Fréttablaðið - 08.03.2002, Side 6

Fréttablaðið - 08.03.2002, Side 6
4 SPURNING DAGSINS Vilt þú að Sjálfstæðisfiokkur og Framsóknarflokkur myndi aftur ríkisstjórn eftir næstu kosningar? Nei. Það er nóg komið af hægristjórn og kominn tími á breytingar. Ólafur Árni Ólafsson starfar sem myndlistarmaður. Hnífsstungan á Grettis- götunni: Sambýliskon- an í gæslu- varðhaldi lögregla Maðurinn sem var stunginn með hnlfi við Grettis- götu á miðvikudagskvöld liggur alvarlega slasaður á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis gekkst maðurinn strax undir aðgerð og er á batavegi. Að sögn lögreglu er talið að til átaka hafi komið milli mannsins, sem er um fimmtugt, og sambýlis- konu hans um klukkan 21.30 um kvöldið. Maðurinn var stunginn þrisvar í brjóst og kvið. Tæplega fertug sambýliskona mannsins var handtekin, grunuð um verkn- aðinn. Hún var úrskurðuð í hálfs mánaðar gæsluvarðhald fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í gær. ■ I VIÐSKIPTI I Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, sögir eðlilegt að metið verði hvort flytja eigi Landssímann undir stjórn fjár- málaráðherra. Þegar tillaga Sam- fylkingar um skipan rannsóknar- nefndar vegna málefna Símans var rædd á Alþingi sagði Sturla vel koma til greina að f jármála- ráðuneytið færi með hlut ríkisins í fyrirtækinu en samgönguráðu- neytið sæi um stefnumótun í fjar- skiptamálum. FRÉTTABLAÐIÐ 8. mars 2002 FOSTUDAGUR Stjörnubíó til sölu: Húsið jafnvel riflð bló Stjörnubíó, sem rekið var af Skífunni, hætti starfsemi á föstu- daginn og er húsnæðið til sölu. Ragnar Birgisson, aðstoðarfor- stjóri Norðurljósa, sagði að marg- ir hefðu skoðað húsið enda hefði það verið til sölu í nokkurn tíma. „Menn sem hafa verið að skoða húsið hafa verið með ýms- ar hugmyndir um hvernig mæti nýta það,“ sagði Ragnar. „Menn hafa verið að skoða þetta með til- liti til þess að reka þarna bíó, skemmtistað eða bara fyrirtæki. Einnig hefur einn trúarsöfnuður skoðað húsið. Flestir sem hafa skoðað húsið hafa hins vegar ver- ið með þá hugmynd að jafna það við jörðu. Það er stefna borgar- innar að þróa frekari íbúðabyggð á Laugaveginum því vilja margir byggja nýtt hús á lóðinni með verslunarrými á neðstu hæðinni en íbúðir á efri hæðum.“ Ragnar sagði að Stjörnubíói hefði verið lokað vegna þess að Skífan hefði opnað nýtt bíó í Smáralind og þá ræki fyrirtækið Regnbogann sem væri mjög ná- lægt Stjörnubíói. „Smárabíó hefur gengið alveg óhemjuvel og við sjáum fram að miklu hagkvæmara sé fyrir okk- ur að vera með eitt bíó í Smáran- um og annað í bænum.“ ■ STJÖRNUBÍÓ Bíórekstri hætt, húsið er til sölu og verður e.t.v. rifið. VIÐSKIPTI Hraðfrystihús Þórshafnar tap- aði 23 milljónum króna árið 2001. Það er heldur skárri niður- staða en síðustu tvö árin á undan þegar reksturinn skilaði tapi samtals upp á 485 milljónir. Árs- veltan var 1.800 milljónir króna í fyrra. Fjármunamyndun hefur farið batnandi og er gert ráð fyr- ir hagnaði á yfirstandandi ári. Stjórn IFyggingamiðstöðvar- innar samþykkti í tillögur sem lagðar verða fyrir hluthafafund félagsins þann 19. þessa mánaðar. Lagt er til að 186 milljóna króna arður skiptist á milli hluthafa. Þá er lagt til að hlutafé verði aukið um 700 milljónir með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Deildar meiningar um vín í matvörubúðum Tæplega tíundi hluti fólks sem neytir áfengis hefur ekið undir áhrifum á sl. 12 mánuðum og fjórðungur orðið fyrir áreitni drukkins fólks á al- mannafæri. Afengis- og vímuvarnaráð í samstarfi við fleiri aðila stóð fyrir viðamikilli könnun á neyslu og viðhorfum til áfengis og annarra vímuefna. áfengisneysla Rúmur helmingur þátttakenda, 50,9%, í nýrri viða- mikilli könnun Áfengis- og vímu- varnaráðs telja að leyfa eigi sölu léttvíns og bjórs í matvörubúðum. Þetta er heldur minna hlutfall en í öðrum nýlegum könnunum. Þá kemur fram að 81% eru mótfalln- —t— ir sölu sterks víns í Um 27o/o reyk- matvöruverslun- ja, en munur um og einungis 7% erátíðninni vllJa, l°Yf* hass‘ eftir menntun "eyslu herlendts. viðkomandi. . .. GalluP annaðls, i/in/ konnumna sem tok ^/o haskoia- tj, 40(X) manna m_ nn a ra yiljanakennds úr- -Jcn/ ^k' 6n taks úr þjóðskrá á 36% þeirra aldrinumFJ18 til 75 sem eingongu fira Helmingurinn hafa lokið fékk spurninga. grunnskola. lista j PQSti en þringt var í hinn helminginn. Úr póstkönnuninni var svarhlutfall 56,3% og 71% úr símakönnuninni. Fram kemur að áfengisnotkun er nokkuð almenn hérlendis, en 86% aðspurðra höfðu neytt áfeng- is sl. 12 mánuði og 94,2% höfðu einhvern tíman neytt áfengis. Þegar fólk var beðið að meta áhrif áfengisneyslunnar kom fram að meirihlutinn, eða 91 til 94%, taldi neysluna ekki hafa skaðað vinnu, nám, hjónaband eða önnur náin sambönd. 3,8% töldu eigin áfengis- neyslu hins vegar vera vandamál og 6,6% höfðu leitað sér aðstoðar vegna áfengis- neyslu. Tæplega tíundi hluti fólks sem neytir áfengis sögðust hafa ekið undir áhrifum á síð- astliðnum 12 mánuð um. Rúmlega 25% sögð- ust hafa orðið fyrir áreitni drukkins fólks úti á götu eða al- mannafæri. Meðal annars sem lesa má úr könnuninni er að karlmenn eru hlynntari því en konur að leyfa sölu á léttu og sterku áfengi í mat- vörubúðum. Þá eru þeir einnig hlynntari því að leyfa hassneyslu. Eins er yngra fólk fremur hlynnt auknu frjálsræði en þeir sem eldri eru og íbúar höfuðborgar- svæðisins fremur en þeir sem bú- settir eru annars staðar. Áfengis- og vímuvarnaráð stóð NIÐURSTÖÐUR GALLUP Þekkir þú einhvern sem hefur prófað eða notað ólögleg vímuefni á síðustu ■'''»». 12 mánuðum fyrir r a n n - sókninni í nóvember sl., í samstarfi við Landlæknisembætt- ið og fleiri aðila. Meðal nýmæla í könnuninni er að einnig var spurt um neyslu og viðhorf til annarra vímuefna en áfengis. Þá var spurt út í aðra þætti, s.s. viðhorf til for- varna, óþægindi af neyslu ann- arra, lyfjanotkun, o.fl. Ekki mun hafa farið fram sambærileg rann- sókn á áfengisneyslu landsmanna síðan árið 1992. oli@frettabladid.is Spurning Hlynntur Andvígur Hvorki né Sala léttvfns og bjórs í matvörubúðum 51% 38% 11%| Sala sterks víns I matvörubúðum 11% 81% 8% Lögleiðing hassneyslu hérlendis 7% 88% 5% | FUNDUR EYSTRASALTSRÁÐSINS í GÆR Halldór Ásgrímsson lýsti, á fundi Eystrasalts- ráðsins í Kaliningrad í Rússlandi I fyrradag, vilja til að hvetja islensk fyrirtæki til að skoða fjárfestingarmöguleika á svæðinu. Halldór á fundi Eystra- saltsráðsins: Ráðið verður milliliður Rússa og ESB UTANRÍKISMÁL Ráðherrar Eystra- saltsráðsins lögðu á fundi sínum áherslu á áframhaldandi mikil- vægi ráðsins, einnig eftir stækk- un ESB. Telja má líklegt að þá standi einungis Rússar, Norð- menn og íslendingar, af þjóðum ráðsins, utan sambandsins. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, lagði í ræðu sinni áher- slu á þann skerf sem ráðið hefur lagt af mörkum s.l. áratug til að styrkja friðsamleg samskipti, efnahagslega framþróun og lýð- ræði á svæðinu. Hann benti jafn- framt á að störf ráðsins myndu draga dám stækkun Evrópusam- bandsins og myndi Eystrasalts- ráðið í auknum mæli gegna veiga- miklu hlutverki í samstarfi Rúss- lands og ESB. Halldór, átti einnig tvíhliða fund með Igor Ivanov, utanríkis- ráðherra Rússlands og ræddu þeir m.a. málefni Mið-Austur- landa og önnur alþjóðamál, auk tvíhliða málefna. Utanríkisráðherrafundur Eystrasaltsráðsins var haldinn í Svetlogorsk í Kaliningrad í Rúss- landi. Rússar gegna nú for- mennsku í ráðinu. Var þess minnst á fundinum að tíu ár eru liðin frá stofnun ráðsins. ■ Könnun um jólaverslunina: Helmingi fleiri versluðu í Kringlunni en Smáralind verslun Rúmlega 25% af verslun landsmanna fyrir jólin 2001 fór fram í Kringlunni og tæp 13% í Smáralind samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir þróunar- svið Ráðhúss Reykjavíkur. Tæp 10% verslunarinnar fór fram í miðborginni. Fjöldi svarenda í könnunni var 803 og voru 54% svarenda búsettir á höfuðborgar- svæðinu og 46% á landsbyggðinni. Stærsti hluti jólaverslunarinn- ar fór fram á höfuðborgarsvæð- inu eða um 70%, þar af um 52% í Reykjavík. Töluverður munur er á dreifingu jólaverslunar á höfuð- borgarsvæðinu eftir því hvort um matvöru eða gjafavöru er að ræða. Iilutur matvöru er meiri utan stærstu verslunarkjarnanna JÓLAVERSLUN í MIÐBORG- INNI Flestir keyptu gjafavöru í Kringlunni eða um 27%. Næst- flestir keyptu gjafavöru í mið- borginni eða 17%. og skiptir neytendur mestu máli að stutt sé í verslunina og að vöru- verð sé hagstætt. Gjafavöruverslunin fer að mestu fram í verslunarkjörnun- um. Nálægt við búsetu skipti miklu máli í gjafavöruverslun sem og vöruúrval. Flestir keyptu gjafavöru í Kringlunni eða um 27%. Næstflestir keyptu gjafa- vöru í miðborginni eða 17% og 16% í Smáralind. Aðeins um 4% af gjafavöruverslun fyrir jólin fór fram erlendis. íbúar höfuðborgarsvæðisins, sem bjuggu vestan megin Snorra- brautar, keyptu rúm 54% gjafa- vöru fyrir jólin í miðborginni, en íbúar í Breiðholti og Árbæ aðeins rúm 6%. Hæst hlutfall verslunar í Smáralind var hjá íbúum í sveit- arfélögunum sunnan Reykjavík- ur. Um 27% þeirra versluðu í Smáralind, en aðeins 7% þeirra sem bjuggu vestan Snori’abrautar. Samkvæmt könnuninni nær að- dráttarafl Kringlunnar ekkert síð- ur til þeirra sem búa á jaðri höf- uðborgarsvæðisins en þeirra sem búa nærri Kringlunni. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.