Fréttablaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 14
14
FRÉTTABLAÐIÐ
20. mars 2002 MIÐVIKUDAGUR
SHIHRíA^ Biú
HASKOLABÍÓ
Vk'yHtotf'ti ' í K: ;:3s I •> > V • ST/tft-.fA b LAMfn>M#.
*áw? .3öBr,«:> GjsfwiíHj I
iSL. 4ytj >j\>£Í4 4«k WáiaihW
AÍ«Srot>jTo<MFkW
I N TH E
gEDRODM
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40
BLACK HAWK DOWN kl. 4, 7 og 9
|NOT ANOTHER TEEN- kl.4,6ogs(
Sýnd kl. 6 og 9
jVANILLA SKY kL9.15(
lAMELIE kl. 71
llNTIMACY kl. 5.30 Og 10.30 [
ÍELDBORG
jELLING
kl. 6, 8 og 10
IMONSTER ÍSL TAL
slivir S64 nnon ■ www smarahin.is
jBEHIND ENEMY LINES kl. 8 og 10.501 IDON'T SAY A WORD
Sýnd kl. 6, 8 og 10 vit 353 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.40 vrr 335 gg
jSNOW DOGS 550 og 5.55 fra IMONSTER m/isl tali 130
jCOLLATERAL DAMAGE 8 og 10.30 ImONSTER m/ens tali ÍdTislKIt
|SPY GAME kt 5.35, 8 og 10.30 O IhARRY POTTER m/ isL tali
Péturs Pan æði í
Hollywood:
Johnny
Pan?
FRÉTTIR AF FÓLKI
NABBlj
&£&TTjíí^k
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
kvikmyndir Svo virðist sem áhuginn
í Hollywood á Pétri Pan sé mikill
þessa dagana. Nýverið var frum-
sýnd framhaldsmynd upphaflegu
Disney-teiknimyndarinnar, 49 árum
eftir að sú fyrri kom út.
Nú hefur Johnny Depp tekið að
sér aðalhlutverk kvikmyndarinnar
„Neverland". En óttist ekki, Depp
mun hvorki
setja upp græna
hattinn né troða
sér í sokkabux-
urnar því mynd-
in er byggð á
leikritinu „The
man who was
Peter Pan“ sem
fjallar um höf-
und sögunnar,
JM Barrie, og
aðdragandann
að því að hann
skrifaði hana.
Hugmyndina fékk hann eftir að
hann vingaðist við fjögur föðurlaus
börn sem voru nágrannar hans í
London á 19.öldinni. Myndinni verð-
ur leikstýrt af Marc Forster (Mon-
ster’s Ball).
Einnig er leikstjórinn PJ Hogan
(Muriels Wedding) að vinna að mynd
eftir upphaflegu sögunni. Þar mun
hinn breski Jason Isaacs fara með
hlutverk Hook og Mr. Darling. ■
JOHNNY DEPP
Hefur tekið að sér
aðalhlutverkið í kvik-
myndinni „Never-
land".
Það hefur aldrei verið jafn mikið
fjör í George Michael eins og
eftir að hann kom út úr glerskápn-
um, sem allir voru löngu búnir að
sjá í gegnum. í opinskáu viðtali við
BBC 1 sagðist
hann trúa því í dag
að hann hefði vilj-
að láta handtaka
sig. Hann greindi
frá því að hann
hefði verið í sár-
um á þéssum tíma
eftir dauða móður
sinnar og fyrrum
elskhuga síns.
Hann segir að honum hafi nauðsyn-
lega vantað eitthvað til þess að
endurforgangsraða lífi sínu. Hann
segir að hann hafi náð að gleyma
sorgum sínum um stund í allri
ringulreiðinni sem myndaðist
vegna handtökunnar, en svo þegar
hlutir róuðust niður aftur hafi hann
dottið í lægð á ný. Hann segist þó
hress sem aldrei fyrr í dag, eins og
ætti að sjást á nýjasta myndband-
inu hans.
Nú styttist í nýja breiðskífu
rokkhljómsveitarinnar Korn.
Aðdáendur þeirra geta nú fengið að
heyra fyrsta smáskífulagið á net-
slóðinni www.korntv.com/single.
Lagið heitir „Here
to Stay“ og verður
gefið út fljótlega.
Breiðskífan heitir
„Untouchables" og
er væntanleg í
búðir ll.júní. Nú
er verið að gera
myndband við
„Here to Stay“ og eru það engir
aðrir en Hughs bræðurnir (From
Hejl) sem sjá um það.
Igær átti sér stað fyrsta símtalið
á milli geimfara og geimveru.
Þetta gerðist þegar geimfarar í al-
þjóðlegu geim-
stöðinni svöruðu
símtali frá E.T.
Allt var þetta gert
í auglýsingaskyni
því nú á að fara að
sýna nýja útgáfu
myndarinnar E.T.
í bandarískum
kvikmyndahúsum vegna 20 ára af-
mælis hennar. Myndin verður
frumsýnd vestra þann 29.mars. í
nýju útgáfunni er eitthvað um at-
riði sem voru klippt út úr uppruna-
legu útgáfunni auk þess sem búið
er að endurbæta tæknibrellur.
Þroskasaga
á gistiheimili
A skírdag verður frumsýnd í Háskólabíói ný íslensk kvikmynd er heit-
ir „Reykjavík Guesthouse". Myndin verður einnig sýnd í Smárabíói.
kvikmyndir „Þessi mynd fjallar um
gistihúsaeiganda í Reykjavík,"
segir Unnur Ösp Stefánsdóttir um
kvikmyndina Reykjavík Guest-
house. Unnur er annar tveggja
leikstjóra myndarinnar. „Jóhann
Jóhannsson er svolítið á skjön á
samfélagið sem hann lifir í. Ilann
hefur einangrað sig frá umhverf-
inu og lokað sig af á þessu gisti-
heimili vegna þess að hann er ný-
búinn að missa pabba sinn. Við
fylgjumst með 4 dögum í lífi hans
og á þeim verður hann fyrir ýms-
um áhrifum og árekstrum.“
Unnur segir myndina vera á al-
varlegri nótunum þó svo að slegið
sé á létta strengi í henni. Jóhann er
víst afar undarlegur maður og
unun að sjá hvernig hann tekst á
við umhverfi sitt. „Þetta er eins
konar þroskasaga hans. Á hans
vegi verða mjög skrautlegar per-
sónur, m.a. 9 ára gamall strákur
sem kemur til með að hafa mjög
mikil áhrif á allt hans líf. Þar sem
hvorugur þeirra virðist falla inn í
umhverfið, geta þeir speglað sig
hvor í öðrum, þrátt fyrir að þrjátíu
ár skilji á milli þeirra."
Það er Hilmir Snær Guðnason
sem leikur Jóhann, en með önnur
stór hlutverk fara Kristbjörg
Keld, Margrét Vilhjálmsdóttir og
Stefán Eiríksson sem leikur litla
snáðann.
Kvikmyndin er hugarfóstur
Unnar, Björns Thors kærasta
hennar og Barkar Sigþórssonar.
Björn og Unnur eru bæði í Leik-
listardeild Listaháskóla íslands og
skiptu þau leikstjórninni á milli
sín, með afar diplómatískum
hætti. Börkur sá svo um kvik-
myndatöku en handritið unnu þau í
sameiningu. Þetta er frumraun
þeirra í kvikmyndagerð en Unnur
segir að hópurinn hafi gengið með
hugmyndina að vinna að stóru
verkefni saman frá menntaskóla-
árum þeirra. „Börkur er náttúru-
lega búinn að vera ljósmyndari í
mörg ár. Ég og Björn höfum verið
að leíka lengi. Þannig að ég myndi
segja að við hefðum mikla reynslu
í framkvæmdum en ekki beinlínis
hvað snertir þetta form. Við vild-
um bara kýla á þetta. Þetta byrjaði
ekki sem stór hugmynd, en endaði
eins og sönnum íslendingum er
einum lagið, svona.“ Að sögn Unn-
ar fengu leikararnir að fylgjast
með handritavinnunni og höfðu
þannig áhrif á fæðingu persóna
sinna.
Daníel Bjarnason, nemi í tón-
listarskóla Reykjavíkur, sér um
tónlistina. Hann samdi og útsetti
fyrir strengjakvartett og þver-
flautu. Lokalag myndarinnar
samdi hann svo með Gyðu Valtýs-
dóttur úr múm.
„Hann vann tónlistina þannig
að hljóðfærin endurspegla persón-
urnar. Þetta er mjög falleg tónlist.
Við erum mjög ánægð með hana.“
Myndin verður frumsýnd á
skírdag, 28.mars, á óskadagsetn-
ingu hópsins. „Myndin gerist um
sumar, og nú er sólin að rísa á lofti
og því kjörið að frumsýna núna,“
segir Unnur að lokum. Og þar höf-
um við það.
Biggi@frettabladid.is
unnur, bjorn oc borkur
Tóku upp myndina sumarið 2000, og hafa eytt öllum frítíma sínum síðastliðin tvö ár við gerð hennar.