Fréttablaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ, 2. apríl 2002 ÞRIÐJUPACUR Nær 400 björgunarsveit- armenn við störf: Mikið um útköll yfir páskcinna samgöncur Um 390 björgunar- sveitarmenn komu að aðgerðum þessa páska. í samantekt Slysa- varnarfélags Landsbjargar hafa verið notaðir sex snjóbílar, 40 vélsleðar og um 48 mikið breyttir björgunarsveitarjeppar. Fyrsta aðgerðin var seint á föstudaginn langa þegar jeppi féll niður í gil við Þursaborgir. Tveir menn slösuðust, hvorugur alvar- lega. Farið var í nokkur útköll vegna leitar að fólki. ■ Steinullarverksmiðjan í Skagafirði seld: Helmingur söluverðs í samgöngubætur skagafjörður Viðskiptaráðherra mun á næstu dögum leggja fram ályktun um sölu á 30.1% hlut rík- isins í Steinullarverksmiðjunni í Skagafirði. í allt verða seld 82% af hlutafé verksmiðjunnar en Skagafjörður og Paroc Group í Finnlandi eiga tæpan helming í henni. Kaupendur eru Kaupfélag Skagfirðinga, Húsasmiðjan og Byko. Áætlað söluverð á hlut rík- isins er um 200 milljónir. Að sögn Kristjáns Skarphéðinssonar, skrifstofustjóri í Iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu, er samþykkt tilboðsins bundin þeim skilyrðum að Alþingi og sveitastjórn Skaga- fjarðar samþykki söluna, sem og núverandi eigendur. Samkeppnis- STEIN ULL ARVERKSMIÐJAN Hugmyndir eru uppi um sölu Steinullar- verksmiðjunnar. Wlyndin er fengin á Skaga- fjörður.net. stofnun mun einnig rannsaka hvaða áhrif sala hefur. Tillagan gerir ráð fyrir því að helmingur söluverðsins, um 110 milljónir, renni til atvinnuuppbyggingar og samgöngubóta á svæðinu. Þá er aðallega átt við veg á milli Sauðár- króks og Skagastrandar, sem styttir vegalengdina til Reykja- víkur um 30 kílómetra, en slíkar ráðstafanir þurfa einnig sam- þykkt Alþingis. Kaupendur fyrirtækisins hafa hug á að stofna nýtt fyrirtæki í kringum Steinullarverksmiðjuna, þar sem hvert þeirra mun fara með fjórðung eignarhalds, starfs- menn 15% og nýir aðilar um 10%. Verði tillagan samþykkt má bú- ast við að samningur verði undir- ritaður í lok næsta mánaðar. ■ Farfuglarnir komnir: Lóankom fyrir páska dýralíf „Miðað við síðustu ár, er þetta nokkuð í samræmi við komu þeirra þá,“ segir Yann Kolbeins- son líffræði nemi. Hann segir að nú séu margir farfuglanna komn- ir þ.á.m. Sílamávurinn, Hettu- mávurinn, Heiðlóatjaldurinn, grá- gæsirnar og ýmsar andategundir. „Lóan kom fyrst 24.mars. Allt að 30 stykki sem kom á austurland. Yfirleitt koma bara 1 - 2 stykki um þetta leitið.“ Yann segir að hagstæðir vindar séu meginástæða þess að fuglarn- ir komi hingað fyrr en þeir gerðu fyrir nokkrum árum. ■ Fj árfestingarfélagið Atgeir: Skoða starfs- grundvöll félagsins endurskoðun Ný stjórn Fjárfest- ingarfélagsins Atgeirs er að skoða hver framtíð þess verður. Félagið var upphaflega stofnað af sveitar- félögum á Suðurlandi, Byggða- stofnun og Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands árið 1996 til að kaupa fatagerðina Max og flytja á Hellu. Rekstri hennar var hætt nokkrum árum síðar. Félaginu var fljótlega breytt í atvinnuþróunarfélag og fjárfesti víðar á fyrstu árunum en starfsemi félagsins hefur að mestu legið niðri frá 1999. Einar Pálsson, nýkjörinn stjórnarformaður, segir að sam- kvæmt síðasta ársreikningi sé eiginfjárstaða félagsins jákvæð um tólf milljónir króna. Nýja stjórnin, sem skipuð var á fram- haldsaðalfundi í síðustu viku, mun nú skoða hvernig rétt sé að haga starfsemi félagsins í framtíðinni. „Það er ljóst að þetta félag, líkt og bændur um allt land, er að tapa fé út af gjaldþroti Goða,“ segir Einar. Fjárfest var í Kjötvinnsl- unni Höfn. Sú vinnsla gekk ekki upp og féð sem sett var í fyrir- tækið tapaðist. ■ Þriðjungur efstu manna úr Vesturbænum Vesturbærinn og 101 Reykjavík virðast gróðrarstía borgarfulltrúa ef mið er tekið af frambjóðendum í efstu sætum á framboðslistum fyrir borgarstjórnarkosningar. Kjalarnesið á fulltrúa meðal efstu manna en Grafarholtið ekki. framboð Vesturbær Reykjavíkur á hug og hjörtu frambjóðenda við komandi borgarstjórnarkosning- ar ef mið er tekið af búsetu efstu manna á framboðslistunum þrem- ur sem þegar eru komnir fram. Þriðjungur þeirra sem skipa tíu efstu sætin á listum Sjálfstæðis- flokks og Reykjavíkurlista og fjögur efstu sætin á lista Frjáls- lyndra og óháðra hafa valið sér heimili vestan læks. Til marks um yfirburði vestur- bæjarins á næstu hverfi sést að bæði Inga Jóna Þórðardóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem skipa 8. sætið hjá stóru framboð- unum koma úr vesturbænum. Það gerir reyndar Árni Þór Sigurðs- son, efsti maður Reykjavíkurlist- ans einnig. Björn Bjarnason er hins vegar eini frambjóðandinn úr Hlíðunum. Ef litið er til ann- arra hverfa borgarinnar kemur í ljós að næst vesturbænum í vin- sældum koma Breiðholtið og smá- íbúðahverfi með þrjá frambjóð- mi YRIRTÆKJASALA SLANDS UK?g&:L rYHURTÆKI TIL SOLU LÍTIÐ SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Gissur V. Kristjánsson hdl. og lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali SÖLUSTJÓRI GUNNAR JÓN YNGVASON VINSÆLL POBB I MIÐBÆNUM á tveim hæðum, góður líflegur staður með góða veltu. GRILL OG SJQPPA QPIÐ 8-18. Sæti fyrir 20 manns, góður rótgróin staður, Verð 2,9 m BLÓMA OG GJAFAVÖRUV. með eigin litla framleiðslu, góður þægilegur rekstur MATSALA opið 7-17 aðeins virkadaga , sæti fyrir 50 manns, bakkamatur til fyrir- tækja. SPQRTBAR - KAFFIHÚS - VEITINGAST velrekinn staður með fina afkomu í úthverfi LÆRA VERÐ VEISLUÞ/FRAML.ELDH , mikill og góður búnaður, verð kr 3,5 m BILALYFTUR OG STILLINGAVÉLAR inn- flutningur og sala, mjög þekkt merki HEILSUSTUDIO j GÓÐUM REKSTRI mikill og fjölbreyttur búnaður, fínt að gera FÓNDURVERSLUN OG HEILDSALA fyrir skapandi aðila, vaxandi rekstur. SNYRTISTOFA í MIÐBÆNUM glæsilegt húsnæði, góður ört vaxandi rekstur. SJÁLFSALAR AUKA TEKJUR góðir tekju- möguleikar, verð 1,5 millj, ath öll skipti BARNAFATAVERSLUN í ÚTHVERFI eigin innflutnigur, traustur og arðbær rekstur MJÖG ÞEKKT KVENNFATAVERSLUN , ekki í verslunarkjarna, mjög góð afkoma. BÍLAUMBOÐ í FULLUM REKSTRI ásamt varahlutasölu og þjónustuverkstæði HÚSGAGNAVERSLUN sérhæfð með gegn- heil glæsileg húsgögn , miklir möguleikar FEGRUNAR OG NUDDSTOFA með góð tæki í hentugu húsnæði á góum stað Verð 2,5 LYFTARAÞJÓNUSTA innflutningur, sala, og viðgerðir. eitt elsta fyrirtækið í sinni grein. SÓLBAÐSSTOFA í Kópavogi, 7bekkir, góð aðstaða, góður rekstur sem skilar fínum gróða. SÉRVERSLUN RITFÖNG. LEIKFÖNG gjafavöru, bækur og fl, í verslunarkjarna. DEKKJAVERKSTÆÐI. INNFLUTNINGUR og sala ádekkjum, felgum, aukahlutum og fl HÓTEL Á AUSTURLANDI 7 herb, bar, veit- ingasalur, verð 15 millj, athuga öll skipti, ÚTIVISTARVERSL OG HEILDSALA mjög þekkt, mjög góð velta , góð kjör BLÓMABÚÐ M/ EIGIN FRAMLEIÐSLU fal- leg verslun og rekstur með mikla möguleika VIDEOSJOPPA MIKILL HAGNAÐUR velta 70-80 millj, nettó hagnaður 6-9 millj BYSSUHEILDSALA , ÞEKKT MERKI ásamt sjónaukum.skotum.hreinsivörum, og fl ÍBÚÐARHÓTEL 18 ÍBÚÐIR í Reykjavík samtals um 1.100 fm , vel búnar íbúðir, vax- andi rekstur verð 150 millj VINNULYFTA JLG 660 SJ árg 1996 gefur góðar leigutekjur, vélin er mikið endurnýjuð. HEILDSALA hárskraut, skrartgripir, undirföt, gjafavara, töskur, snyrtivörur og fl MIKIL SALA, VANTAR ALLAR GERDIR FYRIRTÆKJA Á SKRÁ ATVINNUHÚSNÆDI BORGARTÚN til leigu 130 fm innkbil SMIÐSHÖFÐI 276FM iðanarhúsnæði SKÚTUVOGUR 350 fm laust SKEMMUVEGUR 2 bil samtals 240 fm ENGJATEIGUR 61+ sameign LÆKJAGATA 300 fm í útleigu 10 ára DALVEGUR 280 fm lager og skrifstofa BÆJARFLÖT 1437 fm iðnaðrhúsnæði HYRJARHÖFÐI ca 600 fm + 150 fm millil STÓRHÖFÐI 80 fm innkeyrslubil SKÚTUVOGUR leiga 200 fm innkeyslubil ESJUMELAR 92 fm + milliloft STÓRHÖFÐI nýbygging , skrifstofa, verslun Fjölbreytt ATVINNUHÚSNÆÐI Á SKRÁ smsfcass REYKJAVl'K Af 24 frambjóðendum í efstu sætum framboðanna sem hafa kynnt lista sína eru átta bú- settir í vesturbænum. Enginn annar bæjarhluti kemst nálægt hvað frambjóðendur varðar. á flesta frambjóðendur. Þaðan koma sex af þeim efstu, með öðr- endur hvort um sig. Nær öll hver- fi borgarinnar eiga sinn fulltrúa ofarlega á framboðslistum. Eina undantekning er Grafarholtið. Miðborgin hefur verið mikið í umræðunni um skipulagsmál. Það þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að næsta nágrenni, 101 Reykjavík, er það póstnúmera- svæði borgarinnar sem býður upp BÚSETA FRAMBJÓÐENDA EFTIR PÓSTNÚMERUM 101 103 Enginn 104 105 Þrlr 107 108 Þrfr 109 Enginn 110 111 Þrír 112 113 116 Einn um orðum einn af hverjum fjór- um þeirra sem skipa efstu sæti listanna. Næst fjölmennast er póstnúmer 107 með fjóra fram- bjóðendur. Þrír frambjóðendur eru búsettir í póstnúmerum 108 og 111 en færri í öðrum. Engir frambjóðendur koma úr póstnúm- erum 103,109 og 113. í næstu þingkosningum verður í fyrsta skipti kosið eftir nýrri kjördæmaskipan þar sem Reykja- vík skiptist í tvö kjördæmi, Reykjavík norður og Reykjavík suður. Frambjóðendur í efstu sæt- um skiptast jafnt á milli þessara tveggja kjördæma. Helgast sú jafna skipting að nokkru af þvi að allir efstu frambjóðendur Frjáls- lyndra og óháðra koma úr suður- hluta borgarinnar. brynjolfur@frettabladid.is Stofnun Umhverfis- stofnunar: Umbylting á stjóm um- hverfismála stjórnmál Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, gagn- rýndi Siv Friðleifsdóttui', um- hverfisráðherra, harkalega á Al- þingi vegna áforma Sivjar um að sameina fimm umhverfis- stofnanir í eina undir nafni Umhverfis- stofnunar. Kol- brún sagðist tortryggja ráð- herra varðandi öll þau mál sem hún legði fi’am og kallaði nýja vídd í umhverf- ismálum. „Það lítur út fyrir að hér sjá- ist í hornið á risastórum áformum sem umbylta stjórn- málaflokksins," sagði Kol- „Þá tel ég þingmenn, starfs- menn viðkomandi stofnana og þjóðina eiga rétt á að fá að vita meira um það sem býr hér að baki.“ Umhverfisráðherra sagði að við sameiningu Hollustuverndar, Nátt- úruverndar, Dýraverndarráðs, Hreindýi’aráðs og Veiðistjóraemb- ættisins yrði til ein öflug stofnun. „Við teljum að við náum meiri ár- angri þannig fyrir umhverfismálin til frambúðar heldur en með því að vera með margar veikburða." Stjórnsýslan yrði einfölduð og efld auk þess sem skattpeningar nýtt- ust betur. ■ FRAMBOÐ SIV FRIOLEIFS- DÓTTIR Tími kominn á end- urskoðun uppbygg- ingar stofnana um- hverfisráðuneytisins. kerfi brún. Baldur Kristjánsson, sóknar- prestur í Þorlákshöfn, leiðir lista Framsóknarmanna í Ölfusi við komandi kosningar. Hann tek- ur við efsta sætinu af Sigurði Þráinssyni, bæjarfulltrúa flokks- ins, sem leiddi listann fyrir fjór- um árum en gefur ekki kost á sér nú. Páll Stefánsson dýralæknir skipar annað sæti listans, Val- gerður Guðmundsdóttir skrif- stofustjóri það þriðja og Ásgeir Ingvi Jónsson verkstjóri það fjórða. Deilt um ESB-aðild á þingi: Upptaka evru efnahagsleg nauðsyn Skoðaðu heimasíðuna www.fyrirtækjasala.is esb Formenn Samfylkingar og Vinstri-grænna tókust á um aðild að Evrópusamstarfinu á Alþingi í gær þegar skýrsla utanríkisráð- herra um utanríkismál var til um- ræðu. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingar, varði ræðu sinni í þörfina á aðild og sagði þrennt skipta mestu máli. Aðild yrði til þess að ísland endur- heimti hluta fullveldisins sem glataðist með þátttökunni í EES- samningnum. Það væri orðin efnahagsleg nauðsyn að taka upp evruna sem skilaði vaxtalækkun og kaupmáttaraukningu. Þriðja atriðið sneri að sjávarútvegi sem væri alls ekki sú hindrun í vegi aðildar sem andstæðingar vildu meina. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri-grænna, andmælti orðum Össurar um og sagði reynsluna sýna að ísland fengi hvorki undanþágu né breytingu á sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins. Hann fann einnig að orðum Össurar að Samfylkingin ein hefði sett ESB-aðild í ákvarð- ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON Sagði aðild að ESB og upptöku evru skila al- menningi mikl- um hagsbótum. anatökuferli innan flokksins. Þetta hefðu Vinstri-grænir gert veturinn 1998 til 1999 og komist að niðurstöðu þó Samfylkingin ætti það enn eftir. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.