Fréttablaðið - 03.04.2002, Qupperneq 16
FRÉTTABLAÐIÐ
3. apríl 2002 MIÐVIKUDACUR
HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ?
Jón Atli Helgason
klippari á Gel og bassaleikari Fídel
GULLPLATA
Munkarnir hafa slegið í heimalandi sínu og
hlotið gullplötu fyrir.
Grikkland:
Munkar í
poppid
tónlist Á Grikklandi er hópur
munka úr grísku réttrúnaðar-
kirkjunni sem stefna að því að slá
í gegn í poppheiminum á Evrópu.
Þeir hafa þegar slegið í gegn í
heimalandi sínu með sölu á geisla-
diskum en vilja ná til breiðari
hóps. Því hafa þeir gripið til þess
ráðs að syngja á ensku. Til gam-
ans má geta að eitt laganna kalla
þeir „Anarchy and Rock.“ Um-
boðsmaður munkanna, faðir Nekt-
arios, segir tilganginn með þessu
að bjarga sálarheill ungmenna frá
freistingum nútímans og færa
nær Guði. Til þess þurfi að beita
sömu aðferðum og djöfullinn. ■
„Ég var að sjá Requiem for a Dream i fyrsta
skiptið. Mér fannst hún vera eins og gott
skíðastökk, byrjaði rólega og endaði í geð-
veiki. Svo mæli ég með bandi sem heitir
Engine Down, er hvergi til, fólk verður bara
að ná í tónlist þeirra á Netinu."
Sólblóm Van Goghs:
Segja málverkið ekki fcdsað
Eins og gott skíðastökk
amsterdam Listfræðingar hafa
komist að þeirri niðurstöðu að
málverk Vincent van Goghs, Sól-
blómin, sé ekki fölsun. Mikil styr
hefur staðið um þetta verk en nú
hafa sérfræðingar í Listasafni
Van Gogh í Amsterdam gefið út
niðurstöður sem segja að til séu
skjöl sem staðfesta að bróðir Van
Goghs, Theo, hafi verið fyrstur
eigenda.
Málverkið var keypt af trygg-
ingafyrirtækinu Yasuda og Mar-
ine árið 1987. í kjölfar sölunnar
lýsti Geraldine Norman, listfræð-
ingur, því yfir að næstum öruggt
væri að Van Gogh hefði ekki mál-
VINCENT VAN GOGH
að það. Hún hélt því fram að verk-
ið hefði verið falsað af Claude-
Emile Schuffenecker. Aðrir efa-
hyggjumenn sögðu það málað af
Paul Gauguin, einum dyggasta
stuðningsmanni Van Goghs.
Einnig voru þær röksemdir
nefndar fyrir fölsun að engar
heimildir væru um verkið hvorki í
skrifum málarans né í fórum fjöl-
skyldu hans.
Þrátt fyrir að listfræðingarnir
haldi því nú fram að málverkið sé
ekki fölsun viðurkenna þeir að
Schuffenecker hafi átt þátt í því
að gera málverkið upp og bætt lít-
illega við það. ■
SÓLBLÓMIN
Hægt er að skoða myndina í Van Gogh-
safninu í Amsterdam.
1 METSÖLUBÆKURNAR |
METSÖLULISTI EYMUNDSSON YFIR ERLENDAR BÆKUR DACANA 2.-8. APRÍL Mary Higgins Clark: ON THE STREET WHERE YOU LIVE
ff% Ruth Rendell: ADAM AND EVE AND PINCH ME
P.D. James: DEATH IN HOLY ORDERS
O Kathy Reichs: FATAL VOYAGE
fí Stephen Koonts: AMERICA
Kyle Mills: BURN FACFOR
ffþ Wilbur Smith: WARLOCK
O Stephen King: DREAMCATCHER
Q Dennis Lehane: MYSTIC RIVER
(Tf) Jack Higgins: W THE KEYS OF HELL
MIÐVIKUDAGURINN
3. APRIL
MÁLÞINC
12.15 Málstofa f tengslum við kennslu ■
stjórnskipunarrétti í lagadeild
Háskóla Islands verður haldin í
dag í stofu L-101 í Lögbergi. Um-
ræðuefnið verður Málstofa um
mannréttindi: Staða félagalegra
mannréttinda í lýðræðisþjóðfé-
lagi.
20.00 Reykjavíkur Akademínna, Sagn-
fræðifélag íslands og Lögfræð-
ingafélag Islands boða til mál-
þings í húsnæði Akademíunnar,
JL-húsinu við Hringbraut 121, 4.
hæð. Málþingið fjallar um þarfir
vímuefnaneytenda og úrræði
refsivörslukerfisins. Erindi halda:
Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrota-
fræðingur, Erlendur S. Baldursson,
afbrotafræðingur, og Benedikt
Bogason, héraðsdómari.
FUNDUR_____________________________
20.00 Hjálmar W. Hannesson, sendi-
herra (slands í Kanada, hefur al-
mennt rabb um samskipti land-
anna tveggja í kvöld á vegum
Vináttufélags fslands og
Kanada. Fundurinn er haldinn í
Lögbergi, Háskóla fslands, stofu
102. Allir velkomnir.
FÉLAGSSTARF________________________
11.00 Félag eldri borgara í Hafnarfirði,
Hraunseli, Flatahrauni 3. í dag
verður linudans kl. 11.00 myndlist
og pílukast kl. 13.30.
OPIÐ HÚS___________________________
20.30 Skotveiðifélag fslands verður
með opið hús í Ráðhúskaffi,
Ráðhúsinu í Reykjavík. Páll Her-
steinsson fjallar um refinn.
LEIKHÚS____________________________
14.00 Snúður og Snælda sýna í dag
söng- og gamanleikinn f lífsins
ólgusjó og dramatíska gaman-
leikinn Fugl í búri.
KVIKMYNPIR_________________________
20.00 Filmundur sýnir í Háskólabíói
myndina "Arne í Ameríku:
Hasarmynd", þar sem fylgst er
með ofurhuganum Arne Aarhus
og félögum hans á ferðalagi í
Bandaríkjunum.
SÝNINCAR___________________________
Sýningin Breiðholtið frá hugmynd til
veruleika stendur yfir í Listasafni
Reykjavikur - Hafnarhúsi. Þar eru
sýndar teikriingar og skissur þeirra sem
skipulögðu Breiðholtshverfin þrjú ásamt
Ijósmyndum af hverfinu óbyggðu og
byggðu. Þá eru á sýningunni, í samstarfi
við RÚV, ýmis konar myndefni sem
tengist Breiðholtinu ásamt útvarpsupp-
tökum með efni frá uppbyggingartíma
hverfisins. Sýningin stendur til 5. maí.
Handritasýning í Stofnun Árna Magn-
ússonar, Arnagarði við Suðurgötu.
Handritasýningin er opin kl. 14 -16
þriðjudaga til föstudaga.
Sýningin Landafundir og ragnarök
stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu.
Sýningin er samstarfsverkefni við Landa-
fundanefnd og fjallar um landafundi og
siglingar Islendinga á miðöldum með
áherslu á fund Grænlands og Vínlands.
MYNDLIST___________________________
Daði Guðbjörnsson sýnir olíumálverk í
Baksalnum í Galleríi Fold við Rauðar-
árstíg. Sýninguna nefnir Daði BBB, eða
Bátar, Beib og Bíbar. Sýningunni lýkur
í dag.
Myndlistarmaðurinn Hjörtur Hjartarson
sýnir nýjar myndir í Hafnarborg, menn-
ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á
sýningunni verða bæði teikningar og
málverk sem unnin eru á síðustu tveim-
ur árum. Sýningin er opin alla daga
nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og hún
stendur til 14. apríl.
Lyftir Ijóðinu af blað-
síðunni og færir í söng
Hörður Torfason sendir frá sér nýjan geisladisk með lögum við ljóð
Halldórs Laxness.
tónlist Hörður Torfason sendir
frá sér nýjan geisladisk næst-
komandi fimmtudag sem ber
nafnið Söngvaskáld. Á disknum
er að finna lög Harðar við kvæði
Halldórs Laxness utan eins
bandarísks þjóðlags við Erfiljóð
Einars í Undirhlíð eftir Rósu.
Hörður segist ungur að árum
hafa byrjað að semja lög við ljóð
Halldórs. Fyrstu opinberu tón-
leikarnir með ljóðum Halldórs
voru haldnir árið 1970 og svo aft-
ur í Kaupmannahöfn árið 1982.
Það var svo árið 1992 að hann
fékk tækifæri til að syngja fyrir
skáldið sjálft. „Hvernig Halldór
notaði málið og margfeldnið í
textunum heillaði mig. Ég var oft
lengi að skilja hvað hann ætti
við.“ Hörður segist ekki geta gert
upp á milli ljóða Halldórs. „Það
er nú svo með góð ljóð að í þau er
sótt aftur og aftur og nýjar vídd-
ir opnast. Þegar maður les text-
ann situr alltaf eitthvað eftir sem
maður tekur með sér út í lífið.
Þetta er eitthvað sem ég hef
reynt að gera með minni vinnu.
Að lyfta ljóðunum af blaðsíðun-
um og færa þau í söng og láta þau
ljóma og hljóma."
Hörður er um þessar mundir
búsettur í London. Hann segist
eyða miklum tíma í að flakka um
heiminn sem hann segir að komi
sér sífellt á óvart. „Ég öðlast
ákveðna fjarlægð frá íslandi
sem mér finnst nauðsynlegt í
mínu starfi og nota ég ferðalögin
til að skrifa og semja. Ég er svo
heppinn að geta tekið starfið með
mér sem samanstendur af lítilli
ferðatölvu og gítar.“
Á útgáfudegi geisladisksins
byrjar hringferð Harðar um
lándið með tónleikum á Djúpa-
vogi. Hápunktur tónleikaferða-
lagsins er síðan í Reykjavík 19.
apríl í íslensku óperunni. „Það er
ekki hægt að líkja saman tón-
leikahaldi og geisladiski. Það er
HORÐUR TORFASON
„Það hefur fylgt mér frá æsku að semja lög við Ijóð. I skólanum neyddust börnin til að
læra utan að Ijóð sem enginn skildi. Þá greip ég til þess ráðs að semja lög við Ijóðin
og lærði þau þannig utan að. Laxness kom fljótlega inn I myndina hjá mér."
önnur stemmning að sitja einn á
sviði með gítar og ræða við fólk
og túlka. Fólk kann að meta það
og það hefur líka sýnt sig. Þegar
ég hóf ferilinn var ég yfirlýstur
hommi og átti undir högg að
sækja. Mér var hótað lífláti, fékk
ekki húsnæði og enginn sótti tón-
leikana mína. En ég gafst ekki
upp og hélt ótrauðr áfram og fór
hringferðir um landið, jafnvel
þótt ég þyrfti að koma mér í
burtu í snarhasti eftir tónleikana
vegna hótana. En þetta er fórnar-
kostnaður brautryðjenda og nú
eru breyttir tímar. Eftir að hafa
unnið markvisst allan tímann og
ekkert gefið eftir er nú svo kom-
ið að oft duga ekki einir tónleikar
heldur þarf ég iðulega að bæta
við.“
Hörður sem stafað hefur sem
söngvaskáld síðan 1967 segist
ekkert á leiðinni að hætta. „Ég
sagði einhvern tímann að ég
myndi taka mér frí þegar ég yrði
níræður. Eftir árshlé myndi ég
síðan byrjað á ný. Þetta er árát-
ta.“
kolbrun@frettabladid.is
Hörður Ágústsson hefur opnað sýningu
á verkum sínum I i8 gallerí. Verkin sem
verða til sýnis voru öll unnin á árunum
1955 til 1975. Gallerí i8 er opið þriðju-
daga til laugardaga frá klukkan 13-17.
Eygló Harðardóttir og Margrét H.
Blöndal sýna í Nýlistasafninu og nefn-
ist Skynjanir sem sýnast Verkin eru
unnin sérstaklega fyrir sýninguna og eru
þær aðskildar sem þó hafa áhrif hver á
aðra. Safnið er opið miðvikudaga til
sunnudaga kl. 13-17. Sýningin stendur
til 14. apríl.
Magnús V. Guðlaugsson sýnir í Gallerii
Sævars Karls. Sýningin ber heitið Fugl-
ar og fólk en þar klæðir Magnús gínur í
fatnað úr verslun Sævars Karls og hefur
að fyrirmyndum íslenska fugla. Auk
Magnúsar koma Jóhann Óli Hilmarsson,
fuglaljósmyndari, og Sævar Karl að sýn-
ingunni. Sýningin stendur til 4. april.
Finnsku listamennirnir Timo Mahönen
og Juha Metso hafa opnað sýninguna
Art Marines I Gallerí Skugga, Hverfis-
götu 39. Þar sýna listamennij;nir 18 Ijós-
myndir sem er hluti af verkefni sem þeir
kenna við Art Marines. Gallerí Skuggi er
opið alla daga nema mánudaga kl. 13-
17.
Listasafn fslands hefur opnað sýningu
á Diabolus, verki Finnboga Pétursson-
ar sem hann hannaði og smíðaði fyrir
íslenska sýningarskálann á myndlistar-
tvíæringnum I Feneyjum á Ítalíu 2001
en þar var hann fulltrúi islands. Diabolus
er innsetning í formi hljóðskúlptúrs. Sýn-
ingunni lýkur 14. apríl. Lístasafnið er
opið alla daga nema mánudaga kl 11-
17. Ókeypis aðgangur er á miðvikudög-
Elín Guðmundsdóttir sýnir í galleríi
Nema hvað. Sýninguna kallar Elín .
"Mæðgur nema hvað". Þar sýnir hún
teikningar eftir sjálfa sig og dóttur sína
sem hún hefur breytt með tilliti til rýmis-
ins I galleríinu. Opið er mánudaga,
þriðjudaga og miðvikudaga kl. 16-18.30
og um helgar kl. 13-17.
Þrjár sýningar eru nú I tengslum við
Gallerí Fold. I Rauðu stofunni er sölu-
sýning á 18 pastelverkum eftir Hring Jó-
hannesson. Verkin eru myndaröð sem
hann vann árið 1990 á sólarströnd. I
Ljósafold stendur yfir kynning á Ijós-
myndum Magnúsar Óskars Magnús-
sonar en á síðasta ári kom út bókin
Face to Face eftir Magnús. I Baksalnum
sýnir Inger Helene Bóasson Ijósmyndir
en sýninguna nefnir listakonan Litið um
öxl. Safnið er opið daglega frá kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl.
14-17.
I Listasafni íslands standa fjórar sýning-
ar á verkum í eigu safnsins. Sýningarnar
nefnast einu nafni Huglæg tjáning -
máttur litarins. Dæmi af íslenskum
expressjónisma. Sýnd eru verk Jóhann-
esar S. Kjarval, Finns Jónssonar, Jó-
hanns Briem og Jóns Engilberts. Lista-
safn íslands er opið alla daga nema
mánudaga kl. 11 til 17. Ókeypis er í
safnið á miðvikudögum. Sýningin stend-
ur til 14. apríl.
Tilkynningar sendist á
ritstjorn@frettabiadid.is