Fréttablaðið - 25.03.2002, Page 12

Fréttablaðið - 25.03.2002, Page 12
12 FRETTABLAÐIÐ 25. mars 2002 MÁNUDAGUR Esso-deildin: Stórsigur Framara handbolti í gærkvöldi voru þrír leikir í Esso-deildinni í handknatt- leik karla. I Framhúsinu lagði Fram, Víking, með stórsigri 34 mörk gegn 18 mörkum Víkings. Á Selfossi tókust á lið Selfoss og ÍR. Selfoss vann með 5 marka mun 27-22 og styrkir það heldur stöðu liðsins sem á í harðri baráttu um að komast í átta liða úrslit. Á Varmá öttu kappi UMFA og Stjarnan, og er skemmst frá því að segja að afturelding lagði Stjörnuna með 29 mörkum gegn 25. Með sigrinum skaust Aftureld- ing upp fyrir FH og KA. ■ íbróttir áSýn 25. mars -1. apríl mán- Heklusport fim kl. 22.30 þri KR - Njarðvik Epson-deildin kl. 19.40 mið England - Ítalía Landsleikur í knattspyrnu kl. 19.50 tös Newcastle - Everton Enski boltinn kl. 13.45 lau Leeds - Man. Utd. Enski boltinn kl. 11.30 Keflavík - Grindavik Epson-deildin kl. 15.40 sun Washington • (I. 20.00 Dallas mán Tottenham - Leeds Enski boltinn kl. 13.45 Blackburn - Southampton Enski boltinn kl. 18.50 Æ} *Jr Meistaradeildin! 8 liða úrslit 2. og 3. april Tryggðu þér áskrift! www.syn.is / 515 6100 / Verslunum Skífunnar Jókertölur mlðvtkudags 5 7 8 1 2 Enska úrvalsdeildin: Liverpool hefur tekið forystuna fótbolti Liverpool trónir á toppi Níu leikir fóru fram í ensku úr- valsdeildinni um helgina, en leik Arsenal og West Ham United sem fara átti fram á laugardag var frestað. Arsenal bankar því nokk- uð rækilega upp á þar sem liðið á tvo leiki til góða. í gær áttust við Liverpool og Chelsea og Fulham og Tottenham Hotspur. Segja má að fallbaráttu- bragur hafi verið á leik Fulham og Tottenham, en fyrir leikinn hafði Fulham tapað fimm leikjum í röð, meðan Tottenham hafði tapað fjór- um í röð. Tottenham hafði betur og vann leikin 2-0. Þá hafði Liverpool betur í leiknum við Chelsea og vann 1-0. í öðrum leikjum helgarinnar unnu Bolton Wanderers, Charlton Athletic 2-1; Everton vann Derby County 4-3 í fjörugum leik; jafn- tefli varð í leik Ipswich Town og Aston Villa; Leeds United unnu Leicester City 2-0; Manchester United laut í lægra haldi fyrir Middlesbrough 1-0; og 1-1 jafntefli varð í leik Sunderland og Sout- hampton. ■ jÍÞRÓTTIR í PAGl 18.00 Sýn Ensku mörkin. 19.00 Svn ítölsku mörkin. 19.30 Skiár 1 Mótor 20.00 Sýn Toppleikir (Manchester Utd. - Liverpooi). 20.00 Körfubolti Úrslitaleikur fyrstu deiidar karla. Snæfell og Valur spila um öruggt sæti i Úrvalsdeiid. 20.15 Körfubolti ÍS og Grindavík mætast í úrslita- keppni fyrstu deildar kvenna. Leikurinn fer fram i Kennara- háskólanum. 22.00 Sýn Gillette-sportpakkinn HM 2002. 22.30 Sýn Heklusport 23.00 Sýn Ensku mörkin. Katalóníurallið: Pannazi sigursæll kappakstur Gilles Panizzi fagnaði nokkuð öruggum sigri fyrir Peu- geot liðið franska í Katalóníurall- inu á norðaustur Spáni sem lauk í gær. Katalóníurallið er fjórða keppnin í heimsmeistaramótinu. Heildartími hans í rallinu var 3 tímar, 34 mínútur og 0.9 sekúndur. Sigurinn í gær er annar sigur Panizzis í heimsmeistaramótinu, sem og hans annar sigur í röð, því hann stóð uppi sigurvegari eftir Korsíkurallið sem lauk fyrir 10 dögum síðan. í öðru sæti, einnig fyrir Peu- geot, var Richard Burns, 37.3 sek- úndum á eftir Panizzi. Finninn Marcus Gronholm, sem einnig ekur fyrir Peugeot, er enn stigahæstur í heimsmeistara- keppninni eftir Katalóníurallið, með 21 stig. Á hæla honum kemur Panizzi með 20 stig og í þriðja sæti kemur svo Richard Burns með 13 stig. ■ Arnar fellur vel inn í Stoke Arnar hefur skorað fyrir Stoke í tveimur síðustu leikjum en liðið bland- ar sér í toppbaráttuna í deildinni. Hann kveðst vera ánægður með að vera kominn að nýju til Stoke og áhorfendur hafa tekið honum vel. fótbolti „Ég get ekki annað en ver- ið ánægður með minn hlut í leikn- um í gær,“ segir Arnar Gunnlaugs- son sem skoraði sigurmark Stoke á móti Chesterfield á laugardag. Leiknum lyktaði með sigri Stoke 1-0 og skoraði Arnar á 22.mín. „Ég er nýlega komin til félagsins sem er í toppbaráttunni í annari deild- inni og á góða möguleika á að ná sæti í fyrstu deildinni. Við erum að vonast til að komast beint upp og erum nú í fjórða sæti. Til þess þurfum við að vera í tveimur efstu sætunum. Það verður mun erfið- ara að þurfa að leika við fjögur lið um sæti í fyrstu deildinni. Stefnan er sett á að þurfa þess ekki.“ Arnar segir vel hafa gengið hjá sér í tveimur síðustu leikjum en hann skoraði einnig um síðustu helgi. „Veturinn hefur verið erfið- ur hjá mér og mínu gamla liði Leic- ster. Ekki er annað að vinna en ég falli vel inn í liðið og áhorfendur hafa tekið mér vel.“ Hann segist vera mjög ánægður með að spila að nýju með íslendingunum í lið- inu sem hann þekkir vel og ekki spilli fyrir að með liðinu er vel fyl- gst að heiman. „Það þekkja allir heima Stoke City og mjög margir halda með liðinu. Það er notaleg til- finning að vita að fylgst er með manni að heiman“ Arnar segir leikinn á laugardag hafa verið mjög erfiðan og að liðið hafi leikið undir getu. „Við gerum betur næst en þá eigium við að leika við Bret- ford en þar eru tveir íslendingar, þeir Ólafur Gottskálksson og Ivar Ingimarsspn. Það stefnir því að það verði íslendingaslagur á laug- ardaginn kernur." ■ STEFNIR ( ÍSLENDINGASLAG Um næstu helgi spilar Stoke á móti Brentford en þar eru tveir l'slendingar innanborðs. Mikið úrval af skóm á ótrúlegu verði!!! Lagersala á Fiskislóð 73 (úti á Granda), 101 Reykjavík. Breytur opnunartími um páska. Mánudag kl. 14:00 til 18:00 Þriðjudag kl. 14:00 til 18:00 Miðvikudag kl. 14:00 til 18:00 Brúðkaupsmyndatökur Lj ósmyndastofan Mynd Sími 565 4207 Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.