Fréttablaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 4. apríl 2002 FIMMTUDAGUR Höfum breytt, bætt og aukið vöruúrvalið Við erum 2ja ára afsláttur 4.-6. apríl Allir sem versla fyrir 15.000 krónur eða meira fá veiðiteyfi á Vatnasvæði Lýsu! S: 588-6500 • www.tax-a.is ATVINNUHUSNÆÐI TIL SÖLU EÐA LEIGU Kaplahraun, 225 fm 14,3 m. Suðurhraun, 200 fm. Akralind 2 300 fm. Miðhraun 15,5 m. góð eign fyrir fjárfesta Hvaleyrarbraut, 140 fm 12 m. Fullbúin kælum og búnaði f. matvælavinnslu. Lækjamelur, 1.560 fm. 60 m. Gnoðarvogur, 62 fm. 6 m. Glæsileg skrifstofa c. 60 fm + sam. Til sölu eða leigu. Efsta (9.) hæð í Stóra Turni, Kringl- unni. Útsýni yfir alla R.vík. V.14 m. Flatahraun 90 fm. V 7,9 m. Austurstræti, 500 fm. 180 m. Skipholt, 200 fm. Leiga. Lyngháls, 2.100 fm. Leiga. Brautarholt, 560 fm. Leiga Fyrirtæki. Mikið úrval á skrá. Gistiheimili Sólbaðsstofur Bifreiðav. Bílapartasala. íbúðahótel Matsölustaðir. Framköllunarþjónusta Verslanir. Heildsölur. Bifreiðaverkstæði Kaffi- og veitingahús Skemtistaðir. Blómaverslun. Salurinn í Kópavogi: Flytur verk ólíkra tímabila tónlist Unnur Fadila Vilhelms- dóttir heldur píanótónleikar í Salnum í kvöld kl. 20.00 Þar flyt- ur hún verk eftir Beethoven, Chopin og Prokofieff. Verkin á efnisskránni eru öll mjög ólík, enda fulltrúar fyrir ólík tímabil tónlistarsögunnar. Sónatan ópus 31, nr. 3 eftir Beethoven er verk fullt af gáska og húmor. Ballaða nr. 4 í f-moll eftir Chopin er róm- antískt verk, þar sem tvö and- stæð stef ganga í gegnum miklar breytingar. Píanósónata nr. 8 eft- ir Prokofieff er samin á tímum seinni heimsstyrjaldar og þykir bera þess vitni. Unnur Fadila Vilhelmsdóttir hóf nám í píanóleik sjö ára gömul í Barnamúsíkskóla Reykjavíkur og hóf að því loknu nám við Tón- listarskólann í Reykjavík. Hún lauk píanókennaraprófi 1990 og einleikaraprófi ári síðar. Þá hóf hún framhaldsnám í Bandaríkj- unum og lauk þaðan doktorsprófi í píanóleik haustið 1997. Eftir að hún fluttist heim til íslands frá Bandaríkjunum hefur hún verið virk í íslensku tónlistarlífi. Unn- ur kennir nú við Tónlistarskóla Kópavogs. ■ UNNUR FADILA VILHELMSDÓTTIR Unnur hefur hlotið ýmsa námsstyrki, m.a. frá The American Scandinavian Founda- tion, University of Cincinnati og Námustyrk Landsbanka íslands. Grófarhús: T • f V f * JLjoo íynr Palestínu uóðalestur Hópur ljóðskálda hefur tekið sig saman um að lesa ljóð til stuðnings palestínsku þjóðinni. Lesturinn fer fram í Grófarhúsi og hefst klukkan 20. Meðal höfunda má nefna Ingibjörgu Haraldsdóttur, Þorstein frá Hamri og Óskar Árna Óskarsson. ■ X 2002^ Miðstjórnarfundur, sveitar- stjórnarráðstefna ogstjórn- málaskóli Framsóknarflokksins Borgartúni 6, Reykjavík, 5.-7. apríl 2002 Föstudagur 5. apríl Miðstjórnar- fundur 17:00 17:15 18:00 18:45 20:00 22:00 Setning Ræða Halldórs Asgrímssonar, formanns Fram- sóknarflokksins Sveitarstjórnar- kosningar 2002 Matarhlé Almennarumræður Fundarslit Laugardagur 6. apríl Sveitarstjórnar- ráðstefna Á róðstefnunniverður fjallað um kosningastarf Framsóknarflokksins í komandi sveitarstjórnar- kosningum. 10:00 Setning 12:00 Matarhlé 18:30 Róðstefnuslit Sunnudagur 7. apríl Stjórnmála- skóli Nómskeiðfyrirfram- bjóðendur flokksins í sveitarstjórnarkosning- unum 2002. 09:00 Setning 16:30 Skólaslit Nánari upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 540 4300. FRAMSÓKNARFLOKKURINN Gagnrýna ímynda- mótun Qölmiðla Breski listahópurinn Crash fagnar fimm ára afmæli sínu á Islandi með sýningu í Gallerí Skugga. myndlist Breski listhópurinn Crash fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli sínu og efnir af því til- efni til yfirlitssýningar um starf- semi sína i Gallerí Skugga í Reykjavik og opnar hún í kvöld kl. 20. Á sýningunni er að finna graf- ísk hönnunarverkefni sem Crash hefur birt m.a. í tímaritum og á veggspjöldum í því skyni að gagn- rýna ímyndamótun fjölmiðla með þeirra eigin aðferðum. Anna Jóa, umsjónarmaður Gallerís Skugga, segir ástæðu komu þessara lista- manna hingað til lands vera að tímaritið Sleaze Nation ætli að vera með umfjöllun um Reykjavík í næsta tölublaði. Tveir meðlimir Crash, þeir Scott King og Mark Worley, starfi einmitt hjá tímarit- inu. King sé listrænn stjórnandi og Worley sé einn ritstjóra. Þess má geta að blaðið hlaut nýlega hönnunarverðlaun breskra tíma- ritaútgefenda fyrir bestu forsíðu og besta hönnunarverkefni. Anna Jóa segir Sleaze Nation vera jað- artímariti sem gefið sé út í Bret- landi fyrir ungt fólk og njóti mik- illa vinsælda. „Það má segja að þetta sé meiriháttar uppákoma því það er stór hópur fólks sem hingað kemur. Má nefna tvo hljómsveitarmeðlimi Earl Brutus sem ætla að sjá um tónlistina við opnuna í kvöld til kl. 22 og á eftir efnir Crash til afmælisfagnaðar á vínveitingahúsinu Sirkus." Crash varð til á krá í King's Cross í Lundúnum í janúar árið l’M IftílTH STUPID EITT VERKA CRASH Á sýningunni er að finna grafísk hönnunar- verkefni sem Crash hefur birt m.a. í tíma- ritum og á veggspjöldum 1997. Markmið hópsins er að skapa andófsrödd gegn ráðandi viðmiðum í breskri auglýsinga- og fjölmiðlamenningu. í verkum sín- um nýtir hópurinn sér aðferðir og ímyndir fjölmiðlanna og leitast þannig við að gagnrýna fjölmiðl- ana innan frá. Crash hefur m.a. haldið myndlistarsýningar í ICA, staðið fyrir námskeiðum og ýms- um uppákomum, en hefur auk þess hannað plötuumslög fyrir Propellerheads og Pet Shop Boys, og annast hönnun fyrir Malcolm McLaren. Scott King sýndi nýlega í Bar- CHE EÐA CHER Meðal þátta sem Crash hefur beint gagn- rýni sinni að er hin svonefnda „gaura- menning" (New Lad Culture), sem birtist m.a. í fjölda tímarita sem hafa unga karl- menn að markhópi sínum. bican Center í London auk þess sem hann heldur reglulega fyrir- lestra um ímyndamótun í fjölmiðl- um í listaskólum. Matt Worley skrifar greinar í Modern Reiew og The Guardian. Hann kennir sögu við University of Reading og hef- ur gefið út bók um kommúnista í Bretlandi. „Þetta eru flottir gaur- ar,“ segir Ánna Jóa, og „það er engin spurning að Reykjavík er mjög heit erlendis og þessi uppá- koma hér er einn liður í þeim vin- sældum." koibrun@frettabladid.is FIMMTUDAGUR 4. APRÍL FUNDUR SAFNAÐARSTARF 12.00 Þekkingarsetur heldur hádegis- verðarfund á Ský á Crand Hótel í dag undir yfirskriftinni Islenskur kfsildalur. Fundarstjóri er Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. 12.00 Dr. Annadís G. Rúdólfsdóttir fé- lagssálfræðingur verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla ís- lands í Norræna húsinu. Fyrirlest- urinn ber yfirskriftina "Ungar mæður". 20.00 Ný dögun stendur fyrir opnu húsi í safnaðarheimili Háteigskirkju í kvöld. Allir velkomnir. Ókeypis að- gangur - frjáls framlög 20.00 Hópur Ijóðskálda hefur tekið sig saman um að lesa Ijóð til stuðn- ings palestinsku þjóðinni og fer lesturinn fram í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, í kvöld og er öll- um opinn. 10.30 Á vegum Fella- og Hólakirkju er helgistund er alla fimmtudögum í Félagsmiðstöðinni Gerðubergi. Þar er lögð áhersla á biblíulestur og rýnt í texta næsta sunnudags. Kaffiveitingar eru í boði í lok stundarinnar. FÉLAGSSTARF 14.00 Einmánaðarfagnaður verður haldinn á vegum félagsstarfs eldri borgara i Kópavogi í Gjá- bakka, Fannborg 8, í dag. Þar verður upplestur, söngur og leið- beint í hannyrðum. Vöfflur seldar á staðnum. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. 10.00 Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt verður í dag í Bæjarútgerð kl. 10.00 til 11.30. Glerskurður kl. 13.00 og félagsvist kl. 13.30. UPPISTAND KVIKMYNDIR 22.30 Filmundur sýnir í Háskólabíói myndina "Arne í Ameríku: Hasarmynd", þar sem fylgst er með ofurhuganum Arne Aarhus og félögum hans á ferðalagi í Bandaríkjunum. 22.15 Radíusbræðurnir Steinn Ármann og Davíð Þór verða með uppi- stand á ísafold Sportkaffi í kvöld. Miðaverð er 1.000 kr. Húsið opn- ar kl. 20.00. LEIKHÚS 20.00 Borgarleikhúsið sýnir Fyrst er að fæðast í kvöld á Nýja sviðinu. Uppselt 20.00 Stúdentaleikhúsið sýnir nýtt, íslenskt leikverk, Upprisa holdsins í Stúdentakjallaranum. TÓNLEIKAR_____________________________ 20.00 Á Fimmtudatgsforleik Hins húss- ins leika í kvöld hljómsveitirnar Fake Disorder, Citizen ioe og Herógiymur. Tónleikarnir eru haldnir á Loftinu, Pósthússtræti 3-5. og standa til kl. 22.30. Að- gangur er ókeypis. 16 ára aldurs- takmark er á og skylda að sýna skilríki við innganginn. 20.00 Unnur Fadila Vilhelmsdóttir verð- ur með píanótónleika í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld. Á efnisskrá eru verk eftir Beethoven, Chopin og Prokofieff. 21.00 Gítarleikarinn Ragnar Emilsson leikur á djassklúbbnum Múlanum ásamt hljómsveit sinni í kvöld. Múl- inn hefur aðsetur i Kaffileikhús- inu, Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Leikin verður frumsamin tónlist eft- ir Ragnar með áhrifum úr ýmsum áttum, m.a. úr rokki og ECM-djassi. Meðleikarar eru Birkir Freyr Matthíasson trompet, Kristinn Agnarsson trommur og Þorgrímur Jónsson kontrabassi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.