Fréttablaðið - 03.04.2002, Page 13
MIDVIKUDAGUR 5. apríl 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
u
Icelandair Gup:
Tvisvar
frestað vegna
veðurs
skíði í gær þurfti að aflýsa mótun-
um sem áttu að fara fram í
Icelandair Cup-mótaröðinni í Blá-
fjöllum vegna veðurs, annan dag-
inn í röð. Þetta kemur sér illa þar
sem fjöldi erlendra keppenda er
kominn til landsins til að taka þátt
á mótunum. Þeirra á meðal eru
Norðmennirnir Lasse Paulsen og
Kai Are Fossland, sem eru báðir
ofarlega á heimslistum.
Skíðasamband íslands brá á
það ráð að biðja Akureyringa að
taka við mótunum. Því verður
HÁTT STÖKK
Stangarstökk getur verið hættuleg íþrótt.
Frj álsíþróttamót
í Bandaríkjunum:
Lét lífið í
stangarstökki
frjalsar 17 ára gamall, bandarísk-
ur stangarstökkvari lét lífið á
mánudag, tveimur dögum eftir að
hann fékk höfuðhögg í stangar-
stökki. Samoa Fili var í Wichita
Southeast skólanum. Hann féll
tæpa fjóra metra ofan á öryggis-
dýnu, skoppaði upp og lenti með
hnakkann í jörðinni á frjálsí-
þróttamóti á laugardaginn.
„Hann hitti ekki í litla kassann
þar sem stöngin á að fara,“ sagði
Scott Hadley sjúkraliði. „Samt
flaug hann upp í loft áður en
stöngin gaf sig undan honum.“
Þegar sjúkraliðar komu á vett-
vang var Fili með meðvitund.
Heilsan fór hrakandi í sjúkrabíln-
um á leiðinni á sjúkrahúsið. Þetta
atvik líkist því þegar annar ungur
stangarstökkvari, Kevin Dare,
lést í febrúar í Minneapolis. Það
varð til þess að frumvarp var lagt
fram í New York þar sem ungir
stangarstökkvarar eru skyldaðir
til að vera með hjálma. Málið er í
biðstöðu. ■
[ÍÞRÓTTIR í DAG
15.55 RÚV
HM i sundi
18.50 Sýn
Bein útsending frá leik
Liverpool og Bayer Leverkusen
i Meistaradeild Evrópu.
20.00 Hestar
Keppt í hraðafimi og
hraðaskeiði í Meistaradeild
i hestaíþróttum í Ölfushöll.
20.00 Handbolti
Tveir leikir í ESSO-deild karla.
Fram tekur á móti KA í
Framhúsi. Valur fær ÍBV í
heimsókn i Valsheimilið.
20.40 Sýn
Leikur Panathinaikos og
Barcelona i Meistaradeild
Evrópu.
22.15 RÚV
Handboltakvöld
22.50 Sýn
Heklusport
Þjálfari mánaðarins:
Megson vill ekki verðlaunin
KRISTINN BJÖRNSSON
Meðal keppenda á lcelandair
Cup-mótaröðinni.
svigmótið í dag haldið í Hlíðar-
fjalli kl. 15. Vonast er til þess að
hægt verði að halda öll sex mót-
anna í mótaröðinni. Um helgina
verður Skíðamót íslands síðan
haldið á Dalvík og Ólafsfirði. ■
fótbolti Knattspyrnustjóri
West Bromwich Albion, Gary
Megson, var kosinn þjálfari mán-
aðarins í ensku fyrstu deildinni.
Hann er búinn að koma liðinu
upp í þriðja sæti deildarinnar. í
marsmánuði vann West Brom
fimm leiki og gerði eitt jafntefli.
Megson neitar hinsvegar að taka
við verðlaununum. Hann segir
álög fylgja þeim. Margir tapa
leikjum eftir að fá þau. Álögin
gætu sett strik í reikninginn þeg-
ar kemur að því að komast upp í
úrvalsdeild. „Þetta er ánægju-
legur árangur en ég vil ekki
snerta þessi verðlaun," segir
Megson. Þrír leikir eru eftir af
GARY MEGSON
Segir álög fylgja verðlaununum.
deildinni. West Brom er nú jafnt
að stigum með Wolverhampton
Wanderers, sem er í öðru sæti.
Gott gengi Megson kemur ef-
laust flatt upp á marga áhang-
endur Stoke City. Megson var
áður þjálfari félagsins. Þegar
Guðjón Þórðarson var ráðinn var
hann rekinn.
í annarri deild var Billy Dear-
den hjá Nottinham County heiðr-
aður. Liðið vann fimm leiki og
gerði eitt jafntefli í mars og náði
þannig góðri stöðu til að bjarga
sér frá falli. í þriðju deild var Joe
Kinnear hjá Luton heiðraður. Lið-
ið vann alla sjö leiki í mánuðinum
og komst upp í aðra deild. ■
Svíinn Annika Sorenstam:
Tiger Woods kvennagolfsins
golf Annika Sorenstam er 31 árs
gamall sænskur golfari. Undan-
farið ár hefur hún haft svo mikla
yfirburði í golfi kvenna að byrjað
er að tala um hana sem næsta Ti-
ger Woods. Nú á sunnudaginn
varð hún fyrsti golfarinn til að
vinna Kraft Nabisco mótið í Kali-
forníu tvö ár í röð. Þetta var
hennar 33. sigur á ferlinum, sá tí-
undi af síðustu 26 keppnum, og
sagt er að hún sé aðeins að hita
upp.,
„Eg vil sjá hversu góð ég get
verið, hversu vel ég get spilað.
Það er það sem drífur mig áfram
alla daga. Mér gekk vel í fyrra en
það er ekki nóg. Sigrar hvetja
mig áfram. Mig langar að sjá
hvað annað ég get unnið,“ segir
Sorenstam. Hún hefur ekki enn
sett nein met en þykir vera að
slíta sig frá keppinautum sínum
líkt og Tiger Woods gerði fyrir
tveimur árum. Þegar hann vann
bandaríska Masters-mótið í fyrra
hélt hann öllum fjórum meist-
aratitlunum á sama tíma. Síðan
hefur honum gengið hörmulega.
Margir héldu að eftir yfirburði
síðasta árs fylgdi svipuð lægð hjá
Sorenstam.
Ilún var fyrsta konan til að
fara á 59 höggum. Hún vann fjög-
ur mót í röð, sem er lengsta sig-
urganga í LPGA í 24 ár. Hún sló
stigamet og var fyrsta konan til
að fá meira en tvær milljónir
dollara í verðlaunafé á einu ári.
„Ég hætti ekki hér. Þeir segja:
„Þú getur ekki staðið þig betur en
í fyrra.“ Ég er ekki sammála
því,“ segir Sorenstam. ■
ÖRUGGUR SIGURVEGARI
Sorenstam var svo örugg um sigur á mót-
inu um helgina að hún spilaði í rauðum
skóm sigurvegarans á lokadaginn.
De Boer íhugar flutning
fótbolti Hollenski landsliðsmað-
urinn Frank De Boer segist íhuga
flutning frá FC Barcelona þegar
samningur hans rennur út í júní.
Þetta sagði hann í kjölfar frétta
um að katalónska félagið myndi
aðeins bjóða honum samning til
eins árs til viðbótar. Á sunnudag-
inn sagði forseti Barcelona, Joan
Gaspart, að endurnýjun samnings
De Boer væri háð peningatak-
mörkum.
De Boer sagði lokaákvörðunina
velta á því hvort honum yrði boð-
inn samningur til lengri tíma hjá
öðru liði. „Ef félag sem mér líkar
býður mér samning til þriggja eða
fjögurra ára gæti ég vel hugsað
mér að fara,“ sagði hann í út-
varpsviðtali á mánudaginn. „Ég er
ánægður sama hvernig þetta fer.
Það væri frábært að vera áfram
hér þó það væri gaman að fá tæki-
færi til að spila með öðru félagi."
De Boer, sem er 31árs, gekk til
liðs við Barcelona ásamt tvíbura-
bróður sínum Ronald frá Ajax
árið 1998. Ronald var keyptur til
Glasgow Rangers árið 2000. í
fyrra var Frank settur í ellefu
vikna leikbann þegar leifar af
Nandrolone-sterum fundust í
blóði hans. Það var í lyfjaprófi eft-
ir fjórðungsúrslitaleik Barcelona
við Celta de Vigo í Evrópukeppni
félagsliða. ■
VOGAR VATNSLEYSA
HAFNARGATA
- EINBÝLI
Nýkomið í einkas. Glæsilegt 124,7 fm einbýlis-
hús á einni hæð ásamt 3lfm innb. jeppatækum
bílskúr samt 155,7 fm Húsið er í byggingu og
afh. Fullbúið að utan sem innan en án gólfefna.
Húsið stendur á frábærum útsýnisstað á móti
suðri. verð kr 16,4 milljónir.
Bo rgarfaste i gn i r
Vitastíg 12, 101
Reykjavík
sími 561- 4270