Fréttablaðið - 25.03.2002, Qupperneq 1
PANS
Frumkraftur
einkennir sköpun
bls. 16
STIÓRNIVIÁL
Ossur
vill í ESB
KÖNNUN
Velfull-
nœgður skóli
bls. 14
FRETTABLAÐIÐ
59. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík - sími 515 7500 Mánudagurinn 25. mars 2002
MANUDAGUR
Breiðholt
til umræðu
funpir Borgarstjóri
Reykjavíkur fund-
ar í kvöld með
Breiðhyltingum í
Gerðubergi. Fund-
urinn er liður í
hverfafundum
borgarstjóra þar sem rædd eru
málefni hverfis og borgar. Fundur-
inn hefst klukkan átta.
Hvað kosta lyfin?
könnun ASÍ birtir í dag niðurstöður
nýrrar könnunar um lyf javerð.
Iveðrið i' dag
REYKJAVÍK Suðvestan
10 til 15 m/sek. Skúrir og
sludduél. Hiti 1 til 4 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
ísafjörður 8-13 Éljagangur Oo
Akureyri © 8-13 Skýjað Qo
Egilsstaðir © 8-13 Léttskýjað Q 0
Vestmannaeyjar o 5-10 Slydda Q3
Ráðherrar sitja
fyrir svörum
ALÞINCI Allir ráð-
herrar nema Geir
Haarde, f jármála-
ráðherra, verða
viðstaddir óundir-
búnar fyrirspurnir
á Alþingi í dag.
Þingfundur hefst kl. 15 og eru 20
frumvörp lögð fram af ráðherrum
ríkisstjórnar á dagsskrá.
Vellíðan á efri árum
fyririestur Rann-
sóknarmálstofa í
félagsráðgjöf verð-
ur haldin í dag í
fundarherbergi fé-
lagsvísindadeildar í
Odda. Sigurveig H.
Sigurðardóttir, fé-
lagsráðgjafi og
framkvæmdastjóri
Reykjavíkurdeildar Rauða kross
íslands, ræðir vellíðan á efri árum,
áhrifaþætti og stefnumótun. Mál-
stofan verður haldi í fundarher-
bergi félagsvísindadeildar í Odda
og hefst kl. 12.05.
j KVÖLPID í KVÖLP j
íþróttir 12 Skemmtanir 16
Bíó 14 Keypt & selt 18
Leikhús 16 Sjónvarp 20
Myndlist 16 Útvarp 21
NOKKRAR STADREYNDIR UM
FRÉTTABLAÐIÐ
Hvaða blöð lesa 30 til 80 ára
íbúar höfuðborgar-60 90/o
svæðinu í dag?
'O 38
•5
Meðallestur 30 til 80 ára á
mánudögum samkvæmt
fjölmiðlakönnun Gallup frá
október 2001
•£ >
£ Q
70.000 eintök
65% fólks les biaðið
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I OKTÓBER 2001.
Björgólfur íhugar
að kaupa í Eddu
Erfið Qárhagsstaða hjá Eddu-miðlun. Samningaviðræður í gangi um
kaup Björgólfs Guðmundssonar á ráðandi hlut.
viðskipti Unnið er að því að fá nýja
eigendur að hluta Eddu-miðlunar.
Staða fyrirtækisins er ekki góð. ís-
landsbanki, sem á tæplega fjórð-
ungshlut í fyrirtækinu, er tregur
til frekari fyrirgreiðslu. Björgólf-
ur Guðmundsson og aðilar tengdir
honum vinna nú að því að kaupa
ráðandi hlut. Hvort að af kaupun-
um verður skýrist á allra næstu
dögum.
Fyrirtækið varð til við samein-
^ ingu Máls og
menningar og
Vöku-Helgafells. I
upphafi skiptust
eignarhlutarnir
jafnt. í nóvember
eignaðist Mál og
menning meiri-
Edda skuldar
meðal annars
öðrum bókaút-
gefendum tals-
verðar fjárhæðir.
—♦—
hluta í Eddu og á nú 56 prósent. Þá
vantaði peninga vegna komandi
jólavertíðar og erfitt reyndist að fá
fyrirgreiðslu. Mál og menning jók
eignarhlut sinn. Miklar væntingar
voru vegna sameiningarinnar. Þær
vonir hafa ekki gengið eftir. Meðal
þess sem hefur reynst dýrarara og
óhagkvæmara en ætlað var eru
flutningar fyrirtækisins og rekst-
ur Dreifingarmiðstöðvarinnar sem
hefur gengið illa.
Að óbreyttu stefnir í verulegan
vanda hjá Eddu. Halldór Guð-
mundsson forstjóri vildi ekkert
segja þegar leitað var til hans. Ver-
ið er að vinna að ársreikningi fé-
lagsins. Forstjórinn vildi heldur
ekkert segja um niðurstöður úr
rekstrinum.
Þegar fyrirtækin voru samein-
uð var Vaka-Helgafell í vanda en
staða Máls og mennningar var við-
unandi. Flest hefur farið til verri
vegar eftir sameininguna og skuld-
ir hlaðast upp. Edda skuldar meðal
annars öðrum bókaútgefendum
talsverðar fjárhæðir. Innan þeirra
raða gætir mikillar óánægju. Ekki
síst þar sem bókaútgáfa og versl-
anir Eddu eru reknar sem heild og
því má færa rök fyrir því að pen-
ingarnir sem aðrir útgefendur eiga
í raun séu að hluta notaðir til að
standa undir útgáfu Eddu. Þar með
í samkeppni við aðra útgefendur.
Sem fyrr segir voru forsvars-
menn Eddu tregir til að tjá sig um
þetta mál. Sama gildir um Björgólf
Guðmundsson. Þó fékkst staðfest
að niðurstaðna, um hugsanleg kaup
Björgólfs, sé að að vænta á næstu
dögum. Allir viðmælendur blaðs-
ins tala um þetta mál sem við-
kvæmt. Heimildir blaðsins herma
að Edda hafi einnig leitað til ann-
arra fjárfesta um að koma að fé-
laginu. Mestar vonir eru bundnar
við Björgólf. Þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir fékkst ekki uppgefið
hversu brýnn vandi Eddu er.
sme@frettabladid.is
FJÖLSKYLDAN í FJÖRUNNI Það er vinsælt að bregða sér í göngutúr úti í Gróttu á Seltjarnarnesi. Gærdagurinn var
engin undantekning á því. Fjölmargir voru á ferð þar í gær á fyrsta degi dymbilviku, pálmasunnudegi.
Stunginn með hnífi á Grettisgötu:
AÐEINS Á MEÐAN ÉG BEIÐ
Sveinn Valgeirsson var ekki stressaður
þegar í stólinn var komið.
Viltu vinna milljón:
Blankur og
fékk pottinn
sigur „Ég var einfaldlega blankur
eins og svo margir aðrir. Þess
vegna ákvað ég að taka þátt í
þessu,“ segir Sveinn Valgeirsson,
sóknarprestur á Tálknafirði, sem
í gærkvöldi vann fimm milljónir í
„Viltu vinna milljón." Sveinn er
fyrstur til að vinna allan pottinn í
þættinum en þrisvar hafa þátttak-
endur farið heim með milljón.
Sveinn segist ekki hafa þurft
að taka mikið á og líklegast verið
heppinn með spurningar. „Mér
leið bærilega og var ekki mikið að
stressa mig. Þátturinn rann áfram
og áður en ég vissi af var hann bú-
inn. Ég notaði alla möguleikana og
hefði líklegast getað sleppt að
hringja í lokin en vildi notfæra
mér það fyrst ég átti þess kost.“
Sveinn hefur þjónað sem sókn-
arprestur á Tálknafirði frá því
hann var vígður fyrir sex árum og
kann mjög vel við sig vestra.
Bygging nýrrar kirkju stendur
yfir og er ætlunin að vígja hana í
maí í vor.
„Ég er ákveðinn í að láta kirkj-
una njóta peninganna með mér.
Nýtt ljós á bílinn þarf ég líka að fá
og vafalaust geri ég eitthvað
skemmtilegt með fjölskyldunni.
Ég ætla mér þó að fara hægt í sak-
irnar og ekki að ana að neinu." ■
Látinn af völd-
um stungusára
lögreglumál Karlmaður um
fimmtugt, sem hlaut alvarlega
áverka eftir hnífsstungu á Grett-
isgötu 6. mars síðastliðinn, lést í
gærmorgun á gjörgæsludeild
Landspítalans í Fossvogi. Hafði
maðurinn hlotið allmörg stungu-
sár bæði á bol og höfði. Tæplega
fertug kona situr í gæsluvarðhaldi
grunuð um verknaðinn. Að sögn
Harðar Jóhannessonar, yfirlög-
regluþjóns, er of snemmt að segja
hvaða stefnu málið taki, fyrst
þurfi að skera úr um hvert bana-
meinið hafi verið.
Það var um hálftíuleytið mið-
vikudagskvöldið 6. mars að til-
kynning barst til lögreglunnar í
Reykjavík að maður hefði verið
stungin með hnífi á Grettisgöt-
unni. Þegar lögreglan kom á stað-
inn kom fljótlega í ljós að tæplega
fertug kona, sem skráð var á sama
heimilisfang og maðurinn, hafði
átt hlut að máli. Vitni höfðu verið
að atburðinum. Lögreglan hand-
tók konuna og færði til yfir-
heyrslu. Að því loknu var leitað til
Héraðsdóms Reykjavíkur og beð-
ið um gæsluvarðhald yfir kon-
unni. Situr hún, eins og fyrr segir,
enn í haldi. ■
| ÞETTA HELST |
Bandaríkjamenn reyna til
þrautar að stilla til friðar í
Mið-Austurlöndum. bls. 2
Illa hefur verið staðið að út-
flutningi lambakjöts til
Evrópusambandsins. Fyrirtæki
missa útflutningsleyfi við næsta
brot. bls. 4
Gera þarf nýtt umhverfismat
fyrir álver í Reyðarfirði
breytist forsendur verulega. Nú-
verandi mat kostaði 100 milljónir.
bls. 4
Sjávarútvegsráðherra varar við
því að menn geri sér vonir um
að Island fái undanþágur frá
sjávarútvegsstefnu Evrópusam-
bandsins við inngöngu í ÉSB.
bls. 2