Fréttablaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 16
HVERJU MÆLIR ÞU MEÐ? Færeysk tónlist „Ég mæli með færeyskri tónlist þessa dag- ana. Þá sérstaklega hljómsveitinni 200%, fyrstu færeysku pönksveitinni, og söngkon- unni Eivör Palsdottir. Þetta er 18 eða 19 ára gömul stelpa og eín sú besta sem ég hef heyrt í lengi. Hún nær Björk, Fitzgerald og öllum þeim bestu." Kristinn Sæmundsson, Hljómaiind. Broadway: Liam berar bringuna leiklist írski leikarinn Liam Neeson er að gera allt vitlaust á Broadway þessa dagana. Hann leikur aðalhlut- verkið í leikritinu I deiglunni eftir höfundinn Arthur Miller. Nesson hefur fengið feiknagóða dóma gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína. Hingað til hefur verið uppselt á allar sýningar. En það er ekki einung- is tilfinningarík frammistaða Neesons sem hefur verið að vekja upp öll þessi miklu við- brögð. Hann berar nefnilega bringu sína á einum stað í leikritinu við mikla hrifningu kvenfólksins. Jafn- vel þó að atriðið taki ekki nema 30 sekúndur þykir þetta einn hápunkt- ur kvöldsins. Af leikaranum er það annars að frétta að hann lék síðast í kvik- myndinni K:19 The Widowmaker á móti Ingvari E. Sigurðarsyni. Myndin verður frumsýnd í Banda- ríkjunum 19. júlí. Næsta kvikmynd á dagskrá hjá honum er Exorcist 4:1. Sú gerist á undan gömlu Exorcist-myndinni. Neeson leikur sömu persónu og Max von Sydow gerði, föður Lankester Merrin. Hann er staddur í Afríku og hittir sama djöful og í Exorcist í fyrsta skipti. ■ LIAM NEESON Hrífur kvenfólkið á Broadway með bringuhárunum. 16 FRETTABLAÐIÐ 2. apríl 2002 ÞRIÐJUPACUR Útgáfa í írak: Saddam skrifar bækur bækur Tvær bækur eru um það bil að koma út í írak. Dagblöð í Bagdad hafa verið að gefa í skyn að þær séu ritaðar af leiðtoga þjóðarinnar, Saddam Hussein. Talið er að Hussein hafi þegar gefið út tvær bækur undir dul- nefni. Önnur þeirra, al-Qala’ah al- Hasinahan, fékk gríðarlega góðar viðtökum í írak. Bókin gerist í Persaflóastríðinu og fjallar um hermann sem tekst að flýja fang- elsi í íran og snúa til höfuðborgar- innar Bagdad þar sem hann sest á skólabekk. Sagan, sem er með pólitískum undirtón, er einng ást- SADDAM LAUMUSKRIFAR Talið er að tvær bækur, sem eru að koma út í l'rak, séu eftir Saddam Hussein. arsaga. Hermaðurinn fellur nefni- lega fyrir kúrdískri stúlku sem flúið hefur frá Norður-írak. ■ Hlálegar ástir komin út: Húmor í húmors- lausu samfélagi bækur Út er komin bókin Hlálegar ástir eftir Milan Kundera en hún inniheldur sjö smásögur í þýð- ingu Friðriks Rafnssonar. í sögunum skoðar Kundera margar viðkvæmustu hliðar mannlífsins í spéspegli en meðal viðfangsefna hans eru ást og kynlíf, sýnd og reynd, einstakl- ingsbundinn húmor í húmors- lausu samfélagi og sjáfsvirðing einstaklingsins. Smásögurnar komu fyrst út í Prag árið 1968 og gerast allar á sjöunda áratugnum, því skeiði sem nefnt hefur verið Vorið í Prag, skeiði frelsis og léttlyndis sem lauk snarlega þegar Rússar gerðu innrás í Prag, skömmu eft- ir að þessi bók kom út. Auk Óbærilegs léttleika til- verunnar er Hlálegar ástir sú bók Kundera sem mestra vin- sælda hefur notið víða um heim. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 205 bls., prentuð í Odda hf. Robert Guillenette gerði kápu. ■ ÞRIÐJUDACUR 2. APRÍL TÓNLEIKAR 20.00 Bandaríska hljómsveitin The Strokes heldur tónleika á Broad- way. Upphitun er í höndum hljómsveitarinnar Leaves. FUNDUR 20.30 Aukaaðalfundur Alliance fran^aise í Reykjavík verður hald- inn í húsakynnum félagsins, 3. hæð f J.L húsinu. Á dagskrá er kynning og atkvæðagreiðsla um kauptilboð í húsnæði fyrir félag- ið. 20.30 Á Kaffi Krók á Sauðárkróki boða Máki, Hólaskóli, Háskóli íslands og Atvinnuþróunarfélagið Hringur til opins kynningarfunds. Þessir aðilar og erlendir samstarfsmenn eru styrktir af Evrópusambandinu til að þróa aðferðir við eldi í stór- um endurnýtingarkerfum. Fjallað verður um framkvæmd verkefnis- ins og framtíðaruppbyggingu Máka hf. Erlendir þátttakendur f verkefninu mæta. MYNPLIST___________________________ Daði Guðbjörnsson sýnir olíumálverk í Baksalnum í Galleríi Fold við Rauðar- árstig. Sýninguna nefnir Daði BBB, eða Bátar, Beib og Bíbar. Sýningunni lýkur I dag. Myndlistarmaðurinn Hjörtur Hjartarson sýnir nýjar myndir í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á sýningunni verða bæði teikningar og málverk sem unnin eru á síðustu tveim- ur árum. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og hún stendur til 14. apríl. Tilkynningar sendist á ritstjorn@frettabladid.is „Hvar á fiskur í ljóði að draga andann?“ Sýning Margrétar og Eyglóar í Nýlistasafninu gerir kröfur á gestina um að vera virkir og opnir. myndlist í nýju húsnæði Nýlista- safnsins við Vatnsstíg stendur nú yfir sýning á verkum myndlistar- kvennanna Margrétar H. Blöndal og Eyglóar Harðardóttur. Yfir- skrift sýningarinnar er Skynjanir sem sýnast, en þær stöllur sýna hvor í sínu lagi og segja sýning- arnar í rauninni tvær. Þær geti þó tengst innbyrðis ef áhorfendum sýnist svo. „Verkin vísa í ýmsa heima og þannig hvor í aðra,“ segir Margrét, en samt er hægt að koma hér inn og horfa á þær sem tvær aðskildar sýningar. Við unnum þetta sitt í hvoru lagi, en höfðum samt samráð þannig að ég held að hvor um sig hafi verið áhrifavaldur í verkum hinnar.“ Eygló segir nýja rýmið á Vatns- stígnum einmitt bjóða upp á að tvær sýningar séu í gangi sam- tímis. Hún segir kveikjuna að sín- um verkum vera blöð, tímarit og bækur og hvatann að hverju verki megi finna í því sjálfu. Ut frá því vísi hún í víðari heim. Eygló segir verkin gera þá kröfu á áhorfandann að hann skapi sína eigin sögu. „Ég skil verkin eftir MARGRÉT BLÖNDAL OG EYGLÓ HARÐARDÓTTIR Aðalmuninn á verkum þeirra segja þær felast í að Margrét leiti inn á við að efniviði meðan Eygló leiti meira út I umhverfið í sínum verkum. svolítið opin,“ segir Eygló, sem gerir kröfu um virkan skoðanda. „Það má segja að minn hluti sýn- ingarinnar sé einn heimur," segir Margrét. „Hann samanstendur af ellefu þrívíðum verkum og einni ljósmynd. Ljósmyndin virkar eins og gluggi að þessum heimi. Sýningin vísar í forgengileikann og óhætt að segja að ákveðið um- komuleysi sé yfir verkunum, sem er með ráðum gert.“ Margrét og Eygló segja báðar að ekki sé lífvænlegt fyrir mynd- listarmenn hér á landi. „Ég hugsa að engin listgrein sé eins útundan og myndlist, hvað varðar skiln- ing,“ segir Margrét. „Það er eig- inlega engin hvatning," segir hún, „en það er að sjálfsögðu hægt að sækja um starfslaun." Sýning Margrétar og Eyglóar stendur til 14. apríl og er opin miðvikudaga til sunnudag klukk- an 13-17. edda@frettabladid.is ALLT A AÐ SEUAST áður en við flytjum á Strandgötu 37 Jakkaföt frá 5.900,- Allir seltsem leðurjakkar á 3.900,- Allir mittisjakkar á 1.990,- Buxur frá 990,- Bolir frá 590,- Vorum nýjar vörur á markaðinn! Herra Outlet herrafatamarkaður Herra Hafnarfjaröar REYKJMKURIII6Í 68 ■ SÍMl 564 2080 TARAF DE HAÍDOUKS Fjórtán manna sígaunasveit frá Rúm- eníu spilar sína óvið- jafnanlegu tónlist fyrir fólk á öllum aldri á Listahátíð í Reykjavík. Sveitin nýtur gríðar- legra vinsælda um all- an heim og er ein frægasta sígauna- hljómsveit sögunnar. Listahátíð í Reykjavík: Miðasala hefst í dag listahAtIð Miðasala Listahátíðar í Reykjavík hefst í dag kl. 11.00 í Bankastræti 2. Sala miða á Lista- hátíð hefur aldrei hafist svona snemma en í ljósi sívaxandi áhuga á hátíðinni og þess að fólk vill hafa tímann fyrir sér var tekin sú ákvörðun að hefja miðasölu strax í byrjun apríl, rúmum mánuði áður en hátíðin hefst. Heildardagskrá Listahátíðar er komin út og mun liggja frammi í miðasölunni og á helstu listastofn- unum landsins. Þar er að finna all- ar upplýsingar um viðburði jafnt innlenda og erlenda, staðsetning- ar, dagsetningar og verð. Mikil fjölbreytni einkennir hátíðina og koma listamennirnir frá öllum heimshornum, allt frá Japan til ísrael og í fyrsta sinn í sögu Lista- hátíðar koma hingað stórir hópar frá Argentínu, Rúmeníu og Kúbu. Allir hafa þessir listamenn vakið heimsathygli hver á sínu sviði. Af innlendum vettvangi eru margir merkir viðburðir þeirra á meðal stórtónleikar Sigur Rósar, Hilm- ars Arnar Hilmarssonar, Stein- dórs Andersen og fleiri í Laugar- dalshöll. Þar hefja þeir til vegs og virðingar Hrafnagaldur Óðins eitt af Eddukvæðunum sem legið hef- ur óbætt hjá garði í mörg hundruð ár. Á heimasíðu Listahátíðar www.listahatid.is er að finna allar upplýsingar um miðasölu og við- burði. Miðasala á tónleika Sigur Rósar, Kammersveitar Reykja- víkur og Hafnarhússkvöld hefst 9. apríl. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.