Fréttablaðið - 02.05.2002, Síða 11
FIMMTUDAGUR 2. maí 2002
SEPP BLATTER
Forseti Fifa. Fór á þriðjudaginn til Bahrain í boði krónprinsins Sjeik Salman bin Hamad al
Khalifa. Þeir fögnuðu nýrri fótboltamiðstöð landsins.
Allt niður um Robbie:
Kærður fyrir klósettferð
fótbolti Robbie Savage hjá
Leicester hefði betur setið á sér.
Fyrir tveimur vikum spilaði
Leicester við Aston Villa. Rétt
fyrir leikinn þurfti Robbie að létta
á sér og brá hann á það ráð að
lauma sér inn á einkaklósett dóm-
arans, Graham Poll. Þetta er
stranglega bannað
reglum enska knattspyrnusam
bandsins.
Poll dómari kvartaði undan
þessu í leikskýrslu sinni. Leicest-
er brást skjótt við og sektaði
Robbie um tveggja vikna laun. Nú
hefur hann einnig verið kærður
fyrir ósæmilega hegðun hjá aga-
nefnd sambandsins. Hún getur
sett hann í bann, sektað eða
skammað. Robbie er miður sín
vegna málsins. Hann áfrýjaði
sektinni og bað um hjálp hjá stétt-
arfélagi leikmanna. ■
ROBBIE
Fór á einkaklósett dómarans.
FIFA ólgar og kosningar nálgast:
Blatter hand-
viss um sigur
fótbolti Sepp Blatter, forseti
FIFA, segist handviss um að hann
nái endurkjöri. Brátt fara fram
forsetakosningar milli hans og
Issa Hayatou, formanns knatt-
spyrnusambands Afríku. „Það
styðja mig margir og ég er ör-
uggur um endurkjör,“ sagði
Blatter á mánudag. „Þetta er eins
og fótboltaleikur. Það er sigur-
stranglegi aðilinn og sá sem er
næstlíklegastur. Stundum koma
aðrir líka til greina."
Hann talaði við fréttamenn
eftir að fá sett lögbann á ásakan-
ir Farah Addo, forseta knatt-
spyrnusambands Sómalíu. Addo
má ekki endurtaka ásakanir sín-
ar. Hann sakar Blatter um að
múta fulltrúum aðildarríkja
FIFA þegar hann var kosinn for-
seti í stað Lennart Johansson,
forseta UEFA, fyrir fjórum
árum. Grunsamlegt þótti að Addo
skyldi bíða með ásakanir þar til
rétt fyrir kosningar.
Forsetakosningar FIFA fara
fram 29. maí í Seoul í Kóreu.
Tveimur dögum síðar hefst
heimsmeistaramótið. ■
Bikarúrslitaleikurinn í Cardiff:
Chelsea umlukið
óheppni
fótbolti Hjátrúa-
fullir segja Chel-
sea jafnvel geta
sleppt því að
mæta í bikarúr-
slitaleikinn á
móti Arsenal á
laugardaginn.
Ástæðan er að
Arsenal fær að
nota „gæfubún-
ingsklefann" í
norðurhluta Þús-
aldarleikvangs-
ins í Cardiff. Frá
því enskir úr-
slitaleikir voru
fluttir til höfuð-
borgar Wales
hefur sigurliðið
alltaf verið úr norð-
urklefanum.
Arsenal var úthlut-
aður klefinn þegar
það vann undanúr-
slitaleikinn við
Middlesbrough.
Chelsea mótmælti harðlega og
heimtaði hlutkesti. Enska knatt-
spyrnusambandið féllst á það og
kastaði mynt upp á klefa í síðustu
viku. Arsenal vann.
Chelsea fær sárabót. Liðið
FENC SHUI FRÆÐINCURINN
Virkaði ekki neitt.
klæðist sínum venjulegu
hvítu sokkum en Arsenal
þarf að skipta yfir í rauða.
Til að bæta sigurlíkur lið-
anna í suðurklefanum var
nýlega fenginn Feng Shui
fræðingur til að reka burt óláns-
andann. Það virðist ekki hafa
virkað. Cambridge United var í
klefanum þegar það tapaði 4-1
fyrir Blackpool í LDV Vans-bikar-
úrslitaleik fyrir skömmu. ■
EIÐUR SMÁRI
Ógæfulegur búningsklefi
en i hvítum sokkum.
L í f s g æ ð i
Vesturbæ
Hverfaþing í Hagaskóla
í kvöld 2. maí kl. 19:30
Á þinginu verða notaóar skemmtilegar og
árangursríkar vinnuaðferðir sem tryggja að allir
komi sínum sjónarmiðum á framfæri.
Kl. 19:30 Setning þingsins
Kynning á vinnu leikskólabarna i Hagaborg
og grunnskólanemenda í Vesturbæjarskóla
og Hagaskóla um lifsgæði i Vesturbæ
Ávarp: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
Vinnuhópar:
Mannlifið
Samskipti og félagslíf
Hverfavitund og samkennd
Hverfi fyrir alla aldurshópa
Þjónusta og hlutverk Vesturgarðs
Hjarta hverfisins og þjónusta
Öryggi
Umhverfis- og skipulagsmál
Umhirða og umgengni
Mengun og sorp
Skipulags- og umferðarmál
Lífríkið
Menningar- og fræðslumál
Menntun frá vöggu til grafar; LeikskóLar,
grunnskólar, háskóli og aðrir skólar
Menningarlíf og uppákomur
Útivist og tómstundir
íþróttir
Göngu- og hjólastígar
Sparkvellir
Leiksvæði
Tómstundastarf
Kaffihlé
Hóparnir kynna niðurstöður
Næstu skref - allir taka þátt
Kl. 10:30 Þingslit
Niðurstöður þátttakenda verða kynntar á fundi í
hverfinu, í Vesturbæjarblaðinu og á reykjavik.is
Fundarstaður og tími auglýstur síðar.
ALLir Vesturbæingar og hagsmunaaðilar i
Vesturbæ eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis.
Þetta er þitt tækifæri til að hafa áhrif á framtíð
Vesturbæjarins
- ekki láta það fram hjá þér fara