systurinnar, Helgu. Frumsamin tónlist tekur um 45 mínútur í flutningi og eru lög- in í nokkuð þjóðlegum stíl. Sjö hljóðfæraleikarar skipa hljóm- sveitina, strengjaleikarar, blásar- ar, píanóleikari, gítarleikari og slagverksleikari. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.