Fréttablaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 9
FIMMTUPAGUR 4. apríl 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 9 Áfram reynt að gefa Keikó frelsi en útgjöld skorin niður við trog: Keikó verður að láta 50 milljónir duga í ár vísindi Rekstrarkostnaður vegna háhyrningsins Keikós verður í ár aðeins fjórðungur þess sem hann var í fyrra, eða um 50 milljónir króna í stað 200 milljóna. Samdrátturinn er samhliða því að helsti fjárhagslegi bak- hjarl Keikós, bandaríski auðkýf- ingurinn Craig McCaw, er að hverfa frá verkefninu. Að sögn Halls Hallssonar, talsmanns sam- takanna Ocean Futures, verður þó áfram reynt að veita Keikó frelsi. Árangurinn í fyrra bendi til að ekki sé útilokað að það tak- ist. „Bandaríkjamennirnir eru einbeittir í að halda verkinu áfram og það munu aðrir taka upp merkið. Samtökin skuld- bundu sig til að annast velferð skepnunnar svo lengi sem hún lifir. Sá ásetningur er algjörlega óhaggaður. En frá í haust höfum við verið að minnka umfang verkefnisins," segir Hallur. BARNADEILD LANDSPÍTALANS or 13E BARNADEILD „Það er erfitt að saka fólk um eitthvað sem menn vita ekki með vissu. Það er ægilegt vopn ef því er misbeitt," segir Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans. Trúnaður vík- ur fyrir grun um ofbeldi Lækningaforstjóri Landspítalans segir heil- brigðisstéttir ekki eiga að hlífa sér við því að til- kynna grun um ofbeldi gegn börnum. Þreföld- un varð í tilkynningum í fyrra eftir að upp komst að spítalinn hafði látið undir höfuð leggjast að upplýsa yfirvöld um óútskýrt hand- leggsbrot átta mánaða gamallar stúlku. barnavernd Jóhannes Gunnars- son, lækningaforstjóri Landspít- alans, segir að á spítalanum hafi verið hert mjög á öllum vinnu- reglum vegna tilkynninga um grun um ofbeldi gegn börnum. Það hafi verið gert eftir að í ljós kom að spítalinn hafði ekki upp- lýst barnaverndaryfirvöld um átta mánaða telpu með óútskýrt handleggsbrot. Litla stúlkan kom með óút- skýrt handleggsbrot á Landspít- alann 13. febrúar í fyrra. Jóhann- es segir að eftir að uppskátt varð um málið nokkrum mánuðum eft- ir að stúlkan kom til meðferðar, í lok maí, hafi verið haldnir fundir með lykilmönnum á slysadeild og barnadeildum: „Það var skerpt á því að menn hlífðu sér ekki við því að tilkynna um mál sem vekja grunsemdir. Við munum herða á þessu með beinskeyttari starfsreglum sem menn hafa fyrir augunum hér innanhúss. Börnin eiga að njóta vafans,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir mál litlu stúlkunnar hafa leitt til þess að tilkynningum frá spítalanum um hugsanlegt ofbeldi hafi fjölgað mikið. í Fréttablaðinu í gær sagði einmitt frá því að f jöldi slíkra til- kynninga hefði þrefaldast í Reykjavík í fyrra. Tilkynningar um grun um of- beldi gagnvart börnum hafa ver- ið afar fáar hérlendis miðað við víða annars staðar. Jóhannes seg- ir þó að menn hafi ekki ályktað af því að börn hér væru síður beitt ofbeldi en börn í öðrum löndum. Ástæðan væri skortur á árvekni. „Það vita það allir sem vilja vita að börn eru beitt meira eða minna óhóflegu valdi í öllum samfélögum," segir hann. Jóhannes minnir á að heil- brigðis starfsmenn þurfi að gæta trúnaðar gagnvart skjólstæðing- um sínum, líka þeim sem leiti að- stoðar fyrir börn sín. En þó starfsmenn séu vanir að gæta trúnaðar þá segi barnaverndar- lögin að þagnarskyldan víki fyrir tilkynningarskyldunni. „Þetta er dauðans alvara. Það er erfitt að saka fólk um eitthvað sem menn vita ekki með vissu. Það er ægilegt vopn ef því er misbeitt," segir Jóhannes. Aðspurður játar Jóhannes að oft hugleiði menn hvort þeir sem beita börn ofbeldi komi þeim ekki undir læknishendur næst þegar þörf krefur ef læknar til- kynna yfirvöldum um grunsemd- ir sínar. „Þetta getur verið tví- eggjað. Menn eru að vega þetta og meta með sjálfum sér. Það eiga þeir ekki að gera lögin eru alveg skýr,“ segir Jóhannes. gar@frettabladid.is KEIKÓ Framlag til umönnunar Keikós hefur dregist saman um 75% milli ára. í fyrfa nam rek- strarkostnaður Keikóverkefnisins 200 milljónum króna en aðeins 50 milljónum í ár. Hallur segir enn ekki ákveðið hvort Keikó verði áfram í Kletts- vík eða flytjist að Stykkishólmi. Óli Jón Gunnarsson, bæjar- stjóri í Stykkishólmi, segir unnið að því að Keikó komi þangað. Hann telur fréttirnar af McCaw ekki hafa áhrif á það. „Það stóðu ekki til nein pen- ingaframlög af okkar hálfu. Ég reikna með að þessi félagsskapur leysi þessi mál. Við höfum sam- þykkt að hann fái að koma hing- að. Hins vegar er verið að útfæra það nánar, til dæmis varðandi vegagerð," segir Óli Jón. ■ INNLENT T Terkalýðsfélag Vestfjarða varð V til í gær með sameiningu sex verkalýðsfélaga. Sameiningin var samþykkt í almennri atkvæða- greiðslu. Verkalýðsfélag Vestfjarða mun leysa af hólmi Skjöld á Flat- eyri, Vörn á Bíldudal, Brynju á Þingeyri, Baldur á ísafirði, Verka- lýðsfélag Hólmavíkur og Sjó- mannafélag Álftfirðinga. Jafnvel er talið að fleiri félög muni ganga til liðs við hið nýstofnaða félag. Formaður þess er Pétur Sigurðs- son. Vinstri hreyfingin - grænt fram- boð mun bjóða fram í Árborg. Þetta kemur fram á vefnum Sudur- land.net. í samtali við vefinn segir Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir á Selfossi, að málin muni skýrast á næstu viku eða svo. Lög um fangelsi endurskoðuð: Vinnu Ijúld fýrir haustið lög Unnið er að endurskoðun laga um fangelsi og fangavist. Ráð- herraskipuð nefnd sem í eiga sæti Þorsteinn A. Jónsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, Björg Thorarensen, prófessor, og Bene- dikt Bogason héraðsdómari, vinna að gerð nýs frumvarps. Að sögn Þorsteins stefnir nefndin að því að þeirra vinnu verði lokið fyrir haust- ið. Núverandi löggjöf er frá árinu 1988. Þorsteinn segir verulega rétt- arþróun í þessum málum síðan þá og því hafi verið ráðist í endurskoð- un laganna. Hann vildi ekki tjá sig um hvaða greinum verði breytt og hverjar verða óbreyttar. Fjölmarg- ar reglugerðir fylgja lögunum um fangelsi og fangavist og sagði Þor- steinn að sumum þyrfti væntanlega að breyta en öðrum ekki. ■ FANGELSIÐ SKÓLAVÖRÐUSTÍG Lög um fangavist eru í endurskoðun. SENDING AF SIDON GALLABUXUM 3.990.- 'f: "ÍiltS’ SSMmimimi ÍSSilsas*?*-;:';1 Krinalunni - Laugavegi 95 - Smáralind

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.