Fréttablaðið - 02.05.2002, Side 6

Fréttablaðið - 02.05.2002, Side 6
6 FRETTABLAÐIÐ 2. maí 2002 FIMMTUDAGUR SPURNING DAGSINS Nýtt flugfélag í smíðum: Samkeppni í lág- um flugfargjöld Hverjir eru þínir helstu kostir? „Ég veit það nú ekki. Ætli ég láti ekki aðra um að dæma það." Jónína Þorsteinsdóttir starfar hjá heimaþjónustu aldraðra ferðamál Stefnt er að því að nýtt flugfélag taki til starfa hér á landi í júní. Það mun fljúga einu sinni á dag, alla daga vikunnar, til London og Kaupmannahafnar og er stefnan að fargjöld verði í ódýrari kantinum. Aðstandendur fyrirtækisins eru nú staddir í London til að ganga frá loka- samningum. Jóhannes Georgs- son, sem áður var framkvæmda- stjóri SAS hér á landi, er í for- svari fyrir flugfélagið, sem enn hefur ekki hlotið nafn. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki væri unnt að gefa upp nein verð á fargjöldum fyrr en samningar væru frágengnir. En flugfélagið myndi leggja áherslu á lág flugfargjöld og ætlaði sér að fylla það gat sem myndaðist þegar Go hætti að fljúga hingað. Jóhannes sagði að nýja flugfélag- ið muni starfa allan ársins hring. Ekki fékkst uppgefið hverjir eru eigendur nýja flugfélagsins. ■ AUKIN SAMKEPPNI Lægstu fargjöld Go hingað síðasta sumar voru 16.000 krónur. Flugleiðir bjóða í ár upp á sumarfargjöld til Kaupmannahafnar og London frá tæplega 29.000 krónum. Ekki er Ijóst hvaða verð nýja fyrirtækið mun bjóða upp á en gera má ráð fyrir að það verði lægra. Aðbúnaður við aðgerðir: Svæfingarnar mikilvægastar heilbrigðismál Helgi H. Sigurðs- son, formaður Skurðlæknafélags íslands, segir reglur sem um að- búnað i kringum svæfingar ekki til komnar af brýnni þörf. Hann segir að þurft hafi að fastsetja vinnuregl- ur sem þegar hafi verið í gildi. „Það sem skipti, að við teljum, mestu máli er aðbúnaðurinn í kringuni svæfingarnar. Sú vinna er búin og klárir staðlar varðandi öryggi í kringum þær,“ sagði hann. Helgi segir stefnu félagsins að bakflæðisaðgerðir séu ekki fram- kvæmdar utan sjúkrahúsanna. „Þær eru gerðar á Landspítala í Fossvogi og á Hringbraut, og eitt- hvað af þeim er gert á Akranesi." ■ LAGASETNING Frumvarp sjávarútvegsráð- herra um að Fiskistofa út- hluti einstökum skipum aflahlut- deild í norsk-íslenska síldar- stofninum á grundvelli afla- reynslu skipa á árunum 1994 - 2001 hefur verið samþykkt sem lög frá Alþingi. Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæða stjórnarliða gegn 16 atkvæðum Samfylkingar og Frjálslyndra. Fimm erlendum ríkisborgur- um hefur verið veittur ís- lenskur ríkisborgararéttur. Alls bárust 19 umsóknir til allsherj- arnefndar um ríkisborgararétt. Alþingi hefur samþykkt lög um réttarstöðu starfsmanna við eigendaskipti að fyrirtækj- um sem banna eigendum að segja starfsfólki upp störfum vegna eigendaskipta nema efna- hagslegar, tæknilegar eða skipu- lagslegar ástæður séu fyrir hendi sem hafa í för með sér breytingar á starfsmannahaldi fyrirtækis. Bandarískir sálfræðingar: Ungbörn telja vísinpi Tveir sálfræðingar við há- skólann Yale í Bandaríkjunum, Karen Wynn og Paul Bloom, segj- ast hafa fengið staðfestingu á því að ungbörn telji hluti. Þegar þau horfi lengi á hluti séu þau ekki bara að virða fyrir sér lit, stærð og áferð hlutanna, heldur séu þau að telja. Þau gerðu rannsókn á 24 börn- um á aldrinum fjögra til fimm mánaða. Þau sýndu börnunum spjöld með mismunandi mörgum myndum og fylgdust með við- brögðum þeirra. Greinilegt virtist að fimm mánaða börnin geta greint á milli fjölda þeirra hluta, sem þau sjá. ■ Aukaverkcinir vegna bakflæðisaðgerða Alvarlegar aukaverkanir aðgerða vegna bakílæðis eru tíðar í Danmörku. Hér á landi er unnið að reglum um hvaða lágmarkskröfur sjúkrahús þurfa að uppfylla til að mega framkvæma tilteknar skurðaðgerðir og læknisverk. heilbrigðismál Alvarleg vandamál koma upp í kjölfar „bakflæðisað- gerða“ í tæplega 10 prósentum til- fella á sjúkrahúsum í Danmörku, að því er kom fram í Berlingske Tidende. 9,6 prósent af 788 Dön- um sem undirgengust slíkar að- gerðir, sem koma eiga í veg fyrir flæði magasýra upp í vélinda, lentu í alvarlegum eftirköstum. ______4___ Þrjú dauðsföll Sigurður Guð- v°ru ?kráð ve8na, mundsson, aðgerdanna en i landlæknir °llum . '!lvlkum segir unnið að hofðu sjuklmgarn- ,6. „. ír latist vegna þv, að koma blóðeitrunar { k“öl_ upp miðlægri far iffhimnubóigu. skraningu Sigurður Guð- lækmsaðgerða mundsson, land- °8faðlaðra læknir, sagði upp- fylgikvilla lýsingar um auka- þeirra. verkanir af völd- —♦— um bakflæðisað- gerða hér á landi ekki liggja á lausu hjá embættinu. „En við erum að vinna að mið- lægri skráningu, ekki bara að- gerða, heldur einnig á stöðluðum fylgikvillum," sagði hann. Sigurð- ur taldi hlutfall aukaverkana í Danmörku engu að síður óeðlilega hátt. Hann áréttaði að ekki borist vísbendingar um að óeðlilega mikla fylgikvilla af þeirra völdum hér á landi. f Berlingske er ástæða fylgi- kvillanna rakin til að verið sé að gera aðgerðir of víða og lækna kunni því að skorta reynslu. „Reyndar gildir það um allar LANDSPlTALI-HÁSKÓLASJÚKRAHÚS við hringbraut Allur þorri bakflæðisaðgerða hér á landi er framkvæmdur á Landspítalanum við Hringbraut. Langur biðlisti er eftir að komast í aðgerð, en bakflæði er algengur kvilli hér á landi. skurðaðgerðir að magnið skapar máttinn," sagði Sigurður og vísaði til niðurstaðna nýrra rannsókna sem birtar voru í læknaritinu virta New England Journal of Medicine. Þar kemur fram að tíðni aukaverkana sé langminnst þar sem mestur fjöldi aðgerða er framkvæmdur. „Hér eru bakflæð- isaðgerðirnar gerðar eiginlega eingöngu á einum stað, þ.e. á Landspítalanum og ekki fram- kvæmdar á smærri sjúkrahús- um,“ sagði hann. Að sögn Sigurðar vinnur Land- læknisembættið, í samvinnu við stjórn Skurðlæknafélags íslands, að reglum um lágmarkskröfur um aðbúnað á sjúkrahúsum varðandi tiltekin læknisverk. „Þetta eru grundvallarleiðbeiningar og staðl- ar um hvað á að gera hvar,“ sagði Sigurður og áréttaði að reglurnar ættu fyrst og fremst við tiltölu- lega sjaldgæf verk. „Þannig að þó slíkar kröfur yrðu gerðar breytti það engu um þjónustustigið sem sjúkrahúsin á landinu veita al- mennt,“ sagði hann. oli@frettabladid.is Hágæða jeþpadekk ■ janaapvi «. www.fjallasport.is MalfiihOfOð Vá * 110 Oeykjavík * íjlinl; 577 4444 - 1n*.i 50/ 7445 «■ fjalla<TÍtoil#fjHllas|H>r!.Ís Ahnf veðurfars síðustu daga á gróður: Blómstrandi laukar geta skemmst cróður „Veðurfarið undanfarna daga hefur ekki haft áhrif á trjá- gróóur því hann var ekki kominn mjög langt af stað,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri garðyrkju- deildar hjá Reykjavíkurborg, þeg- ar hann var spurður út í áhrif veð- urfars síðustu daga á gróður. „Þetta getur hins vegar haft áhrif á þessa vorblómstrandi lauka, eins og krókusa, og þá aðallega þá sem eru búnir að opna sig. Blómin skemmast. Þeir laukar sem ekki eru búnir að opna sig þola þetta veður.“ Þórólfur segir kuldaköst líkt og um síðustu helgi ekki vera ný- mæli fyrir starfsmenn garðyrkju- deildarinnar. Hann segir að gróð- urinn sem deildin notast við verði að þola svona veðurfar. En hvað TRJÁGRÓÐUR Veðrið síðustu daga hefur ekki haft áhrif á trjágróður en getur haft áhrif á vorblómstrandi lauka. með viðkvæm blóm? „Ef sérstökt blóm eru í garðin- um er hægt að breiða yfir þau, s.s. fötu. En það er ekki gert nema fyrir sérstaka græðlinga." ■ Breytt löggjöf um OKusKirreim: Fullnaðar- skírteini eftir eitt ár alpingi Nýir ökumenn fengið fulln- aðarskírteini eftir eitt ár í stað tveggja ára áður í kjölfar þess að Alþingi breytti lögum um útgáfu ökuskírteina. Ári eftir að ökumenn fá bráða- birgðaskírteini gangast þeir undir ökumat fá umsögn ökukennara um hvort árangur þeirra réttlæti út- gáfu fullnaðarskírteinis. Standist þeir ekki ökumatið eða hafi fengið punkta vegna umferð- arlagabrota þann tíma sem þeir hafa haft bráðabirgðaskírteini fá þeir útgefið nýtt bráðabirgðaskír- teini. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.