Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2002, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 15.06.2002, Qupperneq 4
4 FRJÉTTABLAÐIÐ 15. júní 2002 LAUGARDAGUR SVONA ERUM VIÐ ---VINSÆLT AÐ FERÐAST------ INNANLANDS Samkvæmt könnun Gallup ætla 3% ekki í sumarfrí og tæplega 6°/o eru óá- kveðin. IVlun fleira fólk á aldrinum 18- 24 ára ætlar til útlanda en þeir eldri. Þá eru þeir sem eru með hæstu fjölskyldu- tekjurnar líklegri til að fara utanlands en þeir tekjulægri. Einnig fara mun fleiri háskólamenntaðir erlendis en þeir sem ekki hafa lokið hákólaprófi. ferðast innanlands 48% ferðast bæði utan- og innanlands 18% verða heima 14% ferðast til útlanda 11% KIRKJUGARÐURINN Rólegra með hverju árinu sem líður. Heilbrigði eykst: Sífellt færri deyja heilbrigði íslenska þjóðin verður sífellt heilbrigðari með þeim af- leiðingum að stöðugt fækkar þeim sem deyja þó svo þjóðinni fjölgi. Fyrir 10 árum létust að meðaltali sjö íslendingar af hverjum þús- und sem lifðu. í fyrra var þessi tala komin niður í sex af hverjum þúsund. í fyrra dóu 1.720 einstaklingar hér á landi, 919 karlar og 801 kona. Árið áður dóu 1.823 eða 103 fleiri. Eru þessar tölur í takt við þróunina undanfarna áratugi og ekkert lát á. Dánartíðnin hefur aldrei verið lægri. Flestir sem lét- ust í fyrra voru fæddir hér á landi en 60 erlendis. Rúmlega helming- ur þeirra var frá Norðurlöndun- um, 15 frá öðrum Evrópuþjóðum. 10 frá Ameríku og 3 frá Asíu. ■ —♦— Við Þjóðmenningarhús: Hróp gerð að Kínaforseta heimsókn Lögreglan hafði afskipti af einum Falun Gong félaga í gær- dag við Þjóðmenningarhúsið. Hann hrópaði að bílnum þegar Ji- ang Zemin, forseti Kína, kom að Þjóðmenningarhúsinu eftir há- degi. Einnig heyrðust hróp þegar hann gekk úr húsinu en lögreglan kippti sér ekki upp við það. Stórt svæði í kringum Þjóðmenningar- húsið hafði verið girt af og var ekki hleypt í gegnum þá girðingu nema menn framvísuðu sérstök- um pössum. Falun gong-iðkendur héldu sig í grenndinni, á Arnar- hóli, en forseti Kína sá þá ekki vegna þess að ekið var niður Hverfisgötu. ■ Landið: Atvinnulaus- um Qölgar atvinnumál Samkvæmt gögnum vinnumiðlana sem Hagstofa ís- lands hefur tekið saman voru 3.953 manns skráðir atvinnulausir í lok maí 2002 samanborið við 2.096 í maí 2001. Af skráðum at- vinnulausum í maí 2002 voru 1.056 einstaklingar eða 26,7% á aldrinum 15-24 ára en 22,8% í maí 2001. Fjöldi þeirra sem höfðu ver- ið 6 mánuði eða lengur á atvinnu- leysisskrá var í lok maí 801 ein- staklingur eða 20,3% miðað við 24,9% í lok maí 2001. ■ Falun Gong iðkað í mótmælaskyni: Engar íjöldatak- markanir heimsókn Ekki verða lagðar fjöldatakmarkanir fjölda iðkenda Falun Gong á Austurvelli á meðan á heimsókn Jiang Zemin, forseta Kína, stendur. Aður hafði verið samþykkt að takmarka fjöldann við 10 manns, en fallið var frá því í gærmorgun. Að sögn Ellíar Guð- mundsdóttur, forstöðumanns um- hverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, var upphaflega ákveðið að takmarka fjöldann sl. þriðjudag í samráði við Falun Gong, sem lagt hafði meiri áher- slu á það að fá að vera í Hallar- garðinum og í Hljómskálagarðin- um. Ein ástæða takmörkunarinn- ar hefði verið til að hlífa gróðri vegna hátíðarhalda 17. júní. Ekki hefði heldur verið útlit fyrir jafn marga iðkendur þá og nú eru komnir til landsins. „Það var strax skoðun borgarstjóra að þetta væri ekki við hæfi,“ sagði Ellí. Hún sagði fjölda manns vera í viðbragðsstöðu á sunnudag til að FALUN GONG Mega vera fleiri en tíu í hóp á Austurvelli og víðar um bæinn. Friðsamlegum mót- mælum þeirra eru þó ýmis takmörk sett. laga blómabeð fyrir 17. júní, ef svo fer að þau verða undir í ágan- gi helgarinnar.B NEMENDUR GETA NÚ VALIÐ SKÓLA ÓHÁÐ BÚSETU Nú geta þeir sem búsettir eru í Hafnarfirði og Kópavogi sótt skóla til Reykjavíkur. Hætt við að einhverjir verði útundan og sitji uppi með lökustu nemendurna. Nynemar ættu að j r * r r vera tærn 1 ar Árgangur þeirra sem lauk samræmdum prófum í vor var fámennari en mörg undanfarin ár. Þess ætti að gæta í umsóknum um skólavist í fram- haldskólana en skólameistarar eru ekki á því. skólar Sá árgangur sem tók sam- ræmd próf í vor er einn sá fá- mennasti í mörg ár. Meðal fram- haldskólanna hefur því ríkt tals- verð samkeppni um nýnema að sögn Sölva Sveinssonar skóla- meistara í Fjölbraut í Ármúla. Hann segir að þess beri að geta að í ár eigi nemendur í fyrsta mögu- leika á velja skóla óháð búsetu og það hafi ekki síður áhrif á sam- keppni skólanna. Hann nefnir ein- nig að skólarnir skilgreini sig á mismunandi hátt því innan ein- hverra skóla sé sérhæft nám. Fjölbraut í Ármúla sérhæfir sig á heilbrigðissviði, í MH sækja þeir sem hafa áhuga á tónlist og Borg- arholtsskóli er með bílaiðnaðinn. Um skólavist sóttu um 500 nem- endur en skólinn tekur ekki inn nema 350 nemendur. „Margir þeirra eru eldri nemendur sem hafa verið í skólanum áður. Þrátt fyrir það get ég ekki annað en verið sáttur við aðsóknina," segir Sölvi. Aðsókn hefur verið góð í Flens- borg í Hafnarfirði og það sama er að segja um Menntaskólann í Kópavogi og Menntaskólann við Hamrhlíð. Skólameistararnir vilja ekki meina að aðsókn sé minni nú en undanfarin ár. „Það komast færri að en vilja í Flensborg og ég get ekki annað en verið sáttur við aðsóknina hjá okkur,“ segir Einar Birgis skólameistari. Hann bendir á að þar sem skólarnir séu ekki bundnir af því að taka inn nem- endur af sínu svæði sé hætt við að einhverjir verði útundan og sitji uppi með lökustu nemendurna. „Allt á þetta eftir að skýrast þeg- ar frá líður.“ Helgi Kristjánsson aðstoðar- skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir einkunnir þeirra nýnema sem sæki um nú vera óvenju háar. „Við erum himinlif- andi með aðsóknina fyrir þetta haust. Tvöfalt fleiri sækja um í grunnnám matvælagreina en það er mikil aukning eftir samdrátt á undanförnum árum.“ Þeir skólameistarar sem blaðið ræddi við vildu ekki taka undir að aðsókn væri minni í þeirra skóla þrátt fyrir að nýnemar úr grunn- skólum væru færri en í langan tíma. Þeir töldu þó flestir að á ein- hverjum skólanna bitnaði það. bergljot@frettabladid.is Bandaríkin: Samdráttur í smásölu efnahagslíf Smásala í Bandaríkj- unum dróst saman um 0,9 prósent í maímánuði sem er þrefalt meiri samdráttur en hagfræðingar höfðu vænst. í fréttum Búnaðar- bankans segir að þetta sé mesti samdráttur í smásölu síðastliðið hálft ár og samdrátturinn sé aðal- lega tilkominn vegna minni sölu á bifreiðum. Smásala dróst saman um 0,4 prósent ef bifreiðar eru undan- skyldar. Fylgst er náið með þróun í smásölu í Bandaríkjunum en einkaneysla stendur undir stórum hluta hagkerfisins eða tveimur þriðja.B Vísitala neysluverðs : Verðbólga eykst efnahagur Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júníbyrjun 2002 var 222,8 stig og hækkaði um 0,45% frá fyrra mánuði sem þykir í efri mörkum þess sem spáð hafði verið um eða frá 0.2% til 0,5%. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 221,8 stig og hækkaði einnig um 0,50%. Verð á bensíni hækkaði um 5,3% og hefur 0,14% áhrif á vísi- tölu. Verð á mat og drykkjarvöru fór upp um 0,5% sem jafngildir 0,08% á vísitölu. Þá hækkuðu flugfargjöld um 5,4% og eru vísi- töluáhrifi þar 0,09%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,8% og vísitala neysluverðs án húsnæðis einnig um 4,8%. Undan- farna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,5%, sem jafngildir 1,8% verðbólgu á ári. ■ ❖ ERLENT Þýsk stjórnvöld sögðust í gær hafa fengið upplýsingar um að liðsmenn A1 Kaída ætli hugsan- lega að reyna að skjóta niður far- þegaflugvélar. Fidel Castro Kúbuleiðtogi efndi í gær til fjöldagöngu á Kúbu til stuðnings stjórnarskrárbreyt- ingu, þar sem bannað verður að hrófla við því að sósíalísk þjóðfé- lagsskipan verði við lýði á eyj- unni. dómsmál Flugmaðurinn sem dæmdur var í héraðsdómi fyrir að flytja tveimur farþegum of mikið í áæltunarflugi frá Vestmannaeyj- um í lok Verslunarmannahelgar- innar árið 2000 mun ekki ætla að áfrýja dómnum. Hann var sviptur réttindum atvinnuflugmanns í þrjá mánuði og gert að greiða 500 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Lítill verðmunur á íötboltaleiki: 2.000-3.000 kostar fyrir fjölskylduna á völlinn fótbolti Aðgangseyrir á leik í Símadeildinni er 1.000 krónur á flesta velli landsins. Börn undir 16 greiða á bilinu 300-500 nema í Kaplakrika, þar sem þau fá ókeypis inn. Það kostar því kjarnafjölskylduna á bilinu 2.000- 3.000 krónur að bregða sér á völl- inn, ef börnin eru tvö og ekki eldri en 16. Neytendasamtökin könnuðu aðgangseyri á 10 leikvelli og kost- ar 1.000 krónur fyrir fullorðna inn á þá alla nema á Akranesvöll, en þar er aðgangseyrir 1.200 kr. Börn yngri en 16 greiða 300 kr. á Laugardalsvöll, Grindavíkurvöll, Akranesvöll, Hásteinsvöll í Vest- mannaeyjum, og KR-völlinn. Hin- ir þrír vellirnir sem kannaðir voru, Fylkisvöllur, Akureyrarvöll- ur, Keflavíkurvöllur rukka allir 500 kr. inn fyrir börnin. Vellirnir bjóða þó ýmis tilboð, og kaupa má árskort á þá flesta. Grindavík er eina félagið sem býður upp á eiginlegan fjöl- skylduafslátt, selur árskort á 13.000 fyrir hjón og börn þeirra undir 16 ára aldri. Neytendasam- tökin segja að í flestum tilfellum verði að mæta á átta af níu heima- leikjum til þess að árskort spari manni einhvern pening. Þau kosta flest á bilinu 7.000 - 9.000 kr. Þór á Akureyri rukkar 15.000 kr., en inni í því korti er falinn miði á uppskeruhátíð.B FÓTBOLTI Vinsæl iþrótt á Islandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.