Fréttablaðið - 08.03.2002, Síða 16
FRÉTTABLAÐIÐ
8. mars 2002 FÖSTUDAGUR
HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA?
Leitin að enska sjentilmanninum:
Þrjár ljósmyndasýn
ingar í Gerðasafni
Biblía handritshöfundarins
„Ég er að lesa Ferð höfundarins. Var einmitt
að klára 10 mínútna stuttmynd með vin-
konum mínum i hópnum Kona. Hún fjallar
um misnotkun á börnum og verður sýnd í
Myndastyttum á næstunni."
Þórey Eva Einarsdóttir, dagskrárgerðarkona
uósmyndir „Leitin að enska sjentil-
manninum" er yfirskrift ljós-
myndasýningar sem Sigurður Jök-
ull Ólafsson, Ijósmyndari Frétta-
blaðsins, opnar í Gerðasafni á
morgun. Þar getur að líta 16 mynd-
ir af enskum heiðursmönnum og lá-
vörðum sem Sigurður segir sjálfur
að hann hafi leitað eftir í tvö ár.
Upptök verksins megi rekja til afa
hans, Klemenzar Jónssonar, leik-
ara, sem hefði alla tíð borið með sér
yfirbragð af enskum sjentilmanni,
eftir að hafa útskrifast úr Royal
Academy of Dramatic Arts í
London og dvalið ytra í nokkur ár.
Sigurður Jökull segist hafa dáðst að
þessum eiginleikum og fimmtíu
árum síðar þegar hann hafi sjálfur
farið til náms til Bretlands byrjað
leitina að enska sjentílmanninum
og skilningnum á bak við hugtakið.
Sýning Sigurðar Jökuls er gesta-
sýning Ljósmyndarafélags og
Blaðaljósmyndarafélags Islands.
Þar getur að líta á þriðja hundrað
myndir. Veitt verða verðlaun og
viðurkenningar fyrir þrjár myndir
ljósmyndara í Ljósmyndarafélagi
Islands og sjö myndir blaðaljós-
TVÆR MYNDA SIGURÐAR JÖKULS
Sigurður Jökull hefur starfað fyrir ýmsa miðla hér heima sem erlendis. Hann vann um nokk-
urt skeið hjá dagblaðinu The Independent, Morgunblaðinu og nú siðast Fréttablaðinu.
myndara fá átta verðlaun og viður-
kenningar í eftirtöldum flokkum:
Landslag, Portrait, Tímaritamynd,
Daglegt líf, íþróttir, Myndröð,
Fréttir og að lokum fær ein þeirra
nafnbótina Mynd ársins 2001. 28
ljósmyndarar tóku þátt í hinni ár-
legu samkeppni Blaðaljósmyndara-
félags íslands og skiluðu inn 512
myndum í forval sem dómnefnd
valdi úr 172 myndir.
Sýningarnar standa báðar til 30.
mars. Gerðasafn er opið alla daga
nema mánudaga kl. 11-17. ■
Farvefand
1 VÆc RoÍUSt |
Parveland!
tÓFTER
V/t£OÖfe
MÁLARINN MM
VELALAIMD
VÉLASAUV • TÚRBÍWUR
VARAHLUTIR • VIÐGERÐIR
Vagnhöfði 21 • 110 Heykja vík
Sími: 577 4500
velaland@velaland.is
Almennar
Bíla-
viðgerðir
FÖSTUDAGURINN
8. MARS
FUNPUR______________________________
9.30 í dag verður haldin ráðstefna í fyrir-
lestrarsal Fjölbrautarskólans i
Garðabæ um umhverfismál sveit-
arfélaga. Ráðstefnan er öllum
opin. Að ráðstefnunni standa
Samtök garðyrkju- og umhverfis-
stjóra sveitarfélaga (SAMGUS) og
Samband íslenskra sveitarfélaga,
en tilefnið erÝ 10 ára afmæli
SAMGUS. Tilgangurinn er að ræða
umhverfismál og auka þverfaglegt
samstarf í sveitarfélögum á því
sviði.
12.00 Ungir jafnaðarmenn standa fyrir
hádegisfundi í dag um atvinnu-
mál útlendinga. Frummælendur
verða Bjarney Friðriksdóttir, for-
stöðukona Alþjóðahússins, Heiða
Gestsdóttir frá Vinnumálastofnun
og Guðrún Ögmundsdóttir al-
þingiskona. Fundurinn er haldinn
í Húsi málarans og eru allir vel-
komnir.
20.00 Handboltastjarnan til margra ára
Siggi Sveins heldur erindi í
Goethe-Zentrum á Laugavegi 18,
3. hæð. Hann bjó í 8 ár í Þýska-
landi þar sem hann lék handbolta
við góðan orðstýr, í Nettelstedt,
Lemgo og Dortmund. Siggi Sveins
mun segja frá dvöl sinni hjá þjóð-
verjum og eins og við flest þekkj-
um þá er hann ekki síður einn af
„strákunum okkar" utan vallar
sem innan. Erindi þetta er hluti af
fyrirlestraröðinni „Sýn mín á
Þýskaland" og verður haldið á ís-
lensku.
TÓNLIST________________________
20:00 Kvikmyndasafn (slands stendur
fyrir kvikmyndatónleikum í kvöld í
Bæjarbíói, Hafnarfirði. Tónleik-
arnir eru hluti af verkefninu „Ný
tónlist - gamlar myndir" þar sem
íslenskt tónlistarfólk semur og
flytur nýja tónlist við þögla kvik-
mynd að eigin vali. í þetta sinn
mun kvikmyndatónskáldið Hilm-
ar Örn Hilmarsson flytja frum-
samda tónlist sína við kvikmynd-
ina Hadda Padda eftir Guðmund
Kamban.
21.00 Hljómsveitin Rússíbanar stíga á
stokk í kvöld og leika lögin eftir
Hjálmar H. Ragnarsson úr Cyra-
no sýningu Þjóðleikhússins, á
tónleikum á Smíðaverkstæði
Andi skáldsins
svífur yfir vötnum
Hilmar Örn Hilmarsson flytur í kvöld frumsamda tónlist við kvikmynd-
ina Hadda Padda eftir Guðmund Kamban. Hilmar segir að um tvær
ástarsögur sé að ræða, söguna í myndinni og söguna á bak við hana.
HILMAR ORN HILMARSSON
Hilmar Örn er u.þ.b. að Ijúka störfum við kvikmynd Friðrik Þórs Fálkanum. Framundan
er verkefni með hljómsveitinni Sigur rós í London þar sem tekið er fyrir gamalt og
gleymt fornkvæði. Verður sá atburður endurtekin á Listahátíð í Reykjavík i maí. Síðast
en ekki sist kemur Hilmar Örn að uppfærslu Þjóðleikhússins á Strompleiknum eftir
Halldór Laxness. „Þar fæ ég að búa til rottur á milli þilja og dularfull stromphljóð."
tónlist Sjaldgæft er að fá tæki-
færi til að sjá og heyra Hilmar
Örn Hilmarsson flytja eigin tón-
list undir sýningu kvikmyndar,
vaninn er að sjá nafnið hans
rúlla á hvíta tjaldinu á kreditlist-
um kvikmynda. Nú gefst slíkt
tækifæri. Hilmar Örn ásamt litl-
um hópi tónlistarmanna flytur í
kvöld frumsamda tónlist við
kvikmyndina Hadda Padda eftir
Guðmund Kamban í Bæjarbíói,
Hafnarfirði, klukkan 20.
Hilmar segist aðspurður ekki
eingöngu hafa náð í innblástur =
við að horfa á myndina. „Maður- ^
inn sem er ábyrgur fyrir fjár- o
mögnun Höddu Pöddu var dans- |
ki leikhúsmaðurinn Gunnar-Ro- §
bert Hansen. Hansen var yfir sig |
ástfanginn af Kamban sem var |
gjörsamlega grunlaus um þessa |
miklu ást. Með tónlist minni
skreyti ég undirtexta sem ég
þykist sjá í myndinni því fyrir
mér eru tvær ástarsögur í
gangi.“ Eins og kunnugt er lést
Kamban í Danmörku eftir að
hafa verið myrtur af dönskum
manni. „Hansen kemur í kjölfar-
ið til íslands og gefur ævistarf
sitt hingað og tók m.a. þátt í að
byggja upp Leikfélag Reykjavík.
Ég túlka þessa ákvörðun hans
sem einhvers konar huggun í
harmi vegna dauða Kambans.
Þetta er falleg ástarsaga og við
getum sagt að tónlistin sé virð-
ingarvottur þessara tveggja
manna.“
Guðmundur Kamban samdi
leikritið Hadda Padda ungur að
árum. Var það sýnt í Konunglega
leikhúsinu við góðan orðstír.
Leikritið var síðan kvikmyndað
hér á landið árið 1923 m.a. í
Fljótshlíðinni og í Þórsmörk.
„Tónlistin er frekar laus í reipun-
um. Ég tók þá ákvörðun að læsa
mig ekki algerlega við myndina
og forðast það sem kallað er á
kvikmyndamáli „mickey mous-
ing“. Frekar lagði ég út frá fyrr-
greindu þema.“ Hilmar Örn getur
þess í lokin að Guðmundur
Kamban hafi í fyrstu starfað sem
miðill. „í gegnum hann komu ljóð
eftir Snorra Sturluson, Jónas
Hallgrímsson og H.C. Andersen.
Seinna gaf hann þessi ljóð út. Það
má því segja að sýningin í kvöld
verði ekki síst einhvers konar
miðilsfundur," segir Hilmar kím-
inn og bætir við „ég efast ekki um
að skáldið leggur okkur gott lið.“
kolbrun@frettabladid.is
Heitara en helvíti
Fostudoginn 08 mors:
DJ ívoi Amoro
Lougordoginn 09. mars:
360" kvðld moð
DJ Addo Exos og féíagar
Ciub Diablo - Austurstrceti - www.dtabio.is
Kringlukráin:
Janis Joplin
mánuður
skemmtun Janis Joplin mánuður er á
Kringlukránni í mars. í kvöld verð-
ur frumflutt dagskrá sem byggð er
á lögum sem Janis Joplin gerði
fræg á sínum tíma. Sigríður Guðna-
dóttir mun syngja við undirleik
fimm manna hljómsveitar sem
skipuð er valinkunnum mönnum.
Hjörtur Howser leikur á orgel og
píano, Kristján Edelstein leikur á
gítar, Magnús Einarson á stoðgítar
og Eysteinn Eysteinsson og Frið-
þjófur „Diddi“ Sigurðsson leika á
trommur og bassa.
Janis varð ekki langlíf en tónlist
hennar er jafn fersk og mögnuð í
dag eins og þegar hún heyrðist
fyrst. í kynningum er stiklað á
stóru og skyggnst bakvið tjöldin á
stuttri en viðburðaríkri ævi söng-
konunnar. Sérstakur matseðill hef-
ur verið settur saman í tilefni af
þessari tónleikaröð. ■