Fréttablaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
2. apríl 2002 PRIÐJUPAGUR
SVONA ERUM VIÐ
FJÖLDI SÍÐDEGISBEKKJA f
REYKVÍSKUM SKÓLUM
Skólaárið 1987/88 urðu börn í 186 bekkj-
um skólanna í Reykjavík að mæta eftir há-
degi. Einsetnum skólum hefur fjölgað jafnt
og þétt síðan þá. Fjórir skólar sem nú eru
tvísetnir, Foldaskóli, Hólabrekkuskóli,
Hlíðaskóli og Selásskóli, verða einsetnir á
komandi skólaári.
Fjöldi siðdegisbekkja
.‘87.
L86j
FqrT
E93
L9A
L95
l/Sfi-
L'97.
/98.
l'99
/OQ
l-'Ol-l
.175
154
131
111
101
77
70
48
36
25
63% aukning yfirdráttarlána:
Heimili ofur-
seld okurlánum
fjármál íslensk heimili eru ofur-
seld okurlánum. Þetta er mat Jó-
hönnu Sigurðardóttur, þingmanns
Samfylkingarinnar. „Eg tel skýr-
ingu þessa meðal annars vera að
tiltölulega auðvelt er að fá þessi
lán. Ég held að
þessum lánum sé
otað að heimil-
um,“ segir Jó-
hanna sem bendir
á að bankarnir
taki síðan 20%
vexti af lánunum,
þannig að þeir fari
ekki illa út úr
þessum viðskipt-
um.
Jóhanna bendir
á að yfirdráttar-
lán heimila og fyr-
irtækja hafi á
tveimur árum aukist úr 80 millj-
örðum í 130 milljarða í árslok
2001. Þetta er aukning um 63%.
Hlutur heimilanna var í árslok
2001 59 milljarðar en 38 milljarð-
ar fyrir tveimur árum. Þetta er
aukning um 55%. Jóhann segir
heimili lent í vítahring þar sem
yfirdrátturinn er aukinn í sífellu
til að láta enda ná saman og
bankakerfið hali inn á því.
„Ég er mjög hugsi yfir þessu.
Þetta eru náttúrulega hryllilega
miklir vextir. Bankarnir græddu
25 milljarða í vaxtatekjur um-
fram gjöld á síðasta ári,“ sagði Jó-
hanna í samtali við Fréttablaðið. ■
JÓHANNA SIG-
URÐARDÓTTIR
Fólki er gert auð-
velt að fá yfirdrátt
og bankarnir
græða á öllu
saman.
Verðskipting á dilkakjöti:
Tæpur
helmingur
rennur til
bænda
verðmynpun Tæpur helmingur af
útsöluverði dilkakjöts rennur til
sauðfjárbænda samkvæmt svari
landbúnaðarráð-
herra við fyrir-
spurn Sigríðar
æ Jóhannesdóttur,
§ þingmanns Sam-
J fylkingar.
Bændasam-
j 1 tök íslands leit-
uðu eftir upplýs-
ingum fyrir land-
búnaðarráðu-
neytið um hvern-
ig söluverðið
skiptist á milli
þeirra sem koma að framleiðslu,
vinnslu og sölu kindakjöts. Þær
upplýsingar fengust hjá sláturleyf-
ishöfum að bændur fengju 285
krónur fyrir hvert kíló dilkakjöts.
Smásalar greiða sláturleyfishöfum
svo 429 til 488 krónur fyrir kílóið.
Standa þá 144 til 203 krónur eftir
hjá sláturleyfishöfum eftir að búið
er að greiða bændum. Bæði verðin
eru án virðisaukaskatts.
Samkvæmt upplýsingum Hag-
stofu íslands um dilkakjöt var
verðið á dilkakjöti í heilum skrokk-
um út úr búð 610 krónur í síðasta
mánuði. ■
KINDUR
Tæpur helmingur af
söluverði dilkakjöts
rennur tíl bænda.
Allt að þriðjungur til
sláturleyfishafa.
Ný málaferli gegn tóbaksrisunum:
Blekkingar um „léttar" sígarettur
heilsa Fjöldamálsókn er nú komin
vel á veg í Bandaríkjunum gegn
tóbaksrisunum Philip Morris, R.J.
Reynolds og Brown & Williamson.
Stefnendur halda því fram að þeir
hafi verið blekktir til að trúa því
að sígarettur markaðssettar sem
„light“ eða „low tar“ séu heilsu-
samlegri en venjulegar sígarett-
ur. Lögmaður þeirra mun vísa í
rannsóknir þar sem hið gagn-
stæða kemur fram og krefjast
milljarða dollara í skaðabætur.
Það eykur vonirnar að undirrétt-
ur í Oregon-fylki dæmdi í liðinni
viku Philip Morris til að greiða
fjölskyldu konu sem lést úr
lungnakrabbameini 150 milljónir
AÐALSTEFNANDINN
John Hines frá Flórída skipti yfir I léttar
sígarettur árið 1980.
dollara í hliðstæðu máli.
Tóbaksframleiðendur nota að
jafnaði orðið „light“ fyrir sígar-
ettur sem innihalda minna en 15
grömm af tjöru. Minni tjara gerir
það að verkum að erfiðara er fyr-
ir reykingamenn að ná til sín
nikótíni. Rannsóknir á vegum
bandarísku krabbameinsstofnun-
arinnar hafa leitt í ljós að tíðni
lungnakrabbameins hefur aukist
samhliða aukningu hlutfalls léttra
sígaretta á síðustu 40 árum.
Stofnunin telur eina skýringu
vera að fólk reyki léttu sígarett-
urnar af meiri áfergju en þær
hefðbundnu til að ná til sín nikó-
tíninu. ■
KISTA ELÍSABETAR BORIN TIL KAPELLU
„Hún var að mörgu leyti orðin að stofnun í lifanda lífi," sagði Karl Bretaprins, sem fór mörgum fögrum orðum um ömmu sína í gær.
Bretar syrgja drottn-
ingarmóður sína
„Hún var einfaldlega magnaðasta amma sem hægt er að eiga,“
sagði Karl Bretaprins. Elísabet drottningarmóðir lést laugardaginn
fyrir páska, 101 árs gömul.
london. ap Karl Bretaprins flutti í
gær sjónvarpsávarp þar sem hann
minntist ömmu sinnar, Elísabetar
drottningarmóður, sem lést á laug-
ardaginn. Elísabet var orðin 101
árs gömul þegar hún andaðist á
heimili sínu.
Karl sagði ömmu sína hafa
þjónað Bretlandi með glæsibrag í
nærri áttatíu ár. Hún hefði jafn-
framt auðgað líf fjölmargra
manna með nærveru sinni.
„Einhvern veginn hélt ég að
dauði hennar kæmi aldrei. Hún
virtist svo dásamlega óstöðvanleg,
og allt frá bernsku dáðist ég að
henni,“ sagði Karl. „Hún var ein-
faldlega magnaðasta amma sem
hægt er að eiga.“
Einungis sjö vikur eru frá því
Elísabet missti dóttur sína, Mar-
gréti, sem var orðin 71 árs þegar
hún lést eftir löng og erfið veik-
indi.
í gær kom nánasta fjölskylda
Elísabetar saman til að minnast
hennar í einrúmi í lítilli kapellu við
Windsorkastala. þar sem líkkista
hennar liggur. Á föstudaginn verð-
ur kistan flutt til húsakynna
breska þjóðþingsins. Þar á hún að
liggja yfir helgina svo almenning-
ur fái tækifæri til að kveðja Elísa-
betu. Jarðarförin fer svo fram
þriðjudaginn 9. apríl. Elísabet
verður þá lögð til hinstu hvílu við
hlið eiginmanns síns, Georgs VI.
konungs, sem lést fyrir hálfri öld.
Elísabet ávann sér óskipta virð-
ingu og vinsældir meðal Breta
strax í seinni heimsstyrjöldinni,
þegar hún var drottning á styrjald-
artímum. Vinsældir hennar entust
allt til hinsta dag. Jafnvel þegar
vinsældir konungsfjölskyldunnar
voru í lágmarki vegna skilnaðar-
mála og ýmissa hneykslismála á
síðustu áratugum, þá hélt Elísabet
drottningarmóðir ávallt sessi sín-
um meðal þjóðarinnar.
Opinberlega hófst sorgartíma-
bil Breta á sunnudaginn þegar
hleypt var af 41 skoti úr fallbyss-
um á þrettán stöðum í Bretlandi og
á nýlendu Breta á Gíbraltar. Sext-
án minningarbækur liggja frammi
í St. James-höll í London. Nokkur
þúsund manns höfðu í gær lagt leið
sína þangað til að rita nafn sitt í
bækurnar. Fánar hafa víða verið
dregnir í hálfa stöng í Bretlandi og
við sendiráð Bretlands erlendis. Þá
hafa fjölmargir íþróttaviðburðir í
Bretlandi verið stöðvaðir til þess
að minnast Elísabetar með einnar
mínútu þögn. ■
Ríkissaksóknari:
Enginn með mál
Ama Johnsen
lögreglumál Enn hefur enginn
starfsmaður hjá embætti Ríkissak-
sóknara verið settur til þess að
leiða skoðun embættisins á máli
Árna Johnsen. Þetta fékkst upplýst
hjá Ríkissaksóknara fyrir páska.
Fulltrúar Ríkislögreglustjóra
afhentu Ríkissaksóknara rann-
sóknargögn sín í máli Árna John-
sen föstudaginn 8. mars sl., þrem-
ur dögum eftir að rannsókn Ríkis-
lögreglustjóra lauk. Málsskjöl eru
á annað þúsund talsins.
Eins og fram hefur komið segir
Ríkislögreglustjóri að tólf menn
hafi stöðu sakbornings í tengslum
við mál alþingismannsins fyrrver-
andi. ■
Svefninn er ekki alltaf
saklaus:
Kynferðisleg
áreitni í svefni
VÍSINPI Vísindamenn við Stand-
ford-háskóla í Kaliforníu hafa birt
grein um sjaldgæfar svefntrufl-
anir. Þær lýsa sér í því að sofandi
einstaklingar hafa í frammi kyn-
ferðislega tilburði sem geta vald-
ið bæði þeim sjálfum, bólfélaga
þeirra og jafnvel fólki í næstu
herbergjum verulegum óþægind-
um.
Vísindamennirnir skipta þess-
ari svefnhegðun í þrjá flokka eft-
ir því hversu alvarleg óþægindin
eru. í fyrsta hópnum er fólk sem
stynur hátt í svefni. Dæmi er
nefnt um konu sem heldur vöku
fyrir börnum sínum og eigin-
manni með ópum sínum.
Aðrir stunda sjálfsfróun í
svefni af þvílíkum ofsa að þeir
valda sjálfum sér iðulega skaða.
í þriðja flokkinn fellur svo
fólk, sem leitar í svefni á bólfé-
laga sinn með nauðgunartilburð-
um, báðum yfirleitt til mikilla
óþæginda.
Fólk þjáist oft af þessum
óvenjulegu svefntruflunum árum
saman áður en það leitar sér
læknis.
Vísindamennirnir í Stanford
segja hins vegar auðvelt að lækna
þetta með sams konar meðferð og
beitt er á fólk sem gengur í
svefni. ■
INNLENT
Laun unglinga í Vinnuskóla
Reykjavíkur munu hækka um
3% í sumar miðað við árið í
fyrra. Borgarráð samþykkti þetta
í síðustu viku. Unglingar úr 8.
bekk munu fá 249 krónur á tím-
ann. Unglingar úr 9. bekk munu
fá 281 krónu á tímann og ungling-
ar úr 10. bekk munu fá 373 krón-
ur.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæj-
ar ætlar að kalla eftir skýr-
ingum frá Fasteignamati Ríkisins
um það misræmi sem bæjar-
stjórnin telur vera á lóðamati í
bæjarfélaginu - jafnvel á aðliggj-
andi íbúðalóðum.
Kennarasamband Islands:
Nýjar siðareglur
í 13 liðum
skólar Á þingi Kennarasambands
Islands fyrir skömmu voru sam-
þykktar siðareglur í 13 liðum.
Þær eru settar til að efla fag-
mennsku kennara, styrkja fagvit-
und þeirra og vera þeim til leið-
beiningar í starfi. Þá er áformað
að koma á fót sérstakri siðanefnd
kennara. Tillögur um nefndina og
starfssvið hennar verða lagðar
fyrir næsta þing sambandsins
sem haldið verður eftir þrjú ár.
Þessar nýju siðareglur voru í und-
irbúningi í áratug. Þótt siðaregl-
urnar hefðu verið samþykktar af
yfirgnæfandi meirihluta þingfull-
trúa eru þeir kennarar til sem
halda því fram að slíkar reglur
séu óþarfar í ljósi laga um rétt-
indi og skyldur opinberra starfs-
manna.
Hjördís Þorgeirsdóttir, fráfar-
andi formaður skólamálaráðs
Kennarasambands íslands, segir
að siðareglurnar lúti einkum að
samskiptum kennara og nemenda.
Þar segir m.a. að kennurum beri
að virða réttindi nemenda og hafa
hagsmuni þeirra að leiðarljósi,
gæta trúnaðar við nemendur og
AUSTURBÆJARSKÓLI
Trúnaður við nemendur, hagsmuni þeirra og réttindi skipa stóran sess í siðareglum Ker
arasambandsins.
gæta þagmælsku um einkamál
nemenda og forráðamanna þeirra
sem þeir fá vitneskju um í starfi.
Kennarar eiga jafnframt að hafa
jafnrétti allra nemenda að leiðar-
ljósi, efla sjálfsímynd þeirra og
virða ákvörðunarrétt forráða-
manna ósjálfráða nemenda svo
nokkuð sé nefnt. Þá lúta nokkrar
siðareglurnar að samskiptum
kennara, faglegum vinnubrögðum
og hagsmunum stéttarinnar.
Stefnt er að því að endurskoða
þessar siðareglur reglulega. ■