Fréttablaðið - 15.06.2002, Page 15
LAUGARPAGUR 15. júní 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
Þjóðleikhúsið:
Grimm áhuga
sýning ársins
leikhús Þjóðleikhúsið valdi
Grimm í uppsetningu Leikfélags
Kópavogs sem áhugasýningu árs-
ins. Því fær Leikfélagið að færa
ævintýrin á stóra svið Þjóðleik-
hússins á morgun.
Dómnefndin var skipuð Stefáni
Baldurssyni Þjóðleikhússtjóra,
Melkorku Teklu Ólafsdóttur leik-
listarráðunauti og Kjartani Ragn-
arssyni leikstjóra. Fjöldi leiksýn-
inga kom til greina en þrjár þóttu
skara fram úr, Kolrassa hjá Hug-
leik í Reykjavík, Fiðlarinn á þak-
inu hjá Leiklistarhópi Ungmenna-
félagsins Eflingar í Reykjadal og
Grimm.
Grimm varð fyrir valinu og
segir dómnefndin að hún sé frá-
brugðin ýmsum áhugasýningum,
ekki síst vegna þess að þar er unn-
ið með stílfærslu af óvenju miklu
öryggi. Þar sé farið inn á nýstár-
lega braut með skemmtilegum ár-
angri. Það beri ríkulegu hug-
myndaflugi leikstjórans, Ágústu
GRIMM
Stórskemmtileg sýning.
Skúladóttur, og annarra aðstand-
enda vitni. ■
í FÝLU í INNRI MONGÓLÍU
Þessi drengur var í fýlu og lagðist þess vegna í götuna.
Kínaklúbbur Unnar tíu ára:
Ljósmyndir frá Kína
ljósmyndir í dag opnar Unnur
Guðjónsdóttir ljósmyndasýningu
í Húsi málarans við Bankastræti.
Þar sýnir hún rúmlega 70 mynd-
ir, sem hún tók í Kína. „Þetta eru
aðallega myndir af fólki í hvers-
dagslegu lífi. Þær eru teknar hér
og þar í Kína, meðal annars í Tí-
bet,“ segir Unnur. Hún hefur far-
ið með fjölda hópa af íslenskum
ferðamönnum til Kína síðastliðin
tíu ár og segist algerlega heilluð
af landi og þjóð. Sýningin er
haldin í tilefni af tíu ára afmæli
Kínaklúbbs Unnar.
Unnur segir fullorðið fólk í
Kína hafa gaman af því að láta
taka myndir af sér. Börnin eru
hinsvegar dálítið hrædd og furðu
lostin. Þau hafa sjaldan eða
aldrei séð hvíta manneskju. Á
opnuninni ætlar Unnur að segja
frá þessu og öðrum sögum á bak
við myndirnar.
Þann 25. júní heldur Unnur
einnig ljósmyndasýningu frá
Kína í Tjarnarsal Ráðhúss
Reykjavíkur. Þá ætlar hún að
sýna gestum kínverskan sverð-
dans, sem er meðal þess sem hún
hefur lært á ferðum sínum um
Kína. ■
SUNNUDAGURINN
16. jljnI
TÓNLIST_____________________
11.00 Normandale kirkjukórinn frá
Minnesota í Bandaríkjunum syng-
ur í Hallgrímskirkju.
14.00 Camerarctica heldur áfram upp á
tíu ára afmæli sitt í Norræna hús-
inu. Marta Halldórsdóttir sópran-
söngkona og Örn Magnússon pí-
anóleikari koma einnig fram.
20.30 Tónlistarhátið Tríó Reykjavíkur,
Bjartar sumarnætur, heldur áfram
í Hveragerðiskirkju.
20.30 Kvartett Kára Árnasonar heldur
tónleika í Hafnarborg. Tileinkað 4
íslenskum djasstónskáldum.
22.00 Andrea Jónsdóttir spilar á neðri
hæð Café 22. Á efri hæð heldur
Björg uppi fjörinu.
LEIKHÚS_____________________________
17.00 Óperustúdíó Austurlands sýnir
gamanóperuna Cosi fan tutte í
Borgarieikhúsinu. Leikstjóri og
hljómsveitarstjóri er Keith Reed.
20.00 Leikfélag Kópavogs sýnir Grimm,
áhugaverðustu áhugasýningu árs-
ins, á stóra sviði Þjóðleikhússins.
20.00 Uppselt á Með fulla vasa af
grjóti i Þjóðleikhúsínu.
OPNANIR_____________________________
20.06 Lorna, óháð félag áhugafólks um
rafræna list, stendur fýrir rafrænni
uppákomu i Vesturporti við Vest-
urgötu.
GÖNGUR______________________________
8.00 Ferðafélag íslands efnir til jarð-
fræðiferðar um Snæfellsnes. Far-
arstjóri er Haukur Jóhannesson
jarðfræðingur. Brottför frá BSÍ.
ÝIVIISLEGT___________________■.
13.20 Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í þrétt-,
ánda skipti i dag. Berum heils-
una fyrir brjósti, hreyfum okkur'
reglulega! er yfirskriftin. Aðal-
hlaupið er við Garðaskóla í
Garðabæ. Vigdís Finnbogadóttir
flytur hvatningarávarp.
á sjó m«d Húna II
MÁNUDAGURINN
______17. JUNi
HÁTÍÐARHÖLD________________
10.00 Forseti borgarstjórnar, Árni Þór
Sigurðsson, leggur blómsveig á
leiði Jóns Sigurðssonar.
og fliillftrtflr
§tongv#iSlferSa, Plóss ir fyrir 20-21
rtViiiornör ir aftínn m gríilaður um berð
ikkuns íslmsk ijémanneiðg.
10.40 Hátíðardagskrá við Austurvöll.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti
leggur blómsveig að minnisvarða •
Jóns Sigurðssonar, ávörp Davíðs
Oddsonar forsætisráðherra og
fjallkonunnar.
13.40 Skrúðganga frá Hlemmi að Ing-
ólfstorgi.
13.45 Skrúðganga frá Hagatorgi í
Hljómskálagarð.
14.00 Barna- og fjölskylduskemmtun á
Arnarhóli og Ingólfstorgi til
klukkan 16.
14.00 Ógurlegur trukkadráttur á Mið-
bakka. Heljarmenni takast á í
Sterkasti maður íslands.
anlr í flma 8941388 & 868 2886
14.30 Tónleikar í Ráðhúsi Reykjavikur.
16.00 Fallhlífastökk í Hljómskálagarði.
16.00 fslenskir rapparar á Austurvelli.
16.30 Dans- og tónlistarskemmtun hjá
Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu.
17.00 Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar
Papa á Ingólfstorgi.
20.15 Tónleikar á Amarhóli og
dansleikur á Ingólfstorgi standa
til klukkan 23.30.
Fyrir 17. júní
Fallegar yfirhafnir í úrvali.
20-50%
afsláttur
Mörkinni 6, sími 588 5518. laugardaga.
EFTIRLAUNASJÓÐUR
SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS
Fosshálsi 1,110 Reykjavík
Sími: 575-6000 Fax: 575-6090
EFTIRLAUNASJÓÐUR SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS
Boðað er til ársfundar Eftirlaunasjóðs Sláturfélags Suðurlands.
Fundurinn verður haldinn að Fosshálsi 1,3. hæð,
fimmtudaginn 27. júní n.k. kl. 17:00.
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa í stjórn sjóðsins
2. Skýrsla stjórnar.
3. Kynning ársreiknings, tryggingafræðilegrar
úttektar og fjárfestingastefnu.
4. Önnur mál.
Stjórnin
Forhitarakerfi
X 80L0 2*12
Verðfrá kr.
Gæöa
Redan framleiðir forhitarakerfi sem
hentar jafnt sumarhúsum sem
fjölbýlishúsum og allt þar á milli.
Tengihlutir og stýribúnaður í hæsta
gæðaflokki sem tryggir
langa endingu kerfisins.
Vottað af RB.
Smiðjuvegi 11 »200 Kópavogur
Sími: 5B4 1088 • Fax: 5641089 • tengi.is