Fréttablaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 12. febrúar 2002
FRETTABLAÐIÐ
19
Meistari Jakob gallen sýnir í Noregi:
Samsýning Islend-
inga og Norðmanna
noregur Galleri Voss í Noregi opn-
aði síðastliðinn laugardag sam-
sýningu íslendinga og Norð-
manna. íslandsvinurinn Egil Rped
frá Bergen dvaldi í gestavinnu-
stofu Hafnarborgar fyrir nokkru
og hafði í framhaldi af dvöl sinni
sýningu í Hafnarborg i Hafnar-
firði. Nú ætlar hann að sýna
myndir með mótífum frá íslandi í
Galleri Voss og hefur fengið til
liðs við sig myndlistarmenn frá
íslandi.
Á sýningunni verða verk eftir
leirlistakonurnar Elísabetu Har-
aldsdóttur, Guðnýju Hafsteins-
dóttur, Kristínu Sigfríði Garðars-
dóttur, Sigríði Ágústsdóttur og
veflistakonurnar Auði Vésteins-
dóttur og Þorbjörgu Þórðardóttur
sem allar eru félagar í Meistara
Jakob gallerí á Skólavörðustíg 5 í
Reykjavík. ■
GALLERI VOSS
Annelise Thorbjörnsen eigandi Galleri
Voss hefur komið nokkrum sinnum til
íslands og segir hún mikinn áhuga vera
fyrir íslandi í hennar heimabyggð.
ÞRIÐJUDAGURINN
12. FEBRUAR
Sýning Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur,
Rögnu Sigurðardóttur og Sigríðar
Ólafsdóttur stendur í Listasafni ASÍ,
Ásmundarsal. Á sýningunni eru málverk
og þrívíð verk. Einnig er unnið með ís-
lenska útsaumshefð. Listasafn ASI' er
opið frá kl. 14 til 18 alla daga nema
mánudaga. Sýningin stendur til 17. febr-
úar.
i Listasafni íslands standa fjórar sýning-
ar á verkum í eigu safnsins. Sýningarnar
nefnast einu nafni Huglæg tjáning -
máttur litarins. Dæmi af íslenskum
expressjónisma. Sýnd eru verk Jóhann-
esar S. Kjarval, Finns Jónssonar, Jó-
hanns Briem og Jóns Engilberts. Lista-
safn íslands er opið alla daga nema
mánudaga kl. 11 til 17. Ókeypis er í
safnið á miðvikudögum. Sýningin stend-
ur til 14. apríl.
SPILA OG SYNGJA I SALNUM
Arndís Halla Ásgeirsdóttir flytur sönglög og aríur í Salnum í kvöld og Holger Groschopp
leikur píanóstykki.
Tíbrártónleikar í Salnum:
Næturdrottningin stíg-
ur fram í dagsljósið
Nýr sýningarsalur hefur nú opnað, Hús
málaranna, á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi.
Þar sýna nú Haukur Dór og Einar Há-
konarson, en þeir eru jafnframt for-
stöðumenn hins nýja sýningarsalar.
Hannes Lárussonsýnir í Vestursal
Listasafns Reykjavikur - Kjarvalstöð-
um. Ellefu hús hafa verið reist og nefnist
sýningin Hús í hús. Hún stendur til 1.
apríl.
Afmælissýning Myndhöggvarafélags
Reykjavíkur er haldin í miðrými Lista-
safns Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum í
tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Sex
listamenn hafa verið valdir úr röðum fé-
lagsins til að sýna á þremur aðskildum
sýningum, tveir og tveir i senn. Þeir sem
sýna núna eru Niels Hafstein og Sól-
veig Aðalsteinsdóttir. Sýningin stendur
til 24. febrúar.
Kristinn Pálmason heldur málverkasýn-
ingu í Galleríi Sævars Karls. Á sýning-
unni verða óhlutbundin málverk og
tölvuunnar sviðsettar Ijósmyndir. Mál-
verkin eru bæði unnin í olíu og akríl
með mismunandi aðferðum.
I Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi
sýnir þýski listamaðurinn Bernd Koberl-
ing olíu- og vatnslitamyndir sem hann
hefur unnið frá árinu 1988, m.a. hér á
landi. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga
10-17 og miðvikudaga 10-19. Sýningin
stendur 3. mars.
Þrjár sýningar eru nú í tengslum við
Gallerí Fold. í Rauðu stofunni er sölu-
sýning á 18 pastelverkum eftir Hring Jó-
hannesson. Verkin eru myndaröð sem
hann vann árið 1990 á sólarströnd. f
Ljósafold stendur yfir kynning á Ijós-
myndumMagnúsar Óskars Magnús-
sonar en á síðasta ári kom út bókin
Face to Face eftir Magnús. í Baksalnum
sýnir Inger Helene Bóasson Ijósmyndir
en sýninguna nefnir listakonan Litið um
öxl. Safnið er opið daglega frá kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl.
14-17.
I Gerðubergi er sýning á þýskum tísku-
Ijósmyndum frá árunum 1945-1995
þar sem má sjá verk framsækinna Ijós-
myndara sem voru áhrifavaldar í stíl og
framsetningu tískuljósmyndarinnar. Sýn-
ingin er samvinnuverkefni Gerðubergs
og Goethe Zentrum og styrkt af IFA. Sýn-
ingin stendur til 17. febrúar.
Tilkynningar sendist á netfangið
ritstjorn@frettabladid.is
tónleikar Arndís Halla Ásgeirs-
dóttir sópransöngkona og Holger
Groschopp píanóleikari halda
söng- og píanótónleika í Tíbrá tón-
leikaröð Salarins í Kópavogi í
kvöld og hefjast þeir kl. 20.00. Á
efnisskránni eru annars vegar
sönglög og aríur og hins vegar pí-
anóstykki eftir Barber, Gershwin,
Verdi, Donizetti og Liszt. Arndís
Halla, sem um þessar mundir er
búsett í Berlín, hefur hvarvetna
hlotið sérstaklega lofsamlega
dóma fyrir söng sinn og sjarmer-
andi framkomu.
Á tónleikunum í Salnum syng-
ur Arndís Halla fyrst Hermit
Songs eftir Barber, þá leikur
Groschopp þrjár prelúdíur eftir
Gershwin, næst koma þrjú
sönglög einnig eftir Gershwin:
But not for me úr Girl Crazy, Soon
og Summertime úr Porgy og Bess.
Eftir hlé syngur Arndís aríuna
„Una voce poco fá“ úr Rakaranum
í Sevilla eftir Rossini, þá leikur
Groschopp Spinning Chorus úr
Hollendingnum fljúgandi í útsetn-
bókasöfn í síðasta mánuði kom
fimmþúsundasti bókatitillinn í
hillur Blindrabókasafns íslands.
Þetta var bókin Lísa og galdra-
karlinn í þarnæstu götu eftir Guð-
mund Ólafsson. Utlán safnsins
voru um 50.000 á síðasta ári og
fjölgar þeim með hverju ári. Þörf-
in fyrir nýjar bækur og fleiri ein-
tök af hverri bók er því stöðug. Nú
hafa um 40 bækur sem út komu
fyrir síðustu jól verið lesnar inn á
bönd.
ingu Liszts, næst er arían
„Regneva nel silenzio" úr Lucia di
Lammermoor, þá „Rigoletto“-
Paraphrase eftir Verdi í útsetn-
ingu Liszts fyrir píanó. Að lokum
syngur Arndís Halla „Qui la voce“
úr óperunni I Puritani eftir Bell-
ini.
Arndís Halla var fastráðin við
Komische Oper í Berlín árin 1998-
2000. Árið 2000 fékk hún svo fast-
an samning við óperuhúsið í
Neustrelitz Nú hefur hún gesta-
samninga m.a. í Berlín og
Neustrelitz, þar sem hún syngur
hlutverk næturdrottningarinnar í
Töfraflautunni.
Holger Groschopp er fæddur í
Berlín árið 1964. Hann hefur
hlotið ýmis verðlaun á ferli sín-
um, m.a. í Brahms píanókeppn-
inni í Hamborg. Fyrsti einleiks-
diskur hans, Busoni umritanir,
sept. 2001 er á lista BBC tónlist-
artímai’itsins yfir diska sem ein-
dregið er mælt með að lesendur
lcynni sér. Holger Groschopp býr
og starfar í Berlín. ■
Safnið gegnir almennri bóka-
safnsþjónustu fyrir blinda og sjón-
skerta og aðra sem eiga í erfiðleik-
um með að lesa hefðbundið letur.
Stór þáttur i starfsemi Blindra-
bókasafns er innlestur námsbóka
fyrir framhaldsskólanemendur
með dyslexíu. Námsbækurnar eru
nú teknar upp á stafrænu formi
sem gerir notkun þeirra mun auð-
veldari en þegar unnið er með
bækur sem lesnar hafa verið á
hefðbundnar snældur. ■
5000 bókatitlar í Blindrabókasafni íslands:
Stöðug fjölgun útlána
Fjarkennsla.i
“ D /"y rr* s~\ m il /*\ /m I. ... . I ^ /-
’i
Persónuleg tölvukennsla
UpplýsinQar i sima 511 4510 og 698 6787
Erfltt getur verið fyrlr fólk (dag að afia sér
þekkingar I hefðbundum tölvuskólum m.a. vegna
óregiulegs vlnnutíma o.s.frv. Fjarkennsla.ls býður
þess vegna upp á klæðskerasaumuð
tölvunámskelð fyrlr fólk á öllum aldrl. Þú og
kennarlnn semjið stundarskrána sem hentar fyrir
þlg. Hringdu núna og við veltum þér ókeypls
ráðgjöf um hvernlg þlnu náml er best háttaðt
Rúðuvökvi með sítrónuilm
öryggisvörður
V ;ii /tu I jiluor /t u i u
- öryggi í umferð!