Fréttablaðið - 02.05.2002, Qupperneq 10
FRÉTTABLAÐIÐ
2. maí 2002 FIMMTUC<ACUR
Fyrirtæki til sölu, t.d.:
• Sérhæft fyrirtæki sem setur
lakkvörn á bíla. Gott einkaumboð,
tæki og lager. Hentugt fyrir tvo
menn.
• Höfum til sölu nokkrar stórar sér-
verslanir, heildverslanir og iðnfyrir-
tæki í ýmsum greinum fyrir rétta
kaupendur. Ársvelta 100-1000
MKR
• Saumagallerí í Mosfellsbæ. Vefn-
aðarvöru- og gjafavöruverslun í
góðu húsnæði. Hentugt fyrir lag-
hentar konur. Lágt verð.
• Heildverslun með þekkt fæðu-
bótaefni sem aðallega eru seld í
apótek. Ársvelta 20 MKR.
• Snyrtivörudeild úr heildverslun.
Litalína sem er í nokkrum góðum
verslunum og hægt er að efla.
Hentugt fyrir konu sem hefur vit á
snyrtivörum og langar í eigin
rekstur. Lágt verð.
• Hliðakjör. Söluturn í góðu hús-
næði í Eskihlíð. Hentugt fyrir hjón.
Auðveld kaup.
• Lítill sport pub í Árbæjarhverfi.
Besti tíminn framundan. Auðveld
kaup.
• óskast að matvælafyrirtæki með
mikla sérstöðu. Selur bæði í mat-
vöruverslanir og á stofnanamark-
aði. Ársvelta nú um 35 MKR en
getur vaxið hratt.
• Húsgagnaverslunin Krea, Flata-
hrauni. Hágæða hollensk hús-
gögn. Lágt verð.
•Rótgróin deild úr fyrirtæki, sala
mælibúnaðar fyrir framleiðslu- og
matvælafyrirtæki. Framlegð 5 MKR
á ári.
• Veitingahúsið Tex-Mex á Lang-
holtsvegi. Góður staður með
mikla möguleika. Auðveld kaup.
• Rótgróin efnalaug í Hafnarfirði.
Mjög vel tækjum búinn. Traust
fyrirtæki i föstum viðskiptum.
Velta um 2 MKR á mánuði.
• Lítil kvenfataverslun við Lauga-
veg. Góð afkoma fyrir 1-2 konur.
Auðveld kaup.
• Glæsileg sólbaðsstofa í Breiðholti.
9 bekkir. Meðalvelta 1.100 þús á
mánuði.
• Lítil en vel þekkt heildverslun með
iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1-2
starfsmenn, sérstaklega smiði.
• Heilsustúdíó í Garðabæ. Vel tækj-
um búið. Meðalvelta um 600.000
kr. á mánuði.
• Lítil tískuverslun í Kinglunni. Mán-
aðarvelta 2-3 MKR. Auðveld
kaup.
• Góð sérverslun með íþróttavörur í
austurbænum. Ársvelta 24 MKR.
Miklir möguleikar. Hentugt fyrir
hjón.
• Heildverslun með tæki og vörur
fyrir byggingariðnaðinn. Arsvelta
100 MKR. Góður hagnaður um
margra ára skeið.
• Videósjoppa í Breiðholti með 4
MKR veltu á mánuði. Auðveld
kaup.
• Rótgróið og vel arðbært gistihús
miðsvæðis í Reykjavík. 15 her-
bergi, ársvelta 20 MKR. Möguleiki
á 15 herbergjum til viðbótar og lít-
illi íbúð fyrir eiganda.
• Sólbaðsstofa í miðbænum. 6
bekkir + gufubað og önnur að-
staða. Velta 500-600 þús. á mán-
uði og vaxandi. Auðveld kaup.
• Trésmiðja sem framleiðir aðallega
innréttingar. Góð tæki og hús-
næði. 4-6 starfsmenn. Auðveld
kaup.
• Verslun, bensínssala og veitinga-
rekstur i Búðardal. Eigið húsnæði.
Mjög góður rekstur. Ársvelta 180
MKR og vaxandi með hverju ári.
Besti árstíminn framundan.
• Lítill söluturn - videóleiga í Háa-
leitishverfi. Auðveld kaup.
•Ein vinsælasta sportvöruverslun
landsins. Góður rekstur n miklir
framtíðarmöguleikar.
• Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin)
• Sími 533 4300 • Gsm 820 8658
10
RAUL
Spánverjinn fagnaði sínu 33 marki í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði gegn
Barcelona i gær.
Meistaradeild Evrópu:
Real Madrid
komst áfram
fótbolti Real Madrid mætir
Bayern Leverkusen í úrslitaleik
Meistaradeildar Evrópu eftir að
hafa gert 1-1 jafntefli við
Barcelona á heimavelli gær. Ma-
drid sigraði fyrri leikinn 2-0 og
því samanlagt 3-1.
Raul kom Madrid yfir rétt
fyrir hálfleik með fallegu skoti
af 20 metra færi, en skömmu
áður hafi Barcelona átt skot í
stöng. Þetta var fyrsta mark
Raul í síðustu 13 leikjum og hef-
ur hann nú skorað 33 mörk í
Meistaradeildinni eða meira en
nokkur annar. í byrjun síðari
hálfleiks jafnaði Barcelona met-
in þegar Ivan Helguera skoraði
sjálfsmark.
Leikurinn var nokkuð jafn en
leikmenn Barcelona voru þó
óheppnir að bæta ekki við marki á
síðustu 10 mínútum leiksins. Þá
fengu bæði Kluivert og Geovanni
góð færi. ■
Úrslitakeppni 2. deildar:
Islendinga-
slagur
fótbolti Stoke og Brentford mæt-
ast í úrslitaleik um eitt laust sæti
í 1. deild laugardaginn 11. maí.
Stoke sigraði Cardiff 2-0 á útivelli
í framlengdum leik. Cardiff sigr-
aði fyrri leikinn 2-1 og komst
Stoke því áfram samanlagt 3-2.
James O’Connor kom Stoke í 1-
0 á 90. mínútu og Souleyman
Oulare tryggði liðinu sæti í úr-
slitaleiknum með marki á 115.
mínútu.
Brentford sigraði Huddersfi-
eld 2-1 á heimavelli. Fyrri leikn-
um lauk með markalausu jafn-
tefli. ■
Gengið vel í vetur
Helgi Daníelsson knattspyrnumaður hefur nú verið tæp fjögur ár í
Bretlandi. Hann segir það hafa verið erfitt í byrjun að kveðja vini og
íjölskyldu og festa rætur í Bretlandi.
knattspvrna „Keppnistímabilinu
var að ljúka. Það fer að styttast í
að ég komi heim,“ segir Helgi
Daníelsson knattspyrnumaður
með Peterborough. Helgi var að-
eins sautján ára gamall þegar
hann fyrst hélt út til Bretlands en
hefur nú verið þar í tæp fjögur ár.
„í byrjun lék ég með unglingalið-
inu sem þá var með þeim bestu í
Bretlandi. Við vorum þá í úrvals-
deild unglingaliða og vorum að
spila við þá bestu en það heillaði
mig mest.“ Helgi segir að þrátt
fyrir það hafi hann átt erfitt með
að samlagast og eignast vini í upp-
hafi. „Ég var mjög ungur og kom
beint úr foreldrahúsum frá vinum
og skólafélögum. Ég þurfti að
taka á öllu mínu og leiddist oft
mjög mikið. Strákarnir í liðinu
höfðu ekki sömu áhugamál og ég
þannig að mér gekk ekki vel að
eignast vini. Þeir voru meira fyrir
að fara á pöbb og drekka en ég
hafði ekki sömu löngun til þess.
Eftir að ég eignaðist hér kærustu
fyrir rúmu ári hefur mér gengið
betur að festa mig.“ Helgi segir
ennfremur að í byrjun hafi hann
búið inn á fólki og ekki haft sína
eigin íbúð. „Nú bý ég í litlu rað-
húsi í þorpi fyrir utan borgina og
líður mun betur."
Helgi segist ekki eiga von á
öðru en hann verið áfram hjá fé-
laginu enda samningsbundin í tvö
ár í viðbót. „Það leggst ekki illa í
mig því ég hef spilað mun betur
síðari hluta vetrar. Allt stendur
þetta og fellur með því að eiga
góða leiki því samkeppnin er
mjög hörð. í byrjun kom það mjög
illa við mig þegar ég stóð mig ekki
nægilega vel. Þá komu þær hugs-
anir að best væri bara að koma
sér heim. Með tímanum hefur
mér lærst að láta það ekki hafa
eins mikil áhrif á mig.“ Helgi var
HELGI DANÍELSSON
Samningsbundinn hjá Petersbrough til
tveggja ára í viðbót.
í MH þegar hann fór út og fyrstu
tvö árin var hann í skóla í
Englandi. Nú er hann hins vegar í
fjarnámi og hyggst ljúka stúd-
entsprófi á þann hátt. „Það gengur
vel því ég hef ágætan tíma til að
læra.“ Hans helsta áhugamál er
STUNDUM KOMU UPP EFASEMDIR
UM AÐ ÉG VÆRI Á RÉTTUM STAÐ
Nú hefur Helgi eignast kærustu og heimili
og því er mun auðveldara að búa úti.
tónlist og spilar Helgi á gítar í frí-
tímanum. Hann á líka góða mögu-
leika á sækja tónleika og segist
ekki láta neina merkisviðburði
fram hjá sér fara. „Stutt er í að ég
komi heim í frí og hlakka ég til að
eyða sumrinu heima. Ég er í góðu
formi og það er ekki ástæða til að
ætla annað en ég verði áfram úti
og vel gangi."
bergljot@frettabladid.is
Þjálfari Brighton:
Hætti og kýldi
ljósmyndara
fótbolti Peter Taylor tilkynnti á
að hann ætlar að
hætta sem knatt-
spyrnustjóri
Brighton. Liðið vann
aðra deildina á dög-
unum og spilar næst
í fyrstu deild. Stuttu
eftir að Taylor
greindi frá ákvörð-
un sinni réðst hann
að ljósmyndara. Sá
kærði verknaðinn
og er málið í höndum lögreglu.
Taylor sagðist hætta vegna
fjölda svikna loforða frá stjórn fé-
lagsins. Ekki sé búið að byggja
nýja aðstöðu fyrir liðið og fjár-
mögnun fyrir næsta tímabil sé í
molum. Umboðsmaður Taylor tók
skýrt fram að hann væri ekki að
hætta til að þjálfa annað lið. ■
ÍPRÓTTIR í dac
16.45 RÚV
Handboltakvöld.
18.00 Sýn
Leiðin á HM (Kórea og Pólland)
18.30 Fótbolti
ÍA og Fylkir mætast í undanúrslitum
Deildarbikars karla í Egilshöll.
18.30 Sýn
NBA-tilþrif.
19.00 Sýn
Heimsfótbolti með West Union.
19.30 Svn
Worlcom Classic-golfmótið í Banda-
ríkjunum.
20.15 Handbolti
Fyrsti leikur úrslitaviðureignar Vals
og KA um Islandsmeistaratitil í Vals-
heimili.
20.30 Fótbolti
FH og Breiðablik mætast í undanúr-
slitum Deildarbikars karla í Egilshöll.
20.30 Sýn
Leiðina á HM (Þýskaland og Saudi
Arabía)
21.00 Sýn
Saga HM (1978 Argentina)
21.05 RÚV
Islandsmótið í handbolta.
22.30 Svn
Heklusport.
23.30 Sýn
Gillette-sportpakkinn (HM 2002)
manudaginn
PETER TAYLOR
Segir stjórn
Brighton hafa
svikið sig.
Styttist í Islandsmeistara:
Urslitin hefjast í kvöld
HANDBOLTi Á HLÍÐARENDA
Fyrsti leikur Vals og Aftureldingar fer fram á Hlíðarenda I kvöld.
handbolti Valur og KA mætast í
kvöld í fyrsta leik úrslitaviður-
eignarinnar um íslandsmeistara-
titilinn í handbolta. Leikurinn fer
fram að Hlíðarenda. í undanúrslit-
um vann Valur Aftureldingu og
KA íslandsmeistara Hauka. Það
kom flestum að óvörum. I-Iaukar
var talið sigurstranglegt en KA
vann tvo leiki í röð. „Ég átti von á
því að KA myndi vinna einn leik,“
segir Bjarki Sigurðsson, þjálfari
Aftureldingar.
„Aldrei hefði ég trúað því áður
en úrslitakeppnin hófst að þessi lið
spila um titilinn," segir Bjarki.
Hann spáir því að KA endi sem ís-
landsmeistari. „KA afsannaði það
á móti Haukum að heimaleikja-
rétturinn sé þýðingarmeiri en bar-
átta og hungur í sigur. Liðið er vel
mannað. Valur líka en ég held að
KA vinni."
Úrslitakeppni íslandsmeistara-
mótsins var snyrtileg. í átta liða og
undanúrslitum þurfti aðeins tvær
viðureignir milli liða til að skera úr
um sigurvegara. Þetta hefur aldrei
gerst áður. Bjarki heldur að það
taki fimm leiki til að skera úr um
íslandsmeistarann. „Þetta eru jöfn
lið. Leikir þeirra í vetur einkennd-
ust af baráttu. Valur er skemmti-
legt lið, spilar hraðan bolta. Aftur-
elding háði hörkurimmu við það.
KA er líka skemmtilegt lið, með
marga unga menn.“
Bjarki er sáttur við frammi-
stöðu Aftureldingar í vetur. „Ég
get ekki verið annað en ánægður.
Okkur var spáð fjórða sæti en við
náðum þriðja. Reyndar er ég óá-
nægður með bikarinn. Þar brugð-
umst við sjálfum okkur.“
Eitt ár er eftir af samningi
Bjarka við Aftureldingu. Ilann
heldur áfram að þjálfa í haust.
Hvort hann spilar meira með lið-
inu er annað mál. „Það var vissu-
lega gaman að spila og taka þátt í
úrslitakeppninni. Kannski er samt
kominn tími á hvíld.“ ■