Fréttablaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 1
4 AFMÆLI Konan undir býr kvöldið bls 22 NETKAFFIHUS Sýndarveru- leikasjoppur bls 14 TÓNHST Djassinn heillaði bls 16 FRETTABLAÐIÐ 47. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 7. mars 2002 FIMMTUDAGUR Aðalfundur TM aðalfundur Tryggingamiðstöðvar- innar hf hefst kortér í tvö í dag. Reiknað er með því að Baugsmenn missi oddamann í stjórn og Hreinn Loftsson hætti sem stjórnarfor- maður. Staða aldraðra rædd nAmskeið Steingrímur Hermanns- son fyrrverandi forsætisráðherra er meðal fyrirlesara á námskeiði um stöðu aldraðra í nútímasamfé- lagi sem haldið verður hjá Endur- menntun HÍ í dag. Leitað verður svara við því hvaða áhrif aldraðir muni hafa á nýrri öld með tilliti til atvinnuþátttöku, stjórnmálaþátt- töku, fjölskyldulífs, aldursfordóma, einstaklingsfrelsis, sjálfræðis og fleiri þátta. VEÐRIÐ í DAG REYKIAVÍK Snýst i austanátt 5-10 m/s. Léttir til. Frost 2 til 16 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Isafjörður Q 8-13 Skýjað 08 Akureyri Q 3-5 Stöku él 09 Egilsstaðir Q 2-6 Snjókoma 09 Vestmannaeyjar Q 5-10 Frost 04 Leitin að eldinum KVIKMYNDIR Filmundur sýnir frön- sku myndina La Guerre du Feu eða Leitina að eidinum í Háskólabíói í kvöld kl 22:30. Myndin er frá árinu 1981 og það er franski leikstjórinn Jean-Jacques Annaud sem er mað- urinn á bak við hana. Spennandi lokaumferð körfubolti í kvöld ræðst hvaða lið verður deildarmeistari karla í kör- fuknattleik, hvaða lið komast í úr- slitakeppnina og hver faila. Kefla- vík og KR eru á toppi deildarinnar. Skallagrímur tekur á móti Tinda- stóli. ÍR fer ti! Hauka. Þór tekur á móti Grindavík og KR fær Njarð- vík í heimsókn. Breiðablik gegn Keflavík. Leikirnir hefjast kl. 20. KVÖLDIÐ í KVÖLD Tónlist 18 Bió 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á 65,8% höfuð- i 61,9% borgarsvæð- inu í dag? Meðallestur 25 til 49 'O n to <5 -o i 78,7% ára á fimmtudögum Xi c samkvæmt 5) fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2001 m k. o 2 > Q 70.000 cintök 65% fólks lcs bl.iöiö MEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA A HðFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT Elðl Mim AKftNNI IN GAI11IP I OKTÓRFP 2«^,. F æstar konur var aðar við blóðtappahættu Arlega fá nokkrar konur hér á landi blóðtappa vegna getnaðarvarnarpillunnar. Fæstar konur sem Fréttablaðið ræddi við höfðu verið spurðar út í heilsufarssögu áður en þær fengu lyfseðil. getnaðarvarnarpillan á hverju ári veikjast nokkrar íslenskar konur af völdum blóðtappa, sem rekja má til notkunar getnaðarvarn- arpillunnar. „Það er vél þekkt að þriðja kyn- slóð getnaðarvarnarpillunnar auki líkur á blóðtappa hjá konum. Ég geri ráð fyrir að tilfellin séu tölu- vert fleiri en tvö til fimm á ári. Ég sé sjálfur það mörg tilfelli ár hvert og ég er einn af mörgum starfándi lungnalæknum a landinu segir Steinn Jónsson, sérfræðing- ur í lungnalækningum. „Það er ekki útilokað að konur hafi látist af þessum orsökum, þótt mér sé ekki kunnugt um slík tilfelli" Reynir Tómas Geirsson, pró- fessor í fæðinga- og kvenjúkdóma- fræði, sagði í Fréttablaðinu í gær að hann teldi að um tvö til fimm tilfelli af blóðtappa af völdum pill- unnar greindust á hverju ári. Fjöidskyldur hundrað kvenna í Bretlandi hafa lög- sótt þrjá framleið- endur á getnaðar- varnarpillum. All- ar tegundirnar eru seldar hér á landi. „Við skoðum alltaf hver staðan er hér á landi, þegar svona mál koma upp erlendis og könnum þau með tilliti til áhættu,“ segir Haukur Valdimarsson, aðstoðarlandlækn- ir. Hann sagðist ekki vita til þess að Landlæknisembættið hafi kann- að fjölda tilfella hér á landi. Um fimm ár eru síðan mál, vegna hættu á blóðtappa af völdum pill- unnar, komu fyrst upp í Bretlandi og á Norðurlöndunum. Haukur segir að læknar hafi, um langt skeið, vitað að þriðja kynslóð getn- aðarvarnarpillunnar gæti valdið skaða. „í sér- lyfjaskránni eru fleiri blaðsíður um aukaverkanir af pillunni. Það kemur mér því ekki á óvart að sjúkdómstilfelli vegna hennar skuli koma upp,“ segir Haukur. „Við munum skoða þau gögn sem liggja fyrir og kanna hver staðan er hér á landi." Reynir Tómas Geirsson, sagði að læknum bæri að varast að gefa þeim konum þriðju kynslóð pillunnar, sem annaðhvort hefðu fengið blóðtappa, reyktu og væru eldri en 35 ára, eða ættu fjöl- skyldumeðlimi sem fengið hefðu blóðtappa. Átta af þeim tólf kon- um, sem Fréttablaðið ræddi við, höfðu ekki verið spurðar að þess- um þáttum áður en þær fengu lyf- seðil fyrir pillunni, eða rannsakað- ar með tilliti til þeirra. Þær hefðu heldur ekki fengið upplýsingar um aukna hættu á blóðtappa. Einnig væri algengt að konur fengju tólf mánaða lyfseðil fyrir lyfinu í gegnum síma, án þess að kannað væri hvort aukaverkanir hefðu gert vart við sig. Steinn Jónsson segir að konur geti verið með blóð- tappa án þess að verða þess varar. Bláæðasegi, eða blóðtappi, geti verið lúmskur. Sjúkdómseinkenn- in, mæði, takverkur fyrir brjósti og bólgur í fótum, geti átt við ýmsa sjúkdóma. Haukur Valdi- marsson sagði að fleiri þættir í lífi fólks ykju líkur á blóðtappa meira en getnaðarvarnarpillan. „Okkur finnst vont þegar verið er að gera stórmál úr einhverju sem er lítið miðað við eitthvað annað,“ segir Haukur. arndis@frettabladid.is GETNAÐARVARNARPILLAN Málaferlin í Bretlandi eru vegna tegund- anna Femodene, Marvelon, Mercilone og Minulet og Tri-Minulet. ÁFRAM ISLAND Islenska landsliðið í knattspyrnu er nú í Brasiliu og mætir í kvöld liði heimamanna í vináttuleik sem er liður í undirbúningi Brasilíumanna fyrir heimsmeistaramótið í Kóreu og Japan í sumar. Myndin var tekin á æfingu íslenska liðsins ytra i gær. Fremstur á myndinni er landsliðsmarkvorðurinn Árni Gautur Arason, reyndasti maður islenska liðsins sem leikur í kvöld. Nánar bls. 12. 2,5% hlutur í Islandsbanka keyptur á yfirgengi: afsson sagður hafa keypt 1/3 fékk endurgreitt: Hluthafar skil- uðu Símanum einkavæðing Ríkið endurgreiddi fjárfestum í gær Símabréf fyrir samtals 426 milljónir í 44 við- skiptum. Samkvæmt samningi við einkavæðingarnefnd heldur Bún- aðarbankinn úti ótakmörkuðu kauptilboði á genginu 5,75 fram að aðalfundi Símans nk. mánudag. Frá mánudeginum verður kauptil- boðið hinsvegar lækkað í 5,63 til samræmis við 12% arð sem þá verður greiddur til hluthafa. Fjárfestar hafa aðeins greitt um 1.300 milljónir í ríkissjóð af þeim ríflega tveimur milljörðum sem skráningar fengust fyrir í út- boði septembermánaðar. Um þriðjungur var því endurgreiddur fyrsta daginn. 1 ÞETTA HELST 1 Mál Árna Johnsen og meintra sökunauta hans fór til ríkis- saksóknara í gær. Forstjóri ístaks segir sína menn ekkert rangt hafa gert. Hann tjáir sig hins vegar ekki um það hvort rík- islögreglustjóri hafi borið þá sök- um. bls. 6. —♦— Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, segir að fregnir breska blaðsins Daily Mail um yfirvofandi fjandsamlega yfir- töku Baugs á Arcadia ekki á rök- um reistar. bls. 2. —«— Bandaríkin og ESB eru komin í tollastríð. ESB ætlar að svara bandarískum verndartollum á stál í sömu mynt. bls. 4. íslandsbanki Valdabarátta í hlut- hafahópi íslandsbanka hélt áfram í gær þegar 2,5% hlutur í bankan- um skipti um hendur á 10% yfir- gengi snemma dags. Jón Ásgeir Jóhannesson sagðist í samtali við blaðið ekki hafa átt þátt í viðskipt- unum. Líklegast taldi hann að Jón Ólafsson, fráfarandi bankaráðs- maður, hefði keypt hlutinn af ein- hverjum þeirra lífeyrissjóða sem eiga í stóra hluti í bankanum. Kaupin taldi hann skýrast af því að mun verðmætara væri fyrir hann að selja stjórnarsæti en smærri hlut. Jón Ólafsson lýsti því yfir í fyrradag að bréf hans í geiri. Lífeyrissjóður Verslunar- manna á rúmlega 8% í bankanum. Þorgeir Eyjólfsson forstjöri vildi ekki tjá sig um hvort sjóðurinn hefði selt 2,5% hlutinn í gær. Óljóst er hvaða áhrif ákvörðun Hreggviðs Jónssonar um að draga framboð sitt tilbaka hefur á fram- vinduna. Þá eru hinsvegar sjö eft- ir í framboði og virðist því ekki stefna í að valdahlutföll breytist. ORCA verði áfram í minnihluta. Viðskipti með bréf í bankanum námu tæplega helmingi veltu hlutabréfa á Verðbréfaþingi ís- lands í gær, eða um 1.350 milljón- um króna. ■ bankanum væru til sölu. Ekki náðist í Jón Ólafsson í gær. Samkvæmt heimildum blaðs- ins á hann umtalsverðan hlut í bankanum fyrir utan eignaraðild sína í gegnum ORCA. Þar er hann hinsvegar í minnihluta á móti Þor- steini Má Baldvinssyni og Jóni Ás- JÓN ÓLAFSSON Á leið úr stjórn bankans en er tal- inn kaupa hlutabréf á yfir- gengi rétt fyrir aðalfundinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.