Fréttablaðið - 22.04.2002, Blaðsíða 12
12
Brautarholti 10 - Sími 533 1300 - Fax 533 1305
www.fasteianasalan.is - Netfana: arund@fasteianasalan.is
Oddný I. Björgvinsdóttir
framkvæmdastjóri
Páll Höskuldsson sölustjóri
GNIPUHEIÐI - BÍLSKÚR
Einstaklega falleg 124 fm neöri sérhæð í
skemmtilegu fjórbýlishúsi ásamt 28 fm bil-
skúr, sér inngangur, glæsilegt útsýni. ibúðin
er sérlega smekkleg. Húsið i góðu standi og
rólegt umhverfi.
BERJARIMi
Mjög björt og smekkleg 86 fm íbúð á 3ju
hæð í fjölbýlishúsi. Þvottahús innan íbúðar.
Suðaustursvalir. Bílastæði í bilageymslu. V.
12 millj.
FRAMNESVEGUR
Falleg 67 fm íbúð á jarðhæð, mjög snyrti-
legur garður. íbúðin er mikið endurnýjuð. V.
10.6 millj.
GRENIMELUR
Mjög góð 83 fm íbúð i kjallara á rólegum
stað í Vesturbænum, gróinn garður. Nýlegt
rafmagn, húsið í góðu standi og parket á
gólfi. V. 9.4 millj.
KARLAGATA
Snyrtileg 2-3ja herbergja íbúð í tvíbýlishúsi
með aukaherbergi í kjallara. ibúðin er mikið
endurnýjuð. V. 8.9 millj.
RAUÐARÁRSTÍGUR
Vorum að fá í einkasölu mjög góða 60 fm
íbúð á 2. hæð miðsvæðis í borginni.
Snyrtileg sameign, vestursvalir. V. 8 millj.
Sigurbjörn Skarphéðinsson
lögg. fasteignasali
Leifur Aðalsteinsson sölumaður
ÆGISlÐA
Mikið endurnýjuð 79 fm íbúð i virðulegu
steinhúsi, gróinn garður með leiktækjum,
stutt í leikskóla og skóla. Góð staðsetning,
mjög falleg útivera. V. 10.6 millj.
REKAGRANDI
Sérlega glæsileg 87 fm ibúð á tveimur
hæðum, hæð og ris, á 3ju hæð í góðu fjöl-
býlishúsi með útsýni yfir sjó og Esjuna.
Gólfflötur ibúðar er meiri en uppgefnir fm.
Sólríkar suðaustursvalir útfrá stofu, glæsi-
legt útsýni. ibúðin er björt og skemmtileg,
Ijóst eikarparket er á allri hæðinni. Léttur
hringlaga stigi upp i ris. Vandaðar innrétt-
ingar. Lokað bílskýli. V. 12.5 millj.
4-7 herbergja
FELLSMÚLI
Sérlega góð og björt 144 fm ibúð á 2. hæð í
fjölbýlishúsi. Ein íbúð er á stigapaili, sér
forstofuherbergi. Fallegar flísar á gólfi.
Stórar og sólrikar suðursvalir út frá stofu.
Rúmgott þvottahús með hillum innan íbúðar.
V. 14.9 millj. (mynd nr. 2035)
HÁALEITISBRAUT
Mjög góð 117 fm 5 herb. ibúð í fjölbýlishúsi
á þessum vinsæla stað í borginni. Þvottahús
innan íbúðar. Hús i góðu standi. Bilskúr með
hita, vatni og rafm. V. 13.2 millj.
RJÚPUFELL
Glæsileg 109 fm 4ra herb. íbúð á þriðju
hæð, mikið endurnýjuð. Yfirbyggðar svalir.
Nýtt parket er á gólfum og innihurðir allar
nýjar. Húsið var klætt að utan í sumar. V.
11.9 millj.
I
fln Sí
ii ■ anHf
sr * mmg ’
EINBÝLI - RAÐHÚS, sem tvær íbúðir, verð allt að 25 millj. kr.
VEGNA MIKILLAR SÖLU
VANTAR ALLAR STÆRÐIR AF EIGNUM
Nú ER LAG!
2ja vikna tilbob
35% afsláttur af öllum Nettoline
innréttingum í 2 vikur
Eldhús
Baö
Fataskapar
Þvottahus
Netto
C / œ s i I e g a r d a n s k a r innréttingar -
AM.||k. - «|Bal mánudaga-föstudaga kl. 9-18
OPNUNARTIMI:
Friform
ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - S(MI: 562 1500
TILBOÐIÐ STENDUR
18. apríl - 6. maí
Heimilisblaðið
22. til 28. apríl 2002
Stílhreint og failegt hús
Ragnhildur Sif Reynisdóttir er ákveðin í að
eignast einn góðan veðurdag draumahúsið.
Ragnhildur Sif Reynisdóttir
gullsmiður á sér draum um
hæfilega stórt einbýlishús. „Það á
að vera í spænskum eða ítölskum
stíl og því á að fylgja bílskúr.
Gluggana vil ég hafa fallega þann-
ig að þeir njóti sín. Húsið á að
vera stílhreint og innstokksmuni
vildi ég hafa fallega fremur en
marga. í kringum húsið langar
mig að hafa garð þar sem ég get
ræktað grænmeti." Ragnhildur
Sif býr í Vesturbænum en býst
ekki við að hún geti fundið svona
hús þar. „Svona hús er ég ákveðin
í að eignast einhvern tíma. Stað-
inn á ég á eftir að finna en um-
hverfið verður að vera fallegt.“ ■
GRÆNMETISGARÐUR I KRING
Ragnhildur vill geta ræktað græn-
meti í garðinum við draumahúsið.
Kalltu: rúmið
skemmtiferðaskipið
G
UM BORÐ f SKIPINU
Brynhildur Guðjónsdóttir
fær sér stutta siglingu
fyrir Ijósmyndarann.
V,
að eru tveir ákveðnir hlutir
sem ég nota mest og gæti ekki
verið án, rúmið mitt og þvottavél-
in,“ segir leikkonan Brynhildur
Guðjónsdóttir. „Ég get átt langt
samtal við þvottavélina og dvel
langdvölum með henni. Eg og
þvottavélin skiljum orðið hvor
aðra afskaplega vel,“ segir hún og
hlær. Brynhildur, sambýlismaður
hennar leikarinn Atli Rafn Sigurð-
arson og ársgömul dóttir þeirra
eru nýflutt á Bjargarstíginn.
„Einn af kostunum við nýja hús-
næðið er þvottahúsið sem ég þarf
ekki lengur að deila með öðrum.
Ef sá gállinn er á mér get ég hengt
þvottinn upp skakkt og þvegið eft-
ir klukkan tíu á kvöldin." §
Rúmið góða segir Brynhildur 2
að sé íslensk framleiðsla. Það sé |
bæði hátt og þægilegt. „Rúmið |
minnir okkur hjónin alltaf á þægi- §
legt skemmtiferðaskip og er |
aldrei kallað annað. Það passar g
vel í nýja svefnherbergið en á E
gamla staðnum fyllti það nánast “
út í alla enda. Það komst enginn
lönd né strönd og þurfti nánast að
taka tilhlaup og skutla sér upp í.“
Það er í nógu að snúast hjá
þessari hæfileikaríku leikkonu.
Hún er um þessar mundir að leika
í Önnu Kareninu og var í hlut-
verki Baktusar í leikritinu um
Karíus og Baktus. „Þeir félagar
eru núna í smá pásu þar sem leik-
rými þeirra í Smíðaverkstæðinu
var breytt til að halda utan um
leikritið Veisluna." Brynhildur
sem einnig tekur þátt í þeirri upp-
færslu segir hana æði sérstaka.
„Áhorfendum er boðið í sextugs-
afmæli Helga og fá þrjátíu þeirra
að sitja til borðs með öðrum
veislugestum. Þar snæða þeir,
standa upp og skála og taka þátt í
öðrum veisluhöldum. Ég tek það
fram svo að fólk verði ekki feimið
að ekkert leikhúsáreiti á sér stað.
Það þarf enginn að tala og engu
ljósi verður beint á áhorfendur.
Salurinn verður eins og einn stór
veislusalur með borðið í öndvegi
Brynhildur Guðjóns-
dóttir, leikkona, setur
rúmið og þvotta-
vélina í öndvegi.
og áhorfendasæti með hliðunum.
Það ættu allir að hafa gaman að
þessari óvenjulegu sýningu," seg-
ir Brynhildur að lokum. ■
Nóg að sauma
vélin sé falleg
Þegar Guðlaug Eiðsdóttir skrif-
stofustjóri kom sér fyrir í nýju
íbúðinni sinni á Sléttahrauni í
Hafnarfirði var sjálfgefið að 100
ára gömul saumavél skipaði heið-
urssess á heimilinu. „Ég held að
amma mín, Guðlaug Veróníka
Franz, hafi nú bara keypt sér
saumavélina þegar hún byrjaði
búskap,“ segir Guðlaug, „en svo
þótti sjálfsagt að ég fengi hana
þegar amma dó, þar sem ég er
Guðlaug Verónika
Eiðsdóttir saumar
aldrei, en heldur samt
upp á 100 ára gamla
saumavél.
ilil'—itti!! i ÍWPTb hl
eina nafna hennar." Amman var
mikil saumakona en Guðlaug
þvertekur fyrir að saumavélin
mali enn. „Ég sauma ekki sjálf,
enda þarf svona flottur gripur
ekki að þjóna öðrum tilgangi en að
vera fallegur. Nú, svo er lykillinn
að henni líka týndur," segir Guð-
laug. Gulla festi kaup á íbúðinni á
Sléttahrauninu í febrúar og býr
þar með sambýlismanni sínum,
Jóni Hafþóri Marteinssyni. Þegar
þau fóru af stað í húsnæðiskaupin
var skilyrði að íbúðin væri stað-
sett í Hafnarfirði og væri þægileg
og rúmgóð með aukaherbergi fyr-
ir börn Jóns Hafþórs. „Ég er alsæl
með íbúðina og líður ofboðslega
vel heima hjá mér,“ segir Gulla. ■
ÞJÓNAR NÚ SEM BORÐ
Saumavélin frá ömmu hennar Guðlaugar
Eiðsdóttur malar ekki lengur. Hins vegar
nýtist borðið.