Fréttablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 1
KJARAMAL Vill uppsögn kjarasamninga bls 6 FORSJARPEILA Vildi verja dóttur mína bls 8 AFMÆLI Hver tími velur sérform FRETTAB 53. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 15. mars 2002 F0)Siyii»aGiyR Foss í Aðalstræti skemmtun Vegna fjölda áskorana verður íslenskum fossi varpað á framhlið Aðalstrætis 6 í kvöld og annað kvöld. Sýningarnar hef jast klukkan 21.00. Vegna veðurs hafa fyrri tilraunir til að varpa fossinum upp mistekist. Þessi viðburður var á vetrarhátíð Reykjavíkurborgar Ljós í myrkri og aðeins einu sinni á meðan á hátíðinni stóð tókst að sýna fossinn. Rafrænt markaðstorg opnun Geir H. Haarde f jármálaráð- herra undirritar í dag fyrir hönd ríkisins samning við tölvurekstrar- fyrirtækið ANZA um uppbyggingu og rekstur Rafræns markaðstorgs ríkisins í Ásmundarsafni í dag. IVEÐRIÐ í DACÍ REYKJAVÍK Hæg suðaustlæg eða breytileg átt, slydda eða rigning með köflum. Hiti 1-4 stig. VINDUR URKOMA fsafjörður O 5-8 Snjókoma Q 1 Akureyri © 5-8 Skýjað Qo Egilsstaðir © 5-8 Skýjað ©3 Vestmannaeyjar© 8-13 Súld Q3 Frcimsókn og kynsjúkdómar fundur Samband ungra framsókn- armanna boðar til blaðamannafund- ar á biðstofu húð- og kynsjúkdóma- deildar Landsspítala-háskóla- sjúkrahúss í dag. Tilgangur fundar- ins er að vekja athygli á stærsta heilbrigðisvandamáli ungs fólks á ísiandi, þ.e. þeim málum sem tengjast kynlífi og kynheilbrigði í breiðum skilningi. Færeyskar bækur kynning Nú stendur yfir kynning á nýjum bókum eftir færeyska höf- unda og einnig færeyskar þýðingar á íslenskum bókum í Pennanum Ey- mundsson, Austurstræti. Meðal titla má t.d. nefna Harry Potter og vitramannasteinurin og Pílagrímar eftir Hanus Kamban. KVÖLDIÐ í KVÖLD! Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 iþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRETTABLAÐIÐ Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á virkum dögum? 60,6% Meðallestur 25 til 49 ára á virkum dögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Callup frá október 2001 70.000 eintök 65% fóiks les blaó'ð MEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I OKTÖBER 2001. Gæslcin neitadi beiðni um talstöðvarvél Landhelgisgæslan neitaði að verða við beiðni Slysavarnafélagsins Landsbjargar um að senda flugvél með talstöðvarendurvarpa yfir strandstaðinn þegar Svanborgin fórst við Snæfellsnes. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir of flókið að skýra út hvers vegna beiðninni var hafnað. örygcismál Landhelgisgæslan hafnaði því að senda flugvél til að halda upp talstöðvarsamskiptum yfir slysstaðnum þegar Svanborg SH fórst með þremur mönnum við Snæfellsnes í desember. Aðstæður til fjarskipta við slysstaðinn voru mjög erfiðar af landfræðilegum ástæðum. Þess vegna var ekki hægt að halda uppi beinum samskiptum milli björg- unarmanna á strandstað við Svörtuloft og þeirra sem stjórn- uðu aðgerðunum. Mennirnir á bjargbrúninni voru því aðeins í óbeinu sambandi við stjórnstöðina með milligöngu manna sem voru með farsíma í björgunarbílum nokkuð frá strandstaðnum. Þetta er talið geta skapað hættu á að mikilvæg boð misfarist eða mis- skiljist. Til þess að koma á betri og öruggari fjarskiptum óskaði yfirmaður lands- stjórnar Slysavarn- afélagsins Lands- bjargar eftir því við Landhelgisgæsluna að hún sendi flug- vél sína til að fljúga yfir vettvanginn með sérstakan end- urvarpa. Endur- varpinn átti að gera öllum björgunar- mönnunum kleift að hafa beint sam- band sín á milli. að FLUGVÉL FLUGMÁLASTJÓRNAR Forstjóri Landhelgisgæslunar neitar að útskýra hvers vegna því var hafn- að að senda flugvél Gæslunnar með talstöðvarendurvarpa á strand- stað Svanborgar SH 30. Flugmála- stjórn hafnaði því einnig að senda á milil. sína vél að höfðu samráði við Land- Ætlunin var að helgisgæsluna. greiða fyrir björguninni og helgisgæslan tryggja öryggi björgunarmann- „haus né sporð“ á þeim sem anna sjálfra. hringdi og bað um flugvélina með Taka ber fram að ekkert hefur komið fram um það að betri fjarskipti hefðu getað breytt því hvernig til tókst með sjálfa björgun- ina. Hafsteinn Haf- steinsson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, staðfesti í samtali við Frétta- blaðið í gær að beiðninni um flugið með endurvarpann hefði verið hafnað. Á Hafsteini var að skilja að Land- hafi hvorki þekkt endurvarpann. Ennfremur að þeir sem stjórnuðu björguninni á Snæ- fellsnesi hafi ekki beðið um flug- vélina. Hafsteinn sagðist telja of flókið að útskýra í símtali ástæður þess að flugvélin var ekki send með endurvarpann. Heimildir Fréttablaðsins herma að Landhelgisgæslan hafi m.a. talið að það myndi trufla um- ferð björgunaþyrlna að senda flugvélina á staðinn. Þá má minna á í þessu sambandi að veður var gríðarlega vont þegar Svanborg fórst. Landsbjörg bað Flugmála- stjórn einnig um að senda sína vél með endurvarpann yfir slysstað- inn. Flugmálastjórn hafnaði því að höfðu samráði við Landhelgis- gæsluna. gar@frettabladid.ís Fjölmenn mótmæli: Framferði Israela mót- mælt FRAMFERÐI ÍSRAELA MÓTMÆLT Mikill fjöldi var samankominn fyrir framan Grand Hótel i gær þar sem fram fór ferðakynning á ísrael. Fólkið mótmælti framferði ísraela gagnvart Palestínumönnum. mótmæli Á þriðja hundrað manns komu saman við Grand Hótel í gærkvöldi til að mótmæla fram- ferði ísraelskra stjórnvalda gagn- vart Palestínumönnum á her- numdu svæðunum. Mótmælin voru haldin í tengslum við ferða- kynningu sem ísraelsk stjórnvöld stóðu fyrir á hótelinu. Til stóð að sendiherra ísraels kæmi á kynn- inguna en ekkert varð af því. Mótmælin fyrir framan Grand Hótel fóru friðsamlega fram. Á kynningunni höfðu nokkrir stuðn- ingsmenn Palestínumanna sig mikið í frammi og var einn þeirra fluttur á brott í lögreglubíl. Hon- um var sleppt skömmu síðar. ■ Þyngsti kynferðisbrotadómur íslensku réttarsögunnar: FÓLK Maður dæmdur fyrir kyn- ferðisafbrot gegn stjúpdóttur Leyndarmál og hefndar- þorsti ÍÐA 14 kynferðisbrot Hæstiréttur kvað í gær upp þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið upp á íslandi í kynferð- isbrotamáli. Hæstiréttur dæmdi mann í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa misnotað stjúpdóttur sína um árabil þegar hún var 9 til 14 ára. Maðurinn var ennfremur dæmdur til að greiða stjúpdóttur sinni, sem nú er 27 ára, eina millj- ón króna í miskabætur. Brotin áttu sér stað á árunum 1982 til 1987. Maðurinn mun marg- oft hafa haft samræði og önnur kynferðismök við stjúpdóttur sína á þessu tímabili. Hann mun fyrst hafa haft samræði við hana árið 1982, þegar kona hans og móðir hennar lá á fæðingardeildinni í Reykjavík. Stjúpdóttirin kærði stjúpföðir sinn árið 2000 og í Hér- aðsdómi Reykjavíkur var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Hæstiréttur þyngdi refs- inguna um tvö ár. í dómi Hæstaréttar segir m.a. að stjúpfaðirinn hafi gerst sekur um alvarleg kynferðisbrot gagn- vart stjúpdóttur sinni. Hann hafi misnotað gróflega vald sitt yfir henni og þannig brugðist trúnaóar: skyldum sínum gagnvart henni. í dóminum segir að manninum hafi mátt vera ljóst hve alvarlegar af- leiðingar atferli hans hlyti að hafa fyrir sálarheill stjúpdótturinnar. ■ ÍÞRÓTTIR Sígur á seinni hlutann f i

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.