Fréttablaðið - 25.03.2002, Page 9

Fréttablaðið - 25.03.2002, Page 9
MÁNUDAGUR 25. márs 2002 Vinstri grænir: Læknir leiðir listann í Kópavogi framboð Ólafur Þór Gunnarsson, læknir, mun leiða lista Vinstri- hreyfingarinnar - græns fram- boðs í Kópavogi við bæjarstjórn- arkosningarnar í maí samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hafsteinn Hjartarson, for- maður VG í Kópavogi, sagði ekki vera búið að ganga endanlega frá listanum og því of snemmt að til- greina sætaskipan. Hann stað- festi þó að Ólafur væri sterklega inni í myndinni, ásamt reyndar nokkrum afar hæfum konum. Hafsteinn sagði að gengið yrði frá listanum á næstunni og hann yrði tilbúinn mjög fljótlega eftir páska. „Við erum fullviss um að ná inn manni og stefnum á að ná inn tveimur bæjarfulltrúum," sagði Hafsteinn um hvaða markmið menn væru að setja sér í kosn- ingabaráttunni. „Við höfum mikla ástæðu til að ætla að svo geti orðið. Við höfum fundið fyr- ir miklum meðbyr að undan- förnu.“ ■ Virkjanaframkvæmdir á Alþingi: Vinstri grænir mótmæla ítrekað alþinci Forsvarsmenn Vinstri grænna ítrekuðu mótmæli varðandi það að hefja umræðu um virkj- anaframkvæmdir áður en fyrir lægi yfirlýsing Norsk Hydro, áður en umræður hófust um virkjanaleyfi á Alþingi í gær. Þuríður Backman, þingmaður VG, upplýsti að hún hafi farið fram á við þingflokksformenn og forseta Alþingis að umræðunni yrði frestað fram yfir páska. Að lokn- um umræðum um kröfur VG hófst umræða um frumvarpið. „Finnst mönnum það bera vott um vönduð vinnubrögð að við MÁLIÐ ER KOMIÐ f ÓVISSU Ögmundur Jónasson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórrnarinnar verðum knúin til að sam- þykkja þessa fram- kvæmd án þess að efna- hagslegar forsendur séu til staðar. Þetta mál er allt komið í mikla óvis- su,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingflokksfor- maður Vinstri grænna. Forseti Alþingis árétt- aði að málið væri í eðli- legum þinglegum far- vegi. „Fyrir liggja öll nefndarálit í málinu og búið að afgreiða það út úr nefnd. Þannig er ekk- ert óeðlilegt við að málið fái áframhaldandi þing- lega meðferð," sagði ísólfur Gylfi Pálmason, forseti Al- þingis, þá stundina. ■ 'Mlt M 1*11*111» Stórir arinkubbar sem loga í fjóra tíma Hafnarfjarðarbœr auglýsir lausar til umsóknar lóðir á VöIIum sem skiptast pannig: SKIPULAGSSVÆÐIÐ Lóðir fyrir alls 26 einbýlishús: Á einni hæð (5 hús) ogtveimur hæðum (21 hús) Lóðir fyrir ao íbúðir í raðhúsum á tveimur hæðum Lóðir fyrir 7 fjölbýlishús með 150-200 íbúðum Lóðirnar verða afhentar í ágúst, 2002. Lóðum fyrir rað- og fjölbýlishús er eingöngu úthlutað til fyrirtækja í byggingariðnaði. íbúðabyggðin er í afar fallegu umhverfi í mosagrónu hrauni og verður kappkostað að ná fínlegri samþættingu náttúru og byggðar á svæðinu. Vellir eru í grennd við friðland Ástjarnar þar sem er fjölskrúðugt fuglalíf. Unnt er að sækja um rafrænt á www.hafnarfjordur.is en eyðublöð fást einnig á bæjarskrifstofum að Strandgötu 6 og skrifstofu umhverfis- ogtæknisviðs að Strandgötu 8-10 (3. hæð, gengið inn frá Linnetsstíg). Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þriðjudaginn 9. apríl, 2002 kl. 15:00, með rafrænum I hætti eða á skrifstofu umhverfis- og tæknisviðs. 1 Vakin er athygli á nýjum reglum um lóðaúthlutun sem nálgast má á bæjarskrifstofum eða á hafnarfjordur.is | og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um byggingarsvæðið með skilmálum og myndum. 3 Greiðslumati skila þeir sem fá vilyrði um lóð samkvæmt nánari skilmálum sem fylgja úthlutuninni. Bœjarverkfrœðingurirm í Hafnarfirði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.