Fréttablaðið - 03.04.2002, Síða 12

Fréttablaðið - 03.04.2002, Síða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 3. apríl 2002 MIPVIKUDAGUR SUND HEIMSMET í 800 METRUM Japanska sundkonan Sachiko Yamada setti heimsmet í 800 metra skriðsundi í 25 metra laug á japanska meistaramótinu í Tókýó í gær. Yamada synti vegalengdina á átta mínútum og 14,35 sekúndum og bætti fyrra heimsmet um 80 sekúndubrot. Esso-deild kada: Baráttan harðnar HANDBOLTi Fimm leikir fóru fram í Esso deild karla í gær. Deildar- meistarar Hauka unnu öruggan sig- ur á Gróttu/KR, 33-25. Þór lagði IR að velli með einu marki, 31-30, í Höllinni á Akureyri. Afturelding lagði Selfoss að velli í Varmá með 28 mörkum gegn 27. FH burstaði Stjörnuna með 39 mörkum gegn 28 í Kaplakrika á meðan HK lagði Vík- ing í Digranesi, 33-22. Það er því ljóst að baráttan um áttunda sætið harðnar en KA, Þór og Fram eru í mikilli baráttu, sem og Selfoss og ÍBV. Sömu sögu er að segja af botn- inum. ■ ESSO-DEILD KARLA Meistaradeild Evrópu: • • Oruggur sigur hjá Man. Utd. FÓTBOLTI Ensku meistararnir í Manchester United eru komnir með annan fótinn í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækilegan 2-0 útisigur á Deportivo La Coruna í gær. Leikmenn enska liðsins voru miklu sterkari allan leikinn og strax á 15. mínútu skor- aði enski landsliðsfyrirliðinn David Beckham með þrumuskoti af 30 metra færi. Hollendingurinn Ruud Van Nistelrooy bætti svo öðru marki við fyrir hálfleik, eftir góða sendingu frá Silvestre. Man. Utd. varð fyrir miklum skakkaföllum í leiknum. Roy Keane var borinn af velli þremur mínútum fyrir leikhlé og er talið að hann verði frá knatt- spyrnuiðkun í mánuð eða svo. Beckham var borinn af velli fjórum mínútum eftir venjulegan leiktíma, eftir að Diego Tristian braut illa á honum. Bayern Munchen lagði Real Madrid að velli með tveimur mörk- um gegn einu í Munchen í gær. Ma- dridingar voru mun sterkari aðilinn FÖCNUÐUR Roy Keane fagnar hér marki David Beck- hams í tvö núll sigri á Deportivo í gær. í leiknum og skoraði Gerimi mark Spánverjanna á 11. mínútu, eftir mistök Olivers Kahn í markinu. Steffan Effenberg jafnaði metin þegar skammt var eftir og Claudio Pizarro skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru eftir. Þetta voru fyrri leikir liðanna en þau mætast aftur þann 10. apríl. ■ Karfa kvenna: ÍS lagði KR KÖRFUBOLTI ÍS sigraði KR, 86-82, í fyrsta leik liðanna um íslands- meistaratitil kvenna í körfuknattleik í framlengdum leik í gærkvöldi. Leikið var í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 74-74. Guðbjörg Norð- fjörð tryggði framlengingu með þriggja stiga körfu á síðustu sek- úndum leiksins. í framlenging- unni sigu ÍS-stúlkur fram úr og sigruðu. Hjá ÍS var Meadow Overstreet atkvæðamikil, skor- aði 35 stig, og Alda Leif Jónsdótt- ir skoraði 18. Hjá KR skoraði Guðbjörg Norðfjörð 28 stig, Helga Þorvaldsdóttir 15 og Gréta María Grétarsdóttir 13. ■ Heilsufar í Mílanó: Ronaldo með á morgun fótbolti ítölsk dagblöð sögðu í gær að Brasilíumaðurinn Ronaldo muni snúa aftur í byrjunarlið Internazionale á móti hollenska liðinu Feyenoord í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða á morg- un. Ronaldo hefur tvisvar sinnum verið kosinn knattspyrnumaður ársins af FIFA en þjáist af þrálát- um hnémeiðslum. Hann lék síðast með Inter í desember. Þá sneri hann aftur eftir tveggja ára meiðsli. Miklar vonir voru bundn- ar við endurkomuna en hann meiddist fljótlega aftur. Nú er hann búinn að jafna sig á aðgerð- um eftir þau meiðsli. Ronaldo skoraði fjögur mörk í æfingaleik með liðsfélögum sín- um á mánudaginn. Tæplega tvö þúsund manns söfnuðust í kring- um æfingavöllinn til að fylgjast með leiknum. Fyrir viku sneri hann aftur í brasilíska landsliðið. Ilann spilaði fyrri hálfleik í 1-0 sigri í vináttulandsleik við Júgóslavíu. Hector Cuper þjálfari hefur þráast við að láta hann spila í ítölsku deildinni, segir hann ekki kominn í nógu gott form. ■ RONALDO Spilaðí með Brasilíu í fyrri hálfleik á móti Júgóslavíu. Brasilía vann 1-0. Houllier tekinn vid Liverpool Tveir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Gerard Houllier er aftur á hliðarlínunni þegar Liverpool tekur á móti Bayer Leverku- sen. Olæti Panathinaikos um helgina gætu komið sér illa þegar Barcelona kemur í heimsókn. fÓtbolti Phil Thompson kom Liverpool í átta liða úrslit Meist- aradeildar Evrópu og í sjónmál við fyrsta enska meistaratitilinn síðan árið 1990. Nú er Gerard Houllier snúinn aftur til að klára dæmið. Eftir sex mánaða sjúki'a- legu vegna hjartaaðgerðar hélt Frakkinn sinn fyrsta blaðamanna- fund á Anfield í gær. Liðið tekur þar á móti Bayer Leverkusen í kvöld. Það fyrsta sem hann gerði var að hrósa aðstoðarmanni sínum. „Phil Thompson stóð sig frábær- lega í fjarvei’u minni. Hann sýndi mikið trygglyndi við mig. Sama er að segja um starfsfólk liðsins," sagði Houlliei’. Hann gleymdi heldur ekki að hrósa leikmönnum liðsins. „Þeir eru hetjur. Við gæt- um átt eftir að spila tíu leiki. Á þeim tíma gætu þeir orðið miklir. Ég finn á mér að liðið á mikla framtíð fyrir sér.“ Liverpool hef- ur unnið keppnina fjórum sinnum, síðast 1984. Það vann Evrópu- keppni félagsliða í fyrra. Bayer Leverkusen er í fyrsta sæti í þýsku deildinni. Liðið styrkti stöðu sína með 4-2 sigri á Kaiserslautern um helgina. Það á möguleika á þreföldum sigri þar sem það er búið að tryggja sig í þýska bikarúrslitaleikinn. Klaus Toppmoeller þjálfari er varkár um framhaldið í Meistaradeild- inni. „Möguleikar okkar gegn Liverpool eru 50-50,“ sagði Topp- moellei’. Hinn leikur kvöldsins er í Aþ- enu. Barcelona fer í heimsókn til Panathinaikos. Útlitið er gott hjá spænska liðinu. Búist er við því að Brasilíumaðurinn Rivaldo verði með. Hann spilaði ekki í þremur síðustu leikjum vegna ökkla- meiðsla en er búinn að jafna sig. Einnig eru Hollendingurinn Marc Overmars og Brasilíumaðurinn Fabio Rochemback búnir að jafna sig eftir meiðsli. Miðjumaðurinn Luis Enriquie Martinez er í banni. Mál málanna í Grikklandi eru ólæti í leik Panathinaikos og Olympiakos, sem er einnig frá Aþ- SIGRI FAGNAÐ Klaus Topmoeller, þjálfari Bayer Leverku- sen (t.h.), og aðstoðarmaður hans fögn- uðu mikið þegar liðið vann Kaiserslautern 2-4 á laugardag. Leverkusen mætir Liver- pool í kvöld. BROSMILDUR Gerard Houllier brosti breitt á Anfield-leik- vanginum í gær. Þar hélt hann fyrsta blaðamannafundinn síðan hann fór í hjartaaðgerð í október. RIVALDO Búinn að jafna sig á meiðslum. Verður að öllum líkindum með Barcelona á móti Panathinaikos. enu, um helgina. Leikmenn og að- standendur Panaithinaikos réðust að dómaranum þegar hann veitti Olympiakos víti undir lok leiks- ins, sem endaði með jafntefli, 1-1. Panathinaikos á von á harðri refs- ingu frá gríska knattspyrnusam- bandinu. I gær féllu einnig nokkr- ar kærur. Forseti félagsins, Ang- elos Philippides, var kærður fyrir að fara inn á völlinn í leyfisleysi. Chi’istos Karvounidis, sálfræðing- ur liðsins, og Gabriel Molnar, túlkur úrúgvæska þjálfarans Sergio Markarian, voru kærðir fyrir líkamsárás. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.