Fréttablaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 12
12 FRETTABLAÐIÐ 2. apríl 2002 ÞRIÐJUDACUR FORMÚLA 1 SEINN MEÐ FLAGGIÐ Knattspyrnuhetjan Pele var fenginn til þess að flagga köflótta marklínufánanum í Brasilíu á sunnudaginn. Svo virðist sem hann haldi ekki upp á Schumacher-bræð- ur. Þegar Michael og Ralf keyrðu í mark sást enginn fáni. Coulthard var sá fyrsti sem var flaggaður í mark. Pele sagðist seinn því of erfitt væri að fylgjast með bíl- unum, þeir færu svo hratt. Enska úrvalsdeildin: Arsenal styrkir stöðu sína Fótbolti Arsenal er á góðri leið með að skrúfa fyrir meistaratíð Manchester United. Thierry Henry skor- aði tvö mörk og Freddie Ljungberg eitt í fyrri hálfleik á móti Charlton í gær. Liðið er með 69 stig, einu fyrir ofan Liverpool og tveimur fyrir ofan United, og á leik til góða. Liverpool og United áttu að mætast í gær en voru bæði að undirbúa sig fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeild Evrópu. Arsenal, sem er búið að vinna sjö leiki í röð í ensku úrvalsdeild- inni, á nú sex leiki eftir. Þar af DROTTNINGAMÓÐUR MINNST Leikmenn Arsenal minntust Elísabetar drottningarmóður með einnar mínútu þögn á undan leik sínum við Charlton í London í gær. Arsenal vann 3-0. eru fjórir á heimavelli. Allir leikirnir, nema sá síðasti á móti United, eru á móti veik- ari liðum. Útlitið er svipað hjá Liverpool en United mætir einnig Chelsea 20. apríl. Leeds átti slæma helgi. Fyrst 4-3-tap á móti United á laugardag og síðan 2-1-tap fyrir Tottenham í gær. Chel- sea fór lengra fram úr Leeds með 1-1-jafntefli við Ipswich í gær. Eiði Smára var skipt inn á í seinni hálfleik. Hermann Hreiðarsson og félagar hans hjá Ipswich eru í hættulegri stöðu í neðri hluta deildarinnar. STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIDA U J T Mörk Stig Arsenal 32 20 9 3 66-32 69 Liverpool 33 20 8 5 55-26 68 Man. Utd. 33 21 4 8 82-44 67 Newcastle 31 18 5 8 60-42 59 Chelsea 33 15 12 6 60-32 57 Leeds 33 14 12 7 48-36 54 Tottenham 33 13 6 14 44-47 45 West Ham 32 12 7 13 39-50 43 Aston Villa 32 10 12 10 37-39 42 Middlesbr. 33 11 9 13 32-39 42 Bolton 33 8 12 13 38-53 36 Blackburn 32 9 8 15 42-43 35 Ipswich 33 8 9 16 39-52 33 Derby 33 8 5 20 30-54 29 Leicester 33 4 10 19 24-58 22 Blackburn komst yfir Ipswich með 2-0-sigri á Southampton gær. í annarri deild vann Stoke City Swindon 2-0 í gær og er í fjórða sæti með 76 stig, tveimur stigum á eftir Brentford í þriðja sæti. ■ Jókertölur laugardags W&i 7 0 4 4 5 4 ) 16) 26] 27)36) 397 BÓNUSTÖLUR 24) 28 I Alltaf á * miðvikudögum Jókertölur mlðvlkudags 7 0 13 7 íbróttir áSýn 2. - 7. apríl mán- Heklusport f'm kl. 22.30 þri Deportivo - Man. Utd. Melstaradeild Evrópu kl. 18.30 Bayem M. - Real Madrid Meistaradeild Evrópu kl. 20.40 miö Liverpool - Leverkusen Nleistaradeild Evrópu kt. 18.30 Panathinaikos - Barcelona Meistaradeild Evrópu kl. 20.40 lau Leicester - Man. Utd. Enski bollinn kl. 10.45 Spænski boltinn kl. 18.50 sun ítalski boltinn kl. 12.45 Leeds - Sunderland Enski boltinn kl. 14.55 . ' . t'Tw ’fý Meistaradeildin! Tryggðu þér áskrift! www.syn.is / 515 6100 / Verslunum Skífunnar Handfrjáls búnaður.. '/ jj* fe* \ ,( ‘é ti0L PMM t-RtOtHH I UMettBtW L 'C I Kí / Átta liða úrslit hefjast Fyrri viðureignir átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu fara fram í kvöld og á morgun. Bayern Miinchen tekur á móti Real Madrid og Deportivo de La Coruna fær Manchester United í heimsókn í kvöld. fótbolti Real Madrid hefur skorað flest mörk tímabilsins í kapp- hlaupinu um Meistaratitil Evrópu. Bayern Múnchen hefur besta vörn af þeim liðum sem eru kom- in í átta liða úrslit. Eitthvað gefur sig þegar núverandi meistarar taka á móti sigurstranglegum, átt- földum meisturum í Múnchen í kvöld. Hin viðureignin er á milli Manchester United og Deportivo de La Coruna á Spáni. Á morgun tekur Liverpool á móti Bayer Leverkusen og Panathinaikos á móti Barcelona. Seinni viðureign- ir liðanna átta fara fram eftir viku. Bæði Real Madrid og Bayern Múnchen eiga við vandamál vegna meiðsla að stríða. Bayern er erfitt að sækja heim. Ef Real nær stigi í Múnchen í kvöld gæti það jafngilt sigri. Bayern tapaði ekki í þeim 18 leikjum, sem það hefur spilað í keppninni á tímabil- inu. Liðið hefur hinsvegar aðeins skorað sjö mörk. Það gerði marka- laust jafntefli við Hamborg á laugardaginn og á litla möguleika á fjórða Bundesliga-titlinum í röð. Mehmet Scholl haltraði út af í leiknum og verður frá í tíu daga. Ottmar Hitzfeld þjálfari segir meiðsli Scholl óþægileg fyrir liðið þar sem hann geti skipt sköpum. „Við gefum allt í að sigra Real og vera í góðri stöðu fyrir seinni leikinn,“ segir Hitzfeld. Hjá Real haltraði Zinedine Zi- dane út af í 1-0-sigri liðsins á Sevilla á laugardag. Hann og Luis Figo verða að öllum líkindum ekki með í kvöld. Argentínumaðurinn Santiago Solari, sem hleypur í skarð Figo, meiddist einnig á laugardag. Ef hann getur ekki spilað í kvöld kemur Steve McManaman í hans stað. Þó Real og Barcelona séu flott- ustu lið Spánar eru margir á því máli að Deportivo sé það besta. Liðið hefur þegar unnið ZIDANE FAGNAR HELGUERA Real vann Sevilla 1-0 á laugardag. Zidane er meiddur og verður að öllum líkindum ekki með í Munchen í kvöld. Manchester United tvisvar í nú- verandi Meistarakeppni. Fyrir skömmu vann það Arsenal örugg- lega. Það hampaði einnig spænska bikarnum. Deportivo hefur harma að hefna. í fyrra sló Leeds það út í átta liða úrslitum, það hefur aldrei komist lengra. í síðustu sex viðureignum við ensk lið hefur það hinsvegar unnið fimm. Markaskorarinn Diego Tristan og varnarmaðurinn Lionel Scaloni eru báðir til taks í kvöld. Þeir spil- uðu ekki í 1-1-jafntefli við Real Sociedad á laugardag vegna banns. United hefur ekki komist fram- hjá átta liða úrslitunum síðan það VARNARVEGGUR Jonathan Southgate, Roy Keane, David Beckham, Paul Scholes og Ole Gunnar Solskjær í 4-3-sigurleik Manchester United á móti Leeds á laugardag. Liðið spilar í Coruna á Spáni I kvöld. vann keppnina 1999. Liðið er í stuði eftir 4-3 sigur á Leeds um helgina. Alex Ferguson segir það betra en þegar Deportivo vann það í tvígang: „Leikmönnum létti þegar ég tilkynnti það að ég mun halda áfram sem knattspyrnu- stjóri.“ United hefur aðeins unnið einu sinni í síðustu 12 leikjum við spænsk lið. Ensk lið hafa unnið samtals sex leiki af síðustu 34 við spænsk lið. ■ Montoya fu.ll: Kennir Schumacher um fqrmúla i Juan Pablo Montoya, sem var álitinn sigurstranglegast- ur í Brasilíu á sunnudaginn, segir sigurvegarann Michael Schu- macher ábyrgan fyrir árekstri þeirra í byrjun kappakstursins. Schumacher kom í mark tæpri sekúndu á undan bróður sínum Ralf, liðsfélaga Montoya hjá Willi- ams-BMW. David Coulthard hjá McLaren-Mercedes var í þriðja sæti. „Þetta átti að vera minn kappakstur. Hann sneiddi fyrir mig og reif framvænginn af bíln- um,“ sagði Montoya. Hann byrjaði kappaksturinn fremstur á ráspól og náði að lokum fimmta sæti. Michael Schumacher segist ekki vita afhverju Montoya er reiður. „Ég tók ekki eftir neinu, skil ekki hvernig hann fór að þessu og af- hverju hann er óánægður," sagði Schumacher. Hann var í skýjun- um með nýja F2002-bílinn, sem stóðst allar væntingar. Sama hvorum er trúað, árekstrar á fyrsta hring þrjá kappakstra í röð hleypa lífi í um; ræður um nýjar refsireglur. í deiglunni er að láta þá sem eru valdir að slysum eða keyra kæru- ERKIÓVINIR Framvængur á bíl Kólumbíumannsins Juan Pablo Montoya rifnaði af þegar Þjóð- verjinn Michael Schumacher fór fram fyrir hann í fyrstu beygju Interlagos brautarinn- ar í Sao Paulo. leysislega keyra hægt í gegnum viðgerðasvæðið eða fara aftur um tíu sæti á ráspól næsta kappakst- urs. Margir eru þessu mótfallnir og benda m.a. á að þá þurfi að setja á laggirnar þaulvana, alþjóð- lega dómaranefnd. ■ | ÍÞRÓTTIR í PAG[ 9.45 Skíði Alþjóðlegt svlgmót á lcelandair Cup í Bláfjölium. 52 keppendur í karlaflokki og 35 I kvennaflokki. 14.45 Skíði Alþjóðlegt svlgmót á lcelandair Cup i Bláfjöllum. Kristinn Björns son fyrstur í rásröð. 18.30 Sýn Deportivo - Man. United 19.30 Körfubolti Fyrsti ieikur ÍS og KR í úrslitaviðureign 1. deildar kvenna i Kennaraháskólanum. 20.00 Handbolti Fimm leikir í ESSO-deild karla. HK - Vikingur i Digranesi, Pór - ÍR í Höllinni á Akureyri, FH - Stjarnan í Kaplakrika, Grótta KR - Haukar á Seltjarnarnesi, Afturelding - Selfoss á Varmá. 20.40 Sýn Bayern Miinchen - Real Madrid 22.30 Sýn Heklusport

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.