Fréttablaðið - 03.04.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.04.2002, Blaðsíða 6
6 FRETTABLAÐIÐ 3. apríl 2002 IVIIÐVIKUDACUR SPURNING DAGSINS Hvernig líst þér á ástandið í Mið-Austurlöndum? „Mér líst illa á það. Ég vil sjá að alþjóða- samfélagið taki á þessu hvort sem það eru Sameinuðu þjóðirnar eða aðrar stofnanir. Það þarf að setja Sharon úrslitakosti, að hann verði að ganga að samningaborði." Þórveig Þormóðsdóttir, starfar hjá menntamála- ráðuneytinu. JÓN MÚLI Lést á hjartadeild Landspítala á annan í páskum. Andlát: Jón Múli látinn ANPLÁT Jón Múli Árnason, út- varpsmaður og tónskáld, lést á annan dag páska. Hann varð 81 árs á páskadag. Jón Múli var einn þekktasti út- varpsmaður landsins og starfaði hjá Ríkisútvarpinu frá 1946 til 1986, lengst af sem þulur en einn- ig sem fréttamaður og dagskrár- gerðarmaður. Hann sá um ára- tugaskeið um djassþætti útvarps- ins enda landsþekktur djassisti. Þá var hann þjóðþekktur fyrir lögin sem hann samdi, flest við texta Jónasar bróður síns. Jón Múli lætur eftir sig fjór- ar uppkomnar dætur og þrjú stjúpbörn. Eftirlifandi eigin- kona hans er Ragnheiður Asta Pétursdóttir. ■ Norsk rannsókn: Brjóstamjólk er betri nciLaw uuin scin vega iiiuina en íz merkur við fæðingu og nærast eingöngu á brjóstamjólk fyrsta hálfa árið skora hærra á greindar- prófi við 5 ára aldur en þau sem nærast að hluta eða öllu leyti á þurrmjólk. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af vís- indamönnum frá nokkrum helstu heilbrigðisstofnunum Bandaríkj- anna og Noregs. Um 500 börn tóku þátt í rannsókninni sem var fram- kvæmd í Noregi. Mismunandi kenningar hafa verið uppi um málefnið. Þrátt fyr- ir að flestir læknar mæli með brjóstagjöf er talið að aðeins um 16% bandarískra kvenna notist einungis við eigin framleiðslu fyrstu sex mánuði eftir fæðingu. Börnin sem nærðust eingöngu á brjóstamjólk fengu að jafnaði 11 stigum meira á stöðluðu norsku greindarprófi við 5 ára aldur. Auk þess kom í ljós að þau sem fengu þurrmjólk sem ábót þyngdust ekki svo marktækt væri umfram þau sem einungis fengu brjósta- rnjólk. ■ Sjúkraþjálfun: Kostnaður sjúklinga hækkar um 200 krónur heilbricði Þeir sem þurfa að leita aðstoðar hjá sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfurum þurfa að greiða 200 krónum meira en þeir gerðu fyrir 1. mars sl. Þetta kemur fram í gjaldskrá Tryggingastofnunar ríkisins. Samkvæmt henni þurfa almennir sjúklingar að greiða 1.328 krónur fyrir hvern tíma í sjúkraþjálfun í stað 1.128 krónur. Þetta gjald gildir fyrir fyrstu 24 skiptin á 12 mánaða tímabili. Ef fólk þarf á meiri sjúkraþjálfun að halda en þessi 24 skipti þarf það að greiða 100 krónum meira fyrir hvern tíma, eða 664 krónur í stað 564 króna. Þá þurfa elli- og ör- orkulífeyrisþegar og þeir sem eru 18 ára og yngri að greiða 100 krónum meira en áður, eða 664 krónur fyrir hvern tíma í fyrstu 15 skiptin á ársgrundvelli. Þessi kostnaðarhlutdeild sjúkl- inga tók gildi 1. apríl sl. Áætlað er að útgjöld Tryggingastofnunar hækki um 150 milljónir króna vegna samningsins við sjúkra- þjálfara. Á sl. ári nam þessi kostn- aður stofnunarinnar vegna sjúkraþjálfunar um 850 milljón- TRYGGINGASTOFNUN Kostnaður Tryggingastofnunar vegna sjúkraþjálfunar stefnir f að verða um einn milljarður á ársgrundvelli. um króna. Úrslit í atkvæða- greiðslu sjúkraþjálfara um nýja samninginn liggja að öllum líkind- um fyrir þann 8. apríl nk. ■ Skíðaslysið í Tungudal: Lítið breytt líð- an SLY5 Pilturinn sem slasaðist alvar- lega á skíðasvæðinu í llingudal 19. mars liggur enn alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi. Að sögn læknis er pilturinn, sem er 16 ára gamall, í öndunar- vél og hefur líðan hans lítið breyst síðan hann var fluttur þangað með sjúkraflugi strax eftir slysið. Pilt- urinn lenti á höfði og baki eftir að hafa stokkið á stökkpalli í skíða- brekkunni. ■ Deilt um ijölskyldustefnu Fangar á Litla Hrauni gagnrýna fjölskyldustefnu fangelsisins. Forstjóri fangelsismálastofnunar segir fanga sitja inni fyrir alvarlega glæpi sem hljóti að bitna á tengslum við Qölskyldu. fancelsi Trúnaðarráð fanga gagn- rýnir harðlega fjölskyldustefnu fangelsisyfirvalda. Ný könnun þess á fjölskylduhögum fanga á Litla Hrauni sýnir að þeirra mati fram á að ekki er rétt að fæstir fangar eigi fjölskyldur eins og Þorsteinn A. Jónsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, hafi haldið fram í íslandi í bítið á Stöð 2. Fangarnir segja einnig að breyttur heimsóknartími og strangar reglur um símatíma komi niður á sambandi við fjöl- skyldur. Deildarstjóri á Litla Hrauni segir heimsóknartíma hafa verið breytt til að koma til móts við fjölskyldur fanganna. Hann telur ólíklegt að símatími verði rýmkaður, í ljósi misnotkun- ar fanga á afnotum af síma. Trúnaðarráðið bendir á að náin skyldmenni fanganna sem tóku þátt í könnuninni séu 518 og rúm- ur helmingur fanganna eigi maka eða unnustu. Þorsteinn sagði i samtali við blaðið að hann vildi ekki tjá sig beint um niðurstöður könnunarinnar. Hann benti hins vegar á að það sé ekki víst að menn sem eigi börn séu í sam- bandi við þau. Þorsteinn sagði einnig alls ekki stefnu fangelsis- yfirvalda að sundra fjölskyldum. „En menn mega ekki gleyma því KÖNNUN FANGA Á LITLA- HRAUNI Á FJÖLSKYLDUHÖGUM* Giftir............................ 6 i sambúð......................... 13 Eiga kærustur.................... 14 Einstæðir........................ 31 Börn alls:....................... 78 Foreldrar á lífi:............... 101 Systkini:....................... 301 Nánin skyldmenni og aðstandendur alls............ 518 'Þáttaka 64 fangar eða 94% lausagæslufanga LITLA HRAUN Föngum og yfirvöldum fangelsismála greinir á um hvort fjölskyldustefna fangelsisins sé réttlát eða ranglát. að þeir eru að taka áhættu þegar þeir fremja glæp,“ sagði Þor- steinn sem segir að það verði að horfa á aðalatriðin í málinu, sem sé að fangarnir sem sitja inni hafi allir framið glæpi, það sé þeirra eigin verknaður sem valdi því að þeir sitji inni og séu þar með í litlu sambandi við fjölskyldur sín- ar. „Menn eru ekki í fangelsi fyrir tilviljun." Fangarnir gagnrýna að reglu- gerðum hafi verið breytt þannig að menn fái fyrst dagvistarleyfi eftir að einn þriðji fangavistar hefur verið afplánaður, sem þýðir að langtímafangar fá fyrst dags- leyfi eftir nokkur ár. Þorsteinn segir þá reglugerð hafa verið setta fyrir sína tíð og hann vilji ekki tjá sig um hana. I heildina sé hann ekki ósáttur við fjölskyldu- stefnu fangelsisyfirvalda, hún sé þó alltaf til umræðu og endur- skoðunar. Fangarnir gagnrýna einnig reglur um símatíma og heimsókn- artíma. Jón Sigurðsson, deildar- stjóri á Litla Hrauni, segir reglum um heimsóknartíma hafa verið breytt í árslok 1995, m.a. að ósk- um aðstandenda, sem fannst óþægilegt að þurfa að ganga í gegnum svæði fanga til að komast að klefa viðkomandi. Þá voru 12 heimsóknarherbergi útbúin, og fjöldi heimsókna því takmarkað- ur. Heimsóknardögum var hins vegar fjölgað og segir Jón afar sjaldgæft að vísa þurfi ósk um heimsókn á bug vegna þess að fullbókað sé í heimsóknartíma, eins og fangarnir hafa gagnrýnt. Jón segir ennfremur ólíklegt að símatími verði rýmkaður, í ljósi þess að sími hefur verið misnotað- ur af föngum til að fremja glæpi. sigridur@frettabladid.is Smygi 1 Leifsstoö í rannsokn: Starfsmenn Iiggja undir grun lögreglumál Rannsókn stendur yfir á meintum tollalagabrotum starfsmanna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Starfsmennirnir eru grunaðir um að hafa nýtt sér að- stöðu sína til kaupa á varningi í íþróttavöruverslun á fríhafnar- svæðinu sem er að hætta starf- semi. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavikurflugvelli, stað- festi í gær að rannsókn stæði yfir en vildi ekki tjá sig um gang henn- ar eða framkvæmd, að öðru leyti en skoðuð væru brot á tollalögum. Slík brot sagði hann varða sektum en sagðist ekki geta tjáð sig um hvaða frekari eftirmála brot kynnu að hafa fyrir þá sem upp- vísir yrðu að þeim. Heimildir blaðsins herma að málið varði nokkurn fjölda starfs- manna, en það séu helst starfs- menn fríhafnarinnar sem taldir FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Umfangsmikil leit hefur verið gerð í Leifsstöð í vistarverum starfsmanna að varningi sem kann að hafa verið smyglað út af fríhafnarsvæðinu. eru hafa keypt varning innan svæðisins. Aðgerðir sýslumanns- embættisins sem hófust á föstu- daginn langa ná til starfsmanna Fríhafnarinnar, íslensks markað- ar, flugþjónustunnar og annarra sem starfa á fríhafnarsvæðinu. Starfsmenn verslunar fríhafn- arinnar eru um 110 talsins. Stefán Jónsson, forstöðumaður starfs- þróunarsviðs fríhafnarinnar, seg- ir að sökum þess hve þeir eru margir þurfi ekki að koma á óvart þótt þeir verði í meirihluta þeirra sem kunna að hafa gerst brotlegir. Stefán sagði að það yrði skoðað í framhaldinu til hvaða ráða verði gripið komi í Ijós að starfsfólk hafi gerst brotlegt. Hann gerði ráð fyrir farið yrði yfir allar regl- ur sem varða umgengni á svæð- inu. „Við skoðum alla fleti til að fyrirbyggja að svona komi upp aftur,“ sagði hann. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.