Fréttablaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 17
FIMIVITUPAGUR 4. apríl 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 17 Ríkey Ingimundardóttir: Braut á sér úlnlið og málaði með tánum myndlist Myndlistarmaðurinn Rík- ey Ingimundardóttir sýnir um þessar mundir í salarkynnum Há- skólabíós. Á sýningunni eru mál- verk, skúlptúrar, lágmyndir og glerverk. Þar á meðal er stytta af söngkonunni Björk og brjóst- mynd af Hallbirni frá Skaga- strönd. í samtali við Ríkey kom fram að listakonan varð fyrir því óhappi í september í fyrra að brjó- ta á sér úlnlið á hægri hendi. Þar áður hafði hún átt við svipuð meiðsl að stríða á þeirri vinstri. „Ég lét það ekki stoppa mig. Ég er svo mikill vinnualki að ég tók til þess ráðs að mála með tánum.“ Hún segir að meðan á sýningunni standi verði í gangi getraun þar sem fólki er gefinn kostur á að giska á þá mynd sem máluð var með þessari óvenjulegu aðferð. Á launum sé eitt verka Ríkeyjar. „Ég var bara nokkuð ánægð með út- komuna á myndinni og það er aldrei að vita nema ég haldi þessu áfram, það er að segja ef ég fótbrýt mig ekki,“ bætti hún við og hló. Ríkey stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og útskrifaðist árið 1983 frá mynd- mótunar, myndhöggvara-og ker- amik deildum skólans. Allar götur síðan hefur hún starfrækt eigin vinnustofu og gallerí á Hverfis- götu 59 í Reykjavík. Sýning Rík- eyjar er 60. einkasýningin og stendur hún út apríl. n EITT VERKA RÍKEYJAR Þessi mynd er í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen og heitir Ást. Myndina gaf hann eiginkonu sinni f afmælisgjöf. SÝNINGAR_____________________________ Sýningin Breiðholtið frá hugmynd til veruleika stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Þar eru sýndar teikningar og skissur þeirra sem skipulögðu Breiðholtshverfin þrjú ásamt Ijósmyndum af hverfinu óbyggðu og byggðu. Þá eru á sýningunni, í samtarfi við RÚV, ýmis konar myndefni sem tengist Breiðholtinu ásamt útvarpsupp- tökum með efni frá uppbyggingartíma hverfisins. Sýningin stendur til 5. maí. Handritasýning í Stofnun Árna Magn- ússonar, Arnagarði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14 -16 þriðju- daga til föstudaga. Sýningin Landafundir og ragnarök stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er samstarfsverkefni við Landa- fundanefnd og fjallar um landafundi og siglingar Islendinga á miðöldum með áherslu á fund Grænlands og Vínlands. NIYNPtlST____________________________ Breski listhópurinn Crash fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli sínu og efnir af því tilefni til yfirlitssýningar um stafsemi sína i Gallerí Skugga í Reykja- vík. Á sýningunni er að finna grafísk hönnunarverkefni sem Crash hefur birt m.a. í tímaritum og á veggspjöldum í því skyni að gagnrýna ímyndamótun fjöl- miðla með þeirra eigin aðferðum. Sýn- ingin stendur til 14. apríl. Opnunartími gallerísins er milli kl. 13 og 17 frá þriðju- degi til sunnudags. Myndlistarkonan Ríkey Ingimundar- dóttir sýnir um þessar mundir í salar- kynnum Háskólabíós. Á sýningunni eru málverk, skúlptúrar, lágmyndir og gler- verk. Sýningin stendur út apríl. Myndlistarmaðurinn Hjörtur Hjartarson sýnir nýjar myndir í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á sýningunni verða bæði teikningar og málverk sem unnin eru á síðustu tveim- ur árum. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og hún stendur til 14. apríl. Hörður Ágústsson hefur opnað sýningu á verkum sínum í i8 galleri. Verkin sem verða til sýnis voru öll unnin á árunum 1955 til 1975. Gallerí i8 er opið þriðju- daga til laugardaga frá klukkan 13-17. Eygló Harðardóttir og Margrét H. Blöndal sýna í Nýlistasafninu og nefn- ist hún Skynjanir sem sýnast. Verkin eru unnin sérstaklega fyrir sýninguna og eru þær aðskildar sem þó hafa áhrif hver á aðra. Safnið er opið miðvikudaga til sunnudaga kl. 13-17. Sýningin stend- ur til 14. apríl. Magnús V. Guðlaugsson sýnir i Galleríi Sævars Karls. Sýningin ber heitið Fugl- ar og fólk en þar klæðir Magnús gínur í fatnað úr verslun Sævars Karls og hefur að fyrirmyndum íslenska fugla. Auk Magnúsar koma Jóhann Óli Hilmarsson, fuglaljósmyndari, og Sævar Karl að sýn- ingunni. Sýningin stendur til 4. apríl. Finnsku listamennirnir Timo Máhönen og Juha Metso hafa opnað sýninguna Art Marines í Gallerí Skugga, Hverfis- götu 39. Þar sýna listamennirnir 18 Ijós- myndir sem er hluti af verkefni sem þeir kenna við Art Marines. Gallerí Skuggi er opið alla daga nema mánudaga kl. 13- 17. Listasafn islands hefur opnað sýningu á Diabolus, verki Finnboga Pétursson- ar sem hann hannaði og smíðaði fyrir íslenska sýningarskálann á myndlistar- tvíæringnum í Feneyjum á Ítalíu 2001 en þar var hann fulltrúi Islands. Diabolus er innsetning í formi hljóðskúlptúrs. Sýn- ingunni lýkur 14. apríl. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl 11- 17. Ókeypis aðgangur er á miðvikudög- um. Tilkynningar sendist á rit- stjorn@frettabiadid.is Sendi- og vörubifreiðastjórar! hvítlist nn gott verð LEBURVÖRUOEILD Krókhálsi 3 • 110 Reykjavlk • Slmi 569-1900 • Fax 569-1901 • hvitlist&hvitlist.is FASTEIGNASALA SIMI 533-4040 heimasíða: www.kjor- eign.is Ármúli 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali ÞVERHOLT-GOTUHÆÐ Djassklúbburinn Múlinn: Ragnar Emilsson og félagar leika tónlist Gítarleikarinn Ragnar Emilsson leikur á djassklúbbnum Múlanum í kvöld ásamt hljóm- sveit sinni. Múlinn hefur aðsetur í Kaffileikhúsinu, Hlaðvarpan- um, Vesturgötu 3. Leikin verður frumsamin tón- list eftir Ragnar með áhrifum úr ýmsum áttum, m.a. úr rokki og ECM-djassi. Meðleikarar eru Birkir Freyr Matthíasson trompet, Kristinn Agnarsson trommur og Þorgrímur Jónsson kontrabassi. JÓN MÚLl ÁRNASON Djassklúbburinn Múlinn var stofnaður til heiðurs Jóni Múla sem lést l. apríl síðastliðinn. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00, miðaverð er 1.000 kr., 600 kr. fyr- ir námsmenn og eldri borgara. Athygli er vakin á því að ekki er tekið við kortum í miðasölu. ■ GLÆSILEG 314 M2 JARÐHÆÐ MEÐ GLUGGUM A 3 VEGU. SKIPTANLEGT. STÓRIR GLUGGAR. GOTT STIGAHÚS, LYFTA. GOTT GEYMSLUHÚSNÆÐI Á NEÐRI HÆÐ FYLGIR. MÖRG BÍLASTÆÐI FYLGJA. í LOKUÐU BÍLAHÚSI. LAUST STRAX. HAGSTÆÐ ÁHVÍLANDI LÁN. HAGSTÆTT VERÐ. VATNSBERINN Vatnsberinn stendur í nágrenni Veðurstofu íslands. Vatnsberinn er í uppáhaldi Björns Bjarnasonar: Dáist að hugmynda- auðgi listamannsins styttur Eitt sinn var sungið í dægurlagatexta um stytt- ur bæjarins sem enginn nennti að horfa á. Hvort það er satt skal látið kyrrt liggja. Hins vegar lék Fréttablaðinu forvitni á að vita hvort borgarstjóraefni framboðanna þriggja fyrir björn komandi kosningar ættu bjarnason sér einhverjar uppáhaldsstyttur. Fyrstur til að svara var Björn Bjarnason, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. „Mér kemur Vatnsberinn eftir Ásmund Sveinsson í hug. Styttan er einstaklega vel gerð og ber höfundi sínum fagurt vitni. Styttur Ásmundar hafa jafnan höfðað mikið til mín og ég dáist að hugmynda- auðgi hans og efnistökum. Vatnsberinn stendur auk þess í nágrenni mínu og geng ég jafnan í návist styttunnar, þegar ég fer í heilsubótargöngu. Hún er á fal- legum stað, þar sem hún nýtur sín vel. Vatnsberinn minnir á þá tíð í sögu Reykjavíkur, þegar konur þurftu að sækja vatn, stundum langan veg, í brunna.“ ■ NAM SX.E.IÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.