Fréttablaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
20. mars 2002 MIÐVIKUDAGUR
FRETTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík.
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Til vesalinga-
framboða
Snorri Ásmundsson, formaður Vinstri hægri
snú, skrifar:
Stjórnmálaflokkurinn Vinstri
hægri snú skorar á önnur fram-
boð að draga framboð sín í sveita-
stjórnarkosningunum til baka og
hætta afskiptum af sveitastjórnar-
málum. Formaður Vinstri hægri
snú, Snorri Ásmundsson, telur hinn
nýstofnaða flokk vera eina aflið í
stjórnmálum í dag sem getur gert
farsælar og jákvæðar breytingar á
rekstrarformi borgarinnar og að
auka jákvæðni í borginni og land-
inu öllu.
Nýtt góðæri er í startholunum ef
Vinstri hægri snú nær völdum, og
þjóðarsálin mun eflast og sjálfs-
virðingin mun gera ísland og ís-
lendinga ósigrandi á erlendum vett-
vangi.
Snorri skorar því á R-listann,
Sjálfstæðisflokkinn og önnur vesal-
ingaframboð að víkja fyrir hinu
nýja afli og spara þannig fé til að
byggja upp fleiri leikskóla og fjölga
leikskólaplássum í höfuðborginni
svo um munar. Vinstri hægri snú
mun flytja flugvöllinn hið snarasta
og hefja uppbyggingu án tafar á
skemmtigörðum og þjónustuhverfi
auk íbúðahverfis í Vatnsmýrinni. ■
Islensk könnun skekur Norðmenn
„Miklar breytingar hafa orðið í af-
stöðu íslendinga til Evrópusam-
bandsins,“ ségir leiðarahöfundur
Dagsavisen í Noregi. „Ný skoð-
anakönnun sýnir að 91 prósent að-
spurðra vilja að aðildarviðræður
hefjist. 52% eru hlynnt aðild og
aðeins 25% eru henni andvíg."
Blaðið segir að Norðmenn verði
að vera viðbúnir því að umsókn
um Evrópusambandsaðild komi
frá íslandi. „Það þýðir að hræðsla
ríkisstjórnar Bondeviks við
norska Evrópusambandsumræðu
getur ekki lengur talist verjandi
pólitísk afstaða."
Ufri’iuiofíen
Leiðarahöfundur Aftenposten segir
niðurstöður íslensku skoðanakönn-
unarinnar fela í sér skýra áminn-
ingu til norskra stjórnvalda að þau
verði að halda vöku sinni gagnvart
inngöngu. Gangi íslendingar í Evr-
ópusambandið muni það hafa veru-
leg áhrif á norska fiskimenn. Það
muni svo aftur hafa veruleg áhrif á
afstöðu íbúa við strendur landsins
sem hafi verið áberandi í hópi and-
stæðinga aðildar í kosningum árið
1972 og 1994. Blaðið gerir að um-
talsefni afstöðu norskra stjórn-
málaleiðtoga sem telja að nokkur
tími muni líða áður en ísland sæki
um aðild. „Þeir kunna að hafa rétt
fyrir sér, en málflutningur ís-
JÓNAS SKRIFAR:
Úr leiðurum heimsblaða
Skoðanakönnun um afstöðu íslendinga til
Evrópusambandsins hefur vakið viðbrögð í
Noregi. Niðurstaðan kom Norðmönnum á
óvart. Margir þar í landi telja fulla ástæðu
fyrir Norðmenn að halda vöku sinni.
lenskra stjórnmálaleiðtoga með ut-
anríkisráðherrann Halldór Ás-
grímsson í fararbroddi og afger-
andi skoðanakönnun, bendir til þess
að engin ástæða sé fyrir stuðnings-
menn aðildar að halda sig til hlés.“
í Verdens gang segir að niðurstöð-
ur skoðanakönnunarinnar hafi
komið verulega á óvart. „Tíma-
Þú þarft ekki að vera síhress
Þáttastjórnendur í sjónvarpi æsa sig upp í að vera
hressir á skjánum í hálftíma eða klukkutíma á
viku, en geta verið hinir önugustu þess á milli. Þá
hlið sjá sjónvarpsnotendur ekki. Þeir fá þá brengl-
uðu mynd af raunveruleikanum, að fræga og fína
fólkið í sjónvarpinu sé alltaf bráðhresst.
Þrýstingurinn kemur úr mörgum áttum. Aug-
lýsingar og slúðurtímarit koma því óvart inn hjá
venjulegu og eðlilegu fólki, að eitthvað hljóti að
vera að því, ef það getur ekki uppfyllt kröfuna um
að vera síhresst. Því leitar fólk í auknum mæli á
náðir geðbreytilyfja til að bæta stöðuna.
Hefðbundna geðbreytilyfið er áfengi, sem sætir
vaxandi samkeppni af hálfu ólöglegra og löglegra
fíkniefna. Mest hefur neyzla aukizt á svokölluðu
læknadópi. Daglega verða tugþúsundir íslendinga
að taka inn prózak eða annað læknadóp til að
treysta sér til að horfast í augu við daginn.
Geðið sveiflast meira hjá sumum en öðrum. Ef
sveiflurnar fara út í öfgar, er eðlilegt að menn leiti
sér læknis. En skilgreiningin á því, hvað séu öfgar,
hefur breytzt. Nú halda margir, að eitthvað sé að
þeim, ef þeir eru ekki hressir út í eitt eins og fyrir-
myndirnar á skjánum virðast vera.
íslenzk notkun geðbreytilyfja úr apótekum
þrefaldaðist rúmlega á síðasta áratug tuttugustu
aldar. Samt harðnaði lífsbaráttan ekki tiltakanlega
á þessum tíma. Þvert á móti batnaði hagur fólks.
Aukin neyzla hlýtur því að stafa af breyttu mati
fólks á því, hvað sé eðlilegt sálarástand.
Hagsmunir framleiðenda eru líka að baki kröf-
unnar um síhressu. Lyfjafyrirtæki stunda linnu-
lausan áróður meðal lækna og hafa smám saman
breytt mati þeirra á því, hvað sé eðlilegt sálar-
ástand fólks. Þau verja meiri fjármunum til áróð-
urs en til rannsókna og lyfjaþróunar.
Þetta minnir á, hvernig þau komu því inn, að
fólk þyrfti átta tíma svefn og yrði ella að taka
svefnlyf. Rannsóknir sýna hins vegar að hollara er
og líklegra til langlífis að sofa sex-sjö tíma á dag.
„Mest hefur neyzla aukizt á svokölluðu
læknadópi. Daglega verða tugþúsundir
Islendinga að taka inn prózak
eða annað læknadóp til að treysta sér til
að horfast í augu við daginn. “
Með svefnlyfjum reynir heilbrigt fólk að auka
svefntíma sinn upp í átta tíma kröfuna.
Ofnotkun svefnlyfja og geðbreytilyfja er dæmi
um aukinn þrýsting, sem kemur frá umhverfinu,
sumpart að undirlagi lyfjafyrirtækja og sumpart
vegna ranghugmynda um eðlilegt sálarástand, sem
flæða yfir okkur, einkum úr sjónvarpi, er keyrir
linnulaust á uppsprengdri síhressu.
Krafan um síhressu er ný af nálinni. Áður fyrr
gerði fólk sér betur grein fyrir, að lífið var ekki og
átti ekki að vera dans á rósum. Það vissi, að stund-
um var tími gleði og stundum var tími sorgar.
Fyrst og fremst vissi það, að líðan var oftast hlut-
laus, að eðlilegt var að líða hvorki vel né illa.
Ef við fylgjumst með, vitum við, að síhressan er
tálsýn. Sjónvarpsfólkið, fína fólkið og fræga fólkið
á erfitt í einkalífinu. Það fær taugaáföll og lendir á
heilsuhælum og afvötnunarhælum í meira mæli en
venjulegt fólk. Þetta stafar af, að það veldur ekki
hlutverkinu, sem því er ætlað að leika.
Sérhver ný kynslóð virðist vera dæmd til að
ýkja mistök fyrri kynslóða. Sjónvarpsrásir unga
fólksins eru enn þrungnari af kröfunni um sí-
hressu en rásir eldra fólksins. Sífellt verður auð-
velda að grípa til hættulegra lausna; áfengis, ólög-
legra fíkniefna eða læknadóps.
Stóri bróðir ríkisvaldið er hluti vandans en ekki
lausnarinnar. Þess vegna verður fólk sem einstakl-
ingar að rjúfa vítahring umhverfisins og afla sér
sjálft frelsis frá kröfunni um síhressu.
Jónas Kristjánsson
'' ■
nda fyrir ráðstefnu
nritudaginn 21.mars
ÍSV«flr",m,áStjá'rndur
bundið hafi íhaldssami stjórnar-
flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn,
og forsætisráðherrann, Davíð
Oddsson, stöðvað alla Evrópuum-
ræðu með skýrri andstöðu." Blaðið
segir að burtséð frá því hver þróun-
in verði í umræðunni á íslandi, sé
skynsamlegt fyrir Norðmenn að
undirbúa sig undir slíkt. Afleiðing-
ar þess að gera það ekki gætu orðið
miídar og dýrkeyptar. ■
ORÐRÉTT
AFSTÆÐISHYGGJA
UM VEISLUR
En þótt boðið lúti
þannig ákveðnum
lögmálum geta menn
þó aldrei gengið út
frá neinu vísu um mat, drykk eða
skemmtiatriði, öðru en því að
afar vel er vandað til og gestrisn-
in er upp á það allra besta.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra.
Veisluræða fyrir erlenda sendifulltrúa á
Bessastöðum 15. mars.
GILDIR LÍKA í HJÓNABANDI
Þjóðhollur maður, sem elskar og
dáir það sem íslenskt er, hefur
ekki leyfi til að neita sér um að
elska og virða aðrar þjóðir og
forðast víðtæk samskipti við þær
og hann þarf ekki heldur að vera
minni alþjóðasinni, þótt hann
fargi aldrei heiðvirðum tilfinn-
ingum sínum til föðurlandsins.
Davíð Oddsson. Veisla á Bessastöðum.
15. mars.
MÁL AÐ STALDRA
VIÐ
Það er aukinn hraði í
samfélaginu, tengsl
á milli fólks hafa
rofnað og það hefur
skapast aukin þörf fyrir geðlyf.
Sigursteinn Másson. Fréttablaðið,
19. mars.
EN OKKUR HIN
Það er hörð sam-
keppni á ferðamark-
aðnum og hún hefur
farið úr böndum.
Það á ekki að gera
og Flugleiðir hafa beðið Sam-
keppnisstofnun afsökunar.
Guðjón Arngrímsson, blaðafulltrúi
Flugleiða. DV, 19. mars.
GOTT ER AÐ
BORÐA GULRÓT-
INA...
Ég vona að þessi að-
gerð verði til þess að
menn átti sig á því
hvaða tími er upp runninn og
mér hefur heyrst það á kaup-
mönnum að þeim sé það mikið
áhugamál að þetta gangi eftir.
Cuðni Ágústsson, landbúnaðarráð-
herra, kynnir grænmetislækkun.
Morgunblaðið, 19. mars.
SVO LÆRIR SEM LIFIR
Auðvitað höfum við lært ýmis-
legt í leiöinni, meðal annars skilið
betur af hverju grænmeti og
ávextir eru taldir svona hollir
Sigmundur Guðbjarnarson, prófessor.
Morgunblaðið, 19. mars.
SÁ Á VÖLINA
Þegar ég svo næ
kjöri þá verð ég ann-
að tveggja að sækja
um launalaust leyfi
eða segja upp.
Glsli Marteinn Baldursson, frambjóð-
andi. DV, 19. mars.
ROSALEGT!
Ég er rosalega frísk,
rosalega glöð, ánægð
í vinnunni og á ynd-
islega fjölskyldu.
Það er bara ekki
annað hægt en að vera sæll.
Vala Matthíasdóttir. Fréttablaðið,
19. mars.