Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.05.2002, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 23.05.2002, Qupperneq 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 23. maí 2002 FIMMTUDACUR Á HVAÐA TÍMUM LIFUM VIÐ Glæpasögur heilla: Mýrin á hollensku bækur Hollenska forlagið Signature hefur keypt útgáfuréttinn á Mýrinni og Grafarþögn eftir Arn- ald Indriðason. Utgáfu- réttur á Mýrinni hefur áður verið seldur til Finnlands, Danmerkur og Þýskalands. Bókin er tilnefnd til Glerlykilsins,; norrænu glæpasagna- Verðlaunanna, en upplýst verður á morgun hver hlýtur þau í ár. Réttur Grafarþagnar var nýlega seldur til Þýskalands. Si'gnature sérhæfir sig í útgáfu á glæpasögum, ekki síst frá Norð- ARNALDUR INDRIÐASON Fær hann Glerlykilinn á morgun? urlöndunum þar sem greinin hefur blómstr- að á síðustu árum. Meðal höfunda for- lagsins eru Karin Fossum, Unni Lindell og Bjarne Reuter, sem hafa unnið eða verið tilnefnd til Glerlykils- ins. Nú eru í undirbún- ingi tvær kvikmyndir eftir bókum Arnaldar. Baltasar Kormákur vinnur að gerð bíó- myndar eftir Mýrinni og Snorri Þórisson stefnir að gerð alþjóð- legrar stórmyndar eftir Napóle- onsskjölunum. ■ Snorri Ásmundsson, borgarstjóraefni Æ-listans. „Við lifum á upphafstímum Vmstri Hægri Snú, upphafstímum sælu og fagnaðar. Sæla og fögnuður Námskeið í Kafíileikhúsinu: Leitað að leikurum leikhús Nú um helgina fer fram nám- skeið í Kaffileikhúsinu þar sem gef- in er innsýn í leiklist. Veitt er til- sögn í leikspuna, persónusköpun, raddbeitingu, framsögn, tjáningu og hreyfingu á leiksviði. Kristín G. .Magnús í Ferðaleik; húsinu stendur að námskeiðinu. í júlí hefst 31. leikár Light Nights í Reykjávík og kemur til greina að fá hæfileikaríkt fólk af riámskeiðinu til að koma fram í sýningunni sem „lifandi leikmyndir". Auk aukahlut- verka í Light Nights er einnig leitað að tæknimanni á leikhljóð og ljós. Námskeiðið fer fram á laugardag, sunnudag og mánudag. Innritun er í síma 551 9181. Fyrir nema kostar LICHT NIGHTS Kemur til grelna að gefa hæfileikafólki á námskeiðinu kost á að koma fram í sýn- ingunum I sumar. námskeiðið um helgina fimm þús- und krónur. Fyrir aðra sjö þúsund. ■ Fimmtudagsforleíkur: Tónleikar á Loftinu tónleikar f dag er fara fram næst síðustu tónleikar tónleikaraðar- innar Fimmtudagsforleikur í Hinu húsinu. Þrjár hljómsveitir koma fram. Tron er skipuð Kára Tulinius ljóðskáldi, Elvari „Auxpan" Kjart- anssyni og Guðmundi Gunnars- syni djassgítarleikara. Tron leik- ur tilraunakennda spunatónlist! Hún hefur aðeins verið starfrækt í rúma tvo mánúði en verið at- hafnasöm síðan. Hljómsveitin Isidor hét áður Ubik óg spilar rokktónlist. Þriðja híjómsveitin heitir Spur pópijnar og er hugar- srníð.i árna Viðarssonar. Spur Pópunar kynnir' á tónleikunum efni af geisladisk, sem verður gef- inn út í kvöld. Fimmtudagsfor- leikurinn er haldinn á Loftinu í nýju húsnæði Hins hússins að PósthúSstræti 3-5. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og standa til klukkan 22.30. Að- gangur er ókeypis. ■ FRETTABLAÐIÐ Sportvörugerðin hf. Skipholtí 5, s. 562 8383 Sérfræðingar í fluguveiði Mælum stangir, splæsum línur og setjum upp FIMMTUDAGURINN 23. MÁÍ FYRIRLESTRAR_______________________ 12.30 Jón Ólafsson heimspekingur flyt- ur erindið Myndir af byltingunni í kaffistofu Listasafns íslands. 16.15 Dr. Barbara W. Hodson, prófess- or (talmeinafræði við Wichita State University í Kansas, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknar- stofu KHÍ í sal Sjómannaskóla is- lands. Fyrirlesturinn heitir Ljóð- kerfisvitund og málvitund: tengsl við lestur. TÓNLEIKAR__________________________ 12.30 Eydís Franzdóttir óbóleikari frumflytur fslensk einleiksverk fyrir óbó eftir Rikharð H. Friðriksson, Atla Heimi Sveinsson og Elínu Gunnlaugsdóttur í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. 20.00 Útskriftartónleikar Láru Bryndísar Eggertsdóttur einleikara á orgel frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar í Hallgrímskirkju. Kennari hennar var Hörður Áskelsson. Á efnisskrá eru Franck, Messiaen, Buxtehude og Bach. Aðgangur ókeypis. 20.00 Anna Alexandra sópran, Védís Cuðmundsdóttir flautuleikari og Guðmundur H. Guðjónsson pí- anóleikari halda tónleika í Saln- um í Kópavogi. 20.00 Fimmtudagsforleikur á Loftinu í Hinu húsinu. Hljómsveitirnar Tron, Isidor og Spur pópunar. Aðgangur ókeypis. Sextán ára ald- urstakmark og skylda að sýna skilriki. 21.00 B3 tríó leikur á djassklúbbnum Múlanum f Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Miðaverð eru 500 krónur fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja, þúsund fyrir aðra. Ekki tekið við kortum í miðasölu. 22.00 KK heldur tónleika á Við Pollinn á Akureyri. 22.00 Hljómsveitin Buff heldur tónleika á Vídalín við Ingólfstorg. SAMKOMUR___________________________ 21.00 Stjórnmálaflokkurinn Vinstri Hægri Snú stendur fyrir sigurhátíð á Húsi málarans. „Tilefnið er væntanlegur stórsigur flokksins í komandl borgarstjórnarkosning- um," segir í fréttatilkynningu. Allir velkomnir. LEIKLIST___________________________ 17.05 Örleikverkið Núllið eftir Benóný Ægisson og Bryndísi Erlu Hjálm- Agnar Már Magnússon, Ásgeir Ásgeirsson og Eric Qvick spila í Kaffileikhúsinu í kvöld. B3 í Múlanum: • • legri plötu tónleikar Djassklúbburinn Múl- inn býður upp á tónleika með B3 tríó í kvöld. Tríóið skipa Agnar Már Magnússon á orgel, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og Eric Qvick trommuleikari. í kvöld leikur B3 tríó bæði frumsamin lög eftir Agnar og Ásgeir og nokkra vel valda standarda í útsetningum þeirra félaga. Tríóið hefur starfað í rúma níu mánuði. Á haustmánuð- um er stefnan sett á útgáfu geisladisks með frumsömdu efni. Nokkur laga disksins eru á efnis- skránni og verða flutt í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Þeir fara fram í Kaffileikhúsinu, þar sem djassklúbburinn Múlinn hefur aðsetur. ■ arsdóttur í beinni útsendingu á Rás 1 frá almenningssalerninu í Bankastræti 0. Harpa Amardóttir leikstýrir. 20.00 Uppselt á Hollendinginn fljúg- andi eftir Ríchard Wagner á stóra sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Uppselt á Veisluna eftir Thomas Vinterberg á Smíðaverkstæðinu. 20.00 Nokkur sæti laus á Kryddlegin hjörtu eftir Lauru Esquivel á stóra sviði Borgarleikhússins. 20.00 Laus sæti á uppistands Jóns Gnarr á þriðju hæð Borgarleik- hússins. OPNANIR______________________________ Sýningin Konan - Maddama, kerling, fröken, frú ... opnuð klukkan 20 f Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar. Við opnun- ina skáldkonur lesa Ijóð, sem þær hafa samið við verk Sigurjóns. Þær eru Guð- rún Eva Mínervudóttir, Friða Á. Sigurð- ardóttir, Þórunn Valdimarsdóttir, Krist- ín Ómarsdóttir, Vilborg Dagbjartsdótt- ir, Linda Vilhjálmsdóttir, Elísabet K. Jökulsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir og Vigdís Grímsdóttir. Aðra sýningardaga geta sýningargestir hlýtt á lestur skáldkvennanna af geisladiski. Sýningin stendur til 30. júnf. Ríkharður Jónsson og Vilhjálmur Eina- rsson íþróttahetjur opna formlega klukkan 15 sýninguna íþróttasaga ís- lands í Safnaskálanum að Görðum á Akranesi. Þar er sögð saga íþrótta á (s- landi og tengsl þeirra við sögu landsins. Sýningunni er ætlað til frambúðar að verða í nýju sýningarrými í Safnaskálan- um. Tilkynningar sendist á netfangið ritstjorn@frettabiadid.is í Gamla bíó Islensku óperunni 31.maíog l.júníkl. 20:30 Aðeins þessar 2 sýningar. Forsala íverslunum Skífunnar. Geisladiskurinn vinsæli með Kaffibrúsakörlunum erfánlegur aftur. O o

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.