Fréttablaðið - 25.03.2002, Side 10

Fréttablaðið - 25.03.2002, Side 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 25. mars 2002 MÁNUDACUR FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: ■Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsími: 515 75 00 Simbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf: Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsráeðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu ser\f|ingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. I BRÉF TIL BLAÐSINS I Ósætti Davíðs Oddssonar við dóma Hæstaréttar 1998 Hæstiréttur kveður upp dóm í máli Valdimars Jóhannessortar gegn íslenska ríkinu. í niðurstöðu dómsins er komist að þeirri niður- stöðu að 5. grein laga um stjórn fiskveiða stangist á við jafnræðis- reglu stjórnarskrárinnar. Valdi- mar hafði verið synjað um veiði- leyfi í atvinnuskyni og aflaheim- ildir. Dómurinn hafnaði synjun- inni, en tók ekki afstöðu til viður- kenningar á réttinum til að fá slík- ar heimildir. Um dóminn sagði Davíð Oddsson: „Það liggur fyrir að hugtakanotkun í dómnum er mjög á reiki sem flækir málið,“ Hann sagði dóminn skapa mikía óvissu'í landinu. „Dómurinn setur hér allt á annan endann ef hann er skilinn eins og sumir skilja hann.“ 2000 Brún Davíðs léttist heldur þegar Hæstiréttur kvað á vordögum upp dóm í Vatnseyrarmálinu svokall- aða. Davíð sagði dóminn taka af öll tvímæli um að það væri í valdi Al- þingis að marka stefnuna við stjórn fiskveiða. Sagði hann dóm- inn styðja túlkun stjórnvalda á Valdimarsdómnum. I desember féll dómur í máli Öryrkjabanda- lagsins gegn íslenska ríkinu. Þar var skerðingarákvæði tekjuteng- ingar vegna maka vegna örorku- bóta dæmt ólögmætt. Davíð var ósáttur við dóminn. Hann sagði að í dómnum fælust grundvallar- breytingar á valdahlutföllum milli Alþingis og dómstóla. Dómstólar væru komnir með ígildi lagasetn- ingar- og fjárstjórnarvalds. Dóm- -Eorsaga. I Hæstarétti hafa fallið nokkrir dómar þar sem íslenska ríkið hefur tapað málum. Davíð Oddssyni, forsætisráð- herra, hefur mislikað niður- stöður Hæstaréttar. Hann hefur gagnrýnt réttinn fyrir að taka sér pólitiskt vald. Þar fyrir utan hefur hann talið forsendur hæpnar og dóma óskýra. stólar væru sokknir á bólakaf í hinar hefð- bundnu skylmingar stjórnmálanna. 2002 í kjölfar öryrkjadómsins var skip- aður starfshópur sem hafði það verksvið að gera tillögur um við- brögð við dómnum. Skipunarbréfi hópsins fylgdi minnisblað ríkis- stjórnarfundar. Ör- yrkjabandalagið vildi fá blaðið og höfðaði mál er það fékk synjun á því. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að afhenda bæri minnis- blaðið. Davíð Oddsson var afar ósáttur við dóminn og sagði, í um- ræðum á Alþingi rétt- inn hafa búið til reglur í málinu eftir miklum krókaleiðum. Hann sagði forsendur dóms- ins óljósar, mótsagnakenndar og stundum ekki rétt farið með stað- reyndir. ■ ORÐRÉTT ÁLVER VIÐ REYÐARFJÖRÐ Halldór segir reynsluna sýna að Norðmenn séu okkur erfiðir. Snúum á Norðmenn Halldór skrifar: Nú eru Norðmenn á góðri leið með að blása af álver í Reyðar- firði. Þetta kemur engum á óvart sem átt hefur samskipti við þá. Við höfum átt í samskiptum við þá á ýmsum sviðum. Reynslan ætti að kenna okkur að Norð- menn eru afar erfiðir í allri sam- vinnu. í samningum um sameig- inlega fiskistofna hafa þeir sýnt af sér mikla óbilgirni. Við ættum að nýta tækifærið núna og ná okkur niðri á Norð- mönnum. Hagsmunum okkar verður vel borgið í Evrópusam- bandinu og þjóðin er komin á þá skoðun. Þetta veitir okkur tæki- færi til að sækja um aðild á und- an Norðmönnum og ná forskoti á þá á okkar mikilvægustu mörk- uðum. Þannig gætum við bætt okkur þann skaða sem Norðmenn hafa valdið okkur með frestun ál- versins og gott betur. Það væri mátulegt á þá að við snerum einu sinni á þá, en þeir ekki alltaf á okkur. ■ Frestun martraðar Þegar fjölskyldufólk greiðir 60.000-100.000 krónur árlega fyrir rafmagn til ljósa og heimilistækja í landi ótæmandi vatnsorku og afskrifaðra orku- vera, er greinilega vitlaust gefið í spilunum. Hin margrómaða auðlind er ekki að skila árangri í sam- ræmi við væntingar þjóðarinnar. Sumpart er fólk að niðurgreiða rafmagn til stór- iðju, einkum til Grundartanga. Sumpart er fólk að borga herkostnaðinn af orkuverinu við Blöndu, sem reist var, þótt þáverandi stóriðjukaupandi hlypi úr skaftinu. Sumpart er fólk bara að borga fyrir vöndan rekstur Landsvirkjunar. Um nokkurt skeið hefur svo litið út, sem her- kostnaður fólks af vatnsorku mundi aukast veru- lega vegna glannalegra ráðagerða stjórnvalda um orku- og álver á Austurlandi. Fólk getur þó andað léttara í bili, því að Norsk Hydro hefur slegið mál- inu á frest um óákveðinn tíma. Ferill Reyðaráls er farinn að minna óþægilega á feril álversins á Keilisnesi, sem mánuðum og árum saman var sagt vera í burðarliðnum. I báðum til- vikum voru ráðherrar með stóriðju á heilanum, reyndu í lengstu lög að halda í drauminn og enduðu með því að festast í eigin blekkingavef. Draumurinn um Reyðarál og Kárahnjúka- virkjun var í rauninni martröð, sem hefði skaðað þjóðfélagið, ef orðið hefði að veruleika. Skipu- lagsstofnun var í haust búin að hafna orkuverinu vegna slæmra umhverfisáhrifa og ýmis peninga- leg reikningsdæmi voru óhagstæð. Seðlabankinn hefur nýlega upplýst, að vextir í þjóðfélaginu hefðu almennt orðið 2-2,5% hærri á framkvæmdatímanum, en þeir hefðu ella orðið. Ut- reikningar sýna, að þetta felur í sér fjölskyldu- skatt, sem nemur 120 þúsund krónum á ári hjá þeim, sem skulda fimm milljónir króna. Sami vaxtaskattur hefði lagst á alla þá, sem hefðu viljað afla sér lánsfjár til eflingar atvinnulífs á öðrum sviðum. Reyðarál hefði raunar þurrkað mikið af tiltæku lánsfé, einkum hjá lífeyrissjóðun- „Ferill Reyðaráls erfarinn að minna óþœgilega áferil álversins á Keilisnesi, sem mánuðum og árum saman var sagt vera í burðarliðnum. “ um, sem átti að ginna til samstarfs. Það fé hefði ekki verið til ráðstöfunar í atvinnulífinu. Ráðagerðir stjórnvalda fólu þar á ofan ekki í sér, að orkuver og stóriðja greiddu markaðsverð fyrir ríkisábyrgð, né heldur að þau greiddu mengunar- og umhverfisskatt í samræmi við reglur, sem Alþjóðabankinn er farinn að beita. Síðasta upphæð- in gæti numið milljarði króna á hverju ári. Fyrir utan óbætanlegt tjón á stærsta ósnortna víðerni Evrópu hefði þjóðin beðið mikið fjárhags- legt tjón af Reyðaráli og Kárahnjúkavirkjun, ef martröðin hefði orðið að veruleika. Tjónið hefði falizt í háum vöxtum, fjármagnsskorti og háu verði á rafmagni til ljósa og heimilistækja. En veruleikafirring stjórnvalda var orðin svo mikil, að í nokkrar vikur leyndi orkuráðherra þjóð- ina nýjustu upplýsingum um tregðu Norsk Hydro. Hún var að reyna að knýja virkjanaleyfi í gegn á Alþingi áður en tregðan kæmist upp, sem hlaut samt að gerast vikunni fyrr eða síðar. Miðað við fjölbreyttar upplýsingar, sem Skipu- lagsstofnun ríkisins, Seðlabankinn, Alþjóðabank- inn og ýmsir hagfræðingar hafa lagt í púkkið, er ástæða til að hafa áhyggjur af, að rúmlega helm- ingur þjóðarinnar var til skamms tíma reiðubúinn að fallast á framkvæmdirnar eystra. Nú er tækifæri fyrir fólk að láta af stuðningi við martröðina og fara að hlusta á tölur, sem sýna, að ráðagerðirnar austur á landi eru mun óhagstæðari en stjórnvöld hafa hingað til viljað vera láta. Jónas Krístjánsson HEFUR STJÓRNAR- FORMAÐUR SÍMANS TALAÐ í SÍMA? En ég starfaði sem strætis- vagnabílstjóri á skólaárunum Skúli Bjarnason, stjórnarformaður Strætó bs. DV, 23.mars. GAMAN AÐ TALA Aðalatriðið er að nú er opnað á möguleikann til viðræðna við fleiri aðila Valgerður Sverrisdóttir. DV, 23. mars. FÍNT AD VERA BETLARI í STURLULANDI Maður réttir bara fram lófann og biður um meira fjármagn. Jón Árelíus Ingólfsson, formaður sjóslysa- nefndar. DV, 22. mars. ÞANGAÐ TIL ÆTLA ÉC AÐ REYNA AÐ CRÆDA SMÁ PENING í hinum full- komna heimi þar sem maður þar ekki að vinna til að eiga ofan í sig og á! Þá færi ég á þær slóðir heims þar sem menn þurfa aðstoð og reyndi að láta gott af mér leiða. Einar Bárðarson, athafnaskáld. Morgunblaðið, 23. mars. <D C o V) 3 > £ £ £ Tölvuskólinn Sóltúni /• Sóltúni 3 , 105 Reykjavík - netfang: skoli@tolvuskoli.net -www.tolvuskoli.net £ Tölvugrunnur 60 stundir. Hæg yfirferð Frábært námskeið fyrir algjöra byrjendur. *Tölvugrunnur *Windows 2000 *Word 2000 *Excel 2000 *lnternet *Tölvupóstur Næstu námskeið: 18. apríl - 30. maí. Kennt: þriðjud. og fimmtud. kl. 13:00 - 16:30 og kl. 17:30 - 21:00 Verð kr. 45.000.- stgr 2) Hagnýtt tölvunám 60 stundir. Hnitmiðað námskeið fyrir þá sem vilja ná góðum tökum á algengri tölvuvinnslu. *Windows 2000 og 2002 *Word 2000 *Excel 2000 *lnternet *Tölvupóstur *Outlook Næstu námskeið: Kennt: Mán., mið. og fös. 3. - 29. apríl kl. 13:00 -16:30 19.apríl - 17.maí kl. 17:30-21:00 Verð kr. 46.000.- stgr. (H) Eldri borgarar - grunnnámskeið 15 stundir 4.-11. apríl kf. 8:30-12:00 Kennt: Fim., þri. og fim. Verð kr. 9.500.-stgr. Photoshop 20 stunda grunnnámskeið Kennt: Mánud. - fimmtud. 8. - 11. apríl Kl. 13:00 - 16:30 Verð kr 26.000.-stgr. ATH. Einkakennsla og upprifjun fyrir þá sem þess óska. W-- -.... JJ Upplýsingar og skráning í síma 562-6212 alla virka daga kl. 10 - 22 $ $ < c V) yr O 3 <D

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.