Fréttablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 16
FRÉTTABLAÐIÐ 15. mars 2002 FÖSTUDACUR Fösfudagskvöld: Lauaardafiskvöíd: Missið ekki af... Frábærir BIO TRIO Sönaskemmtun i hæsfa Tónleikarnir hefjasf Örn Tónleikarnir hefjasf kl. 21:30. Sissa Guðna sönsur HJörfur Howser píanó/orael Krisfián Edelsfein eífar Maenús Einarsson stoðsifar Eysfeinn Eysteinsson trommur FriðÞjófur „Diddi" Siaurðsson bassi & «ISS HUómsveifin SÍN ásamt sönakonunní Ester Áfiústu á dansleikium um helfiina eftir fónleikana. Sérstakur mafseðill fyrir fónleika- fíesfi bæði kvöldin. Pantið borð tímanlefía. Pantanasími 568-0878. Dansleikur að loknum fónleikum fram á nótt. Sameiginleg námskynn- ing skóla á náskólastigi: Menntun er mikilvæg skólar Sameiginleg námskynning skóla á háskólastigi verður haldin í Háskóla íslands á sunnudaginn kemur. Þeir skólar sem standa að háskólakynningunni eru Háskóli ís- lands, Háskólinn á Akureyri, Há- skólinn í Reykjavík, Kennarahá- skóli íslands, Landbúnaðarháskól- inn á Hvanneyri, Listaháskóli ís- lands, Tækniháskólinn og Við- skiptaháskólinn á Bifröst. Að sögn Jónu Jónsdóttur, kynn- ingarfulltrúa Háskólans á Akur- eyri, er ástæðan fyrir sameigin- legri kynningu fyrst og fremst sú að krafan um háskólanám sé sífellt að aukast í atvinnulífinu og nem- endum sem stundi nám á háskóla- stigi fjölgi stöðugt. „Samstarfið hefur staðið í nokkur ár og að und- anförnu hafa allir háskólarnir tekið þátt. Þetta árið hefur samvinna milli skólanna verið aukin enn frek- ar í þeim tilgangi að efla menntun í landinu.“ Jóna segir að ákveðin samkeppni ríki milli skólanna því sumir bjóði upp á svipað nám, en með ólíkum áherslum. Hægt sé að fá nám metið á milli skóla sem HÁSKÓLI fSLANDS Allir háskólar landsins verða með sam- eignlega kynningu á sunnudaginn kemur. kenni sambærilegt nám. Það þýðir að nemandi sem klárar t.d. eitt ár í hjúkrun við Háskóla íslands getur haldið náminu áfram í Háskólanum á Akureyri og öfugt. Á sunnudaginn verður ný deild við Háskólann á Akureyri kynnt. Deildin kallast auðlindadeild og verður boðið upp á f jórar brautir til B.Sc.-gráðu; fiskeldi, líftækni, sjáv- arútvegsfræði og umhverfisfræði. ■ Kirkjudyrnar galopnar gestum og gangandi Opið hús í Vídalínskirkju í Garðabæ um helgina. Stefnt að aukinni samvinnu kirkju og bæjar. HANS MARKLIS HAFSTEINSSON Hans Markús segir nauðsynlegt að koma kenningum Krists á framfæri án þess að detta í einhverja stífni. Meiningin sé að fara snyrtilegan milliveg þannig að öllum líki. opið hús „Tilgangurinn er að rétta út höndina til fólksins, opna kirkjudyrnar enn betur og vekja fólk til umhugsunar um að kirkj- an sé ekki einungis opin á sunnu- dögum“, segir Hans Markús Haf- steinsson, sóknarprestur í Garða- bæ. Um helgina 16. og 17. mars verður opið hús í Vídalínskirkju með margskonar uppákomum, s.s. kynning á starfi, málstofa, tónleikar, leikir fyrir börn og ungl inga og bænastund. Hans Markús segist hafa orðið vitni að hálfgerðu kraftaverki þegar sóknin lét boð út ganga að ætlunin væri að stofna nefndir til að starfa að safnaðarmálum. „Fimmtíu manns mættu á stofn- fundinn hvaðanæva úr atvinnulíf- inu og lýstu sig áhugasama um þessa hluti. í kjölfarið voru stofn- aðar sjö nefndir: Listanefnd, út- gáfunefnd, fjölskyldunefnd, fræðslunefnd, æskulýðsnefnd, eldri borgara nefnd og kynningar- og útbreiðslunefnd sem einmitt sér um þessa opnu kirkjudaga." Á sunnudag kl. 14.30 verður málstofa um Jón Vídalín. Hans Markús segir flest bæjarfélög eiga sér eitthvert sameiningar- tákn en það hafi vantað í Garða- bæ. Meiningin sé að kirkjan og bærinn efni til samtarfs á hverju ári á fæðingardegi Vídalíns 21. 1 'ilU" « 1 Ui ,:i 1« LSíi !-,!S. mars með þátttöku fyrirtækja og skóla. „Þetta markar vonandi upphaf enn betri samvinnu á komandi árum,“ segir Hans Markús og hvetur fólk til að líta inn um helgina. ■ I ii i m iiiii ,i _ . —........ .. A USTFIRÐINGABALL hæðln fyrlr neðan Plzza Hut og Islandsbanka. Föstudags og laugardagskvöld hljómsveitin Vax frá Egilsstöðum. Langþráð Austfirðingaball laugardagskvöld! Allar upplýsingar á www.champions.is Viltu halda einkasamkvæmi, afmæli eða.... • Sími 567 3100 FÖSTUDACUR 15. MARS FUNDUR____________________________ 16.00 Líffræðiskor og Umhverfisstofn- un HÍ boða til fyrirlesturs til meistaraprófs í umhverfisfræði i dag. Björn H. Barkarson fjallar um beitarnýtingu afrétta á mið- hálendi Islands. Björn lauk B.Sc. gráðu í búvísindum frá Bænda- skólanum á Hvanneyri 1993. Hann hóf meistaranám sitt í um- hverfisfræðum haustið 1999 en hluta námsins stundaði hann við Montana State University í Banda- ríkjunum. Umhverfisstofnun Há- skóla íslands hefur umsjón með meistaranámi í umhverfisfræðum en Björn vann lokaverkefni sitt innan líffræðiskorar, raunvísinda- deild. Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 101 í Lögbergi. Hann er op- inn öllum meðan húsrúm leyfir. 20.00 Samstarfsnefnd átthagafélaga stendur fyrir spurningakeppni átthagafélaga í kvöld. Þetta er önnur keppni af fjórum sem hald- in er I Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. TÓNLEIKAR_________________________ 21.00 Janis Joplin-tónleikar verða haldn- ir á Kringlukránni í kvöld. Ferill Joplin verður rakin í tónum og flytjendur eru: Sigga Guðna söng- ur, Hjörtur Howser píanó/orgel, Kristján Edelstein gítar, Magnús Einarsson stoðgítar, Eysteinn Ey- steinsson trommur, Friðþjófur „Diddi" Sigurðsson bassi. Sérstak- ur matseðill fyrir tónleikagesti. Dansleikur að loknum tónleikum. Hljómsveitin Sln leikur fyrir dansi SKEMMTANIR________________________ 22.00 Sænsk/íslenska hljómsveitin Broad leikur á Kaffi Amsterdam í kvöld. 22.00 Stuðmeistarinn dj. Óli Palli leikur tónlist á Vídalín v/lngólfstorg. 22.00 Hljómsveitin Papar heldur uppi stuði á Kaffi Reykjavík í kvöld. 22.00 Á skemmtistaðnum Players í Kópavogi leikur hljómsveitin Hálft í hvoru. 22.00 Dj. Johnny sér umtónlistina á Club 22 i kvöld. Frítt inn til kl. 2.30. 22ja ára aldurstakmark. LEIKHÚS______________________________ 20.00 Leikritið Anna Karenina er sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. 20.00 Hver er hræddur við Vírginiu Woolf er sýnt á Litla sviði Þjóð- leikhússíns í kvöld. 20.00 íslenska leikhúsgrúbban sýnir gamanleikinn Leikur á borði í Gamla bíói i kvöld. 20.00 I leikhúsinu Vesturport er sýning á leikritínu Lykill um hálsinn. 20.00 Boðorðin níu verða sýnd í Borg- arleikhúsinu í kvöld. 20.00 Leikritið Fyrst er að fæðast er sýnt á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins í kvöld. SÝNINGAR_____________________________ Ljósmyndarafélag íslands og Blaða- Ijósmyndarafélags íslands halda sýn- ingu í Gerðasafni, Listasafni Kópavogs. Einnig er á sýningunni gestasýning Sigurðar Jökuls „Leitin að Enska sjentil- manninum." Sýningin stendur til og með 30. mars nk. Gerðarsafn er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11.00 til 17.00 . Tilkynningar sendist ó netfangið ritstjorn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.