Fréttablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 4
4 FRETTABLAÐIÐ 15. mars 2002 FÖSTUDACUR SVONA ERUM VIÐ NÝSKRÁSUM fyrirtækium FÆKKAR UM 10% Árið 2001 var fjöldi nýskráðra hlutafélaga og einkahlutafélaga 1.871 hjá fyrirtækja- skrá Hagstofu íslands. Það jafngildir um 10% fækkun nýskráninga frá árinu 2000 þegar 2.075 ný félög voru skráð. Árið 1997 voru skráð 1.467 ný fyrirtæki hjá Hagstof- unni. 1997 ________________1.4671 Reyðarfjörður: Siv segir já við álveri STÓRIÐJA Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra hefur heimilað byggingu á allt að 420 þúsund tonna álveri og 230 þúsund tonna rafskautaverksmiðju á Reyðar- firði. Með þessu staðfestir ráð- herra úrskurð Skipulagsstofnunar frá því í ágúst í fyrra. í úrskurði ráðuneytisins kemur m.a. fram að ekkert hafi komið fram um um- hverfisáhrif af völdum mengunar á loftgæði eða lífríki sjávar sem gefur tilefni til að leggjast gegn framkvæmdinni. Ráðuneytið tel- ur einnig að Reyðarál uppfylli ákvæði íslenskra laga, reglugerða og alþjóðlegra viðmiðana um notkun á bestu fáanlegri tækni í álveri og rafskautaverksmiðju. Tvær kærur bárust ráðuneyt- inu eftir úrskurð Skipulagsstofn- unar. Þær voru frá Náttúruvernd- arsamtökum íslands og Náttúru- verndarsamtökum Austurlands. Kærendur töldu að fyrirhugað ál- ver og rafskautaverksmiðja myndu hafa í för með sér mikla mengun á stóru svæði. Jafnframt að ekki væri gerð krafa um bestu fáanlega tækni við mengunar- varnir. ■ .. Afkoma Islandssíma: Tap nærri milljarður uppgiör Íslandssími tapaði 990 milljónum króna árið 2001 saman- borið við 490 milljóna tap árið áður. Rekstrartekjur voru 1.457 milljónir en rekstrargjöld 400 milljónum hærri. Ljóst er að af- koman er víðs f jarri rekstraráætl- un frá því í apríl á þessu ári. Upp- gjörið er þó í samræmi við endur- skoðaðar áætlanir frá því á síð- asta ársfjórðungi. Fram kemur í tilkynningu félagsins að nokkur rekstrarbati hafi orðið undir lok ársins. Eigið fé Íslandssíma þann 31. desember var 2.266 milljónir króna en rúmur milljarður í upp- hafi árs. Tvö hlutafjárútboð á ár- inu skiluðu félaginu rúmlega tveimur milljörðum króna. Á ár- inu lækkaði handbært eigið fé úr 400 milljónum í 26 milljónir. Þá jukust óinnheimtar viðskiptakröf- ur úr 186 í 473 milljónir. Hlutdeild Íslandssíma á fjar- skiptamarkaði jókst úr 4% í 6,5%. ■ SAMGÖNGUR Bæjarstjórn Árborgar styður núverandi staðsetningu Sel- fossflugvallar og vill að áfram verði unnið að undirbúningi þess að auka starfsemi á vellinum, segir í bókun bæjarstjórnar í vik- unni. Karli Björnssyni, bæjar- stjóra, var falið að vinna áfram að framgangi málsins í samstarfi við hagsmunaaðila. „Það eru komin ákveðin gögn sem þarf að skoða betur. Markmiðið er nátt- úrulega að þarna verði flugvall- arstarfsemi í sátt við umhverfið," sagði hann. Deila sjúkraþjálfara við ríkið: Margt fólk hreinlega örvinglað HEILBRICÐI Guðrún Óladóttir, for- stöðumaður sjúkrasjóðs Eflingar - stéttarfélags, segir að margt fólk sé hreinlega örvinglað vegna þeirrar deilu sem staðið hefur yfir á milli sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og Tryggingastofn- unar ríkisins. Hún segir að félags- menn sem þurfa meðferð hjá sjúkraþjálfurum séu í afar mikilli óvissu um framhaldið vegna þeirrar miklu hækkunar sem orð- ið hefur á kostnaðarhlutdeild sjúklinga. Það sé mörgum ofviða að þurfa að greiða 2.820 krónur fyrir hverja meðferð í staðinn fyrir 1.128 krónur áður. Hlutdeild sjúkrasjóðsins í þessum kostnaði hefur verið um 800 krónur fyrir félagsfólk. Hún segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að hækka þessa hlutdeild. Hún segir að með því að auka þessa kostnað- arhlutdeild sjúklinga sé verið að stuðla að því að fjölga veikinda- dögum. Á fundi stjórnar sjúkrasjóðsins fyrir skömmu var lýst yfir mikl- um áhyggjum yfir þessari stöðu. Jafnframt var skorað á deiluaðila að ganga sem fyrst til samninga. Með því yrði komið í veg fyrir að tekin verði frá sjúklingum þau sjálfsögðu réttindi að fá meðferð vegna ýmissa vandamála í stoð- kerfi líkamans. Guðrún bendir á að núverandi staða muni leiða til ómælds kostnaðarauka fyrir þjóð- félagið vegna fjölgun veikinda- daga. Þá sé viðbúið að fólk muni sækja í auknum mæli í lyf til að slá á þær kvalir og óþægindi sem fylgja einatt stoðkerfisvandamál- um. Engum sögum fer af viðræð- um sjúkraþjálfara við ríkið. ■ GUÐRÚN ÓLADÓTTIR Segir margt fólk ekki hafa gfni á sjúkra- þjálfun vegna hækkunar á kostnaðarhlut- deild sjúklinga. STARFSSTÖÐ FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS Forsvarsmenn fjármálafyrirtækja segja ekki nógu skýrt við hvaða aðstæður Fjármálaeftirlitið grípur inn í. Heimild stofnunarinnar til inn- gripa er víðtækt. Trúnaður er for- senda eftirlitsins Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir þagnarskyldu gilda um starfsemina. Margir eru í óvissu um hvaða forsendur liggja til grundvallar inngripa á markaðnum. Deilt um hvort víðtækari heimild til inngripa árið 2001 hafi verið til bóta. VERÐBRÉFAEFTIRLIT „Það gilda ákvæði um þagnarskyldu um starfsemi okkar . Trúnaður gagn- vart þeim sem eftirlitið beinist að er ein af grunnforsendum þess að unnt sé að beita eftirlitinu," segir Páll Gunnar Pálsson forstjóri Fjármálaeftirlitsins aðspurður um af hverju stofnunin birti ekki rökstuðning fyrir aðgerðum sín- um eins og að svipta hluthafa at- kvæðisrétti á aðalfundi. Spurningar hafa vaknað und- anfarið hvernig upplýsingskylda aðila, sem ekki koma að markaðn- um með beinum hætti, skuli hátt- að. Forsvarsmenn nokkurra fjár- málafyrirtækja, sem ekki vildu koma fram undir nafni, sögðu þetta íhugunarefni. Þó yrði að fara varlega þar sem ónógar upp- lýsingar gæfu tilefni til rangra ályktana en engar upplýsingar skildu menn eftir í óvissu um hvaða leikreglur gilda. „Við höfum möguleika til að koma reynslu okkar af málum á framfæri. í því sambandi get ég nefnt ársskýrslu okkar þar sem tölum almennt um mál. Jafnframt notum við leiðbeinandi til- mælum sem við höfum heimild til að setja. Með þeirri leið er aðilum á markaði gert mögulegt að læra af reynslu annarra," segir Páll Gunnar. Hann segir að aðilar, sem eftirlitið beinist að, fái rökstuðning og ástæð- ur fyrir ákvörðun eftirlits- ins. „Fjármálaeftirlitið fylgir að sjálfsögðu máls- meðferðarreglum í stjórn- sýlsu í því sambandi með hliðsjón af aðstæðum hverju sinni.“ Viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um að eftirlits væri þörf. Ef til vill væri heppilegra að aðskilja eftirlit með verðbréfavið- skiptum frá öðrum þáttum eins og tíðkast í Bandaríkjunum. Jafn- framt má deila hvort gengið hafi verið of langt varðandi styrkingu ákvæðis um inngrip Fjár- málaeftirlitsins árið 2001. Vald stofnunarinnar sé víðtækt og matsatriði hvort inngripa sé þörf. ítarlega er fjallað um hvað eigi að hafa til hlið- sjónar í mati Fjármálaeft- irlitsins um inngrip í 10. grein laga um banka og sparisjóði. Nánar er fjall- að um það í greinagerð með lögunum. Með því hefur löggjafinn lagt sig fram við að skapa forsendur til að hægt sé að beita þessum reglum á hlutlægan hátt. bjorgvin@frettabladid.is Frjálslyndir og óháðir: Rætt við for- mann Blindra- félagsins framboð Leitað hefur verið til Gísla Helgasonar, formanns Blindrafélagsins og ritara stjórn- ar Öryrkjabandalags íslands, um að hann taki þrið- ja sæti á fram- boðslista Frjáls- lyndra og óháðra fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar. Skipi Gísli sætið kemur hann á listann sem óháður fram- bjóðandi og yrði fulltrúi öryrkja. M a r g r é t Sverrisdóttir, framkvæmda- stjóri Frjálslynda flokksins, vildi í gær ekkert tjá sig um hvernig framboðslistinn myndi líta út. Hún sagði að listinn væri svo gott sem tilbúinn. Eftir væri þó að leggja hann fyrir miðstjórn Frjálslynda flokksins. Það verður gert á næstu dögum og er stefnt að því að framboðslistinn verði kynntur næsta þriðjudag. ■ | NEYTENDAMÁL ] Verðmerkingum í bygginga- vöruverslunum er ábótavant samkvæmt könnun Samkeppnis- stofnunar. Athugaðar yoru 846 vörur í 9 verslunum. í 21,5% til- vika voru verðmerkingar ekki í lagi, þar af var kassaverð í 9,6% tilvika hærra en það verð sem gefið var upp í hillu. Samkeppnis- stofnun telur þetta óviðunandi ástand en hrósar Byko við Hring- braut fyrir góðar verðmerkingar. —- Könnun á mataræði og neyslu- venjum landsmanna stendur yfir á vegum Manneldisráðs í samvinnu við Félagsvísindastofn- un Háskóla íslands. Um tvö þús- und manns geta því átt von á bréfi með beiðni um þátttöku næstu vikur og mánuði. Hliðstæð könnun var síðast gerð árið 1990. Talið er líklegt að verulegar breytingar hafi átt sér stað á mataræðinu frá þeim tíma, nýir réttir hafi leyst ýsuna og lamba- kjötið af hólmi sem algengustu rétti á borðum þjóðarinnar. PÁLLGUNNAR PÁLSSON Fylgir málsmeð- ferðarreglu í stjórn- sýslu. GfSLI HELGASON Honum stendur til boða að vera í framboði tyrir Frjálslynda flokk- inn. ASÍ og verðlagsþróun: Undrast sofandahátt ríkisstjórnar kiaramál Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, segir að það sé í höndum sérhvers aðildarfélags að taka ákvörðun um það hvort það segir upp launalið kjarasamninga með þriggja mánaða uppsagnar- fresti í maí nk. ef vísitala neyslu- verðs fer yfir 222,5 stig í þeim mánuði. Hann segir að það sé ekk- ert hægt að toga það eða teygja þegar sú mæling liggur fyrir. Mið- HALLDÓR BJÖRNS- SON Segir að það verði ekki haegt að toga né teygja rauða strikið í maí. Það muni annaðhvort halda eða ekki. að við það að vísitalan sé komin í 221,8 stig sé ljóst að það hangi al- veg á horriminni að það takist að ná settu marki í þessum efnum. Hann segist því undrast hversu ríkisstjórn og forsætisráðherra virðast vera róleg yfir þessari stöðu sem jaðrar við sofandahátt. Reiknað er með því að forusta ASÍ og Samtaka atvinnulffs muni funda með ríkisstjórn vegna þess- arar stöðu á næstunni og jafnvel í dag, föstudag. Varaforseti ASÍ segir að ef þessi efnahagsmarkmið kjara- samninga nást ekki í vor og launa- liðnum verði sagt upp muni hann verða laus frá og með 1. septem- ber nk. Hins vegar sé ekki útilok- að að menn geti notað þann tíma til að ná saman um launahækkan- ir. Ef ekki, sé viðbúið að haustið fari í það. Hann segist þó enn halda í vonina um að verðlags- markmiðið muni halda. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.