Fréttablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 15. mars 2002 FÖSTUDACUR Nýr forstjóri til þriggja mánaða: Endurskipulag í undirbúningi FUNPARHÖLP Omar S. Kittmitto, forstöðu- maður aðalsendinefndar Palestínu í Noregi og á íslandi með aðsetur í Ósló, verður heið- ursgestur á aðalfundi félagsins Ísland-Palestína á sunnudaginn. „Hann ávarpar fundinn á Lækjar- brekku á sunnudaginn klukkan þrjú og þá verður farið yfir stöðu mála í hans heimalandi. Það hef- ur átt að berja Palestínumenn til hlýðni og Sharon [forsætisráð- herra ísraels] hefur lýst því yfir. Það er bara enginn uppgjafar- bragur á Palestínumönnum," sagði Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palest- ína. stofnanir Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, lætur af störfum um mánaðamótin. Hann er að skipta um starfsvettvang og tekur við starfi framkvæmda- stjóra Verðbréfaþings íslands. Forsætisráðherra hefur sett Sig- urð Guðmundsson, skipulagsfræð- ing, til að taka við embætti af Þórði um þriggja mánaða skeið. Sigurður var áður forstöðumaður byggða- þróunarmála hjá stofnuninni. Ráðning Sigurðar er tímabund- in meðan unnið er að viðamikilli endurskipulagningu í forsætis- ráðuneytinu sem lýtur að því að færa verkefni stofnunarinnar til annarra stofnana. „Þegar ljóst er hvernig því verður hagað í einstök- um atriðum verður frumvarp þar að lútandi lagt fyrir Alþingi," segir í tilkynningu forsætisráðuneytis- ins. „Það var skipaður starfshópur sl. haust um málið og síðan hefur verið unnið áfram að því í ráðu- neytinu," sagði Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðu- ÞJÓÐHAGSSTOFNUN ER í HÚSNÆÐI SEÐLABANKA ÍSLANDS Forstjóraskipti verða hjá Þjóðhagsstofnun um mánaðamótin en innan forsætisráðuneytis- ins er unnið að því að leggja stofnunina niður. neytinu. Hann taldi að fyrirhugað- ar breytingar ættu ekki að hafa áhrif á starfsemi stofnunarinnar að svo komnu máli. „Það sem mestu skiptir er að niðurstaða fáist í hvernig þessu verði hagað í fram- tíðinni og unnið er að undirbúningi þess,“ sagði hann. ■ Vinstrihreyfingin í Hafnarfirði: Ekki nóg að gert í atvinnumálum framboð „Við leggjum mikla áher- slu á að rífa upp atvinnulífið hér í Hafnarfirði. Það er mál sem hefur sofið nokkuð hjá hinum flokkun- um“, segir Sigurbergur Árnason, sem leiðir framboðslista Vinstri- hreyfingarinnar - græns fram- boðs í Hafnarfirði við sveitar- stjórnarkosningar. Meðal annars vilji framboðið átak í ferðamál- um. Þannig sé ráðlegra að byggja stórt hótel á Norðurbakkanum en íbúðabyggð sem girði fyrir að hægt sé að þróa miðbæinn. „Við leggjum einnig áherslu á að það verði byggt ódýrt húsnæði fyrir fólk sem vill leigja, unga og aldna,“ segir Sigurbergur. Þá vill framboðið efla almenningssam- göngur og styrkja samgöngur við Reykjavík. „Við stefnum á að minnsta kosti einn mann í bæjarstjórn," segir Sigurbergur. „Við vörum mjög við því að einn flokkur fái hreinan meirihluta eins og hefur verið stillt upp undanfarið. Við teljum það hreinlega ólýðræðis- leg vinnubrögð ef sjónarmið allra fá ekki að koma fram.“ í öðru sæti listans á eftir Sigur- bergi er Gestur Svavarsson, son- ur Svavars Gestssonar, sendi- herra og fyrrum formanns Al- þýðubandalagsins. Oddrún Ólafs- dóttir er í þriðja sæti, Jón Þór Ölafsson í því fjórða og Gréta Pálsdóttir skipar fimmta sætið. ■ OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ kl. 09:00 -18:00 OG 13:00 -15:00 SUNNUDAGA. FASTEIGNA Síðumúla 11 • 108 Reykjavík Sími: 575 8500 • Fax: 575 8505 Veffang: www.fasteignamidlun.is Netfang: brynjar@fasteignamidiun.is EINBÝLISHÚS BÆJARGIL - GB. 179 fm einbýlishús sem er hæð og ris ásamt 39 fm bílskúr eða samtals 213 fm. Húsið m.a. rúmgóð stofa, borðstofa og arinstofa, rúmgott eldhús, sjónv.hol, 4 rúmgóð svefn- herb. o.fl. Áhv. 4,2 m. Byggsj. Verð: 24,9 m. RAÐ-PARHUS HRAUNTUNGA-AUKA- ÍBÚÐ Gott og mikið endurnýjað 214 fm raðhús á tveimur hæðum. í húsinu em tvær aukaíbúðir, ein tveggja herb. og ein stúdíóíbúð. I aðalíbúð em þrjú svefnherb. baððherb., nýtt eldhús með fallegri innréttingu og falleg og björt stofa með útgangi út á mjög stórar suður-svalir. Áhv. 10,3 m. V.21,5 m.______ SÉRHÆÐIR GARÐASTRÆTI-BÍLSKÚR Mjög falleg 5 herb. 114 fm sérhæð ásamt 25 fm bílskúr. Sérinngangur, þrjú rúmgóð svefnherb., tvær bjart- ar og fallegar stofur með parketi á gólfi, nýlegt flísalagt baðherb. og gott eldhús. Eign í mjög góðu ástandi jafnt að utan sem innan. Nánari uppl. á skrifstofu. HÁTEIGSVEGUR-BÍL- SKÚR 3ja herb. 80 fm íbúð á 1. hæð með sérinngangi í fjórbýlishúsi ásamt 24 fm bílskúr. íbúðin er Tvær samliggj- andi stofur, svefnherbergi, eldhús, bað o.fl. Parket á gólfum. Hús klætt að utan með stení-klæðningu. Ekk- ert áhv. Verð 14,2 m. 4JA HERBERGJA ARNARSMÁRI 4ra herb. 100 fm íbúð á 2. hæð í ný- legu fjölbýli. íbúðin er stofa, borð- stofa, 3 svefnherb. rúmgott eldhús, flísalagt bað, þvottaherb. í íbúð. Parket á gólfum. Áhv. 6,0 m. hús- bréf. Verð 13,7 m. 3JA HERBERGJA REYKJAVÍKURVEGUR - HF. Góð 2ja til 3ja herb. íbúð í tvíbýli rétt við miðbæ Hafnarfjarðar. 1 til 2 svefnherb, rúmgott eldhús með góðu borðplássi, 1 til 2 stofur. íbúð- inni fylgir hálfur kjallari sem ekki er inn í fm tölu eignar. Áhv. 8,0 m. V. 9,2 2JA HERBERGJA KLEPPSVEGUR V/BREKKULÆK 2ja herb. íbúð á 3. hæð í nýmáluðu fjölbýli v/Kleppsveg en gengið er inn frá Brekkulæk. Rúmgóð stofa, svefnherbergi, uppgert eldhús, flísalagt bað o.fl. Parket. Áhv. 4,2 m. húsbréf og byggsj. Verð 7,9 m. Vildi verja dóttur mína Francois Scheefer fór til Frakkland með dóttur sína því hann vill að for- sjármálið sé tekið upp þar. Hann sakar móðurina um vanrækslu. ,,Eg get ekki tekið áhættu,“ segir hann og braut því sína eigin kröfu um farbann. forsjárdeila „Ég fór til Frakk- lands til að verja dóttur mína,“ segir Francois Scheefer, sem tók dóttur sína til Frakklands þrátt fyrir að óheimilt væri að fara með hana úr landi. Kona hans Caroline —4— Lefort krafðist í fyrrasumar skiln- aðar og forsjá yfir dóttur þeirra fyrir íslenskum dóm- stólum. Meðan dæmt yrði í málinu var henni veitt bráðabirgðafor- „Einn daginn mun Laura verða nógu gömul til að skilja hvað gerðist." —♦.... ræði. Francois bað þá um farbann á barn þeirra. Francois segir að dóttir sín hafi sætt vondri meðferð hjá Caroline. Hann hafi tjáð dómstólum á ís- landi það ásamt vitnum. „En það kom ekki fram í skýrslum.“ Hann segir réttarstöðu mæðra á íslandi sterka og feður gleymist þegar forsjármál koma upp. Því vill hann höfða mál fyrir frönskum dómstólum. „Við erum öll fransk- ir ríkisborgarar og franskir dóm- stólar hafa lögsögu í málum sem þessum.“ Lögfræðingar Francois hafa lagt fram gögn sem eiga að styðja það. Aðspurður af hverju hann braut sína eigin kröfu um farbann sagðist Francois hafa haldið að Caroline myndi flýja land. Þegar hann var þá spurður hvort það hefði þá ekki auðveldað honum að höfða málið í Frakklandi, ef bæði Caroline og dóttirin væru þar, var svarið að þær hefðu getað farið til hvaða lands sem er. „Ég get ekki tekið áhættu með Lauru,“ segir hann. Caroline hefði ekki heimsótt dóttur sína og lækn- ar í Frakklandi sögðu hana hafa verið vanrækta. Sérfræðingar á spítalanum sáu sig tilneydda til að gera þarlendum yfirvöldum við- vart um vanrækslu að sögn ■Marvör- Pfósent. F'uc), /and ™Mpii>ou u °e u,nnuvcitenTr mædur s, ;«k„„Mé ITakk,anh«» lil - .. kvadd/ ,rra undanr ra-‘ó‘r‘(’un.if!f K há>fs 0% 4** as*i3f »i & stsss sc/ caSL4 „??' “»• M ,ömmunnár á'‘,.a í'ðUru tii JllT. í'UUru í k%\lð' iurn. í/áir viidi trevsin Francois fór frl^' Jr8un hringlríy 6 Pnðju. tavnafl datl aJdr'cf/hrbann 5SS spjg jíB? r~m , ...íW' með dóttur h, kk!to »> yf, önco/s JSf* «Jdrn- 7-ern tí/nar I Frakkjahnn‘K hefur /n ?afnan &' ,rTauruá m -Fg er bi.nr,„.-._ . r&s ólð ?fst0PD. WðiSffl- !,,a hangað ,1ura e að>trokay™n!ta* , frönsk s>‘: Lauru ti' ' n öómstón kröfu han Janúar sl. VIÐTAL FRÉTTABLAÐSINS VIÐ MÓÐUR LAURU Francois segir Caroline ekki hafa sagt sér að hún væri að koma til Frakklands yfir jólin. „Hún vissi að ég ætlaði í ferðalag með Lauru. Því hvarf ég ekki þegar hún kom út." Francois. í viðtali við Fréttablaðið sagði Caroline að Francois hefði borið þessar ásakanir á hana. Þær væru ekki sannar. Hér er því orð á móti orði. Annars vegar snýst deilan um ásakanir þeirra beggja um meint ofbeldi og hins vegar hvar eigi að höfða forsjármálið. Caroline hefur höfðað mál hér á íslandi en Francois segir að málið heyri undir franska dómstóla. „Ég hef ekki reynt að láta mömmu hennar Lauru hverfa," segir hann. Hann gæti alltaf að hlutleysi þegar talað er um Caroline fyrir framan dótturina. „Hún hefur líka mynd af henni í herberginu sínu.“ bjorgvin@frettabladid.is Hækkun lyfjakostnaðar kemur illa niður á öldruðum og öryrkjum: Mánaðarlífeyrir fer í lyfjakaup lyfjakostnaður „Það hefur fjöldi lífeyrisþega haft samband við mig. Fólk finnur mikið fyrir hækkun lyfjakostnaðar," segir Jó- hanna Sigurðardóttir, alþingis- maður Samfylkingarinnar. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um meðal- lyfjakostnað sl. tvö ár hjá lífeyris- þegum og meðalafslátt þeirra hjá lyfjaverslunum. „Lyfjakostnaður hefur vaxið mjög mikið á undanförnum fimm til tíu árum. Það kemur þungt nið- JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR Ekki óalgengt að lífeyrisþegar greiði sem svarar eins mánaðar lífeyris- greiðslu í lyfja- kostnað. ur á lífeyrisþegum," segir Jó- hanna. í kjölfar fyrirspurnar hennar í nóvember sl. um þróun lyf javerðs komst hún að því að hlutur sjúkl- inga í lyfjaverði hefur vaxið um 80% síðan 1995, fór úr tveimur milljörðum í 3,6 á tímabilinu. „Ég fór að skoða málið nánar og þar er ljóst að lyfjakostnaður kemur miklu þyngra niður á öldruðum og öryrkjum en fyrr. Það er ekki óal- gengt að lífeyrisþegar greiði 50- 70 þúsund í lyf á ári. Það er eins mánaðar lífeyrisgreiðsla," segir Jóhanna. Hún bendir einnig á að lífeyrisgreiðslur hafi ekki haldist í hendur við launavísitölu, það vanti 5,3% upp á það þegar litið sé til síðasta árs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.