Fréttablaðið - 03.04.2002, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 3. apríl 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
9
Stuðlar hafa ekki við íjölgun ungra fíkla í Kópavogi:
Allt að tveggja vikna
bið í bráðatilvikum
Verðbréfaþing :
Meirihluti fyr-
irtækja hækka
hlutabréf Frá áramótum hefur 41
félag á Verðbréfaþingi íslands
hækkað og 17 félög hafa lækkað í
verði. Loðnuvinnslan hækkaði mest,
um tæp 88%. Lítil viðskipti standa
að baki þeirri hækkun. Delta hækk-
aði næst mest allra félaga á tímabil-
inu, um 74%. Það er annað veltu-
mesta fyrirtækið á VÞÍ frá áramót-
um.
Það fyrirtæki sem hefur lækkað
mest frá áramótum er Vaki-DNG.
Bréf félagsins hafa lækkað um
36,7% í aðeins einum viðskiptum.
Þetta kemur fram í fréttum Kaup-
þings. Úrvalsvísitalan hækkaði um
13,1% á fyrsta ársfjórðungi. ■
heilbricðismál Biðlisti inn í neyðar-
og bráðavistun á meðferðarheimil-
inu Stuðlum er nú orðinn sex til tíu
dagar, en dæmi er um allt að fjórtán
daga bið. Þetta kom fram á fundi fé-
lagsmálaráðs Kópavogs.
Félagsmálaráðið segist líta málið
„mjög alvarlegum augum“. Ráðið
telur - með vísan til þeirra gagna
sem fyrir liggja varðandi unglinga í
mjög harðri og mikilli fíkniefna-
neyslu og þá fjölgun sem er meðal
unglinga í neyslu í Kópavogi - að
skammtímavistun í neyðar- og
bráðatilvikum geti ekki lengur ann-
ast sitt hlutverk.
„Félagsmálaráð Kópavogs telur
brýnt að Barnaverndarstofa beiti
sér fyrir úrbótum varðandi ung-
linga sem þurfa neyðar- og bráða-
vistun á meðferðarstöð ríkisins fyr-
ir unglinga að Stuðlum. Sérstaklega
hefur félagsmálaráð áhyggjur af
fjölgun unglinga í neyslu og því að
aldur þeirra virðist stöðugt færast
neðar,“ segir í bókun á fundi ráðs-
ins.
Bæjarráð Kópavogs tekur undir
SIGURÐUR GEIRDAL BÆJARSTiÓRI
Félagsmálaráð Kópavogs telur brýnt að
Barnaverndarstofa beiti sér fyrir úrbótum
varðandi unglinga sem þurfa neyðar- og
bráðan/istun á meðferðarstöð ríkisins fyrir
unglinga að Stuðlum.
með félagsmálaráðinu og hefur
falið bæjarritara að tilkynna bókun-
ina félagsmálaráðherra, þingmönn-
um kjördæmisins og Barnaverndar-
stofu. ■
Víðimelsmálið:
Gæsluvarð-
hald fram-
lengt
lögregla Héraðsdómur Reykja-
víkur framlengdi í gær gæslu-
varðhald yfir Þór Sigurðssyni,
sem játað hefur að hafa orðið
Braga Óskarssyni að bana á Víði-
mel í Reykjavík aðfaranótt mánu-
dagsins 18. febrúar. Þór var úr-
skurðaður í 6 vikna gæsluvarð-
hald.
Lögreglan vill ekki svara því
hvort einhver annar kunni að vera
viðriðinn málið. Rannsókn þess
stendur enn yfir. ■
KÚABLI
Spár um Creutzfeldt-Jakob tilfelli hafa
lækkað úr tugum þúsunda I 600.
Bretland:
600 eiga eftir
að fá Creutz-
feldt-Jakob
heilsa Samkvæmt útreikningum
franskra vísindamanna munu 600
Bretar fá banvæna sjúkdóminn
Creutzfeldt-Jakob á næstu árum.
Frá árinu 1994 hafa um 80 Bretar
látist úr sjúkdómnum en talið er að
veiran liggi í dvala í sýktum ein-
staklingum í að jafnaði 16 ár áður
en hún brýst út. Vitað er um tvo sem
hafa látist í Frakklandi. Því hafði
áður verið spáð að dauðsföll myndu
hlaupa á tugum þúsunda á næstu
árum þannig að niðurstöðunum er
vel tekið.
Sjúkdómurinn er rakinn til
ákveðinnar tegundar kúariðu sem
varð vart við í landinu um miðjan
níunda áratuginn. Sumir telja að
riðan hafi borist með nýsjálenskum
antílópum sem fluttar voru lifandi
til Bretlands árið 1984. Ekkert er
vitað með vissu en kenningar um
erfðafræðilegar stökkbreytingar
eru einnig uppi. Gríðarlegum fjölda
nautgripa hefur verið slátrað til að
útrýma riðu. ■
Höfuðborgarsvæðið:
Umferðarliósin
1» , % r
undir smasjanm
samgöngur í næsta mánuði er
von á tillögum sem miða að auk-
inni samhæfingu umferðarljósa á
höfuðborgarsvæðinu og betri
nýtingu á aðalvegum innan þess.
Á undanförnum vikum hefur
fjögurra manna vinnuhópur á
vegum Vegagerðar og sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu verið
að vinna að þessum tillögum.
Jónas Snæbjörnsson umdæmis-
stjóri Vegagerðarinnar á höfuð-
borgarsvæðinu segir að mark-
miðið sé m.a. að minnka allar
truflanir í umferðinni og auka
rennsli bíla eftir helstu stofn-
brautum. Allt miðar þetta að því
að draga eins og kostur er úr
mengun af völdum bílaumferðar.
Þessi vinna er í samræmi við
stefnumörkun stjórnvalda og
ráðstafanir til að standa við lofts-
lagssamning Sameinuðu þjóð-
anna og Kyoto-bókunarinnar.
Jónas segir að nefndin hafi að
undanförnu verið að safna gögn-
um og hugmyndum sem að gagni
geta komið. Þá hafa breskir ráð-
gjafar á vegum borgarinnar ver-
ið að skoða þessi mál. Jónas telur
ekki ólíklegt að leitað verði til
þessara ráðgjafa um gerð heild;
arúttektar í þessum efnum. Á
vegaáætlun í ár er gert ráð fyrir
10 - 15 milljónum króna til að
Á MIKLUBRAUT
Unnið er að gerð tillagna sem eiga að
draga úr mengun af völdum umferðar.
vinna að athugunum að þessum
málum. Jónas segir að þótt menn
séu ávallt að reyna að hafa um-
ferðarljósin sem best stillt með
tilliti til umferðarinnar, þá gætir
vissrar íhaldssemi í þeim efnum
auk þess sem allar slíkar breyt-
ingar á kerfinu geta verið þungar
í vöfum. ■
VICHY-HEILSULIND HÚÐARINNAR
SVALAÐU Þ0RSTA HÚÐARINNAR
MEÐ NOVADIOL FRÁ VICHY
Verið velkomin 4. apríl í Austurver eða Kringluna
milli kl. 14 - 18 og fáið lúxusprufur í kremlínu
og Spa vatninu frá Vichy.
Vichy snyrtifræðingar verða á staðnum
og veita persónulega ráðgjöf.
NYJUNG
Viehy hefur þróað byltingarkennt krem
í baráttu við aldurseinkennin, NOVADIOL.
Kremiö felur i sér náttúruefnið Soja Extract,
máttugt gegn öldrun húðar.
Eykur teygjanleika húðar og grynnkar
hrukkur sýnilega á 4 vikum.
N0VADI0L svalar þorsta húðarinnar
og gefur henni unglegra yfirbragð.
Húðlæknar mæla með Vichy húðvörum
sem seldar eru einungis i apótekum
og framleiddar með tilliti til
viðkvæmrar húöar og barnshúðar.
Læknisfræðilega er sannaö aö meginefni
Vichy linunnar VICHA SPA lindarvatniö:
• Styrki varnarkerfi húðarinnar
• Rói og sefi húðina
• Orvi endurnýjun húðar
VICHY-HEILSULIND HÚÐARINNAR
VICHY
VJCHY
-ÍSgVA D I ú,- '
BETRI LÍÐAN
Lyf&heilsa
Tölvunámskeiö
Um 1500 manns hafa þegar sótt námskeið tölvufræðslu BSRB
Nú fer hver að verða síðastur til að fara á
námskeið á vorönn. Námskeiöin eru greidd af
starfsmenntasjóöum BSRB félaga samkvæmt
réttindum þeirra.
Mámskpia I bogi á næstunni:
► Grunnnám - hægferb (60)
Námskeið hefjast: 4/4 © 13/4 og 22/4 O 13/5 © O
► Grunnnám (72)
Námskeið hefjast: 4/40 9/4© 4/50
► Tölvunám 2 (60)
Námskeið hefjast: 13/4 0 22/40
► Vefsíðugerð (60)
Námsbeið hefjast: 15/4©
► Tölvubókhald með Navision (60)
Námskeið hefjast: ^
► Access og PowerPoint (30)
Námskeið hefjast:^$^^
► TÖK tölvunám tso)
Námskeið hefjast: 8/4 © O
©: Morgunnámskeið Q : Síðdegisnámskeið Q: Kvöldnámskeið
( ) = fjöldi kennslustunda
Nánari upplýsingar í síma
555-4980 eða 544-4500
BSRB
ntv
Nýi tölvu- &
viðskiptaskúlinn
Yfirlit og upplýsingar: www.ntu.is eða www.bsrb.is
A1
,A
TOY.IS LAUGAVEGI 82 FLYTUR !
ÚLPUR-BUXUR-PEYSUR-HÚFUR-KJÓLAtR
SPARIFÖT-NÝ SENDING AF SUMARFÖTUM.
LEIKFÖNG RITFÖNG OG MARGT FLEIRA
ALLT Á AÐ SELJAST, SÍÐASTI DAGUR
LAUGARDAGINN 13. APRÍL NK.