Fréttablaðið - 15.06.2002, Qupperneq 22
SAGA DAGSINS
15. JUNI
Islendingar unni stærsta sigur
sinn í handbolta á þessum degi
áriö 1999. Þá lögðu þeir Kýpur-
búa með 42 mörkum gegn 11.
vikmyndaleikar-
i\inn John Travolta
kom til landsins á
þessum degi árið
1987. Hann ferðaðist
með einkaþotu sinni
og með honum var níu manna
fylgdarlið.
A' rið 1877 útskrifaðist fyrsti
blökkumaðurinn í Bandaríkj-
unum frá herskólanum í West
Point, sem mikil virðing er borin
fyrir þar í landi. Öll fjögur árin
sem Henry Ossian Flipper var
við nám mælti enginn samnem-
enda hans, sem allir voru hvítir,
eitt orð við hann.
22
FRÉTTABLAÐIÐ
15. júní 2002 LAUGARDAGUR
Fyrsta kaþólska ferming-
in eftir siðaskipti
Við erum þrjú kaþólsk hér á
heimilinu,“ segir Lárus
Bjarnason, pípulagningameistari
á Kirkjubæjarklaustri, en hann
ætlar að ferma Tinnu dóttur sina
í dag í kaþólskum sið. Er það fyrs-
ta kaþólska fermingin á Klaustri
eftir siðaskipti. „Eiginkona mín
og elsta dóttir eru hins vegar ekki
kaþólskar,“ segir hann.
Kaþólski biskupinn yfir ís-
landi, herra Jóhannes Gijsen,
mun mæta til athafnarinnar og
ferma Tinnu i kapellunni á staðn-
um sem reyndar er lútersk. Með
honum í för verður séra Jakob
Rolland en hann hefur gert sér
ferð austur á Klaustur reglulega
til að messa fyrir Lárus og dætur
hans tvær sem samferða eru í
trúnni: „Lúterska kirkjan má eiga
það að hafa leyft okkur afnot af
kapellunni; hún hefur alltaf staðið
okkur opin,“ segir Lárus sem ætl-
ar að slá upp hefðbundinni ferm-
ingarveislu að lokinni athöfn eins
og vera ber: „Eini munurinn á
kaþólskri fermingu og lúterskri
er sá að í kaþólskunni er það alltaf
biskupinn sjálfur sem fermir,"
Persónan
Tinna Lárusdóttir verður fermd á
Kirkjubæjarklaustri í dag. Þetta er
fyrsta kaþólska fermingin á Klaustri
eftir siðaskipti.
segir Lárus sem er kvæntur
Birnu Bragadóttur skólastjóra
Tónlistarskólans á Kirkjubæj-
arsklaustri. ■
FERMINGARBARNIÐ
Tinna Lárusdóttir - brautryðjandi á Klaustri.
MENNINGARSKOKK
TAKIÐ daginn snemma og
mætið á fyrirlestri hjá Ama
Bjömssyni þjóðháttafræðingi
klukkan 10 í Loftinu
(gamla pósthúsinu í
Pósthússtræti). Ámi
ræðir um landslag,
fólk og menningu og
hvemig íslensk nátt-
úra hefur haft áhrif á
menninguna í landinu.
Fróðlegt og skemmtilegt fyrir
hádegi.
YFIR í Norræna húsið. 50 mál-
verk og listmunir frá
Nationalmuseet og Moderaa
Museet í
Svíþjóð sem
öll sýna mat
og jafnvel
óhófsrétti á lérefti. Einnig sýnt
hvemig fólk dekkaði borð fyrir
veislur og hvunndags. Kaffistof-
an slær taktinn með og býður
upp á smárétti í stfl; gratinerað-
an aspas með ruccosalati og
hvítvínsglas á 900 krónur - svo
eitthvað sé nefnt.
UPP í bílinn með bömin og
stefnan tekin á Alviðru undir
Ingólfsfjalli. Þar verður Guð-
mundur Halldórsson skordýra-
fræðingur á
milli 14 og 16 og
sýnir gestum
fjölbreytt úrval
af skordýram.
Kakó og kleinur
fylgja. 700 krónur.
INDÍÁNADANS á Hverfisbam-
um á Hverfisgötuhorninu þeg-
ar líða tekur á kvöld. Sísí fríkar
út með Geira
Smart. 22 ára ald-
urstakmark.
Hætta á biðröð
mæti fólk ekki
tímanlega. Þeir
sem ekki vilja
dansa geta gengið
strandlengjuna umhverfis
Reykjavík með einhverjum sem
er sama sinnis.
OVO heim að sofa.
AFMÆLt
RfKHARDUR ÖRN
Nóterar hjá sér daginn og reynir svo að gleyma sem fyrst.
Varðveitir bamið í sjálfum sér
- og skammast sín ekki fyrir
Rikharður Öm Pálsson tónlistarmaður er 56 ára í dag.
Tíminn vill ekki tengja sig við
mig þannig að ég tek ekki
sérstaklega eftir þessu,“ segir
Ríkharður Öm Pálsson tónlist-
armaður sem er 56 ára í dag.
Hann er ekki vanur að halda upp
á daginn enda segist hann búa í
þröngu húsnæði sem henti illa
til samkvæma. „Annar hef ég
farið svo hroðalega illa með tím-
ann að mér finnst ég eiga dálítið
inni hjá sjálfum mér. Nú er ég
fyrst farinn að þroskast eitthvað
og hefði mátt vera fyrr. Mestu
skiptir að varðveita barnið í
sjálfum sér og skammast sín
ekki fyrir það eins og margir
yngri menn gera,“ segir Rík-
harður sem hitaði upp fyrir af-
mælið í gærkvöldi með því að
flytja fyrirlestur um íslensk
þjóðlög á norrænu kóramóti hjá
karlakórnum Þresti. Þar talaði
Ríkharður á dönsku enda ágæt-
lega fær í málinu eftir að hafa
búið í Danmörku í bernsku og
lært dönsku í skóla: „Mér finnst
ómögulegt að vera að tala ensku
á norrænu kóramóti,“ segir
hann.
Ríkharður Örn ætlar ekki að
gera sér neinn dagamun í tilefni
afmælisins; hvorki að fá sér
kakó eða snaps. Heldur bara
halda áfram eins og ekkert hafi í
skorist: „Ég nótera þetta hjá
mér og reyni svo að gleyma sem
fyrst,“ segir afmælisbarnið.
eir@Fréttabladid.is
Mikil leynd hvíli yfir því hver
flytji ávarp fjallkonunnar á
þjóðhátfðardaginn. Er það sam-
kvæmt hefð að
gefa ekki upp nafn
hennar en hluti af
uppákomunni er
spennan um hver
verði fyrir valinu.
Að auki þykir það
heiður að fá að fly-
tja ávarp fjalikon-
unnar og í raun
upphefð f heimi
leiklistarinnar í
höfuðborginni.
Margar fremstu
leikkonur landsins
hafa komið fram
sem fjallkonan á
17. júní og nægir
að nefna Herdisi
Þurvaldsdóttur,
Tinnu dóttur henn-
ar, Steinunni
Óiinu. Halldnm
Geirbarðsdóitur
og Mavgféti VU-
bjáhnsdóttnr, svo
fáar séu nefndar.
Nú er veðjað á að
fjallkonan í ár
verði nýjasta
st jaman á himni
leiklistarinnar,
Þómnn Clausen,
litla systir Ragn-
beiðar sjónvarps-
þulu. Þórunn leikur í sumar í Sögu
Guðríðar, eða The Saga of Gudrid-
ur, sem sýnt er í Skemmtihúsinu
við Laufásveg.
Gárungamir þykjast vera búnir
að finna nýtt gælunafn á Unga
jafnaðarmenn í Reykjavík. {ljósi
þess að þeir eru Evrópusinnaðir
með eindæmum og urðu um daginn
fyrsta hreyfingin til að álykta til
vamar einkadansi sé ekki hægt aó
nefna þá annað en evrókratfska
klámhunda.
Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að
forseti Kina mun ekki heimsækja
Byggðastofnun vegna ótryggs
ástands sem þar ríkir
........... - •.. ;S " '.. t-'-' ' ' ' .
- - ■ • -ir^z .... .......- - ••
' ' ........•"' •
■ --
• •
■.
- - / * P-irJX'tij
• . • ss,-____________________________w.v- :*■» - -
I •■•' ,• ■ . i5* áL ■
mm
.v zni
A
FRÁ BESSASTÖÐUM
Bílalest Kínaforseta á leið frá Bessastöðum I blíðviðrinu fyrir hádegi í gær. Kínverski forsetinn fór beint frá fundi forseta Islands til fundar
við forsætisráðherra.
TÍMAMÓT
JARÐARFARIR
11.00 Guðrún Ásta Sveinbjörnsdóttir,
Norðurgötu 6, Seyðisfirði, verður
jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju.
11.00 Valgerður Guðlaugsdóttir frá Vlk
í Mýrdal, verður jarðsungin frá
Vfkurkirkju.
13.30 Aðalheiður Þorleifsdóttir, Karls-
braut 6, Dalvík, verður jarðsungin
frá Dalvíkurkirkju.
13.30 Hermann Guðmundsson, Selja-
landsvegi 44, Isafirði, verður jarð-
sunginn frá ísafjarðarkirkju.
14.00 Helga Kristjánsdóttir, Silfrastöð-
um, verður jarðsungin frá Silfra-
staðakirkju.
14.00 Hinrik Finnsson, kaupmaður,
Skúlagötu 14, Stykkishólmi, veður
jarðsunginn í Stykkishólmi.
14.00 Hreggviður Guðmundsson,
Sæviðarsundi 35, Reykjavík, verð-
ur jarðsunginn frá Hvalsneskirkju.
14.00 Minný Gunnlaug Leósdóttir,
Skúlagötu 44, verður jarðsungin
frá Sauðárkrókskirkju.
14.00 Þuríður Ólafsdóttir Bríem, verð-
ur jarðsungin frá Reyðarfjarðar-
kirkju.
15.00 Jóhanna Guðmundsdóttir frá
Múla, verður jarðsungin frá Graf-
arkirkju.
AFMÆLI_______________________
Ragnar Fjalar Lárusson er 75 ára I dag.
Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi borg-
arfulltrúi er 59 ára I dag.
Ríkarður Örn Pálsson er 56 ára I dag.
ANPLÁT__________________________
Baldvin Helgi Einarsson, prentari, Sól-
vallagötu 1, lést 12. júní.
Daníel G.E. Sigmundsson, Hllf 2, fsa-
firði, lést 12. júní.
í
jf