Fréttablaðið - 25.03.2002, Blaðsíða 16
Á HVAÐA TÍMUM LIFUM VIÐ
FRÉTTABLAÐIÐ
25. mars 2002 MÁNUDACUR
Sýning á líkamshlutum:
Ekki tókst að stöðva sýninguna
Meíri tækifæri en nokkru sinni
Við lifum á tfmum breytinga og framþróun-
ar. Þar sem tækifæri einstaklingana eru að
öllum likindum meiri, en þau hafa nokkurn
tímann verið áður.
Valgeir Sigurðsson, sjukraþjálfari
london í Fréttablaðinu í síðustu
viku var sagt frá fyrirhugaðri sýn-
ingu á 175 líkamshlutum og 25 lík-
um, sem opna á í listagalleríi í
London. Sýning þessi hefur mætt
mikilli andstöðu og margir tjáð sig
um hana opinberlega. Þeirra á með-
al voru breskir þingmenn sem
sögðu sýninguna viðbjóðslega og
með öllu ósiðlega. Sagt var frá því
að bresk yfirvöld ætluðu að reyna
að stöðva sýninguna og leita álits
heilbrigðisyfirvalda hvort hún væri
lögleg. Niðurstaða hefur fengist t
SÝNINGARGESTUR
Hinn tlu ára gamli Louis Haeri horfir dol-
fallinn á eitt líkanna.
málinu og er hún á þá leið að á eng-
an hátt sé hún ólögleg og því ekki
hægt að banna hana. Sýningin var
því opnuð á laugardaginn var.
Einn sýningargestanna sýndi
vanþóknun sína á opnunardaginn
með því að fleygja teppi yfir eitt lík-
anna sem sýndi vanfæra konu sem
gengin var með sjö mánaða fóstur.
Búið var að rista upp kviðinn á kon-
unni til að sýna fóstrið. Lét hann
hafa eftir sér að sýningin væri
hryllingur og niðurlægði jarðnesk-
ar leifar.Meðal annars sem hægt er
að virða fyrir sér á sýningunni er
húðlaus maður með heilann sýnileg-
an og helmingaðir líkamar. Dæmi
nú hver fyrir sig. ■
UNDARLEG ENDALOK
Unnið var með líkin á þann hátt að allur
líkamsvessi var þurrkaður upp. ( staðinn
var komið fyrir plastefni sem harðnaði svo
unnt væri að stilla líkunum upp svo lifandi
væru.
MIÐVIKUPACURINN
25. MARS
FYRIWLESTUR_________________________
12.05 Rannsóknarmálstofa í félags-
ráðgjöf verður haldin i dag í
fundarherbergi félagsvísindadeild-
.... ar í Odda. Sigurveig H. Sigurðar-
dóttir, félagsráðgjafi og fram-
kvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar
Rauða kross (slands, kynnir méist-
araprófsverkefni sitt sem ber heit-
ið Vellíðan á efri árum: Áhrifa-
þættir og stefnúmótun.
20.30 Þriðja fræðsluerindi Hins fslenska
náttúrufræðrfélags (H(N) í ár
verður haídið í kvöld í stofu 101,
Lögbergi, húsi Háskóla (slands. Þá
mun Helgi Bjömsson jöklafræð-
ingur, vísindamaður á Raunvís-
indastofnun Háskólans og pró-
fessor við háskólann í Osló, flytja
erindi sem hann nefnir „Vatnajök-
ull: Núverandi staða og framtíð.”
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill
KVIKMYNPIR_______________________
22.20 Filmundur sýnir í Háskólabíói i
kvöld myndina Wild at Heart frá
1990 eftir kvikmyndaleikstjórann
David Lynch. Nicolas Cage fer
með aðálhlutverkið og er hann
óneitanlegá flottur þegar hann
tekur Presley-lögin.
SÝNINGAR ________________________
Ljósmyndarafélag fslands og Blaðaljós-
myndarafélags fslands halda sýningu í
Gerðarsafni Listasafni Kópavogs.
Einnig er á sýningunni gestasýning Sig-
urðar Jökuls „Leitin að Enska sjentil-
manninum." Sýningin stendur til og með
30. mars nk. Gerðarsafn er opið alla daga
nema mánudaga frá kl. 11.00 til 17.00 .
MYNPLIST__________________________
Myndlistarneminn Kolbrá Braga hefur
opnað sýningu sina „Á yfirborðinu" (
Gallerí Nema hvað. Sýningin sam-
anstendur af fjórum stórum málverkum
sem standa sem sjálfstæð verk. Sýning-
unni lýkur miðvikudaginn 27. mars og er
hún opin alla daga frá 15-18.
Myndlistarmaðurinn Hjörtur Hjartarson
sýnir nýjar myndir ( Hafnarborg, menn-
ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á
sýningunni'vérða baeði teikningar og
málverk sem unnin eru'á siðustu tveim-.
ur árum. Sýningin er opin alla daga ~
nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17.
Hörður Ágústsson hefur opnað sýningu
á verkum sínum I i8 gallerí. Verkin sem
verða til sýnis voru öll unnin á árunum
1955 til 1975. Gallerí i8 er opið þriðju-
daga til laugardaga frá klukkan 13-17.
HVERFISGATA
BANKASTRÆTI
I LAUGAVEGUR
Tradarkot
er góður kostur
Framkvæmdir við endurnýjun neðri hluta Skólavörðustígs
og hluta Bankastrætis standa yfir. Verslanir og þjónustu-
stofnanir eru öllum opnar og er vinnusvæðið greiðfært
gangandi vegfarendum en lokað fyrir bílaumferð.
Bílahús og miðastæði eru í næsta nágrenni og mælum
við með Traðarkoti við Hverfisgötu sem góðum kosti.
"1 Bflastæðasjóður
f ...svo í borg sé leggjandi
LÁRA STEFÁNSDÓTTIR OG JÓHANN FREYR BJÖRGVINSSON
Þeir sem komu að dansverkinu Jóa fyrir utan Láru og Jóhann voru: Guðni Franzson,
tónlist, Kári Gíslason, iýsing, Ragnhiídur Stefánsdóttir og Friðrik Örn Weisshappel,
sviðsmynd, og Elín Edda Árnadóttir, búningar.
Frumkraftur
einkennir
íslenska sköpun
Lára Stefánsdóttir og Jóhann Freyr Björgvins-
son sigruðu í danskeppni sem haldin var í Stutt-
gart um síðustu helgi með dansverkinu Jóa.
pans Dansverkið Jói, eftir Láru
Stefánsdóttur, dansað af Jóhanni
Frey Björgvinssyni og framleitt
af Pars Pro Toto, hlaut fyrstu
verðlaun danshöfunda og önnur
verðlaun dansara, í alþjóðlegri
keppni danshöfunda og dansara
„6. Internationales Solo-Tanz-
Theater Festival“ sem haldin var
17. mars í Stuttgart, Þýskalandi.
Jói var fyrst valið eitt af 18 verk-
um, úr yfir 120 umsóknum
hvaðanæva úr heiminum, til op-
inberra sýninga í Stuttgart, síðan
eitt af sjö verkum sem kepptu til
úrslita um verðlaun. „Þetta var
mjög hörð keppni og mikið af
góðum dönsurum,“ segir Lára í
samtali við Fréttablaðið. Hún
segir að dómnefndin hafi verið
skipuð nokkrum af virtustu dans-
höfundum í Evrópu. „Ég heyrði
eftir keppnina að þeim hafi fund-
ist Jói koma eins og þruma úr
heiðskíru lofti. Kannski af því að
í Evrópu er ákveðinn stíll í gangi
sem ég hef ekki fylgt eftir. Það
einkennir íslenska sköpun þessi
frumkraftur. Það hefur greini-
lega haft sitt að segja. Það er
ákveðin vernd að búa á íslandi,
frumleikinn helst og fólk vill
alltaf sjá eitthvað nýtt.“
í kjölfar keppninnar fékk Jó-
hann Freyr tvenn atvinnutilboð,
m.a. frá dansflokki í Linz í Aust-
urríki sem hann tók. „Það merki-
lega er að Jóhann var í þann
mund að leggja dansskóna á hill-
una þegar ég fékk hann í þetta
verkefni. Hann hafði starfað
sjálfstætt undanfarið eftir að
hafa sagt sig úr íslenska dans-
flokknum og hafði í hyggju að
setjast á skólabekk. Þá tóku ör-
lagadísirnar heldur betur í
taumana. í dag er hann í sjöunda
himni og dansar örugglega
næstu 15 árin.“
Keppnin í Stuttgart er sú
þriðja sem Lára tekur þátt í og
hefur hún sigrað í þeim öllum.
Áður tók hún þátt í keppni sem
haldin var á íslandi og í júní fór
hún með dansverkið Elsu til
Helsinki. Lára er í dag 39 ára
gömul og hefur dansað frá 9 ára
aldri. Hún segir mikla vinnu að
baki þessum sigrum og þakkar
helst reynslunni sem sé oftar en
ekki vanmetin. „Ég hef aldrei
sest á skólabekk og lært að semja
dansa. Heldur hef ég leitað í eig-
in í’eynsluheim og nýtt mér mína
upplifun með öllu því hæfileika-
ríka fólki sem ég hef starfað með
auk virtra danshöfunda. Það hef-
ur verið minn skóli og hann er
ekki svo lítill. í dag finnst mér ég
vera að uppskera það sem ég hef
sáð og lít björtum augum fram á
við,“ segir þessi nýbakaði sigur-
vegari að lokum.
kolbrun@frettabladid.is
Hulda Ágústsdóttir sýnir um þessar
mundir verk í klefanum í Gallerí
Skugga, Hverfisgötu 39. Sýningin
stendur til 31. mars. Gallerí Skuggi er
opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 13-17,
lokað mánudaga.
Eygló Harðardóttir og Margrét H.
Blöndal sýna í Nýlistasafninu og nefn-
ist hún Skynjanir sem sýnasL Verkin
eru unnin sérstaklega fyrir sýninguna.
Sýningarnar eru aðskildar en hafa þó
hafa áhrif hvor á aðra. Safnið er opið
miðvikudaga til sunnudaga kl. 13-17.
Magnús V. Guðlaugsson sýnir í Galleríi
Sævars Karls. Sýningin ber heitið Fugl-
ar og fólk en þar klæðir Magnús gínur í
fatnað úr verslun Sævars Karls og hefur
að fyrirmyndum íslenska fugla.
Tilkynningar sendist á netfangið
ritstjorn@frettabladid.is