Fréttablaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 8
FRETTABLAÐIÐ 4. apríl 2002 FIIVIIVITUDAGUR íslömsk ríki ósammála um skilgreiningu hryðjuverka: ísrael líkt við nasistaríki FRÁ RÁÐ- STEFNUNNI f MALASÍU Farouk Kaddoumi, ut- anríkisráðherra Palestínustjórnar (t.v.) á tali við dómsmálaráð- herra Indónesíu. Sendiherra Palestínumanna í Malasiu fylgist með. ERLENT Breskum læknum hefur tekist með genameðferð að lækna 18 mánaða dreng af lífshættuleg- um sjúkdómi, sem kom í veg fyr- ir að ónæmiskerfi hans þróaðist. Þetta er talið fyrsta dæmi þess að genameðferð beri árangur í lækningaskyni, að sögn BBC. 600 kíló af kókaíni fundust í gær við höfnina í Salerno á suðurhluta Ítalíu. Höfðu eiturlyf- in verið falin inni í gámi sem hafði að geyma marmara sem verið var að flytja frá Venesúela. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 115 stig, eða um 1,1% í viðskiptum gærdagsins á Wall Street. Lokagengið var 10,198 stig. kuala lumpur. ap Samtök íslamskra ríkja slitu í fyrradag tveggja daga ráðstefnu sinni um hryðjuverk án þess að komast að samkomulagi um skilgreiningu hryðjuverka. Ríkin mótmæltu því hins vegar að tengja baráttu Palestínumanna gegn hernámi ísraels við hryðju- verk. Mahathir Mohamad, forsætis- ráðherra Malasíu, lagði til að hryðjuverk yrðu skilgreind sem árásir á almenna borgara. Þar á meðal teldust árásir palestínskra sjálfsvígsmorðingja. Mahathir sagði sjálfsvígsmorðingjana vissu- lega hafa mikilla harma að hefna. Engu að síður væri ekki hægt að réttlæta árásir á almenna borgara „hversu göfug sem baráttan er.“ Fulltrúar Palestínumanna og ríkja í Mið-Austurlöndum sögðust ekki geta fallist á þetta. Sjálfs- morðsárásirnar spretti upp úr þeir- ri örvæntingu sem ríkir meðal Palestínumanna. Hún stafi af þeim hryðjuverkum sem ísrael beitir á herteknu svæðunum. „Þetta er Helför Palestínu- manna,“ sagði Farouk Kaddoumi, utanríkisráðherra í heimastjórn Palestínumanna. Hann líkti aðferð- um ísraela við framferði þýskra nasista gegn gyðingum á sínum tíma. „Við þurfum stuðning al- þjóðasamfélagsins til þess að koma í veg fyrir að ísraelskir nasistar drepi Palestínumenn.“ Þessi tillaga olli deilum og ráð- stefnunni lauk án þess að sam- komulag tækist um skilgreiningu hryðjuverka. ■ Mannslátið í Hamraborg: Óljóst um atvik lÖcrecla Ekki er enn ljóst hvað olli dauða manns, sem fannst lát- inn í íbúð í Hamraborg í Kópavogi sunnudaginn 10. mars. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn, en krufning leiddi í ljós að maðurinn lést af völdum innvortis áverka. Maður á fertugsaldri og kona á sextugsaldri hafa verið í gæslu- varðhaldi í þrjár vikur vegna málsins, en gæsluvarðhaldið rennur út í næstu viku. Að sögn lögreglu er reiknað með því að óskað verði eftir framlengingu á gæsluvarðhaldinu. Rannsókn málsins miðar ágætlega, en enn er óljóst um atvik og ekki komnar niðurstöður úr tæknirannsókn. ■ PLÁNETURNAR Næst munu Júplter, Mars, Satúrnus, Merkúr og Venus raða sér upp fyrir jarðar- búa í september árið 2040. Sjaldgæf sjón á vestur- himni í lok apríl: Fimm plánetur raða sér upp stjörnufræði Ef vel er að gáð má um þessar mundir sjá pláneturnar Júpíter, Mars og Satúrnus raða sér upp á vesturhimni þar sem þær mynda næstum beina línu. Samkvæmt útreikningum stjörnu- fræðinga munu Merkúr og Venus bætast í hópinn rétt undir lok þessa mánaðar. Einkar sjaldgæft mun vera að fimm plánetur „komi saman“ með þessum hætti. Fréttastofa AP hefur eftir banda- rískum stjörnufræðingum að sambærileg uppröðun fimm pláneta muni eiga sér stað í sept- ember árið 2040, júlí 2060 og októ- ber 2100. Þeir segja þó að stað- setning hópsins verði hagstæðust fyrir almenna stjörnuáhugamenn núna. Sagt er að allir sem hafa tök á að fylgjast með vesturhimninum að næturlagi geti séð pláneturnar í lok apríl með berum augum án sjónauka. Skömmu eftir atburð- inn, í kringum 5. maí, munu Ven- us, Mars og Satúrnus svo mynda lítinn þríhyrning áður en leiðir skilja. Sama þrenning mun koma saman aftur í ágúst 2010. ■ Alþingi og þingnefndir beittar blekkingum Vinstri grænir gagnrýndu Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, harðlega á Alþingi í gær. Hún var sögð hafa leynt efnahags- og viðskiptanefnd upplýsingum um af- stöðu Norsk Hydro til tímaáætlana varðandi Reyðarál. Talsmenn Samfylkingar tóku ekki undir gagnrýni á Valgerði. VALCERÐUR SVERRISDÖTTIR Valgerður sagðist ekki myndu láta gagnrýni pólitískra andstæðinga á sig fá og sagðist hafa fundið mikinn meðbyr við stjórnvöld á opnum fundi á Reyðarfirði i fyrradag. alþingi „Alþingi hefur verið blekkt," sagði Ógmundur Jónas- son, þingflokksformaður Vinstri grænna, í upphafi þingfundar á Alþingi í gær. Hann gagnrýndi Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fyrir að hafa ekki upplýst efnahags- og viðskiptanefnd með viðunandi hætti um stöðu Reyðarálsverk- efnisins vegna þess að „hún hafi lifað í voninni" um að úr málum rættist hjá Norsk Hydro. „Sú af- staða ráðherra að réttlætanlegt sé að leyna Alþingi og nefndum þings- ins upplýsingum er ámælisverð og vítaverð," sagði Ögmundur. Valgerður Sverrisdóttir sagðist ekki hafa leynt þingið upp- lýsingum. „Á þessu stigi taldi ég ekki líklegt að fyr- irtækið héldi því til streitu að standa ekki við áætl- anir,“ sagði hún og benti á að svo seint sem 18. mars hafi verið haft eftir starfsmönnum Norsk Hydro að engar ákvarðanir hafi verið teknar um að breyta út af tímaá- ætlunum. Valgerður sagðist hafa greint þinginu frá jafn skjótt og skýr svör fengust hjá Norsk Hydro. „Það er háttur ábyrgra stjórnmálamanna að kanna við- kvæm mál til hlítar áður en farið er með þau í opinbera umræðu og þannig var það í þessu tilfelli," sagði hún. Talsmenn Vinstri grænna og Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sögðu for- —♦— Össur Skarp- héðinsson tel- ur ábyrgðina á óljósri og ónógri upplýs- ingagjöf liggja hjá Norsk Hydro og kvaðst vera með óbragð í munni eftir viðskiptin við þá. —♦—. sendur Kárahnjúkavirkjunar brostnar og því ætti að taka um- ræðu um virkjunina af dagskrá að sinni. „Það var rætt um það á sínum tíma að engar ákvarðanir yrðu teknar um virkjun fyrr en kaupandi raforkunnar væri í hendi. Hann er ekki í sjónmáli," sagði Ögmundur Jónasson. Sverr- ir Hermannsson sagði virkjun útilokaða við ríkjandi aðstæður. Forystumenn Samfylkingar- innar tóku ekki undir gagnrýni Vinstri grænna á störf Valgerðar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar taldi ábyrgð- ina á óljósri upplýsingagjöf liggja hjá Norsk Hydro og kvaðst vera með óbragð í munni eftir við- skiptin við þá. „Það hefur ekki verið og á ekki að vera verkefni Alþingis að finna fjárfesta fyrir verkefni af þessu tagi og leggja mat á þá,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksfor- maður Samfylkingarinnar, sem sæti á í iðnaðarnefnd þingsins. Hún taldi að óvissa um þátttöku Norsk Hydro hefði engu breytt í meðförum iðnaðarnefndar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um virkjun Kárahnjúka. oli@frettabladid.is OGMUNDUR JÓNASSON Ögmundur telur samningsstöðu þjóðarinnar um raforkuverð til stóriðju gagnvart erlendum fjárfestum vonlausa verði ráðist í virkj- un án þess að verkefni og orkuverð liggi fyrir áður. Biskup á Norður-írlandi: Segir af sér vegna kynferðisbrota prests belfast. ap Einn vinsælasti biskup á Norður-írlandi hefur sagt af sér og viðurkennt að hafa ekki gert nóg til þess að koma í veg fyrir að prestur í biskupsdæmi hans- fremdi kynferðisbrot á börnum. Brendan Comiskey biskup sagðist hafa reynt að hafa hemil á prestinum, Sean Fortune, en án árangurs. Presturinn stytti sér aldur 1999, skömmu áður en rétt- arhöld yfir honum áttu að hefjast. Hann hafði verið kærður fyrir 66 kynferðisbrot gegn drengjum undanfarna tvo áratugi. Fórnarlömb prestsins hafa haldið því fram að Comiskey hafi vitað lengi um afbrot Fortunes, en ekki gert neitt í því. Comeskey viðurkenndi í gær að hafa vitað af þeim, en ekki gert nóg til* að stöðva prestinn. ■ BRENDAN COMISKEY Biskupinn sagði af sér í gær, degi áður en sýna átti í sjónvarpi heimildarmynd um kynferðisbrot prests í hans biskupsdæmi. INNLENT Astþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi, hefur sent frá sér áskorun í nafni samtakanna Friðar 2000 þar sem hann skorar á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta íslands, að hefja án tafar alþjóðlegt friðar- starf undir merkjum forseta- embættis. „Hafi forsetinn ekki kjark til þess að standa upp úr hóglífinu á Bessastöðum og standa við kosningaloforð sitt um að beita sér í embætti í friðarmálum, á hann að segja af sér embætti strax í dag,“ segir í áskoruninni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.