Fréttablaðið - 15.06.2002, Qupperneq 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KIÖRKASSINN
HELMINCURINN
ERSKRÚÐGÖNGU-
MENN
Aðeins drjúgur helm-
ingur kjósenda á
Vísi.is segjast ætla að
taka þátt I hátíðar-
höldum 17. juní.
Ætlar þú að taka þátt í há-
tíðahöldum á 17. júní?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Spurning dagsins í dag:
Hefur vandi Byggðastofnunar veríð
leystur?
Farðu inn á vísi.is og segðu I
þína skoðun ^m—.J
___________CS29
ARIEL SHARON
Hörðustu fylgisméjin landtökumanna eru
ósáttir við áform um girðingu.
Girðlng milli Israels og
Vesturbakkans:
Osætti er í
stjórn Sharons
palestína ísraelski herinn sagðist í
gær ætla að byrja á því að reisa
varnargirðingu milli ísraels og
hluta hernumdu svæðanna á Vest-
urbakka Jórdanár. Girðingunni er
ætlað að gera herskáum Palestínu-
mönnum erfiðara að komast frá
Vesturbakkanum_ til fjölmennra
íbúðabyggða í ísrael, þar sem
margar sjálfsmorðsárásir hafa
verið framdar.
Ekki eru allir ráðherrar í stjórn
ísraels sáttir við þessi áform.
Gagnrýnin kemur þó helst frá
þeim, sem styðja - málstað ísrael-
skra landtökumanna. Þeir vilja að
girðingarnar verði reistar um-
hverfis byggðir Palestínumanna,
en ekki meðfram landamærum
ísraels vegna þess að þá lenda svo-
nefndar landnámsbyggðir gyðinga
einnig handan þeirra. ■
MANNRÉTTINDABROTUM MÓTMÆLT
Margir bundur svartan klút um munn sér
til marks um hömlur á tjáningafrelsi í Kína.
Ungliðar og stúdentar:
Tvö þúsund
mótmæltu
mótmæli Um tvö þúsund manns
tóku þátt í mótmælum ungliða-
hreyfinga og stúdentahreyfing-
anna í gær. Mótmælendur söfnuð-
ust saman á Austurvelli og tóku
forystumenn ungliðahreyfinga og
stúdenta til máls þar. „Við minnt-
um á mannréttindabrot í Kína og
meðferð á þegnum þar,“ sagði
Björgvin Guðmundsson, formað-
ur Heimdalls að mótmælunum
loknum. „Vió vorum mjög ánægð
með þátttökuna og stemmning-
una.“
Frá Austurvelli var gengið að
sendiráði Kína á Víðimel. Þar var
lesið upp mótmælaplagg frá að-
standendum mótmælanna. Því
var ekki veitt viðtöku af hálfu
sendiráðsins. Einnig voru gerðar
Falun Gong æfingar undir stjórn
iðkenda þess. Frá sendiráðinu var
gengið að stjórnarráðinu í Lækj-
argötu. Lögreglan fylgdist með
mótmælunum og hafði nokkurn
viðbúnað við sendiráðið. ■
2
15. júní 2002 LAUCARDAGUR
Erlendum flugfélögum ekki vöruð við banni á Falun Gong:
Engin fyrirmæli til LTU
vegna flugs til Islands
lögreglumál Þýska flugfélagið
LTU, sem heldur uppi áætlunar-
flugi til íslands, fékk ekki sam-
bærileg fyrirmæli frá íslenskum
stjórnvöldum og Flugleiðir um að
flytja ekki meinta meðlimi Falun
Gong til landsins. Að sögn Stefáns
Eiríkssonar, skrifstofustjóra í
dómsmálaráðuneytinu, hefur ekk-
ert samband verið haft við erlend
flugfélög til að skýra þeim frá stöð-
unni. Vélar þeirra séu ekki skráðar
á íslandi og því ekki íslenskt yfir-
ráðasvæði.
SÓLVEIG
PÉTURSDÓTTIR.
„Þeim sem hafa
samskipti við ís-
lensk stjórnvöld
ætti að vera þetta
fullkunnugt af sam-
skiptum við sína
tengiliði hér á
landi,“ segir Stefán.
Komi meðlimir
Falun Gong með er-
lendum flugfélögum verði þeim
synjað um landgöngu. Vel sé mögu-
legt að flugfélögunum verði gert að
taka þá aftur um borð.
Frá því dómsmálaráðuneytið af-
henti Flugleiðum lista á þriðjudags-
kvöld með nöfnum óæskilegra
gesta hafa tvær áætlunarvélar LTU
komið til landsins. Fyrri vélin kom
til Keflavíkur á fimmtudagskvöld
frá Munchen. Seinni vélin kom frá
Dusseldorf til Keflavíkur í gær
með viðkomu á Egilsstöðum.
Að sögn Sigurjóns Hafsteinsson-
ar hjá Terra Nova, umboðsfyrir-
tæk i LTU á íslandi, hafa engin
vandamál komið upp í tengslum við
farþega á vegum skrifstofunnar. ■
ÉgÍSs|SÉSáS
Ræddu ítarlega um lýð-
ræði og mannréttindi
Forsetar íslands og Kína á Bessastöðum. Ræddu einnig tengsl landanna.
QPINBER heimsókn Formleg dag-
skrá opinberrar heimsóknar for-
seta Kína hófst í gærmorgun. Þar
átti hann, ásamt fjölmennri sendi-
___4___ nefnd, fund með
Forseta íslands,
Ólafi Ragnari
Grímssyni og ráð-
herrum úr ríkis-
stjórninni.
Ólafur Ragnar
sagðist hafa rætt
stöðu mannrétt-
inda og lýðræðis
við Kínaforseta.
Jiang Zemin
lýsti yfir því að
hann myndi
beita sér fyrir
því að viðræð-
urnar fengju
jákvæða nið-
urstöðu.
Jiang Zemin hefði tekið undir að
mikilvægt væri að vinna að aukn-
um mannréttindum en menn yrðu
að skilja, að í mannmörgu ríki
eins og Kína tæki það tíma, bæði
vegna stærðarinnar og mikillar
fátæktar og vanþróunar.
Ólafur Ragnar sagði að við-
ræður þeirra Jiangs hefðu verið
bæði efnis- og árangursríkar.
„Ég tel að heimsókn forseta
Kína, í kjölfar heimsókna fjöl-
margra íslenskra ráðamanna til
Kína undanfarinn áratug, sé ein-
dregin viljayfirlýsing af hálfu
Kína um að vilja efla við okkur
tengsl á nýrri öld. Það skiptir
miklu máli fyrir frið og öryggi,
lýðræði og mannréttindi í heim-
inum að hafa tækifæri til að
ræða ítarlega við Kínverja,“
sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði
að forsetarnir hefðu meðal ann-
ars rætt nauðsyn þess að efla
samstarf í sjávarútvegi og á
sviði jarðhita. íslensk orkufyrir-
tæki hafa um nokkurt skeið átt í
viðræðum við stjórnvöld í Pek-
ing um þróun hitaveitu þar. „Ji-
ang Zemin lýsti yfir því að hann
myndi beita sér fyrir því að við-
ræðurnar fengju jákvæða niður-
stöðu. Ennfremur lýsti forsetinn
yfir því að hann myndi beita sér
fyrir því að samkomulag tækist
milli þjóðanna um að ísland yrði
formlega viðurkennt sem
áfangastaður fyrir kínverska
ferðamenn. Það hefði mikla þýð-
ingu ftfrir ferðaþjónustu hér,“
sagði Olafur Ragnar.
Ólafur Ragnar sagði aðspurð-
ur að það væri síður en svo ótrú-
verðugt að leggja áherslu á lýð-
ræði í viðræðum, á sama tíma og
fólki væri meinað að mótmæla.
Hann taldi ekki að íslendingar
væru að taka upp vinnubrögð ein-
ræðisstjórna í samskiptum sínum
við fylgismenn Falun Gong. Hóp-
urinn hefði fengið tækifæri til að
koma skoðunum sínum á fram-
færi og athygli fjölmiðla.
the@frettabladid.is
^ Flugskóli íslands:
Utsýnisflug unair yfirskini kennslu
þjónusta Flugskóli íslands sel-
ur almenningi útsýnisflug
þrátt fyrir að hafa ekki leyfi
til slíks rekstrar. Að sögn
starfsmanns flugskólans er
fyrst og fremst notuð tveggja
manna vél til útsýnisflugsins.
Farþegi fer þá í loftið með
flugkennara.
„Við útvegum vél og mann.
Það er tæknilega skráð sem
flugkennsla, formsins vegna.
Við bjóðum kynningarflug
þar sem við förum með fólk
og rennum yfir borgina í um
hálftíma. Það kostar þrjú þús-
und krónur," sagði starfsmað-
ur flugskólans í samtali
Fréttablaðið í gær.
„Þegar tíminn er búinn ger-
ir fólk upp hug sinn með það
hvort það vilji halda áfram í
flugnám eða ekki. Það má
segja með suma nemendur
að þetta sé bara útsýnisflug.
Þeir ætla ekki að læra held-
ur eru fyrst og fremst að
þessu upp á skemmtunina,"
sagði starfsmaðurinn.
Þó Flugskóli íslands bjóði
í raun upp á útsýnisflug er
það ekki með hefðbundnu
sniði. „Við tökum á loft og
lendum en leyfum fólki að
taka í stýrið og fá tilfinningu
fyrir véíinni," sagði viðmæl-
andi okkar hjá Flugskóla ís-
lands. Skólinn er í eigu ríkis-
Flugleiða, Atlanta og
Flugtaks. ■
FLUGSKOLI ISLANDS
við „Við bjóðum kynningarflug þar sem við förum með fólk og
rennum yfir borgina f um hálftfma. Það kostar þrjú þúsund ins,
krónur," sagði starfsmaður flugskólans.
Talsmaður kínverska ut-
anríkisráðuneytisins:
Erfitt að
stjórna Kína
heimsókn iiang zemins „Væntan-
lega getum við öll verið sammála
um það, að mannréttindaástandið
á íslandi sé ekki fullkomið," sagði
Kong Quan, talsmaður kínverska
utanríkisráðuneytisins á fundi
með blaðamönnum. Hvergi í
heiminum er það fullkomið, sagði
hann, og þá ekki í Kína heldur.
Hann sagði ennfremur að það
væri erfitt að stjórna fjölmennu
ríki eins og Kína. „Verið þess hins
vegar fullviss," sagði hann enn-
fremur, að með bættum efnahag í
Kína „mun mannréttindaástandið
þar batna.“ ■
Fundur átta iðnvelda í
Kanada:
Dregur úr
líkum á frið-
arráðstefnu
FUNDURUtanríkisráðherrar átta
helstu iðnríkja heims, G8-hópsins
svonefnda, voru ósammála um
tíKtt VT~i framhald mála í
deilum Israels og
Palestínumanna á
fundi sínum í
Kanada. Minni lík-
ur þykja nú á því
að alþjóðleg ráð-
stefna verði hald-
in í næsta mánuði,
þar sem reynt
verður að finna
lausn á ástandinu.
Þeir voru sam-
mála um að þörf
væri fyrir slíka
ráðstefnu, en ekki
fyrr en margvís-
hindranir hafa verið yfir-
COLIN POWELL
Segir Bandaríkja-
stjórn enn vera
að velta fyrir sér,
hvort Palestínu-
menn geti ekki
stofnað bráða-
birgðaríki á næst-
unni.
legar
unnar.
-$—
Ihuga að stefna:
I hungur-
verkfalli
heimsókn Á bilinu 20-30 manns
hófu hungurverkfall á de-Gaulle
flugvelli í París í fyrrakvöld eftir
að þeim hafði ekki verið hleypt um
borð í flugvél Flugleiða. Að sögn
Gilian Yi, talsmanns hópsins, voru
nöfn þeirra á lista sem starfsmenn
Flugleiða höfðu yfir að ráða. „Við
spurðum hvaða listi þetta væri og
föluðumst eftir afriti, en fengum
engin svör,“ segir Gilian, sem eins
og hinir farþegarnir, iðkar Falun
Gong og vill koma hingað til að
taka þátt í friðsamlegum mótmæl-
um Falun Gong hér á landi á með-
an á heimsókn forseta Jiang Zem-
ins stendur. ■
I ERLENT I
Atta manns fórust þegar bíla-
sprengja sprakk í gær fyrir
utan bandaríska sendiráðið í
Karachi, höfuðborg Pakistans.
Daginn áður var Donald H.
Rumsfeld, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, þar á ferð.
Shimon Peres, utanríkisráð-
herra ísraels, er farinn að
ræða við palestínska embættis-
menn á ný. Hann ætlar þó alls
ekki að ræða við Jasser Arafat,
leiðtoga Palestínumanna.
Ríkisstjórnin í Perú samþykkti
í gær að krefjast framsals á
Alberto Fujimori, fyrrverandi
forseta landsins, sem nú dvelst í
útlegð í Japan. Hann flúði þangað
eftir að uppvíst varð um spillingu
í stjórnarháttum hans.
--4---
Umhverfisráðherra ríkja, sem
eiga land að Svartahafi, hitt-
ust í Búlgaríu í gær. Þeir ætluðu
að finna leiðir til þess að hreinsa
Svartahaf og koma í veg fyrir
frekari mengun, sem farið hefur
mjög illa með jurta- og dýralíf
þar.