Fréttablaðið - 03.04.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.04.2002, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 5. apríl 2002 MIÐVIKUPAGUR 'Þinglok 24. apríl nk.: Mörg mál fyrirliggjandi Marsmánuður: Færri bílar nýskráðir innflutnincur Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Skráning- arstofunni voru 540 bifreiðar nýskráðar í mars 2002. Fyrir ári voru nýskráðar bif- reiðar í mars 854. í fréttum Landsbankans segir að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa 1.678 bifreiðar verið ný- skráðar samanborið við 2.442 á sama tímabili í fyrra. Fara þarf allt aftur til ársins 1994 til að finna jafn fáar ný- skráningar. ■ alþinci Vegna kosninganna í vor verður Alþingi slitið nokkru fyrr en venja er. Hjá skrifstofu Alþingis fengust þær upplýsingar að stefnt væri á þinglok 24. þessa mánaðar. Þing gæti þó staðið í nokkra daga fram yfir þessa dagsetningu, eftir því hvernig gengur að koma málum frá. Um 80 stjórnarfrumvörp eru fyrirliggjandi á mismunandi stig- um, en frestur til að leggja fram ný mál rann út rétt fyrir páska. Af frumvörpum ríkisstjórnar- innar bíða ein 15 þess að vera tekin til fyrstu umræðu. Þ.ám. eru fyrir- hugaðar breytingar á umferðarlög- um þar sem lögð er til sameining Umferðarráðs og Skráningarstofu hf., lög um Tækniháskóla og lög um eftirlit með aðgangi barna að kvik- myndum. Þá eru rúm 40 mál til umfjöllun- ar í nefndum þingsins og ein 23 sem * ALÞINGI VIÐ AUSTURVÖLL Stefnt er á að þingstörfum Ijúki fyrir lok aprílmánaðar, en hefð er fyrir því að þingi sé slitið um mánuði fyrir sveitarstjórnar- kosningar. bíða annarrar og þriðju umræðu. Þingmannafrumvörp á dagskrá eru rúmlega 70. Þá eru ótaldar þingsá- lyktunartillögur sem bíða af- greiðslu og umræðu, auk fyrir- spurna og skýrslubeiðna. ■ Hraðakstur við Blönduós: Um 130 stöðvaðir löcregla Lögreglan á Blönduósi stöðvaði um 130 ökumenn fyrir of hraðan akstur um páskahelgina. Til samanburðar voru um 40 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur helgina 22. til 24. febrúar. Þeir ökumenn sem óku hraðast voru á 150 km hraða. Voru þeir sviptir ökuréttindum í 1 mánuð og sektaðir um 50 þúsund. Færð var góð framan af helgi en á mánudag gekk umferð hægt. Þá var Holta- vörðuheiði lokað og bílum fylgt yfir hana í hollum. Um tíma náði bílalest- in frá Blönduósi að Brú. ■ Lýsa áhyggjum af sótt- hreinsun reiðbúnaðar Bandarískir áhugamenn um íslenska hestinn kvarta undan því að langan tíma geti tekið að fá búnað sótthreinsaðan við komuna til landsins. Telja að einhverjir gætu freistast til að smygla búnaðinum óhreinsuðum inn í landið. Lítil ástæða til að hafa áhyggjur, segir aðstoðaryfirdýralæknir. ÍSLENSKUR HESTUR Á bandarískum spjallþræði óttast menn að einhverjir freistist til að leggja óhreinsaðan reiðbúnað á hesta hér vegna tafa sem geta orðið á sótthreinsun búnaðarins. Á Keflavíkur- flugvelli segja menn sjaldgæft að menn þurfi að bíða lengi eftir sótthreinsun búnaðar. Samband íslenskra sveitarfélaga: Ný kjördæmi kalla á ný lög sveitarfélög Á fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var fyrir skömmu voru reifaðar hugmyndir um nauðsyn á að breyta lögum sam- bandsins í framhaldi af nýrri kjör- dæmaskipan. Þá hefur hlutfall íbúa sem eru á bak við hvern fulltrúa í stjórn og fulltrúaráði sambandsins verið að raskast rétt eins og fjöldi þing- manna í hverju kjördæmi. Því til viðbótar hafa sveitarfélög verið að sameinast auk þess sem tölu- verðar breytingar hafa verið í búafjölda margra sveitarfélaga. Þórður Skúlason framkvæmda- stjóri sambandsins segir að menn séu þegar byrjaðir að huga að þessum málum. Viðbúið sé að sér- stakri endurskoðunarnefnd verði falið að vinna að gerð tillagna um lagabreytingar í þessum efnum. Hann áréttar þó að engar ákvarð- anir hafi verið teknar í því sam- bandi, Lög sambandsins voru end- urskoðuð síðast árið 1998 í fram- haldi af því var fjölgað í fulltrúa- ráðinu um 10 manns, eða úr 45 í 55 manns, einkum fulltrúum frá Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi. ■ I INNLENT I ær nefndir sem fjölluðu um virkjanaleyfi Kárahnjúka- virkjunar vegna Reyðarálsverk- efnisins fengu ekki upplýsingar um það að vafasamt væri að Norsk Hydro gæti staðið við tímamörk þegar verið var að fjal- la um málið. Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar eru ósáttir. Bylgjan greindi frá. sótthreinsun „Ég hef heyrt af því að menn kvarti undan því að þetta taki langan tíma,“ segir Sigurður Örn Hansson, aðstoðaryfirdýra- læknir, aðspurður um umkvartan- ir nokkurra hestaáhugamanna um að langan tíma geti tekið að fá sótthreinsun á búnaði veiði- og hestamanna við komuna hingað til lands. Hann segist þó ekki telja ástæðu til að hafa áhyggjur af því að farið hafi verið með ósótt- hreinsaðan búnað inn í landið af þeim sökum. Á fjölsóttum, bandarískum spjallvef áhugamanna um ís- lenska hestinn hefur nýlega staðið yfir lífleg umræða þar sem menn kvarta undan því að hafa stundum þurft að bíða lengi eftir að fá bún- að sinn hreinsaðan við komuna til landsins. Á það þá við um þá sem koma að næturlagi. Lýsa þar nokkrir áhyggjum af því að ein- hverjir kunni að freistast til þess að læðast inn í landið með búnað- inn í stað þess að bíða jafnvel tím- um saman eftir því að fá búnað sinn hreinsaðan með fylgjandi smithættu. Einar Birkir Eymundsson, deildarstjóri í almennri tollgæslu, sagðist ekki vita betur en að vel hefði gengið að hreinsa búnað hesta- og veiðimanna. Hann sagði vel fylgst með þessu og að fyrir- tæki á staðnum hreinsaði búnað- inn jafnóðum. Þá væri hægt að ná í starfsmenn fyrirtækisins ef fólk kæmi utan þess tíma sem fyrir- tækið væri opið. Rúnar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Fagræstingar, sem sér um sótthreinsun búnaðar á Keflavíkurflugvelli, sagði búnað sem fólk flytur með sér hreinsað- an meðan fólk bíður. Slíkt tæki ekki langan tíma. Hann kannaðist ekki við að fólk þyrfti að bíða lengi eftir þjónustu. Það væri helst ef fólk kæmi að næturlagi utan reglubundins áætlunarflugs að fyrir gæti komið að fólk þyrfti að bíða eftir hreinsun. Hann sagði ólíklegt að fólk færi með búnað inn í landið í stað þess að bíða. Bæði væri tolleftirlit gott og al- gengt að ef hópar væru á ferð bentu menn á þá sem ættu eftir að sótthreinsa búnaðinn. Sífellt fleiri létu þó hreinsa búnaðinn áður en ferðin hæfist og legðu fram vott- orð þess efnis við komuna. brynjolfur@frcttabladid.is AKRANES Framsóknarmenn mynda meirihluta ásamt Akraneslista. Framsóknarmenn á Akranesi: Stefna á þriðja manninn framboð „Við setjum stefnuna á að ná þriðja manninum inn,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, sem leiðir framsóknarmenn á Akranesi í kosn- ingum í vor. „í síðustu tvennum kosningum hefur næsti fulltrúi í bæjarstjórn verið fulltrúi B-listans. Nú ætlum við að ná honum inn. Guðmundur segir að starf und- anfarinna ára hafi skilað sér í um- hverfi sem sé mjög jákvætt hvoru tveggja til búsetu fyrir fólk og fyrir frekari atvinnuuppbyggingu. „Lyk- illinn að frekari og áframhaldandi uppbyggingu á þessu svæði er vöxt- ur og viðgangur Grundartangahafn- ar. Þar erum við með aðstöðu til að taka við fjölbreyttari starfsemi. Einsetningu grunnskóla lýkur í haust og vill Guðmundur þá ráðast í að skipuleggja innra starf skólanna með markvissari markmiðasetn- ingu og öflugra innra starfi svo þeir geti náð enn betri árangri. Áfram verði haldið að byggja upp leik- skóla. Mikið er um nýtt fólk á listanum. Þeirra á meðal er Magnús Guð- mundsson, forstjóri Landmælinga sem skipar 2. sæti listans, og Guðni Tryggvason verslunarmaður í þriðja sæti. ■ STATUS Víð leggjum okkar af mörkum tií að halda verðbólgurmi niðri og veitum 4% afslátt af völdum bílum. Renault Laguna II fólksbril Renault Scénic fólksbíll 22.242 Renault Mégane Berline fólksbfll 1&352 Bilalán.afborgunámán. Rekstrarleiga: 39.351 Veröáður 2.090.000 Verðnú 2.006.400 Bílalán.afborgunámán. Rekstrarleiga: 31.758 Verðáður 1.630.000 Verðnú 1.564.800 23.039 Bflalán.afborgunámán. Rekstrarleiga 38.665 $ d Verðáður 2.050.000 Verð nú 1.968.000 RENAULT Grjóthóls 1 • Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1220 • www.bl.is Hekstrarteigan er tii 36 mán., m.v. við 20.000 km á ári og erienda myntkörfu. Rekstiarieiga er adeirrs í boði ti! rekstraraðila (fyrirtækja). Bílalárr miöast við 30% útborgun og 84 mán. samning. Allar tötur eru með vsk. Bandarískar konur áttu merkjanlega erfiðara með svefn eftir 11 .september heldur en karlar. Bandaríkjamenn: Svefnlausir eftir hryðjuverkin heilsa Svefnleysi jókst til muna í Bandaríkjunum eftir hryðju- verkaárásirnar þann 11. septem- ber sl. Rannsókn sem gerð er reglulega leiddi í ljós að 70% landsmanna áttu erfitt með svefn í kjölfar árásanna samanborið við helming á sama tíma árið áður. Jafnframt kom í ljós að konur urðu verr úti en karlar, tæplega 80% þeirra áttu erfitt með svefn á móti 60% karla. Aðrar kannanir hafa sýnt að sala á svefnlyfjum jókst verulega í september og október. Vísindamennirnir sem unnu rannsóknina segja að öryggistil- finning fólks hafi minnkað eftir 11. september og það hljóti að skýra niðurstöðurnar. Aðeins rúmlega 10% fólks sögðust sofa vel saman- borið við 30% skömmu áður. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.