Fréttablaðið - 25.03.2002, Qupperneq 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
25. mars 2002 MÁNUDAGUR
SVONA ERUM VIÐ
KYNJASKIPT ANDLÁT
ÁRIN 1991 TIL 2001 SAMKVÆMT
YFIRLITI HAGSTOFU fSLANDS. *
ALLS KARLAR KONUR
1991 1.796 1.006 790
1992 1.719 875 844
1993 1.753 874 879
1994 1.717 899 818
1995 1.923 983 940
1996 1.879 992 887
1997 1.843 986 857
1998 1.821 939 882
1999 1.901 964 937
2000 1.823 906 917
2001 1.720 919 801
* Bráðabirgðatölur fyrir árið 2001.
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR
Segir verða af stóriðju þó Norsk Hydro
þurfi að endurmeta stöðu sína.
Norsk Hydro
frestar ákvörðun:
Óvissa
um stóriðju
fyrir austan
stóriðia Stjórnendur Norsk Hydro
eru ekki reiðubúnir að taka
ákvörðun um stóriðjufram-
kvæmdir í Reyðarfirði fyrir 1.
september nk. eins stefnt hafði
verið að. Kaup fyrirtækisins á
VAW í Þýskalandi leiðir til þess að
það verður að endurmeta fjárfest-
ingarstefnu sína. Valgerður Sverr-
isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, sagði á Alþingi á föstudag
að áfram yrði rætt við Norsk
Hydro og fundað með þeim í júní.
Einnig verður skoðuð aðkoma
fleiri aðila að verkinu.
„Herra forseti, það er deginum
ljósara að það er verið að slá
NORAL-verkefnið af,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri-grænna, eftir yfirlýsingu
Valgerðar. Hann sagði enga tímaá-
ætlun fyrir hendi um frekara starf
og ekki ástæðu til að ætla að af
verkefninu yrði. Hjálmar Árna-
son, þingmaður Framsóknarflokks
og formaður iðnaðarnefndar Al-
þingis, var ósammála Steingrími.
Hann sagði líkurnar aukast á því
að af stóriðjunni verði þar sem
hægt verði að ræða við fleiri aðila
en Norsk Hydro. ■
Reykjanesbær:
Sjö bílar
skemmdir
skemmdarverk Skemmdarverk
voru unnin á sjö bifreiðum í
Reykjanesbæ um helgina. Á laug-
ardag var tilkynnt til lögreglunn-
ar í Keflavík að rúður hefðu verið
brotnar í sex bílum. Fjórir bílanna
voru staðsettir í Keflavík, tveir
sorpbílar á Heiðarbergi, einn í
Miðgarði og einn á Kirkjuvegi. Þá
voru tveir bílanna í Njarðvík, á
Bakkastíg og Iðjuvegi. í gaer-
morgun var lögreglu síðan til-
kynnt um skemmdarverk á enn
einum bílnum sem staðsettur var
á Sólvaliagötu í Keflavík. Að sögn
lögreglu nemur tjónið mörg
hundruð þúsund króna. Ekki er
vitað hverjir voru að verki og bið-
ur lögreglan alla þá sem einhverj-
ar upplýsingar hafa um mann-
ferðir að hafa samband. ■
Umhverfismat vegna álverksmiðju á Reyðarfirði:
PÁFINN Á PÁLMASUNNUDEGI
Páfinn heldur á staf skreyttum ólífugrein
við messuna á Péturtorgi í gær. Tugþús-
undir voru við messugjörðina og veifuðu
pálmablöðum og ólífugreinum til að
minnast komu Jesú inn í Jerúsalem.
Páfinn tók ekki fullan þátt
í messu á Péturstorgi:
Páfí hlýddi
læknunum
vatikanið. ap Jóhannes Páll páfi II
tók ekki fullan þátt í messugjörð-
um á Péturstorgi í Vatikaninu í
gær, pálmasunnudag. Páfinn er
slæmur í hnénu og fór að ráðum
lækna sem ráðleggja honum að
fara sér hægt. Páfinn sat í stól
meðan á messu stóð og lét kar-
dinálann um að messa yfir gest-
um. Páfi mun í fyrstu hafa ætlað
að hunsað ráð lækna en látið und-
an að lokum. Því fer þó fjarri að
páfi, sem er 82 ára gamall, ætli
sér að taka því rólega í dymbilvik-
unni og um páskana, dagskráin
hjá honum mun vera þéttskipuð. ■
1lögreglufréttir|
Sex bflar lentu í árekstri á Sæ-
braut í Reykjavík um fjögur-
leytið á laugardag. Skömmu síðar
var tilkynnt um tveggja bíla
árekstur á sama vegi. Enginn
slasaðist alvarlega en nokkrir
voru fluttir á slysadeild til að-
hlynningar.
—+—
Eldur kviknaði í spónageymslu
í Viðidal um hálfníuleytið á
laugardagskvöld. Þykir mikil
mildi að ekki fór verr þar sem
geymslan er sambyggð hesthúsi
sem í voru nokkrir hestar. Að
sögn slökkviliðsins á höfuðborg-
arsvæðinu hefði geta farið mikið
verr ef ekki hefði verið fólk á
staðnum sem uppgötvaði eldinn í
tæka tíð og hleypti hestunum út.
Skamma stund tók að slökkva
eldinn. Ekki er enn vitað um upp-
tök eldsins áð sögn talsmanns
slökkviliðsins en lögreglan sér
um rannsókn málsins:
—♦—
Hópslagsmál brutust út við
Ránarvelli í Keflavík um
miðnætti aðfaranótt laugardags-
ins. Einn maður á tvítugsaldri
endaði í fangaklefa og flytja
þurfti stúlku á slysadeild sem
hlotið hafði skurð á hendi.
Ef forsendur breytast
þarf trúlega nýtt mat
álver „Ef forsendur breytast veru-
lega frá því sem menn sáu fyrir
þarf trúlega að fara fram nýtt um-
hverfismat," segir Siv Friðleifs-
dóttir umhverfisráðherra. Hún var
spurð hvort það umhverfismat
sem gert var fyrir verksmiðjuna
stæði nú þegar Norsk Hydro hefur
lýst yfir að þeir geti ekki staðið við
tímaáætlanir um byggingu álvers.
„Það liggur hins vegar ekkert fyr-
ir um það enn og ekki tímabært að
huga að því strax. Ef menn ætla að
halda sig við eins álver stendur
þetta mat. Norsk Hydro hefur ekki
dregið sig endanlega út og ef ein-
hver annar kemur að verkinu eins
og- það var fyrirhugað breytist
ekkert.“ Siv segir að jafnvel þó
verði einhver örlítill dráttur á ál-
verinu þá skipti hann ekki máli.
Stefán Thors, skipulagsstjóri
ríkisins, segir að matið sem nú
liggi fyrir byggist á að álver verði
byggt eins og Norsk Hydro áætl-
aði. „Ef einhver annar kemur að
verkinu bendir allt til að nýtt mat
verði að fara fram. „ Hann telur
fremur ólíklegt að aðrir aðilar geti
komið að verkinu án þess að um
breytingar á álveri verði að ræða.
Tæknin sem umhverfismatið
byggir á sé eign Norsk Hydro.
„Þetta er það flókinn tæknibúnað-
ur sem notaður er við verksmiðj-
una, s.s.vothreinsun og kerja-
framleiðslu. Aðrir aðilar myndu
vafalaust byggja á sinni tækni. „
Stefán segir að sú vinna við nýtt
mat myndi að öllum líkindum taka
landbúnaður Merkingu og pökkun
lambakjöts til útflutnings hefur
verið verulega ábótavant hjá öll-
um afurðastöðvum nema hjá Slát-
urfélagi Suðurlands. Kjöti héðan
hefur verið eytt í þremur löndum
Evrópusambandsins.
Gísli Sverrir
Halldórsson, dýra-
Framkvæmda- Jæknir inn- og út-
stjóri Lands- flutnings hjá yfir-
samtaka sauð- dýralæknisemb-
fjárbænda, ættinu, segir út-
segir óviðun- flytjendur að taka
andi að ekki sig á og allar líkur
sé rétt staðið á að mál séu í rétt-
að útflutningi um farvegi. Gangi
lambakjöts það ekki eftir, seg-
enda miklir ir hann ekki um
hagsmunir annað að ræða en
í húfi. að neita fyrirtækj-
—♦— unum um útflutn-
ingsleyfi, sem
næði þá trúlega til alls kjötút-
flutnings, ekki bara lambakjöts.
Gísli segir útflutninginn hing-
að til hafa byggst á ákveðnu
trausti, en síðustu atburðir hafi
kallað á mun meira eftirlit og yfir-
setu. „Við snerum t.d. við þremur
sendingum í Hafnarfirði, eftir að
afurðastöðvunum var gerð grein
fyrir málinu.“ Hann taldi að síð-
ustu mánuði virtist sem útflytj-
endur hafi slegið slöku við því
innflutningsreglur ytra hafi ekk-
ert breyst.
Özur Lárusson, framkvæmda-
stjóri Landssamtaka sauðfjár-
bænda, segir óviðunandi að ekki
sé rétt staðið að útflutningi
lambakjöts enda miklir hagsmun-
ir í húfi. Hann segir bændur mjög
ósátta við lélega frammistöðu af-
urðastöðvanna. „Þetta eru bara
óvönduð vinnubrögð," sagði hann
og bjóst við að málið yrði tekið
upp á vettvangi Markaðsráðs
kindakjöts, en þar er hann einnig
framkvæmdastjóri. „Ég er nú bú-
KINDUR
Fyrirhugaður útflutningur lambakjöts á
þessu ári nemur um 1.300 tonnum af
7.000 tonna heildarframleiðslu, að sögn
framkvæmdastjóra Landssambands sauð-
fjárbænda. Það eru um 18,5 prósent heild-
arframleiðslunnar og því um mikla hags-
muni að ræða.
ekki óttast að lokað yrði á útflutn-
ing SS þótt misbrestur hefði orðið
á hjá öðrum útflytjendum. Hann
sagði þó nauðsynlegt að taka á
málunum, því mjög alvarlegt
væri ef menn væru að fá ítrekað-
ar athugasemdir.
Björn Elísson, kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Vestur-Húnvetninga,
segir að búið sé að taka á vanda-
málum sem upp komu varðandi
útflutning lambakjöts til ESB, en
að sögn stóðu nokkur mál upp á
þá. „Þetta er allt komið í lag hjá
okkur og ekki ástæða til að ætla
annað en það verði þannig eftir-
leiðis. Það var tekið á máliriu um
leið og það kom upp í góðri sam-
vinnu við yfirdýralæknisembætt-
ið,“ sagði hann.
oli@frettabladid.is
EF MENN ÆTLA AÐ BYGGJA EINS
ÁLVER STENDUR ÞETTA MAT
„Ekkert liggur fyrir um breytta verksmiðju,
því er ótímabært að huga að því strax,"
segir Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra.
mun styttri tíma og ekki verða
eins kostnaðarsamt. Fram hefur
komið að það mat sem nú liggur
fyrir kostaði yfir 100 milljónir
króna. ■
STEINÞÓR SKÚLASON, FORSTJÓRI
SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS
Hann sagðist ekki óttast að lokað yrði á út-
flutning SS þótt misbrestur hefði orðið á hjá
öðrum útflytjendum.
inn að ræða við flesta þá aðila sem
að þessu koma. Það lofa allir bót
og betrun og vita upp á sig
skömmina,“ bætti hann við.
Steinþór Skúlason, forstjóri
Sláturfélags Suðurlands, sagðist
Verðkönnun Samkeppnisstofnunar á ávöxtum og grænmeti:
Verðlækkun á 36 tegundum af 64
-
y^jss^t ____________
GRÆNMETi í nýrri verðkönnun
Samkeppnisstofnunar kemur
fram að í heildina hélst verð á
ávöxtum og grænmeti mjög svip-
að frá febrúarbyrjun og fram í
byrjun mars. Kannað var verð á
64 tegundum af ávöxtum og græn-
meti í 12 verslunum. 36 lækka í
verði að meðaltali. Fyrri könnun
Samkeppnisstofnunar fór fram 8.
febrúar en sú síðari 5. mars. Mik-
ill verðmunur reyndist oft á milli
verslana. Mestur var hann á vor-
lauk sem í einni verslun var seld-
ur á 2.100 kr. kílóið en ódýrastur
var hann á 882 kr. kílóið.
Verð stóð í stað á tíu tegund-
um. Það hækkaði á átján tegund-
um, mest á gulrófum sem hækk-
uðu um 19% að meðaltali. 50%
verðmunur var á hæsta og lægsta
kílóverði á gulrófum í mars. Þá
kostuðu þær að meðaltali 151 kr.
kílóið. Mest er verðlækkunin á
blaðlauk, sem lækkar um 34% að
meðaltali. Aðrar tegundir sem
GRÆNMETI
Samkeppnisstofnun ætlar að fylgjast með
verðþróun á grænmeti á næstu mánuðum.
lækka verulega eru jarðarber,
sellerí, blómkál, spergilkál, kína-
kál, rósakál og salatlaukur. Þær
lækka á bilinu 20-32% að meðal-
tali. ■
Hla staðið að sölu á
lambcikjöti til ESB
Dýralæknir inn- og útflutnings hefur sýnt útflytjendum gula spjaldið
vegna slælegra merkinga lambakjöts. Kjöti hefur verið eytt í Evrópu-
sambandslöndum. Fyrirtækin missa útflutningsleyfi sín við næsta brot.