Fréttablaðið - 22.04.2002, Qupperneq 1
22. til 28. apríl 2002
FRETTABLAÐIÐ
Vikulegt sérblað um heimili, hús og fasteignamarkaðinn
nr.
FASTEIGNIR
á WÍSÍr-ÍS
FERMETRAVERÐ
ÍBÚÐA I REYKJAVÍK*
MÍBk
FASTEiGNALEIT Á. NETINU
HERBERG!
FJÖLDI FLATAR-
SAMNINGA
r^ísi f 63
1 80> 1 | 86
1 601 j | 105
1 292 j
Æ v'- %
HEILDA- FERMETRA-
Að meðaltali tlmabilið apríl 200l-mars 2002. Heimild, verðsjá Fasteignamats rlkisins, www.fmr.is
Fermetraverð:
Langhæst á
litlum íbúðum
Fermetraverð er lang-
hæst á litlum íbúð-
um. Þegar Verðsjá Fast-
eignamats ríkisins er
skoðuð kemur í ljós að
fermetraverð á tveggja
herbergja íbúð í
Reykjavík er á bilinu
111 þúsund til 151 þús-
und, þegar skoðað er ár
aftur í tímann. Fer-
metraverð á fimm her-
bergja íbúðum er lægst,
eða á bilinu 95 þúsund
til 121 þúsund. Þarna
munar á bilinu 16-30
þúsund krónum á fer-
metra.
Sama er upp á ten-
ingnum annars staðar á
höfuðborgarsvæðinu. Fermetraverð er langhæst á litlum íbúð-
um. í Hafnarfirðinum er það á bilinu 109-141.000 fyrir tveggja
herbergja íbúð á sama tímabili. Fyrir fimm herbergja íbúðir er
veröið á bilinu 88.-118.000 á fermetra. Þarna munar 11.000 til
23.000 á hvern fermetra.
Guðjón Guðmundsson, fasteignasali á fasteignasölunni
Höfða í Hafnarfirði, segir byggingarverktaka til skamms tíma
ekki hafa byggt nógu mikið af litlum íbúðum. Því hafi þær ver-
ið svo dýrar sem raun ber vitni. Næg eftirspurn hafi nefnilega
alltaf verið eftir þessum íbúðum, og eigi það í raun við öll hver-
fi á höfuðborgarsvæðinu. Guðjón segir einnig að þeir sem hafi
fjárfest í litlum íbúðum hafi ávaxtað sitt pund vel, þær hafi
hækkað hlutfallslega meira en aðrar íbúðir. ■
LÍTIÐ BYGCT AF LITLUM ÍBÚÐUM
Verð lítilla íbúða hefur hækkað hlutfallslega
meira en verð stærri eigna.
BIRTAN ÚR MÖRGUM ÁTTUM
Vilborg Dagbjartsdóttir situr hér
fyrir framan bókahilluna sína.
Útsýni niður
á Lækjargötuna
Við búum í gömlu húsi við Bók-
hlöðustíginn sem heitir Stöðla-
kot og mitt vinnuherbergi snýr nið-
ur að Lækjargötunni,“ segir Vilborg
Dagbjartsdóttir ijóðskáld sem vinn-
ur alla jafna heima við. „Ég kann því
ósköp vel að hafa bjart í kringum
mig og vil vera þar sem ég sé vítt
yfir. Mér líður svo vel og birtan hef-
ur svo mikil áhrif á mig því hún er
svo margvísleg. Birtan kemur úr
mörgum áttum þegar margir eru
gluggarnir. „Vilborg segist vera
með gamalt skrifborð í funkisstíl
Vilborg Dagbjartsdóttir
skáld á bjart og nota-
legt vinnuhorn á
heimili sínu.
sem hún gerði sjálf upp. „Gamla
stóra eikarbókahillu er ég með sem
mér var gefin. í henni eru eingöngu
ljóðabækur sem ég gríp í annað
slagið. Á hjólaborði hef ég orðabæk-
ur og vitaskuld sit ég í góðum stól.“
Vilborg kveðst vera ánægð með
sína vinnuaðstöðu og líður henni þar
giska vel. Þegar hún er að fást við
þýðingar vinnur hún skipulega og
lengi í nokkurn tíma en því er á ann-
an veg farið þegar hún semur. „Ljóð
eru unnin á allt annan hátt. Þau sem
ég hvar sem er og ég velti þeim
stundum lengi fyrir mér í kollinum
áður en ég sest niður til að skrifa
þau. Stundum eru þau fullsköpuð
áður en að ég hef fest þau á blað. Oft
vantar mig orð og þá get ég verið
lengi að finna rétta orðið. Þannig
var það með ljóðið sem ég var að
semja núna. Mig vantaði orð yfir
þoku sem lýsti henni eins og ég sá
hana fyrir mér fyrir austan. Mig
langaði að það bæri inn í sér hvern-
ig þokan er eins og ull. Líkinguna
fann ég þegar mér datt í hug orðið
„sauðgrá. Eg fór því í búð í götunni
fyrir ofan mig og skoðaði gráar
gærur og sá að ég hafði haft rétt fyr-
ir mér. Upphafið hljóðar svona:
Vör
Hún reitti skorðurnar
tókfram hlunnana
raðaði þeim kyrfilega
alveg niður íflæðarmál
settist á stein og beið
sauðgrá, fínkembd
lagðist þokan yfir
svo varla sá handaskil.
Sú besta
samkvfmi sbtnilu kifópiaki«)in-*iamtt)kiim i hclmi
^ElLSUNNAR
LÍstftHslnu Laugardai, slmi 581 2233 * Dalsbraut 1, Akurayri, sírní 461 1150 * www.svnfiiogliitils.-t.is