Fréttablaðið - 03.04.2002, Qupperneq 4
r
SVONA ERUM VIÐ
NemendaQöldi
einkaskóla í
borginni
Alls voru 593 nemendur f einkaskólum I
Reykjavíkurborg haustið 2001. Nemendum
skólanna hefur fækkað samtals um 30 frá
árinu 1999. Mest hefur fækkað I (saks-
skóla, eða úr 289 í 240 nemendur. Af
þeim 593 sem stunda nám á yfirstandandi
skólaári eru 102 nemendur með lögheim-
ili utan borgarinnar.
Landakotssk. 207
ísaksskóli 240
Suðurhlíðarsk. 60
Tjarnarskóli 54
Waldorfskóli 32
VELTUMESTU FYRIRTÆKIN Á 1 VÞÍ FRÁ ÁRAMÓTUM
1 Fyrirtæki Velta/milljarðar króna 1
1. (slandsbanki 11,0
2. Delta 9,4
3. Pharmaco 8,0
4. Baugur 5,5
5. Búnaðarbankinn 5,0
6. Kaupþing 5,0
7. Tryggingamiðstöðin 4,8
8. Össur 4,0
9. Landsbankinn 3,7
10. Samherji 2,4
Mars 2002:
Veltumesti
mánuðurinn
hlutabréf Marsmánuður var
veltumesti mánuður með hluta-
bréf á Verðbréfaþingi íslands frá
upphafi. Verslað var með hluta-
bréf fyrir tæpa 32 milljarða króna
sem er met. I desember árið 2000
nam veltan 31,5 milljörðum króna
sem var fyrra met. Heildarvelta
með hlutabréf á fyrsta ársfjórð-
ungi ársins nam 81 milljarði
króna til samanburðar við 137
milljarða allt árið í fyrra. í frétt-
um Kaupþings segir að tíu veltu-
mestu félögin á árinu voru með 73
prósent af heildarveltu hlutabréfa
frá áramótum. ■
Mislæg gatnamót við
Víkurveg á áætlun:
Opnuð
í sumar
vegagerð Mislæg gatnamót við
Víkurveg og Vesturlandsveg
verða að öllum líkindum tekin í
notkun í sumar.
„Framkvæmdir hafa gengið
eftir áætlun og er ætlunin að opna
1. júlí,“ segir Jóhann Bergmann
hjá Vegagerðinni. „Gatnamótin
breyta miklu með tengingar upp í
nýja hverfið í Grafarholtinu og
framtíðarbyggð þar. Þau eru líka
tenging upp í Grafarvogshverf-
ið.“
Framkvæmdir við tvöföldun
Vesturlandsvegar fram í Mos-
fellsbæ halda áfram á næstu
árum. Mislægu gatnamótin við
Víkurveg eru fyrsti hluts fram-
kvæmdarinnar en þar verður síð-
ar byggð önnur brú.
Kostnaður er um 400 milljón-
ir. Þar af er hlutur Vegagerðar-
innar um 240 milljónir en af-
gangurinn kemur í hlut Reykja-
víkurborgar. ■
I ERLENT
Stjórnvöld í Pakistan hafa
framselt til Bandaríkjanna
mann, sem talinn er vera hátt-
settur yfirmaður í al Kaída. Mað-
urinn hefur viðurkennt að vera
Abu Zubadayah. Hann er talinn
einn tveggja eða þriggja manna
hugsanlegra arftaka bin Ladens.
Bandarísk stjórnvöld vonast til
þess að Zabudayah veiti þeim
upplýsingar um starfsemi al
Kaída víða um heim. Hugsanlega
veit hann einnig hvar Osama bin
Laden er niðurkominn, sé hann
enn á lífi.
FRETTABLAÐIÐ
3. apríl 2002 MIÐVIKUPAGUR
Fötluð'börn á biðlista hjá Greiningarstöðinni:
„Sjálfsmyndin skerð-
ist dag frá degi“
greiningarstöð Endurskoðun
rekstraráætlunar Greiningar- og
ráðgjafarstöðvar ríkisins mun
færa mannahald til þess horfs
sem það var í við ársbyrjun 2001.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá stöðinni en allt að 100 börn eru
á biðlista eftir greiningu. Sigríður
Kristín Hrafnkelsdóttir, móðir
fatlaðs barns og stjórnarmaður í
Einstökum börnum, telur að þrátt
fyrir viðleitni stjórnvalda séu litl-
ar líkur á stökkbreytingu á
ástandinu. Hún segir að leiðin hafi
legið stöðugt niður á við síðustu
fimm ár, enda hafi skjólstæðing-
um stöðvarinnar fjölgað verulega
samhliða þrengri fjárhag.
Kristín Steinarsdóttir, kennari
og stjórnarmaður í Einstökum
börnum, segir að margvísleg
vandamál vegna þessa vindi
stöðugt upp á sig og ástandið í
flestum skólum hafi hríðversnað
að undanförnu. „Við horfum upp á
fötluð börn sem þurfa sérstaka
þjónustu en hafa verið á biðlista í
jafnvel fleiri ár. Á meðan eru þau
í skólunum eða annars staðar þar
sem sjálfsmynd þeirra skerðist
GREININGARSTÖÐIN
Skiptar skoðanir eru um hvort viðbótarfjármagn sem heilbrigðisráðuneytið ætlar að veita
til stöðvarinnar gangi nógu langt til að leysa vandann.
dag frá degi.“ Kristín segir að erf-
iðleikar barnanna vindi upp á sig
og kennarar standi víða ráðþrota.
Þá hafi Greiningarstöðin litla sem
enga burði til að sinna því mikil-
væga hlutverki sínu að fylgja eft-
ir börnum sem hafa fengið grein-
ingu. ■
Sharon vill senda
Arafat í útlegð
Umsátur ísraela um Arafat hefur staðið í fimm daga. Tugir manna eru
með honum í herkvínni. Vinsældir hans aukast jafnt og þétt eftir því
sem umsátrið varir lengur.
ramallah. ap Aríel Sharon, forsæt-
isráðherra ísraels, bauðst í gær til
þess að leyfa Jasser Arafat að
fara í útlegð. Hann sagði við
Miguel Moratinos, fulltrúa Evr-
ópusambandsins, að þeir mættu
ná í Arafat með þyrlu og fara með
hann burt. „En það verður að vera
flug aðra leiðina," sagði Sharon.
Arafat hefur sagst staðráðinn í
að fara hvergi. Hann veit sem er
að vinsældir hans meðal Palest-
ínumanna aukast með hverjum
deginum í herkví ísraelsmanna.
Og hann er ekki einn síns liðs.
Með honum eru sjö aðstoðarmenn
hans auk lífvarða, sem ekki er
ljóst hve margir eru. Auk þess er
fjölmennur hópur erlendra stuðn-
ingsmanna Palestínumanna með
honum á skrifstofunum í Ram-
allah. Þeim tókst að komast inn á
skrifstofurnar á sunnudaginn og
hafa verið þar síðan.
Einn þessara stuðningsmanna
er Sophia Deeg, kennari frá
Þýskalandi. Hún segir Arafat
núna vera „veiklulegan og bjarg-
arlausan" að sjá. „Hann sat við
borðið eins og gamall, bjargarlaus
maður og sagði sögur um fyrri
tíma, eins og þegar hann barðist
með egypska hernum," sagði
Deeg í farsíma. „Hann sagði líka
að ísrael ætti það sér að þakka að
sum arabaríki hefðu viðurkennt
tilvist þess.“
Stærsta vandamálið er vatns-
skortur og matvæli eru einnig af
skornum skammti. Rafmagn kem-
ur af og til, að því er Deeg segir.
ísraelsher segist þó ætla að sjá
Arafat og öðrum í húsinu fyrir
nauðþurftum.
„Hermennirnir hafa fengið
strangar skipanir um að fara ekki
inn í íbúð Arafats," segir Giora Ei-
land, hershöfðingi í ísraelsher,
sem stjórnar aðgerðum hersins í
ARAFAT f EINANGRUNINNI
Arafat hefur byssu jafnan við höndina. Hann situr þarna ásamt aðstoðarmönnum sínum
og lífvörðum á skrifstofu sinni í Ramallah.
Ramallah. „Og það sem meira er,
þeir verða að forðast að skjóta á
bygginguna sjálfa og sjá til þess
að Arafat verði ekki fyrir meini.“
„Um leið sjáum við til þess að
matvæli, vatn og rafmagn berist
til hússins með eðlilegum hætti,“
sagði Eiland ennfremur.
ísraelsk stjórnvöld segjast
hvorki ætla að vinna Arafat mein
né handtaka hann. Markmiðið sé
einungis að „einangra hann“
meðan hryðjuverkastarfsemi
Palestínumanna sé brotin á bak
aftur. Algerlega óljóst er hins
vegar hvað Sharon ætlar að gera
eftir að þessum aðgerðum hers-
ins linnir. ■
FRANCOIS SCHEEFER, FAÐIR
LAURU SÓLVEIGAR
Ef hann kemur til landsins verður hann yf-
irheyrður vegna kæru Caroline Lefort, fyrr-
um sambýliskonu.
Franski faðirinn:
Er frjálst
að koma til
landsins
forsjárdeila Francois Scheefer,
sem fór með dóttur sína úr landi
þrátt fyrir að hafa ekki forsjá yfir
stúlkunni og farbanns, verður
ekki handtekinn á Keflavíkurflug-
velli ef hann kemur til landsins
samkvæmt upplýsingum frá lög-
regluembættinu í Reykjavík.
Caroline Lefort, sem kom til
landsins í fyrradag eftir að hafa
tekið dóttur sína úr umsjá barns-
föðurins, Francois, sagði í samtali
við Fréttablaðið að hún óttaðist að
sagan endurtæki sig frá því í byrj-
un september á síðasta ári. Þá
flúði Francois land með dóttur
þeirra án hennar vitneskju. Hún
hafði treyst því að það væri ekki
hægt vegna farbannsins.
Caroline hefur kært Francois
fyrir að fara með dóttur þeirra úr
landi. Það leiðir samt ekki til þess
að hann verði handtekinn ef hann
kemur til landsins. Samkvæmt
upplýsingum frá lögregluembætt-
inu í Reykjavík yrði hann yfir-
heyrður ef lögreglunni væri
kunnugt um veru hans hér.
Ekki er fylgst kerfisbundið
með þeim sem fara um Keflavík-
urflugvöll og eru í farbanni, sam-
kvæmt upplýsingum frá embætti
sýslumannsins á Keflavíkurflug-
velli. Því er ekki öruggt að stúlk-
an, sem dæmd var í farbann að
kröfu föður síns, verði stöðvuð á
Keflavíkurflugvelli ef reynt verð-
ur að fara með hana úr landi. ■
Næstu úrskurðir óbyggðanefndar:
Tímasetning skýrist í næstu viku
stjórnsýsla Fyrirtökur vegna
næstu úrskurða óbyggðanefndar
hefjast næstkomandi föstudag, að
sögn Sifjar Guðjónsdóttur, skrif-
stofustjóra nefndarinnar. Sveitar-
félagið Hornafjörður í Austur-
Skaftafellssýslu er næst á dag-
skrá nefndarinnar. „í þessum fyr-
irtökum reikna ég með að lög-
menn landeigenda leggi fram sín-
ar greinargerðir," sagði hún og
bætti við að jafnframt væri unnið
að því að koma af stað kynningu á
öllum lýstum kröfum í Rangár-
vallasýslu og Vestur-Skaftafells-
sýslu. Kynna þyrfti jafnt kröfur
ríkisins sem gagnkröfur landeig-
enda og annarra hlutaðeigandi.
Sif sagði ekki liggja fyrir
hvenær næstu úrskurða væri ná-
kvæmlega að vænta. „Það þarf að
ákveða hvenær málflutningur um
svæði 2 fer fram. Það verður hald-
inn fundur í nefndinni í næstu
viku og ég geri ráð fyrir að þetta
verði ákyeðið þá.“ Sif segir að
fyrst og fremst ráðist af tímasetn-
ingu málflutnings vegna svæðis-
ins hvenær næstu úrskurða gæti
verið að vænta. ■
óbyggðanefnd
Heildarblaðsíðufjöldi í fyrstu úrskurðum óbyggðanefndar á dögunum sem sneru að þjóð-
lendum í Árnessýslu nam rúmum 16 hundruð síðum. Sagnfræðingur nefndarinnar og sér-
fræðingar Þjóðskjalasafns sáu um gagnaöflun.