Fréttablaðið - 03.04.2002, Síða 17
MIÐVIKUPAGUR 3. apríl 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
17
Islenska óperan:
Blessad
barnalán
leikrit Leikfélag Akureyrar sýndi
um páskana ærslaleikinn Blessað
barnalan eftir Kjartan Ragnars-
son í íslensku óperunni. Ákveðið
hefur verið að hafa aukasýningu
laugardaginn 7. apríl.
Blessað barnalán er ærslafull-
ur gamanleikur - eða farsi, og var
verkið samið sérstaklega fyrir
Leikfélag Reykjavíkur og sett upp
af LR í Iðnó fyrir rúmum tuttugu
árum. Sýningin hlaut afburðavið-
tökur áhorfenda og er í hópi vin-
sælustu leiksýninga í íslensku
leikhúsi frá upphafi. Það er fyrst
ÞORSTEINN
BACH-
MANN
Sjö ár eru
síðan Leikfé-
lag Akureyrar
sýndi síðast í
Reykjavík.
nú með þessari sýningu LA að
verkið kemur á ný á fjalir í ís-
lensku atvinnuleikhúsi.
Leikstjóri sýningarinnar er
Þráinn Karlsson. Leikendur eru:
Saga Jónsdóttir, Skúli Gautason,
Hildigunnur Þráinsdóttir, Laufey
Brá Jónsdóttir, María Pálsdóttir,
Þorsteinn Bachmann, Sunna
Borg, Hjördís Pálmadóttir, Sig-
urður Hallmarsson, Aðalsteinn
Bergdal og Aino Freyja Járvela. ■
Listahátíð:
Biðröð myndaðist á fyrsta degi
listahátíð Miðasala Listahátíðar
hófst í gær kl. 11 og er ljóst að
mikill áhugi er á viðburðum hátíð-
arinnar. Þrátt fyrir að hægt sé að
senda inn pantanir á mida-
sala@artfest.is voru margir
mættir við dyrnar þegar opnað
var enda ganga þeir fyrir sem
mæta á staðinn. Enginn einn
viðburður virðist taka öðrum
fram en samt er ljóst að mest er
spurt um miða á sígaunasveitina
Taraf de Haidouks, sópransöng-
konuna June Anderson og kúbön-
sku salsasöngvarana Vocal
Sampling. Einnig er mikil eftir-
spurn eftir miðum á einleikstón-
leika fiðluleikarans Maxim
Vengerov sem nýlega hélt tónlei-
ka fyrir fullu húsi í Royal Albert
Hall og á argentínsku
tangósýninguna enda eru margir
tangóunnendur hér á landi.
Miðasalan er í Bankastræti 2
og er opin alla virka daga frá kl.
11-19 og á laugardögum kl. 10-14.
MIKILL ÁHUGI Á LISTAHÁTÍÐ
Löng biðröð hafði myndast áður en miða-
salan opnaði i gær. Ljóst er að margir ætla
ekki að láta listviðburði hátíðarinnar fram
hjá sér fara.
Skáldsögur Halldórs Laxness fara víða:
Atómstöðin gefin út í
Bretlandi eftir 40 ára hlé
bækur Réttindastofa Eddu - miðl-
unar og útgáfu hefur gengið frá
samningum við Harvill Press um
útgáfu á Atómstöðinni eftir Hall-
dór Laxness í Englandi. Þá hefur
verið samið við Editoro Globo um
að gefa út Sjálfstætt fólk í Bras-
ilíu, auk þess sem sú bók kom ný-
verið á markað í Hollandi og hef-
ur hún nú þegar verið endur-
prentuð.
Atómstöðin kom fyrst út í
Bretlandi árið 1961 í innbundnu
formi og í kilju. Magnús Magnús-
son þýddi verkið. Sagan hefur
verið ófáanleg undanfarna fjóra
áratugi í Englandi en árið 1982
kom hún út hjá iitlu forlagi í
Bandaríkjunum. Harvill Press er
meðal virtustu bókaforlaga í hin-
um enskumælandi heimi og gef-
ur út verk eftir marga af helstu
höfundum samtímans, bæði aust-
an hafs og vestan. Má þar nefna
Jose Saramago sem fékk bók-
menntaverðlaun Nóbels 1998 og
Cees Nooteboom sem hlotið hef-
ur bókmenntaverðlaun Evrópu.
Áður hefur forlagið gefið út
Sjálfstætt fólk og Brekkukots-
annál.
Sjálfstætt fólk kemur út á
portúgölsku í Brasilíu hjá Ed-
itora Globo en síðast var gefið út
verk eftir Halldór Laxness í því
landi árið 1970 og var það Atóm-
stöðin. Útgáfufyrirtækið Editoro
Globo stendur á gömlum merg en
það var stofnað árið 1883. Það
gefur út bækur, dagblöð, tímarit,
myndbönd og DVD-diska en með-
al erlendra höfunda á útgáfulista
forlagsins eru Marcel Proust,
Sommerset Maugham, George
Orwell og Balzac.
Segja má að Sjálfstætt fólk
gangi nú í endurnýjun lífdaga út
um víða veröld. Bókin kom út í
Hollandi í febrúar sl. en þar hef-
ur hún ekki verið fáanleg síðan
fyrir síðari heimsstyrjöld. Fyrsta
prentun seldist upp á skömmum
tíma og er önnur prentun nú á
leið í verslanir. ■
HALLDÓR LAXNESS
Gyldendal-bókaútgáfan keypti nýlega út-
gáfuréttinn á Sjálfstæðu fólki í Danmörku.
Sagan verður í fyrsta sinn gefin út í einu
bindi þar í landi á afmælisdegi Halldórs
Laxness, þann 23. apríl næstkomandi með
formála eftir Uffe Ellemann-Jensen.
SlML 533
Yeistu hvernig góður matur
og vín eiga að vera?
Viltu reka matsölustað og pöbb?
Fasteignasalan Höfði var að taka að sér það skemmtilega verkefni að
sjá um sölu á einu besta veitingahúsi bæjarins sem er þekkt fyrir
góðan mat og þjónustu, hlýlegan matsal og vinsælan bar sem selur
um 20 X 30 lítra bjórkúta = 600 lítra á viku.
Þetta veitingahús
Nú leitum við
Og ef svo er
hefur verið mörg ár í rekstri hjá sama aðila og er þar af
leiðandi fast mótað, vel skipulagt og vel tækjum búið.
að traustum og fjársterkum aðila sem treystir sér til að
reka þennan frábæra veitingastað.
hafið samband við Ásmund á fasteignasölunni Höfða,
Suðurlandsbraut 20, eða í síma 5336050/8953000.
Opið kl. 9-17 virka daga • www. hofdi.is