Fréttablaðið - 02.05.2002, Page 9
FIMMTUDAGUR 2. maí 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
9
Hátækni:
Talenta
tapar
uppcjör Tap Talentu-Hátækni á
fyrsta ársfjórðungi var 54 mill-
jónir króna. Tapið má rekja til
lækkana á gengi skráðra fyrir-
tækja sjóðsins, Columbus IT
Partner og Aco-Tæknivals.
Það sem af er árinu hefur
Talenta-Hátækni fjárfest í einu
fyrirtæki, Halló-Frjálsum fjar-
skiptum. Sjóðurinn átti fyrir hlut í
Halló og fjárfesti nú fyrir 95 m.kr.
í hlutafjáraukningu félagsins.
Sjóðurinn á hlut í 21 fyrirtæki
Heildareignir félagsins námu
751 milljónum króna. Eigið fé
nam 522 milljónum króna sam-
kvæmt efnahagsreikningi.H
Hraðfrystihús
Eskifjarðar:
Betri afkoma
uppcjör Hagnaður Hraðfrystihúss
Eskifjarðar fyrsta ársfjórðung
2002 var 568 milljónir miðað við
100 milljón króna hagnað fyrir
sama tímabil árið áður. Afskriftir
námu rúmum 107 milljónum og
fjármunatekjur voru jákvæðar um
rúmar 189 milljónir. Reiknaður
tekjuskattur nam 138 milljónum.
Niðurstaða tímabilsins er í takt
við áætlanir félagsins, að undan-
skildum jákvæðum fjármagns-
gjöldum er námu 189 milljónum
króna. ■
—*—
Námsefni í stærðfræði:
I endur-
skoðun
námsefni Unnið er að endurskoðun
námsefnis í stærðfræði fyrir
grunnskóla. Þegar hefur verið lokið
við fyrstu 4 árin og er vinna við
endurskoðun námsefnis fyrir mið-
stig þegar hafin. Hafist verður
handa við unglingastig eins fljótt
og auðið er. Að sögn Hafdísar Finn-
bogadóttur hjá Námsgagnastofnun
er verið að semja nýtt efni alveg
frá grunni. Námsskráin í stærð-
fræði var endurskoðuð árið 1999.
Að sögn Hafdísar er erfitt að finnna
námsefni sem passar henni alveg,
hún krefjist nýrra aðferða. „En
þetta hefur algeran forgang hjá
okkur,“ segir Hafdís.>
—♦—
Forsætisráðherra
gagnrýndur:
Vildu ræða
fátækt
alþinci Stjórnarandstæðingar
deildu hart á Davíð Oddsson, for-
sætisráðherra, við upphaf þing-
fundar á þriðjudag fyrir að neita
Jóhönnu Sigurðardóttur, þing-
manni Samfylkingar, um utandag-
skrárumræðu um fátækt á íslandi.
Forsætisráðherra sagði engar nýj-
ar upplýsingar liggja frammi til að
réttlæta slíka umræðu auk þess
sem málið heyrði ekki endilega
undir sig. Jóhanna sagði að það
væri oddvita ríkisstjórnar að
svara. ■
Arshátíða- og hópferðir
aman saman
Verðdæmi gilda í helgarferðir
I. október-15. desember.
Leitið tilboða fyrir önnur tímabil.
Verðdæmin miðast við að flugsæti
og hótelgisting fáist staðfest.
Verðdæmin gilda ekki þegar
sýningar eru í borgunum.
Lágmark 10 í ferð.
Tilvalið fyrir klúbba
og félagasamtök.
Hafið samband við hópsöludeild
lcelandair í síma 50 50 406.
groups@icelandair.is
Glasgow
Fra 36.720 kr
á mann I tvíbýli í 2 nætur.
Innifalið: flug, gisting á Premier Lodge, morgun-
verður, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
London
Fra 47.730 kr.
á mann í tvíbýli í 2 nætur.
Innifalið: flug, gisting á Forte Posthouse Kensington,
morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
Kaupmannahöfh
Frá 4 5 .110 kr.
á mann í tvíbýli í 2 nætur.
Innifalið: flug, gisting á Palace Hotel, niorgun-
verður, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
París
Frá 49.965 kr
á mann í tvíbýli í 3 nætur.
Innifalið: flug, gisting á Home Plazza St. Antoine,
morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
Minneapolis
Frá 5 I .660 kr.
á mann í tvíbýli í 3 nætur.
Innifalið: flug, gisting á Holiday Inn nr 2 eða
Clarion Hotel, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
TaJlimi
Fra 5 9.950 kr.
á rnann i tvíbýli í 4 nætur.
Innifalið: flug, feija, gisting í 2 nætur á feijunni,
gisting í 2 nætur á Scandic Hotel Palace, morgun-
verður, einn kvöldverður á feijunni, flugvallarskattar
og þjónustugjöld. Flogið til Stokkhólms, feija yfir til
Tallinn og sömu leið til baka.
Verð miðast við 20 manns í hópi.
Wiesbaden
Fra 5 2.3 3 0 kr.
á mann í tvíbýli í 3 nætur.
Innifalið: flug, gisting á Crown Plaza,
morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
Luxemborg
Frá 54.640 kr.
á mann í tvíbýli í 3 nætur.
Innifalið: flug, rúta til Lux, gisting á Alvis Park,
morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
(flogið til Frankfurt og rúta þaðan til
Luxemborgar, u.þ.b. 3 klst. akstur).
Þú selurnýja bílinn
um leið og þú kaupir hann!
www.lysing.is
'AUGtÝSIKCASTOFANTSiA.IS ICf 17SJI .14/2112