Fréttablaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS Ætlar þú til sólarlanda i sumar? Nei, alls ekki. Það er mun betra að vera á íslandi á sumrin. Sérstaklega ef farið er á hálendið. Sigurður Ingi Sveinsson er trésmiður. Stefnumörkun borgarinnar: Strætó og sorpbílar knúðir af metangasi reykjavik Endurnýja á sorpbíla- flota Reykjavíkurborgar á næstu árum og eiga bílarnar að geta gengið fyrir metangasi. Er þetta í samræmi við stefnu- mörkun starfshóps um nýtingu metans á ökutæki sem borgar- ráð samþykkti á þriðjudaginn. Jafnframt ætla borgaryfir- völd að leita eftir því við stjórn Strætó bs. að skoðaðir verði möguleikar á því að hluti þeirra strætisvagna, sem fyrirtækið rekur, noti metangas. Stefnumörkunin á að miða að því að minnka loftmengun í borginni. í greinagerð starfs- hópsins kemur fram að mjög umhverfisvænt sé að nota metangas á ökutæki. Með því sé verið að nýta orku sem annars sé sóað og spara innflutt elds- neyti. Mengun vegna útblásturs kolmónoxíðs, köfnunarefnis- oxíðs og brennisteinssýru muni einnig minnka til muna. ■ | ERLENT I Enginn sáttartónn er í Ariel Sharon, forsætisráðherra ísr- aels. Hann sagði í gær að ísrael- ar myndu halda uppi árásum á sjálfstjórnarsvæði Palestínu- manna, þangað til árásum harð- línumanna úr hópi Palestínumann linnti. „Við eigum í hörðu stríði," sagði Sharon við hermenn í Jer- úsalem í gær. Shimon Peres, ut- anríkisráðherra sagði hins vegar að átök væru ekki svarið. ísraelar gerðu sína hörðustu árás frá því að átökin hófust fyr- ir 17 mánuðum. Sjö Palestínu- menn féllu í árásinni sem yar gerð á Gaza-svæðið. Þrír ísraelar féllu sömuleiðis. Þrír aðrir Palestínumenn féllu í öðrum árásum. llÖGREGLUFRÉTTIRj Brotist var inn í þrjá bíla í vesturbæ Kópavogs í fyrr- inótt. Að sögn lögreglu var hljómflutningstækjum stolið úr bílunum. Þjófarnir hafa ekki náðst. Yfirleitt eru rúður brotn- ar í bílum þegar brotist er inn í þá en í þessum tilvikum stóðu bílarnir ólæstir. Það gerði þjóf- unum auðvelt um vik og vill lögreglan brýna fyrir fólki að læsa ávallt bílunum þegar það skilur við þá. Brotist inn í golfskálan hjá golfklúbbnum Kili í Mos- fellsbæ í fyrrinótt. Að sögn lög- reglu er ekki er ljóst hvort eða hversu miklu var stolið. Þjófa- varnarkerfi í húsinu fór í gang en þegar lögreglan kom á vett- vang var þjófurinn á bak og burt. Unnið er að rannsókn málsins. FRETTABLAÐIÐ 7 rnars 2002 FIMMTUDAGUR Assad Sýrlandsforseti: Styður friðartilboð Sádi-Arabíu RÍAD. ap Bashar Assad Sýrlands- forseti hefur ákveðið að styðja friðartilboð til ísraelsmanna sem barst frá Abdúlla krónprins í Sádi-Arabíu nýverið. Frá þessu skýrði opinber fréttastofa í Sýr- landi á þriðjudaginn. Þeir Assad og Abdúlla rædd- ust við á þriðjudaginn í Jedda í Sádi-Arabíu. Að loknum fundi þeirra lýsti Assad forseti yfir „stuðningi sínum við hugmyndir Abdúllas krónprins, sem miða að því að ná fram sanngjörnu og víðtæku samkomulagi í þessum heimshluta," að því er sýrlenska fréttastofan segir. Báðir leiðtogarnir sögðu nauðsynlegt að stofnað verði sjálfstætt Palestínuríki. Höfuð- borg þess verði Austur-Jerúsal- ^ em. s Friðartilboðið felst í því að | ísraelsmenn afhendi allt það g landsvæði sem þeir hertóku árið | 1967, það er að segja Vestur- < ístaksmenn neita ekki ad hafa verid ásakaðir Mál Arna Johnsen og meintra sökunauta hans fór til ríkissaksóknara í gær. Forstjóri Istaks segir sína menn ekkert rangt hafa gert. Hann tjáir sig hins vegar ekki um það hvort ríkislögreglustjóri hafi borið þá sökum. EÖGRECLUMÁi Gögn vegna máls Arna Johnsen, fyrrverandi al- þingismanns, og tólf annarra manna sem lögregla grunar um saknæmt athæfi í tengslum við mál Árna bárust ríkissaksóknara í gær. Starfsmenn ríkislögreglu- stjóra segja að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað í 32 tilvikum. Hins vegar sagði lögfróður maður „En það hvísl- sem Fréttablaðið aði því að mér ræddi við í gær að lítill fugl að tilvikin væru ör- honum hefði ugglega fleiri en verið boðið 32. „Það er örugg- starf. Það er lega ýmislegt hjá fyrirtæki dregió saman. sem einnig er Dæmi getur verið með starfsemi samfelldur þjófn- erlendis." aður úr sama q sjóðnum, sem tal- að er urn sem eitt tilvik, en er í raun margir aðskild- ir verknaðir. Þetta eru því í raun 32 kaflar,“ sagði þessi heimildar- maður. Sagt er að tólf menn hafi stöðu sakbornings í málinu. Ríkislög- reglustjóri heldur því vandlega leyndu hverjir þeir eru. Þó menn- irnir hafi stöðu sakborninga er alls óvíst að þeir sæti ákæru. Þetta geti t.d. átt við í tilfelli ljós- myndarans sem Árni virðist hafa látið innrétta starfsaðstöðu fyrir án vitneskju ljósmyndarans. Ljósmyndarinn gæti hafa hagnast á meintu broti Árna. Það þurfi þó ekki að leiða til ákæru. Til örygg- is fái hann þó stöðu sakbornings HÚS RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA Sagt er að tólf menn hafi stöðu sakbornings í máli Árna Johnsen. Ríkislögreglustjóri held- ur því vandlega leyndu hverjir þeir eru. Þó mennirnir hafi stöðu sakborninga er alls óvíst að þeir sæti ákæru. því ella gætu skýrslur sem af honum er teknar ónýst kæmi til málsóknar gegn honum. Mál Árna Johnsen hafa tengst verktakafyrirtækinu ístaki. „Ég veit ekki til þes að mínir menn hafi gert neitt rangt," sagði Páll Sigurjónsson, forstjóri ístaks, í gær. Páll vildi hins vegar ekkert segja um það hvort ríkislögreglu- stjóri hefði borið sakir á starfs- menn ístaks. „Ég get ekkert tjáð mig um það á þessu stigi,“ sagði hann. Margir telja mál Árna Johnsen varpa skugga á Ríkisendurskoð- un. „Hún kemst orðið ekki að nokkrum sköpuðum hlut. Þetta hefði allt rúllað í gegn ef ekki hefði verið þessi blessaði Byko- maður. Það er bara veruleikinn," sagði alþingismaður sem ekki vildi láta nafns getið. Árni Johnsen lét af þing- mennsku í fyrrasumar. Hann þáði biðlaun frá Alþingi í sex mánuði þar á eftir. Einn heimildarmanna Fréttablaðsins í Vestmannaeyjum segir Árna ekki hafa stundað fasta vinnu frá því hann hætti á þingi. „En það hvíslaði því að mér lítill fugl að honum hefði verið boðið starf. Það er hjá fyrirtæki sem einnig er með starfsemi er- lendis. Ég held að það sé ekkkert annað fyrir hann að gera,“ segir heimildarmaðurinn. gar@frettabladid.is Indverski rithöfundurinn Arundhati Roy: Hlaut dóm fyrir að sýna Hæsta- rétti Indlands fyrirlitningu nýju-delhí, ap Indverski rithöf- undurinn Arundhati Roy hlaut í gær stuttan fangelsisdóm, einn dag, fyrir að hafa sýnt Hæsta- rétti Indlands „glæpsamlega fyr- irlitningu". Það var Hæstiréttur Indlands sem kvað upp dóminn. Að dómsuppkvaðningu lokinni var hún strax flutt í fangelsi til að afplána dóminn. Henni var einnig gert að greiða 2000 rúpíur í sekt. Upp- hæðin samsvarar um það bil 4.200 krónum. Greiði hún ekki sektina þarf hún að sitja þrjá mánuði í viðbót í fangelsi. Dóminn hlaut hún fyrir að segja að Hæstiréttur Indlands reyni að „þagga niður í andstæð- ingurn" stórvirkra stíflufram- kvæmda á Indlandi, sem krefjast þess að hundruð þúsunda manna þurfi að yfirgefa heimili sín. Roy hefur mótmælt þessari stíflugerð ARUNDHATI ROY Á LEIÐ FYRIR RÉTT Hefur mótmaelt harðlega virkjunaráformum á Indlandi, sem þröngva hundruð þúsundum manna til þess að flytjast búferlum. harðlega og verið í fararbroddi andstæðinga hennar. Roy hlaut bresku Booker- verðlaunin árið 1997 fyrir skáld- sögu sína „Guð hins smáa“, sem komið hefur út á íslensku. Ilún hefur einnig gagnrýnt harðlega hernað Bandaríkjanna í Afganistan og stríð þeirra gegn hryðjuverkum. ■ FORSETAR SÝRLANDS OG LÍBANONS Stuðningur Assads Sýrlandsforseta við frið- artilboð Sádi-Arabíu gæti ráðið miklu um afdrif þess. Assad, sem stendur fjær á myndinni, sést þarna með Emile Lahoud, forseta Líbanons. bakkann, Gazaströnd og Gólan- hæðir ásamt austurhluta Jer- úsalem. Það eina sem er nýtt við þetta tilboð, er að það kemur frá Sádi-Arabíu, sem hingað til hef- ur ekki ljáð máls á því að viður- kenna Ísraelsríki fyrr en það hafi samið um frið við Palest- ínumenn. Jafn mikið nýmæli er að Sýrlendingar styðji þetta til- boð. Vænta má þess að Líbanon muni einnig styðja hugmyndir Abdúllas, þar sem Sýrlendingar hafa mikil áhrif á allar pólitísk- ar ákvarðanir í Líbanon. Þar með hafa tvö voldugustu arabaríkin boðið ísraelsmönn- um sátt. ■ Ný aðferð við einkavæðingu: Hlutur ríkis- ins seldur í gegnum kerfiVÞÍ einkavæðing Ólafur Davíðsson, for- maður einkavæðingarnefndar, sagði á fundi Verslunarráðs íslands um einkavæðingu í gær, að fram til tessa hefðu stjórnvöld verið að selja fyrirtæki sem ekki væru skráð á hlutabréfa- markaði. Það væri nú að breytast. Nú væri mögulegt að selja hlut ríkisins í félögum í gegnum Verðbréfaþing ís- lands. „Ein aðferð er að miðla hlutabréf- um ríkisins út á markað í gegnum kerfi Verðbréfa- þings íslands. Það gæti til dæmis átt við um bankana og seinna um Landssímann,“ sagði Ólafur. Með þeirri aðferð þyrfti að gæta sérstaklega að stöðu ríkisins sem innherja og meðferð trúnaðar- upplýsinga. „Ef undirbúa á slíka sölu á mark- aði í gegnum Verðbréfaþingið þarf að líta sérstaklega til tímasetningar tilkynningar um söluna. Hversu mikið eigi að selja og hve langt út- boðstímabilið eigi að vera. Einnig þarf að ákveða hámarkshlut sem hver og einn getur keypt.“ Ólafur sagði að selt yrði á því gengi sem markaðurinn ákveði á hverjum tíma. Ríkisvaldið þyrfti að setja lágmarksverð á hlut sinn og veita heimild til að selja á markaði þegar viðunandi verð fæst. „Kostur við slíka aðferð er að selt er á skipu- lögðum markaði með þeim leikregl- um sem þar gilda," sagði Ólafur. ■ ÓLAFUR „Það verður áfram unnið aó sölu hlutabréfa í bönkunum og það kemur til álita að selja um sölukerfi Verð- bréfaþingsins." Pharmaco samsteypan: Hagnaður fimmfaldast afkoma Hagnaður Pharmaco sam- steypunnar eftir skatta á síðasta ári var 1.5 milljarðar króna. Það er 75 prósent meiri hagnaður en árið áður. Á síðustu tveimur ái’um hefur hagnaðurinn fimmfaldast. Gengi hlutabréfa í félaginu hækk- að um 33 prósent á árinu. Gert er ráð fyrir frekari bata á þessu ári. Rekstrartekjur hækkuðu um 36 prósent á milli ára og námu tæpum 15 milljörðum. Gengi hlutabréfa félagsins í árslok var 49,7 og markaðsverðmæti þess því um 20.657 mkr. Uppbygging hefur verið mikil hjá fyrirtækinu í Búlgaríu á ár- inu. Þar er starfrækt rannsóknar- og þróunardeild. 15 ný lyf voru markaðssett í Búlgaríu á síðasta ári. Nýski’áningar utan Búlgaríu voru 237 í 19 löndum. Balkanp- harma átti í árslok 982 skráningar í 26 löndum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.