Fréttablaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 4. apríl 2002 FIIVIIVtTUPAGUR HÁSKÓLABIO ___HAGATORGl • SlHI S30 1919 ■ STÆRSTA SÝNIHGARTJAID LAHOSIHS_ I hiimir snær guðnason l'TO. Sýnd kl. 5 og 10.30 Sýnd kl. 4, 7 og 10 IbEAUTIFUL MIND kl.7og9J0| |au kl. 101 AMELIE kl. 5.451 |PETER PAN kl. 5 SIDEWALKS OF NY kTÖ] ÍARNE AARHUS kl. 6,8 og 10.301 smnfíR^ bíú GCOoiby /oorTíhx' sfM« 544 0000 • www$marab;o.)s miTlMC MACHlNI |ET kl. 5.30, 8, Og 10.30 | íiill jPÉTUR PAN m/ísl. talí kl. 4 og 6 | |^|t| Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 vit 356 |SNOW DOCS kl. 4Í61 gjjj ÍBEAUTIFUL MIND 5.30, 8 og 10.40 | |AL1 kl. 8 og 10.10 [COLLATERAL DAMAGE kL 81 FRÉTTIR AF FÓLKI Lou Pearlman, maðurinn sem bjó til Backstreet Boys og N*Sync, hefur verið sýknaður af ákærum um að brjóta lög um vinnu barna. Það var móðir tveggja pilta úr sveitinni Take 5, sem floppaði illa, sem kærði Pe- arlman. Hún sagði að þeir hefðu verið látnir vinna langt fram yfir löglegan vinnutíma barna. Kærunni var vísað frá vegna skorts á sönnunargögn- um. Breski leikarinn Dudley Moore hefur verið lagður til hinstu hvílu. Hann var jarðaður í kirkjugarði ná- lægt heimili hans í New Jers- ey þar sem hann lést. Aðeins um 30 vinir og vandamenn voru viðstaddir at- höfnina, en lög- reglan sá til þess að halda blaðamönnum og ljós- myndurum fjarri. Moore lést á miðvikudaginn í síðustu viku eftir áralanga baráttu við sjald- gæfan heilahrörnunarsjúkdóm. MAiARiNNJHt Bagiarl»nd 1 • Kópavcui - Simi. 5«1 3500 BILLY WILDER LATINN Óskarsverðlaunaleikstjórinn Billy Wilder, sem m.a. gerði myndirnar „Some like it hot" og „Sunset Boulevard", lést á dögun- um. Hann var 95 ára að aldri. Nú styttist í nýja Oasis plötu og því ætti það að koma fáum á óvart að kjafturinn á Liam Gallagher sé kominn á skrið. Nú réðst hann á íslands- vinina í The Strokes. Hann sagði einu ástæðu þess að þeir gerðu svart/hvít mynd- bönd vera að þeir litu út eins og bólugrafnir lúðar í lit. Næst tók hann strákana í Starsailor fyrir og kallaði þá „vælukjóa“. Hann sagði að The Hives minntu sig helst á The Monkees. Hann baunaði einnig á Rolling Stones, og kalla þá letingja sem ekki nenntu að gera plötur lengur. Eina unga bandið sem hann sagði að þyrðu að rokka heitir Black Rebel Motorcycle Club en þeir hafa verið að hita upp fyrir Oasis á tónleikum. Jennifer Lopez hefur náð samkomulagi í máli sem hún höfðaði vegna myndbandsupp- töku af henni í ástarleik sem eigandi Death Row Records fullyrti að hann hefði undir höndum. Jennifer lagði inn kæru þegar kauði sagðist ætla að koma myndbandinu á framfæri á Netinu. Um leið og málið var komið í hendur lög- fræðinga sagði kauði að allt tal um kynlífsmyndband væri bara uppspuni. Þau tíðindi þykja lík- legast mikil vonbrigði fyrir netverja. STIG1á5.& [-=i Handrið GRIDehfDalbrekku 26, Kópavogi slml 5641880 www.grid.is Meira pláss, meiri styrkur I fyrradag var brotið blað í íslenskri útvarpssögu þegar fyrsta tal- málsrásin, eingöngu byggð á fréttum, spjalli og sporti, fór í loftið. Ut- varp Saga 94,3, er því stöðugt með puttann á púlsi þjóðarsálarinnar. HALLCRÍMUR THORSTEINSSON Að störfum, en hann er með þætti á milli kl.14 og 16, alla virka daga. útvarp „Ég hef talað fyrir þessu innan veggja þessa fyrirtækis í mörg ár,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson, einn af þrem framlínumönnum Útvarps Sögu. „Reynslan er fyrir hendi annars staðar. Svona frétta- og talmáls- stöðvar þar sem tónlist er víðs fjarri eru alla jafna í efstu sæt- um í hlustendakönnunum er- lendis. Ef hugmyndin er fram- kvæmd vel, þá ætti hún að gera sig.“ Fyrir utan bakgrunnstónlist og kynningarstef er ekki leikin mínúta af tónlist. Ekki nema í þeim undantekningum sem ver- ið er að fjalla um hana sérstak- lega. Stöðin er í loftinu allan sól- arhringinn, en á næturnar er efni dagsins endurflutt. Hinir tveir framlínumennirn- ir eru Hrafn Jónsson, sem fylgir eftir fréttum á Hrafnaþingi í há- deginu alla virka daga, og Sig- urður G. Tómasson, sem er í loftinu alla virka daga á milli kl. 9 og 11. Ingvi Hrafn er reyndar ekki mættur til leiks enn, þar sem hann er að hlaða batteríin og liðka málbeinið í Flórída. „Við erum allir að sinna þjóð- málaumræðunni. Við tölum sam- an á hverjum degi, erum í stöð- ugu sambandi í gegnum tölvu- póst og síma. Þannig verður samfella í allri umfjöllun og menn því ekki að endurtaka sig.“ Yfir daginn fara um fimm klukkustundir í sportið, klukku- stund í sérfræðiþætti og aðrar fimm í þjóðfélagsumræðuna. „Fimm tíma þjóðmálaum- ræða á hverjum degi er náttúru- lega feykilega mikil yfirferð. Það er kosturinn við þetta. Við höfum auka tíma þar sem tón- listin tekur ekkert pláss. Þar á móti kemur líka að við blöndum hlustendum inn í umræðuna. Þannig að þegar upp er staðið þá finnst mér ég persónulega ekk- ert fá neitt meiri tíma til þess að fjalla um einstök mál en ég hafði á tónlistarstöðvunum. En þetta er sterkur miðill, vegna þess að plássið er mikið.“ Hallgrímur segir að hlustend- um sé boðið að leggja orð í belg við hvert málefni og að oft komi það verulega á óvart hvað fólk í þjóðfélaginu hafi til málanna að leggja. „Við tökum þannig upp hluti sem fara fram hjá öðrum miðl- um. Vegna þess að við erum í svo nánu sambandi. Það er mín reynsla á svona framtaki að allt í einu dúkkar upp mál sem verður stórt og mikið með þjóðinni. Mál sem hefur kannski blundað í fermingarveislum og svoleiðis. Þetta eru kannski mál sem hafa ekki verið í fjölmiðlum. Umfjöll- unarefnin taka því mið af þessu eðli stöðvarinnar. Þannig erum við að spegla, en vissulega erum við líka að vekja athygli á ein- staka málum út frá eigin brjósti. Mál sem okkur þykir ástæða til þess að fjalla um, nákvæmlega eins og aðrir miðlar," segir Hall- grímur að lokum. biggi@frettabladid.is Anna Kournikova: Styrktaraðilinn óánægður SVID5UÓS Rússneska tennisstjarn- an Anna Kournikova, sem líkleg- ast er þekkt fyrir flest annað en hæfni sína á vellinum, hefur feng- ið afar leiðinlega tilkynningu frá styrktaraðila sínum Adidas. Þeir eru greinilega orðnir leiðir á því hversu erfitt stúlkan á með það að vinna leiki sína. í tilkynningunni sögðu þeir henni að ef henni færi ekki að ganga betur á vellinum, myndu þeir minnka peningaflæð- ið til hennar. Anna hefur hingað til verið ein tekjuhæsta tenniskona heims, þrátt fyrir að hafa aldrei sigrað á móti á ferli sínum. Hún hefur tekið þátt á um 100 mótum hingað til. Kournikova hefur hæst farið í 8. sæti styrkleikalistans en er nú fallin í 66. sætið. Anna virðist hafa meiri áhuga þessa dagana á kærasta sínum, Enrique Iglesias, og því að gerast leikkona en að koma sínum fyrsta gullpeningi í verðlaunskápinn. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.