Fréttablaðið - 15.06.2002, Síða 6
FRÉTTABLAÐiÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið á
pdf-formi á vísir.is. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Fjöldi starfandi
einstaklinga:
Körlum
fækkar
atvinnuwiál Fjöldi starfandi á
fyrsta ársfjórðungi 2002 var
157.300 manns samanborið við
158.000 árið áður, sem jafngildir
0,5% fækkun. Starfandi körlum
fækkaði um 1.900 en konum fjölg-
aði um 1.100 á fyrsta ársfjórðungi
2002 miðað við sama ársfjórðung
ári áður.
Hagstofa íslands byggir niður-
stöður sínar á gögnum ríkisskatt-
stjóra um staðgreiðslu af launum
og reiknuðu endurgjaldi, auk þess
sem hliðsjón er höfð af niðurstöð-
um vinnumarkaðsrannsókna
Hagstofunnar. ■
FRÉTTABLAÐIÐ
15. júní 2002 LAUCARDACUR
Garðabær:
Nefndir fjórum færri
sveitarstjórnarmál Nefndum
Garðabæjar fækkar um fjórar
frá síðasta kjörtímabili. Þetta
var ákveðið á fyrsta fundi Garða-
bæjar sem haldinn var á fimmtu-
dagskvöld. Byggingarnefnd og
ferlinefnd verða sameinaðar,
menningarmálanefnd og bóka-
safnsnefnd sameinast og fjöl-
skylduráð og húsnæðisnefnd
verða að einni nefnd. Hafnar-
stjórn er lögð niður og umhverf-
isnefnd eru falin verkefni starfs-
hóps um Staðardagskrá 21.
Ákveðið var að stofna eina
nýja nefnd, nefnd um málefni
eldri borgara. Til þessa hafa
ýmis málefni er varða hag eldri
borgara heyrt undir ólíkar
nefndir. Jafnframt var starfs-
hópi um vímuvarnir breytt í
fastanefnd um forvarnir.
Þá var Laufey Jóhannsdóttir
kjörin forseti bæjarstjórnar og
Erling Ásgeirsson formaður bæj-
arráðs. A fundinum var jafn-
framt samþykkt að ráða Ásdísi
Höllu Bragadóttur bæjarstjóra í
Garðabæ. ■
GARÐABÆR
Ákveðið var að stofna eina nýja nefnd,
nefnd um málefni eldri borgara.
Hlutafjárútboð Lands-
bankans:
Seldust upp
á korteri
einkavæðing Sala 20% hlutafjár í
Landsbanka íslands hófst klukkan
10:00 í gær. Fjárfestar létu ekki á
sér standa og keyptu bréfin upp á
u.þ.b. 15 mínútum. Þetta er eitt
umfangsmesta einkavæðingar-
verkefni ríkissjóðs og það stærsta
sem framkvæmt er með almennu
útboði. Til sölu voru 1.369.140.724
krónur og var útboðsgengi fest,
fyrstu 3 daga útboðstímabils, í
3,50. Söluandvirði þessa 20% hlut-
ar er því 4.723.535.498 krónur.
Ríkissjóður á 48,29% í Lands-
bankanum eftir söluna. ■
SIKA
Hitamælar og
hitamælisstöðvar
Hæðarrofar
Margar gerðir
•L^L
Fiskislóö 26
Sturlaugur Jónsson & Co. ehf. S: 551 -4680
www.sturlaugur.is • sturlaugur@sturlaugur.is
Vanmátu viðbrögð almennings
STJÓRNVÖLD Ákvörðun ríkisstjórnar
um að neita meðlimum Falun
Gong um vegabréfsáritun til
landsins, meðan á heimsókn Jiang
Zemin forseta Kína stæði, kom
mörgum spánskt fyrir sjónir. Fáa
óraði fyrir þeim hörðu viðbrögð-
um sem urðu um allt samfélagið.
Veðrið lék við landsmenn, en ráða-
menn fengu ekki notið þeirrar veð-
urblíðu. Forsætisráðherra og ráð-
herrar dóms- og utanríkismála
báru sameiginlega ábyrgð á
ákvörðuninni. Þar á bæ gerðu
menn sér fljótlega grein fyrir því
að málið væri óþægilegt. Embætt-
ismenn dómsmálaráðuneytis
vörðu ákvörðun stjórnvalda. Rök
yfirvalda voru þau að fámennt ís-
lenskt lögreglulið gæti ekki feng-
ist við nokkur hundruð mótmæl-
endur. Enginn dró þó í efa að mót-
mælin yrðu friðsamleg. Stjórnvöld
höfðu eftir lögregluyfirvöldum í
nágrannaríkjum að meðlimir
Falun Gong reyndu að komast eins
nálægt forsetanum og þeir gætu.
Vopnaðir lífverðir gæta forsetans.
Að sögn yfirvalda óttuðust menn
að mótmælendur gætu verið í
hættu, ef fámenn íslensk lögregla
gæti ekki haft hemil á þeim.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum var sá listi sem var not-
aður til að útiloka fólk frá ferða-
heimild til landsins, frá kínversk-
um stjórnvöldum kominn. Kín-
versk yfirvöld munu einnig hafa
farið fram á að meðlimir Falun
Gong yrðu ekki á vegi forsetans,
meðan á heimsókninni stæði.
Gagnrýni á ákvörðunina varð
háværari með hverjum deginum.
Mönnum ofbauð að íslensk stjórn-
völd létu harðstjórana í Kína
ákveða fyrir sig hverjir fengju að
koma til landsins. I ljósi öryggis-
gæslu á NATO fundinum drógu
menn líka í efa að íslensk lögregla
réði ekki við nokkur hundruð frið-
samra mótmælenda Falun Gong.
Fréttastofa sjónvarps greindi frá
því að samkvæmt sínum heimild-
um hefði lögregla ekki haft uppi
efasemdir um að hún réði við
verkefnið. Þessu mótmælti Har-
aldur Johannessen, ríkislögreglu-
stjóri. Gagnrýni á ákvörðunina
kom úr fleiri áttum en fyrirfram
hefði verið hægt að búast við.
Björn Bjarnason taldi meðal ann-
arra aðgerðir íslenskra stjórn-
valda alltof harkalegar. Ungliða-
hreyfingar stjórnmálaflokkanna
sameinuðust í því að mótmæla að-
gerðunum. Auglýsing þar sem af-
sökunar var beðist á framkomu ís-
lenskra stjórnvalda birtist í Morg-
unblaðinu. Þar mátti sjá nöfn sem
, betra,
fínna og flottara
Það toppar ekkert “Rolsinn” ígrillum
Sumir borða til að lifo
- aðrir lifa til að grilla!
STERL/NG6
- ergrillið!
i Sf,
est Skeifunni - Garðheimum- Nóatúnsbúðunum
afar sjaldan birtast saman undir
mótmælalistum. Stjórnarand-
stöðuflokkarnir og félagasamtök
ályktuðu gegn aðgerðunum. Jiang
Zemin naut fyrirfram lítilla vin-
sælda á íslandi. Neitun Falun
Gong meðlima um vegabréfsárit-
un dró neikvæða athygli að opin-
berri heimsókn hans. Mun meiri
en annars hefði orðið.
Aðgerðir stjórnvalda reyndust
umfangsmeiri en menn héldu í
fyrstu. Ekki var einungis um það
að ræða að þeim meðlimum Falun
Gong sem þurftu vegabréfsáritun
væri neitað um hana. Flugleiðir
höfðu einnig fengið skipun um það
frá íslenskum stjórnvöldum að
hleypa ekki meðlimum samtak-
anna um borð í vélar félagsins.
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður,
sendi af því tilefni erindi til fjöl-
margra stofnana um að Flugleiðir
yrðu sviptir flugrekstrarleyfi.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða, sagði að fyrir-
mæli stjórnvalda hefðu verið svo
afdráttarlaus að ekki hefði verið
annað hægt en að fara að þeim.
Ragnar gerði einnig fjölmargar
aðrar athugasemdir við aðgerðir
stjórnvalda. Ráðherrar höfðu sig
ekki mikið í frammi til að byrja
með. Sólveig Pétursdóttir, dóms-
málaráðherra sagði þegar umræð-
an fór af stað að aðgerðirnar væru
til þess að gera lögreglu kleift að
sinna starfi sínu og tryggja öryggi
erlends þjóðhöfðingja. I byrjun
vikunnar var ekki að merkja á
svörum embættismanna að tilslak-
anir yrðu gerðar. Seint á þriðju-
dagskvöldinu ákváðu þó ráðherr-
arnir að heimila þeim Falun Gong
meðlimum landgöngu sem voru í
haldi í Leifsstöð. Var vilyrðið veitt
gegn undirskrift yfirlýsingar um
að fólkið færi í einu og öllu að fyr-
irmælum lögreglu meðan á heim-
s ókn forseta Kína stæði.
Halldór Ásgrímsson tjáði sig
ekki mikið um málið. Hann sagði
óþægilegt að standa í þessu, en
enga aðra kosti mögulega. Davíð
Oddsson tjáði sig mest af þeim
ráðherrum sem báru ábyrgð á
ákvörðuninni. I-lann gerði fremur
lítið úr andstöðunni. íslenskur al-
menningur vissi það og skildi að
agi þyrfti að vera í herbúðunum.
haflidi@frettabladid.is