Fréttablaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
20. mars 2002 MI0VIKUDAGUR
I SVONA ERUM VID
EHilífeyrisþegum
fjölgar á Islandi
Hagstofa íslands hefur birt nýjan fram-
reikning á fjölda íslendinga fyrir tímabilið
2003-2042. Samkvæmt honum verða (s-
lendingar 300.000 í lok árs 2007 og rúm-
lega 360.000 árið 2040. Niðurstöðurnar
benda til þess að fólki á ellilífeyrisaldri,
þ.e. 67 ára og eldri, muni fjölga mest á
næstu áratugum.
Heimild: Hagsiofan
NÚ MÁ AFTUR KEPPA ( BOXI
Á þriðjudaginn kepptu þessir tveir boxarar
í fyrstu keppninni sem haldin er í Kabúl.
Breyttir tímar í Afganistan:
Talibanar
bönnuðu box
kabúl. ap Meðan talibanar réðu
ríkjum í Afganistan var bannað að
stunda þar box. Það þótti ekki
samræmast hinni ströngu túlkun
íslams sem talibanarnir eru
þekktir fyrir. Áhugamenn um
boxíþróttina þurftu því að æfa sig
með leynd. Eftir að talibana-
stjórnin féll fékkst hins vegar
frelsi til þess að leggja stund á
þessa íþrótt á ný. Fyrsta keppnin í
boxi í Afganistan hófst í Kabúl í
gær. ■
[ FERÐALÖG I
erðir til Prag, höfuðborgar
Tékklands, verða æ vinsælli.
Að sögn Andra Más Ingólfssonar,
framkvæmdastjóra Heimsferða,
stefnir í að 7.000 íslendingar fari
á þeirra vegum til borgarinnar í
ár. Það er 15% aukning frá því í
fyrra sem var metár að sögn
hans. Hann segir íslendinga þá
hafa uppgötvað fyrir alvöru
þessa „stórkostlegu borg“.
1lögreglufréttir|
Hjólreiðamaður slasaðist á
höfði rétt fyrir klukkan
fimm í fyrradag þegar hann lenti
á ljósastaur á Smiðjuvegi í Kópa-
vogi. Að sögn lögreglunnar var
hann fluttur á slysadeild.
Heimildarmyndin í skóm drekans:
Lögbannsbeiðni hafnaö
deilur „Þau höfðu engar ástæður til
að krefjast lögbanns," segir Hrönn
Sveinsdóttir, höfundur heimildar-
myndarinnar í skóm drekans. Að-
standendur keppninnar Ungfrú ís-
land.is vildu að lögbann yrði sett á
sýningu myndarinnar. Sýslumaður-
inn í Reykjavík hafnaði þeirri
beiðni í gær.
Myndin fjallar um þátttöku
Hrannar í fegurðasamrkeppninni
Ungfrú ísland.is. Forsvarsmenn
keppninnar segja að Hrönn hafi
kvikmyndað án leyfis og vitneskju
þátttakenda.
„Við munum skjóta þessari
ákvörðun sýslumanns til Héraðs-
HRÖNN SVEINSDÓTTIR
( SKÓM DREKANS
Listamenn standa 100 prósent á bakvið
okkur.
dóms,“ segir Ásta Kristjánsdóttir,
aðstandandi keppninnar. Hún seg-
ist alltaf hafa verið viðbúin því.
Niðurstaða fáist ekki í málið fyrr
en dómur sé ljós. „Þetta er bara rétt
að byrja.“
„Við erum búin að vinna fyrstu
orustuna," segir Hrönn. Nú munu
þau í kvikmyndafyrirtækinu Tútt-
ugu geitum setjast niður og ákveða
frumsýningardag.
Forsvarsmenn Félags kvik-
myndagerðarmanna, Bandalags ís-
lenskra listamanna og fleiri fengu
að sjá myndina í fyrradag. Hrönn
segir þessi félög styðja við bakið á
þeim. „Ég vona líka að f jölmiðlar og
allir sem vinna með myndir, hljóð
og ritað mál geri slíkt hið sama.
Þetta er gróf atlaga að málfrelsi í
þessu landi." ■
Hlutur Orca í íslands-
banka:
■
Obreytt staða
hluthafar Fjármálaeftirlitið hefur
ekki endurskoðað ákvörðun sína
frá því í síðustu viku þegar hluthaf-
ar Orca-hópsins voru sviptir at-
kvæðisrétti á aðalfundi Islands-
banka. Að öðru leyti vildi forstjóri
Fjármálaeftirlitsins ekki tjá sig um
málið í gær.
Nokkur óvissa hefur ríkt um
ástæður aðgerðanna. Jón Ólafsson
sagði í Fréttablaðinu í gær að þetta
tengdist sér ekki. Hann hefði ekki
fengið send nein bréf frá eftirlitinu.
Páll sagði í Fréttablaðinu 12. mars
að ástæðurnar væru rökstuddar í
bréfi sem sent var FBA Holding.
Jón Ólafsson hafði þá gegnt stjórn-
arformennsku í félaginu. ■
Samkeppni hefst
á agúrkumarkaði
I dag verða tollfrjálsar hollenskar gúrkur í boði á grænmetisborðum
Hagkaups ásamt íslenskum. 20% verðlækkun fyrsta daginn. Verð á ís-
lenskum lækkaði ekki eftir 15. febrúar sl. þrátt fyrir að þá hæfist niður-
greiðsla ríkis á rafmagni til grænmetisbænda. Þarf samkeppni til.
GRÆNMETI
Heildsalar og innflytjendur vonast til þess að ódýrara grænmeti auki neyslu.
grænmeti Verð á íslenskum agúrk-
um hefur lækkað undanfarna daga.
Meginástæða þess er að í dag koma
á markaðinn ódýrar agúrkur frá
Hollandi. Verðið í Hagkaupum í
gær var 189 kr./kg en er í dag 149
kr./kg sem er 20% lækkun. íslensk-
ir garðyrkjubændur hafa svigrúm
til að bregðast við þessum kröfum
vegna beingreiðslna frá ríkinu.
Þetta fá þeir í formi niðurgreidds
rafmagns til framleiðslu sinnar.
Það hefur verið gagnrýnt að
verð á innlendri agúrku hækkaði
um tæp 2% frá 15. febrúar til 1.
mars og hafði lækkað óverulega
þar til undanfarna daga. Alþýðu-
sambandið benti á að niðurgreiðsla
rafmagns til bændanna hafi hafist
15. febrúar og því hefði mátt vænta
lækkunar. Beingreiðslurnar virðast
þó ekki einar og sér stuðla að slíku.
Undanfarin ár hafa verndartoll-
ar, þ.e. verð- og magntollar, verið
lagðir á gúrkur, tómata og paprikur
15. mars. Almar Örn Hilmarsson,
framkvæmdastjóri Banana, segir
verð á íslenskri framleiðslu ávallt
hafa hækkað í samræmi við verð á
innfluttum tegundum. Nú var hins
vegar enginn tollur lagður á þessar
tegundir. Almar segir kílóverð á ís-
lenskum agúrkum í heildsölu nú
vera um 200 kr. en það var um 400
kr. fyrir viku.
Vegna mikils framboðs á agúrk-
um í Hollandi núna er verð á þeim
lágt, segir Einar Þór Sverrisson,
framkvæmdastjóri Ávaxtahússins,
sem flytur inn grænmeti og ávexti
fyrir Baug. Niðurfellingin hefur
ekki skilað sér enn í sömu verð-
lækkunum á tómötum vegna þess
að lítið framboð er af þeim, bæði er-
lendis og hér á landi. Einar telur
þrjár til fjórar vikur í að áhrifa nið-
urfellinga tolla gæti með sama
hætti á tómötum. Það er lítið fram-
boð af þeim í Hollandi núna og ís-
lensk framleiðsla lítil ennþá. Hins
vegar glæðist þau mál væntanlega
eftir nokkrar vikur og þá munu
ódýrir tómatar streyma á markað
og íslenskir lækka í verði.
Einar bendir á að þrátt fyrir að
verðtollar hafi verið afnumdir á
fleiri grænmetistegundum muni
magntollar verða lagðir á þær þeg-
ar íslensk framleiðsla kemur á
markað. Tómatar, agúrkur og
paprikur eru einu tegundirnar sem
eru algerlega tollfrjálsar nú sem á
að skila sér í verulegum verðlækk-
unum.
sigridur@frettabladid.is
mbh@frettabladid.is
Niðurskurður í rekstri
Greiningarstöðvar:
Dregið úr
starfsemi
í trássi við
ráðuneyti
GREINING Stjórnendur Greiningar-
og ráðgjafarstöðvar ríkisins
drógu úr starfsemi stöðvarinnar í
trássi við vilja félagsmálaráðu-
Bneytisins segir
Páll Pétursson fé-
lagsmálaráð-
herra. „Við báðum
þá að halda sig
innan rammans og
fara eftir fjárveit-
ingum. Þeir gripu
. þá til þess ráðs að
pétursson hætta að þjónusta
Það kemur ekki ákveðna hópa. Við
til greina að getum ekki fallist
draga úr þjónust- á það. Við ætluð-
unni- umst til að þeir
sýndu sparsemi og aðgætni í
rekstri en vildum halda þjónustu-
stiginu uppi.“
Stefán J. Hreiðarsson, for-
stöðumaður Greiningarstöðvar,
hefur sagt að ekki væri hægt að
spara í kostnaði nema með því að
draga úr þjónustustigi. Því er fé-
lagsmálaráðherra ósammála. „Við
í ráðuneytinu teljum að hægt sé
að laga reksturinn með öðru en að
minnka þjónustuna."
„Það fyrsta sem þarf að gera er
að koma þjónustunni í eðlilegt
horf,“ segir Páll. „Síðan þarf að
gera faglega og fjárhagslega út-
tekt á starfsemi stöðvarinnar. í
framhaldi af því þarf að skipu-
leggja framtíðarrekstur. Það
verður að gerast og þá reynum við
að útvega peninga til að reka stöð-
ina með skikkanlegum hætti.“ ■
PAÐ ER ERFITT AÐ GRÍPA AÐ
IVIJ11.J 6 í I! I í
MANNA HAFIÐ DÁIÐ ÚR ALNÆMI
Bifreiðastjórafélagið Sleipnir:
Formanni sagt upp
hjá Kynnisferðum
atvinna Óskari Stefánssyni, for-
manni Bifreiðastjórafélagsins
Sleipnis, og sjö öðrum bílstjórum
var sagt upp störfum hjá Kynnis-
ferðum um sl. áraniót. Öskar
staðhæfir að honum hafi verið
sagt upp vegna formennsku sinn-
ar í félaginu og baráttu þess fyrir
betri kjörum fyrir félagsmenn.
Þá gagnrýnir hann Kynnisferðir
fyrir það að hafa ekki tekið tillit
til starfsaldurs bílstjóra þegar
ákveðið var hverjum ætti að
segja upp störfum. Sem kunnugt
er urðu hópferðafyrirtæki eins og
Kynnisferðir fyrir töluverðum
búsifjum vegna verkfallsaðgerða
Sleipnis á sínum tíma.
Kristján Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Kynnisferða, vísar
því alfarið á bug að Óskari hafi
verið sagt upp vegna starfa hans
að kjarabaráttu Sleipnis. Hann
segir að ástæðan hafi fyrst og
fremst verið samdráttur sem
varð í starfsemi fyrirtækisins
eftir hryðjuverk-
in í Bandaríkjun-
um sl. haust. Þá
hefði ekki verið
hægt að fara eftir
starfsaldri við
uppsagnirnar af
ýmsum ástæðum,
og m.a. vegna sér-
hæfingu bílstjóra
við akstur mis-
stórra bifreiða.
Meðal annars
hefði Óskar unnið
við að keyra
áhafnir Flugleiða.
Mikill samdráttur
hefði orðið í þeim akstri eftir þær
aðhaldsaðgerðir sem Flugleiðir
gripu til sl. vetur. Óskar hafði
unnið hjá Kynnisferðum frá árinu
1997. Áður hafði hann starfað hjá
Norðurleið í allmörg ár. Hann
hefur gripið í leigubílaakstur eft-
ir uppsögnina samfara for-
mennsku í Sleipni. ■
ÓSKAR
stefánsson
Sakar Kynnísferðir
um að segja sér
upp vegna af-
skipta af verka-
lýðsmálum. Kynn-
isferðir neita því.